Skessuhorn - 15.07.2015, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 27
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa.
Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið:
krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Þeir
sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut
56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta
lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum
og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni.
68 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku.
Lausnin var: „Ófróður er sá er einskis spyr“. Vinningshafi er:
Birna Hauksdóttir, Skáney, 311 Borgarnesi. mm
Afl
Fæði
Nærast
Á fæti
Venja
Umbun
Atgervi
Klatti
Leit
Kona
Óskar
Hnus
Titill
Varla
Góð
Erill
Tóku
Rökkur
Stafinn
Ár-
vöxtur
Núna
6
Pukrast
Tölur
3
Fag
Leyfist
Vein
Espar
Röst
Sýður
Ávöxtur
1 8
Áfellis-
þoka
Þjálfa
Lítil
Stappa
Reifi
Frelsi
Ánægð
For-
faðir
Fruma
Afa
Tangi
Skógar-
dýr
Tanna
Efni
Býsn
4 Væta
Fagur
Hnýti
Óregla
Á-
kvarða
Gort
Flaum-
ósa
Áfella
Gufa
Kvað
Næði
7
Tölur
Angan
Rík
Skessu
Góð-
gæti
501
Sjó
Góð
efni
2 Svall
Mylsna
Alltaf
Fiskur
Sam-
hljóðar
Sniðug
Dæs
Fingur
Poka
Rolla
Á reikn-
ingi
Svalk
Streða
Féll
Skor
1000
Leit
Þeysa
Vík
Sýl
Tónn
Slótt-
ugur
Korn
Hvass-
viðri
Samhlj.
9 Tónn
Þátt-
taka
5
Flekk-
lausir
Sál
1 2 3 4 5 6 7 8 9
Sumarlesari
vikunnar
Áfram heldur sumarlestur-
inn á Bókasafni Akraness. Les-
ari vikunnar heitir Guðmundur
Hrafnkell og er sjö ára.
Hvaða bók varstu/ertu að
lesa? Hún heitir Pönnuköku-
tertan.
Hvernig var/er hún? Hún var
spennandi og skemmtileg.
Hvernig bækur finnst þér
skemmtilegastar? Mér finnst
heimsmetabækurnar skemmti-
legastar.
Hvar er best að vera þegar
maður er að lesa? Það er best
að vera í rúminu sínu.
Áttu þér uppáhalds bók eða
uppáhalds rithöfund? Það er
bláa bókin sem heitir Ótrúlegt
en satt 2014.
Hvað ætlar þú að verða þeg-
ar þú verður stór? Ég ætla helst
að verða tannlæknir.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugs-
dóttir verður nýr sviðsstjóri lög-
fræðisviðs Háskólans á Bifröst.
Hún hefur síðustu tvö árin starfað
sem aðstoðarsaksóknari hjá emb-
ætti ríkissaksóknara og hefur áður
reynslu af störfum innan dómstóla
sem aðstoðarmaður dómara og hef-
ur einnig starfað við saksókn fyrir
lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.
Þorbjörg lauk LL.M. prófi frá laga-
deild Columbia háskóla í New York
árið 2011 og sérhæfði sig í alþjóð-
legum refsirétti, er lögfræðingur
frá Háskóla Íslands og hefur lok-
ið diplómaprófi í afbrotafræði frá
HÍ. Hún hefur enn fremur unn-
ið við rannsóknarstörf á sviði refsi-
réttar og fékk m.a. veglegan styrk
frá Norræna sakfræðiráðinu 2012,
þegar hún vann að rannsókn um af-
brotið nauðgun í samvinnu við inn-
anríkisráðuneytið.
Laganemum fjölgar verulega við
Háskólann á Bifröst í haust í fram-
haldi af því að nú er boðið upp á
fjarnám í lögfræði og lögfræði-
nám með vinnu. Þorbjargar bíða
því krefjandi verkefni að fylgja eftir
miklu uppbyggingarstarfi við lög-
fræðisvið skólans og leiða frekari
sókn. Helga Kristín Auðunsdótt-
ir sem lætur af störfum sviðsstjóra
lögfræðisviðsins mun leiða þróun
á sameiginlegu meistaranámi í við-
skiptalögfræði með háskólunum í
Árósum og í Dublin. Háskólinn á
Bifröst fékk sérstakan styrk til þess
verks úr Erasmus+ áætluninni og
hefur forystu í verkefninu. mm
Síðastliðinn laugardag var opnuð
sýning á vatnslitaverkum eftir Ás-
dísi Arnardóttur á kaffistofunni
Gamla Rifi í Snæfellsbæ. Mynd-
irnar á sýningunni tengjast því sem
hún telur bæði meðfæddan og inn-
rættan áhuga á veðri. Þær urðu til
við leit að þekktu veðurfyrirbrigði
á Hekluslóðum sem ekki er lokið
enn. M.a. gefur að líta seríu mynda
af sama skýinu, sem unnin er með
vatnslitum og bývaxi á hríspappír.
Ásdís er fædd 1963 og nam við
Myndlistarskólann á Akureyri,
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
og Listaháskóla Íslands. Hún er fé-
lagi í Sambandi íslenskra myndlist-
armanna og hefur m.a. hlotið viður-
kenningu fyrir verk sín á alþjóðlegu
vatnslitasýningunni Baltic Bridges.
Gamla Rif er opið alla daga kl.
12:00-20:00 og stendur sýning Ás-
dísar fram í miðjan ágúst.
-fréttatilkynning
Olíuskipið Bothnia lá við bryggju í
Akraneshöfn í liðinni viku en þang-
að kom það á fimmtudag til að
sækja úrgangsolíu sem geymd er
í tönkum á Breiðinni. Áður hafði
Bothnia verið í sömu erindagjörð-
um í Reykjavík. Skipið er skráð í
Gíbraltar og er hið snyrtilegasta að
sjá. Það fór frá Akranesi á föstudag-
inn. mþh
Sóttu úrgangsolíu á Skagann
Opnaði sýningu á vatns-
litaverkum í Gamla Rifi
Nafn: Arndís Halla Jóhannes-
dóttir.
Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý
á Akranesi og er gift með tvær
unglingsstelpur.
Starfsheiti/fyrirtæki: Félags-
málaráðgjafi hjá Hvalfjarðar-
sveit.
Áhugamál: Útivera, garðvinna
og gleði í góðra vina hópi.
Föstudagurinn 10. júlí.
Klukkan hvað vaknaðirðu og
hvað var það fyrsta sem þú
gerðir? Ég vaknaði kl. 7 og fékk
mér túrmerik drykkinn minn,
fór svo í sturtu og hafði mig til
fyrir vinnuna.
Hvað borðaðirðu í morgun-
mat? Hafragraut.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Ég keyrði í vinnuna
klukkan 7:45.
Fyrstu verk í vinnunni: Að
bjóða samstarfsfólki mínu góð-
an dag og kíkja á tölvupóstinn
og dagatalið.
Hvað varstu að gera klukkan
10? Sat fyrir framan tölvuna að
vinna og hitti skemmtilegt fólk
sem kíkti við.
Hvað gerðirðu í hádeginu?
Ég fór inn í eldhús og borðaði
nestið mitt með samstarfsfólki
mínu.
Hvað varstu að gera klukkan
14? Sat fyrir framan tölvuna að
vinna.
Hvenær hætt og það síðasta
sem þú gerðir í vinnunni? Það
síðasta sem ég gerði var að kíkja
í við í heimsókn á einum stað og
hætti svo kl. 16.
Hvað gerðirðu eftir vinnu?
Var að helluleggja bílastæðið
heima, vinna í garðinum og fór
út með hundinn.
Hvað var í kvöldmat og hver
eldaði? Það var kjúklingaréttur
sem ég eldaði.
Hvernig var kvöldið? Það fór
í hellulögn.
Hvenær fórstu að sofa? Rétt
eftir miðnætti.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að
hátta? Horfði á eina mynd.
Hvað stendur uppúr eftir
daginn? Að hellulögnin potað-
ist aðeins áfram.
Eitthvað að lokum? Njótum
lífsins!
Dag ur í lífi...
Félagsmálaráðgjafa
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.
Nýr sviðsstjóri lögfræðisviðs
Háskólans á Bifröst