Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.2015, Side 30

Skessuhorn - 15.07.2015, Side 30
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 201530 Hvað vakti helst athygli þína á ferðalagi um Vesturland? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Elizabeth Spice og Peter Spice, Ástralíu Dramatískt landslagið. Flora Gerber, Swiss Hvalfjörður og landslagið. Karin Enz Gerber, Swiss Hestarnir, kindurnar og fjólu- bláu Lúpínurnar. Daniela Manzini, Ítalíu Snæfellsnes. Don Pearson og Stephanie Pe- arson, Bandaríkjunum Hraunið og fjölbreytt landslag. Dagana 23. - 26. júlí næstkomandi verður Íslandsmótið í golfi hald- ið á Garðavelli á Akranesi. Þar munu allir bestu kylfingar lands- ins etja kappi og berjast um Ís- landsmeistaratitilinn á fjögurra daga móti. „Undirbúningur hófst árið 2013 þegar klúbbnum var út- hlutað mótinu,“ sagði Guðmund- ur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis, þegar blaða- maður Skessuhorns ræddi við hann í síðustu viku. „Það er hefð fyrir því að klúbbar sem eiga stórafmæli fái að halda Íslandsmótið,“ bætir hann við, en Leynir fagnaði einmitt 50 ára afmæli sínu þann 15. mars síð- astliðinn. „Þegar árið 2013 var hafist handa við að þurrka upp völlinn. Ráðist var í að grafa skurði og drena völlinn. Strax í vor var hann orðinn þurr og flottur. Svo duttum við í lukkupott- inn með kalt og þurrt sumar fram- an af,“ segir Guðmundur. „Einn- ig var farið í að laga teiga og stíga, reisa byggingar, mála klúbbhús- ið, golfskálann og fleira í þeim dúr. Félagsmenn og starfsfólk klúbbsins hefur lagt á sig mikla vinnu til að gera umgjörð mótsins sem besta. Allur húsakostur hefur verið tekinn í gegn. Sett hefur verið upp salerni miðsvæðis úti á vellinum, við enda 6. og 14. holu,“ bætir hann við og segir gesti vallarins hafa verið mjög ánægða með tilkomu þess. Undir lok síðasta árs var mynd- aður undirbúningshópur. Móts- stjóri er Viktor Elvar Viktors- son, fyrrum formaður Golfklúbbs- ins Leynis. „Hópurinn hefur unn- ið skipulega að undirbúningi móts- ins í allan vetur. Viktor þekkir hér mjög vel til og veit nákvæmlega hvernig hlutirnir virka. Hann mun meðal annars skipuleggja allt sjálf- boðastarf á mótinu og sjá um sam- þættingu allra verkefna sem þarf að inna af hendi,“ segir Guðmundur. Ætla að gera upplifun keppenda sem besta „Að halda Íslandsmót er aðeins meira en að halda venjulegt golf- mót. Sérstaklega er öll umgjörð mótsins stærri í sniðum. Hún verð- ur öll sú glæsilegasta. Hér verð- ur sett upp áhorfendastúka við 18. flöt þar sem hægt verður að fylgj- ast með bæði 9. og 18. holu. Einnig verður útbúin aðstaða fyrir blaða- menn, keppendur og mótsstjórn. Við komum til með að leysa það með tjöldum og gámahúsum þar sem klúbbhúsið og aðstaðan er í minna lagi hjá okkur,“ segir Guð- mundur. Mótið verður í beinni útsend- ingu á RÚV síðari tvo keppnisdag- ana, eftir niðurskurðinn. Áhorf- endur á Garðavelli geta einnig fylgst með útsendingunni á stórum skjá sem settur verður upp á svæð- inu. Á skjánum verður einnig tafla með skori keppenda sem uppfærist á meðan móti stendur. Sett verð- ur upp hljóðkerfi við fyrsta teig þar sem kylfingar verða kynntir til leiks og ræstir út eins og þekkist víða á mótum erlendis. „Eins og ég sagði áðan þá verður umgjörðin öll stærri og meiri en gengur og gerist og að ýmsu sem þarf að huga, stóru sem smáu. Til dæmis hafa verið útbú- in glæsileg gögn sem keppendur fá, vallarvísir og fleira. Gestir og aðr- ir fá mótsskrá og yfirlitsmynd af vellinum,“ segir Guðmundur. „Æf- ingasvæðið hefur verið tekið alger- lega í gegn og markmið okkar er að halda hér flott Íslandsmót og gera upplifun keppenda sem besta.“ Klúbburinn heppinn með fólkið sitt Keppendur á Íslandsmótinu geta mest verið um 150 talsins og Guð- mundur býst við miklum fjölda gesta ef veður verður gott. Næg bílastæði verða á svæðinu og mark- mið klúbbsins er að öll þjónusta við bæði kylfinga og gesti verði til fyr- irmyndar. Fjölmargir sjálfboðaliðar munu vinna á mótinu alla mótsdagana. Vinnudagar verða langir, golfskál- inn opnaður snemma og lokað seint og vallarstarfsmenn munu vinna frá kvöldi til morguns því völlur- inn verður ekki sleginn yfir daginn. „Klúbburinn er heppinn með öflug- an og góðan hóp félags- og starfs- manna sem eru tilbúnir að koma að undirbúningi mótsins með virkum hætti. Ég er rosalega stoltur af þeim og heppinn með þetta fólk,“ segir Guðmundur glaður í bragði. Einn- ig nefnir hann að ekki væri hægt að taka að sér svona mót nema með stuðningi og styrk vel valinna fyrir- tækja og samstarfsaðila. „Þar kem- ur Akraneskaupstaður með mikl- um myndarskap að málum. Ég er þakklátur hvað bæjarfélagið hefur stutt vel við bakið á okkur. Einnig fengum við styrk frá menntamála- ráðuneytinu að verðmæti fimm miljónir króna til að vinna að end- urbótum vegna Íslandsmótsins,“ segir hann, en ráðuneytið úthlutar reglulega styrkjum til landsmóts- staða. „Klúbburinn er þakklátur öllum styrktar- og samstarfsaðilum sem komið hafa að þessu með ein- um og öðrum hætti. Án þeirra gæt- um við líklega ekki tekið að okk- ur að halda svona stórt mót,“ bætir Guðmundur við. Félagsandinn góður Garðavöllur er í dag talinn einn af bestu völlum landsins, hannað- ur sem keppnisgolfvöllur. Frá því hann varð 18 holu völlur árið 2000 hafa þar verið haldin öll helstu golfmót GSÍ. Að GL fái að halda Íslandsmótið í ár segir Guðmund- ur enn frekari viðurkenningu á gæðum vallarins. Fjölmargir kylf- ingar hafa lagt leið sína á Garða- völl í sumar og félagsmönnum Golfklúbbsins Leynis hefur fjölg- að undanfarin ár. „Hér hefur ver- ið mikil umferð gesta og við höf- um séð aukningu frá því sem verið hefur. Íslandsmótsvöllurinn er allt- af vinsæll ár hvert, það er völlurinn sem allir vilja spila. Bókun hefur því verið mjög góð í sumar, alveg síð- an við opnuðum í vor og út sum- arið. Við höfum séð fjölgun félags- manna, félagsandinn er góður og það skilar sér í áhugasömum nýlið- um. Bjartsýnin er mikil á að vel tak- ist til í ár með öll stór viðfangsefni,“ bætir hann við. „Ég vil hvetja sem flesta til að gera sér ferð á Garðavöll að horfa á bestu kylfinga landsins og sjá glæsi- legan völl skarta sínu fegursta,“ segir Guðmundur að lokum. kgk Styttist í Íslandsmótið í golfi sem haldið verður á Garðavelli á Akranesi Upphafshögg á annarri holu. Púttað á annarri holu. Slegið af þriðja teig. Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis. Æfingasvæðið hefur verið tekið í gegn fyrir komandi Íslandsmót. Valdís Þóra Jónsdóttir er fremsti kylfingur Golfklúbbsins Leynis um þessar mundir. Hún mun leika Íslandsmótið á sínum heimavelli og vafalítið ætla sér stóra hluti. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.