Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 20152 Þegar sumri fer að halla er að ýmsu að huga. Skólarnir hefjast fljótlega og þá er ekki úr vegi að finna til innkaupalistana og fara yfir skóladótið til að athuga hvort eitthvað þarf að endurnýja fyrir veturinn. Enn er þó sum- ar og bæjarhátíðir víðsvegar um landið um helgina. Til að mynda verða Danskir dagar haldnir hátíðlegir í Stykkishólmi, eins og lesa má um í Skessuhorni vikunnar. Spáð er suðaustan hvassviðri og rign- ingu í landshlutanum í dag, miðvikudag. Á fimmtudag verður suðaustan 10-18 metr- um á sekúndu og rigning með köflum, hvassast verður við suðvesturströndina en hægari og stöku skúrir um landið norðan- vert. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan. Á föstudag verður austan- og norðaustan 5-13 m/s. Rigning um landið suðaustanvert en annars skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif. Hiti verður 10 til 16 stig að deg- inum en kólnar með kvöldinu. Á laugardag spáir norðaustlægri átt og víða rigningu en úrkomulítið verður um landið suðvestan- vert. Hiti á bilinu 8 til 15 stig. Á sunnudag og mánudag verða áfram austlægar áttir og rigning suðaustan til en annars dálitlar skúr- ir. Milt í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hversu mörgum sokkum týnir þú í þvotti að meðaltali í hverri viku?“ 69,47% svar- enda kváðust engum sokkum týna. „Ein- um stökum eða pari“ sögðu næstflestir, eða 14,5% og „Tveimur til fjórum pörum“ sögðu 4,33% svarenda. 5,09% sögðust týna öll- um sokkum heimilisins að meðaltali í hverri viku en 4,58% segjast ekki ganga í sokk- um. 2,04% svarenda segja alla sokkana eins og því skipti engu máli hversu margir týn- ist í þvotti. Í næstu viku er spurt: „Ætlar þú að setjast á skólabekk í vetur?“ Knáir golfarar í Ólafsvík gerðu sér lítið fyrir um helgina og spiluðu sig upp í efstu deild í sveitakeppni GSÍ. Þeir verðskulda að vera Vestlendingar vikunnar. Sjá nánar bls. 30. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Met var slegið í umferð HVALFJ: Umferðin í Hval- fjarðargöngum í júlí síðastliðn- um var meiri en dæmi eru um í einum mánuði frá því göng- in voru opnuð í júlí 1998. Sam- tals fóru hátt í 270.000 ökutæki undir Hvalfjörð í mánuðinum en það er 12,3% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Umferð- in í göngunum jókst um 4,5% fyrstu sjö mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Vega- gerðin hefur upplýst að umferð á hringveginum hafi aukist um tæplega 9% að jafnaði í júlí, frá sama mánuði í fyrra. Aldrei hafa fleiri bílar farið um hringveg- inn í einum mánuði. Umferðin jókst mest á Suðurlandi, höfuð- borgarsvæðinu og Vesturlandi en minnst á Austurlandi. Vafa- lítið má kenna veðráttunni fyr- ir austan um en þar hefur verið kalt og úrkomusamt í sumar. -mm Umfangsmikil leit að flugvél LANDIÐ: Umfangsmikil leit að lítilli flugvél með tvo inn- anborðs fór fram á sunnudags- kvöldið. Vélin fór frá Akur- eyri klukkan 14 og var áætl- aður lendingartími í Reykja- vík klukkan 16:20. Þegar ekk- ert hafði spurst til vélarinnar var hafin leit. Þyrlur Landhelg- isgæslunnar og allar björgun- arsveitir á Norður,- Vestur- og Suðurlandi voru kallaðar út til leitar. Þegar mest var leituðu á þriðja hundrað björgunarsveit- armanna og fleiri tóku þátt í eft- irgrennslan, stjórnun og skipu- lagsvinnu. Vélin fannst síðan úr þyrlu klukkan 20:30 um kvöld- ið. Hafði hún brotlent í Barkár- dal við Gíslahnjúk, brattlendu svæði sem gengur inn af Hörg- árdal í Eyjafirði. Erlendur mað- ur sem var farþegi í vélinni var þá látinn. Flugstjórinn, Arn- grímur Jóhannsson flugstjóri, var fluttur slasaður með þyrlu til Akureyrar þaðan sem hann var sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Fram kemur í til- kynningu frá ættingjum Arn- gríms síðastliðinn mánudag að hann hafi brennst mikið á höndum og andliti. Rannsókn- arnefnd flugslysa annast rann- sókn slyssins. –mm Lambakjöt meira á diskum lands- manna LANDIÐ: Sala á íslensku lambakjöti hefur verið góð að undanförnu. Síðustu tólf mán- uði, frá 1. júlí að telja, hef- ur verið 6% söluaukning frá sama tímabili árið á undan. Sala lambakjöts hefur aukist jöfnum skrefum síðustu ár. Sameigin- legt markaðsstarf bænda og af- urðarstöðva, stöðugt framboð, aukinn ferðamannastraumur og vakning hjá íslenskum neyt- endum um gæði og hollustu ís- lenska lambakjötsins eru tal- in skipta mestu um söluaukn- ingu nú. Þá var í vor skortur á öðrum kjöttegundum um tíma vegna verkfalls í sláturhúsum og er líklegt að það hafi örvað sölu á lambakjöti á meðan. Engu að síður er margt sem bendir til að viðvarandi aukningar megi vænta í neyslu lambakjöts. -mm Nú í sumar hafa staðið yfir loka- framkvæmdir við heitavatns- geymi Orkuveitu Reykjavíkur sem stendur rétt innan við Akra- nes. Þessi geymir á að bera stór- an hluta forðans af hitaveituvatni fyrir Akranesbæ, en vatnið kemur úr Deildartunguhver í Borgarfirði. Nýi geymirinn stendur við dælu- stöð hitaveitunnar við hlið gamla geymisins. Orkuveitan ákvað á sín- um tíma að ráðast í byggingu hans. Ljóst var að eldri geymir var orð- inn of lítill enda hefur Akranesbær stækkað mikið síðan hitaveitan var lögð fyrir rúmum 30 árum síðan. Laust fyrir síðustu jól var vatni hleypt á nýja geyminn. Það þótti mikið fagnaðarefni þar sem forði hans jók mjög afhendingaröryggi á heitu vatni. Vandræði höfðu verið með það vegna tíðra bilana á heita- vatnslögninni frá Deildartungu sem er sú lengsta á landinu. Því lá á að koma nýja geyminum í gagn- ið sem fyrst. Nýi geymirinn var því í notk- un í vetur þó hann væri ekki enn að fullu frágenginn. Nú í sum- ar var hins vegar vatninu tappað af honum. Síðan hefur verið unn- ið að lokafrágangi. „Það átti eftir að ganga frá ýmsu, svo sem þaki og hlutum tengdum klæðningu. Þessi ytri frágangur tafðist eftir áramót í vetur vegna þess að veðurfarið var svo erfitt með tíðum stormum. Svo átti líka eftir að kústa tank- inn að innan með sementsblöndu. Það hefur verið unnið að þessu nú í sumar. Tankurinn verður þannig fullfrágenginn í haust þegar hann verður tekinn í notkun að nýju,“ segir Árni Geir Sveinsson verk- efnastjóri hjá Ístak sem séð hefur um framkvæmdir. Orkuveitan hefur einnig í sumar unnið að endurnýjun á heitavatns- lögninni í Melasveit en þar voru tíðar bilanir vegna þess að ald- ur lagnarinnar var farinn að segja til sín. Vonir standa til að bilanir verði hér eftir fátíðari og að Ak- urnesingar geti búið við þokkalegt heitavatnsöryggi á köldum dögum á vetri komanda. mþh Framkvæmdum að ljúka við nýjan heitavatnsgeymi OR við Akranes Heitavatnsgeymar OR við Akranes í kvöldsólinni nú í júlí. Sá minni og eldri tekur 2.000 rúmmetra vatns og hefur verið not- aður í eingöngu nú í sumar. Sá nýi rúmar hins vegar 6.200 rúmmetra. Hann mun standa fullfrágenginn áður en haustar. Inn við Smáhraunakúlur í Ber- serkjahrauni á Snæfellsnesi eru nokkrir lúpínuflekkir sem hafa ver- ið að stækka undanfarin ár. „Ástæð- an fyrir því að lúpína er þarna er að henni hefur verið sáð vísvitandi og það er slæmt. Ég vil benda á að Ber- serkjahraun er á náttúruminjaskrá og að sá lúpínu þar er mikið inn- grip í gróðurfar svæðisins og það má ekki gerast að lúpína fái að breyðast út í mosavöxnum hraunum. Ég vil einnig benda á að gígurinn í Smá- hraunakúlu er illa farinn vegna vik- urtöku síðustu áratuga og brýn þörf á að loka þeirri námu og snyrta um- hverfið,“ segir Gunnar Njálsson í Grundarfirði sem jafnframt er for- maður Skógræktarfélags Eyrarsveit- ar í Grundarfirði. Gunnar segir að sveitarfélög beri mikla ábyrgð á þessum vanda sem útbreiðsla lúpínu er, ásamt Vega- gerðinni, landeigendum og Skóg- ræktarfélagi Íslands. „Eftir 1990 hvatti Skógræktarfélag Ísland og Landgræðsla ríkisins þjóðina til að fara út og sá lúpínufræum hvar sem því var við komið og nú sjáum við afleiðingarnar víða um land. Mik- il umræða hefur verið um kosti og galla ágengra tegunda í íslenskri náttúru undanfarin ár, en ég get sagt að flest fólk sem ég hitti er fyr- ir löngu búið að fá nóg af þessum jurtum. Heilu þéttbýlisstaðirnir eru undirlagðir af alaskalúpínu og kerfil og menn fara langt upp í fjallshlíðar til að sá fræjum. Nú er orðið mikl- vægt að fara að ákveða til framtíð- ar hvort þjóðin ætli að taka á vanda- málum jurta sem eru ágengar í ís- lenskri náttúru. Þessir aðilar verða að ákveða hvort sporna eigi við út- breyðslu þeirra, marka nýja stefnu og vinna saman. Það er svo auðvelt að sporna við ágengum tegundum ef vilji er fyrir hendi. Vonandi sker þjóðin upp herör gegn þessu,“ seg- ir Gunnar Njálsson. Hann segir að menn ferðist um og sái lúpínu í skjóli áróðurs frá áhrifamönnun innan SÍ. „Þetta verður að stöðva. Hafa sveitarfélög vald til að banna sáningu á ágeng- um tegundum í úthaga? Ég vildi að svo væri.Við eyðum alltof miklum tíma í að rífast um staðreyndir um ágengar tegundir og öfugsnúum allt of miklu í umræðunni. Í mínum huga er Ísland einn fallegur garð- ur og við eigum að rækta hann vel og í garðrækt tökum við það sem ekki hentar og breytum til batnað- ar. Náttúra eyjarinnar er eign okk- ar allra og við verðum að búa vel að henni fyrir gesti okkar og afkom- endum. Við verðum að gæta henn- ar.“ Gunnar segir að Stykkishólms- bær hafi slegið lúpínu undanfarin fimm sumur í samvinnu við Nátt- úrustofu Vesturlands og árangur- inn sé mjög góður og athyglisverð- ur. „Hér í Grundarfjarðarbæ eru nokkrar lúpínuplöntur og kerfill á nokkrum fermetrum. Unnið er að eyðingu og gengur vel. Ég hef stað- ið fyrir útrýmingu þessara plantna í samráði við áhaldahúsið. Ég er formaður Skógræktarfélags Eyrar- sveitar í Grundarfirði og það félag vinnur í því að takmarka útbreiðslu þessara jurta ásamt starfsmönnum áhaldahússins. Við ætlum að hafa íslenska ásýnd í sveitarfélaginu í framtíðinni. Mikilvægt er að virkja íbúana og hvetja þá til að fara út og klippa lúpínu og kerfil á rétt- um tíma að sumri fyrir fræmynd- un þar sem átak er í gangi í sveit- um landsins. Það er ódýrasta leið- in. Sveitarfélög eyða miklum pen- ingum á hverju ári í að berjast gegn útbreiðslu þessarra jurta vegna þess að of seint var brugðist við í byrj- un.“ mm Lúpínu sáð í friðlýst svæði Berserkjahrauns Sveitarfélög eyða miklum peningum í að berjast gegn útbreiðslu ágengra plantna þar sem of seint var brugðist við í byrjun Gunnar Njálsson formaður Skóg- ræktarfélags Eyrarsveitar. Lúpína er að breiða úr sér í Berserkjahrauni. Gunnar Njálsson óttast mjög afleiðingarnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.