Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 20158 Hálf staða organista og kórstjóra GRUNDARFJ: Sóknar- nefnd Grundarfjarðarkirkju hefur auglýst lausa stöðu org- anista og kórstjóra við kirkj- una frá og með næstu mán- aðamótum. Um hálft stöðu- gildi er að ræða. Í Grund- arfjarðarkirkju er 13 radda pípuorgel smíðað af þýska orgelsmiðnum Reinhart Tzschöckel. Einnig er Atl- as-flygill í kirkjunni svo ekki skortir góð hljóðfæri fyr- ir væntanlegan starfsmann. Áhugasamir hafi samband við sr. Aðalstein Þorvaldsson sóknarprest eða Guðrúnu Margréti Hjaltadóttur for- mann sóknarnefndar. Um- sóknir skulu sendar á net- fangið skallabudir@simnet.is fyrir 15. ágúst. –mm Á skógrækt samleið með sauðfjárrækt? LANDIÐ: Á skógrækt sam- leið með sauðfjárrækt? Að þessu verður spurt á aðal- fundi Skógræktarfélags Ís- lands sem haldinn verður á Akureyri dagana 14.-16. ágúst. Þórarinn Ingi Péturs- son, formaður Landssam- bands sauðfjárbænda, flyt- ur erindi um þetta málefni á fundinum. Einnig verður rætt um skóg sem orkuauð- lind, belgjurtir í skógrækt og sveppanytjar. Farið verður í skoðunarferðir, meðal ann- ars til Siglufjarðar þar sem skógræktarfélagið á staðnum fagnar 75 ára afmæli sínu og opnar að því tilefni skógar- reit sinn undir merkjum Op- ins skógar. Nánar má lesa um aðalfundinn í frétt á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga sem er gestgjafi aðalfundar SÍ að þessu sinni. –mm Margt gekk á í umferðinni VESTURLAND: Alls voru átta ökumenn teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkni- efna hjá Lögreglunni á Vest- urlandi í liðinni viku, þar af þrír í tengslum við raftón- listarhátíðina sem haldin var á Hellissandi um helgina. Einn ökumaður var tek- inn fyrir ölvun við akstur og annar fyrir akstur undir áhrifum lyfja. Alls urðu átta umferðaróhöpp í umdæm- inu í vikunni, þar af eitt þar sem ökumaðurinn er grun- aður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og í öðru tilviki reyndist ökumaður- inn vera ölvaður. Lítilshátt- ar meiðsli, skrámur og mar eftir bílbeltin voru í nokkr- um óhappanna en í árekstri tveggja bíla á gatnamótum á Akranesi var einn aðili fluttur með sjúkrabíl til læknisskoð- unar en talið að um minni- háttar meiðsli væri að ræða. Tvisvar sinnum var ekið á stöðvunarvegslá við gjald- skýli Hvalfjarðarganga í vik- unni og í báðum tilvikum var um stórar bifreiðar að ræða. -mm Handverkshátíðin á Hrafnagili í Eyjafirði fór fram um síðustu helgi. Þar var margt um manninn og býsn fallegra muna sýndir og boðnir til sölu. Árlega velur valnefnd Hand- verkshátíðar fallegasta sölubás árs- ins og handverksmann ársins. Handverksmaður ársins var Þórdís Jónsdóttir og verðlaun fyrir sölu- bás ársins hlaut Vagg og Velta. Val- nefnd veitti ein aukaverðlaun í ár, Gleði og bjartsýnisverðlaunin, en þau hlaut Hildur Harðardóttir með sölubásinn Hildur H. List-Hönn- un. Fleira vakti athygli valnefnd- ar, svo sem bás Leðurverkstæðis- ins í Hlöðutúni í Stafholtstungum í Borgarfirði. Þar sýndi Brynjólf- ur Guðmundsson bóndi og söðla- smiður hnakk fyrir fatlaða. Hnakk- urinn þótti glæsilegur nytjagripur sem gerir fleirum kleift að stunda hestaíþróttina. Sérstaklega tók val- nefndinni eftir að ekki var slegið af fagurfræðilegum kröfum við gerð hnakksins. mm Brynjólfur í Hlöðutúni fékk viðurkenningu fyrir hnakkasmíði Klifberi sem Brynjólfur smíðaði fyrir björgunarsveitina Brák í Borgarnesi. Hér stendur Brynjólfur við hnakkinn sem ætlaður er fyrir fatlaða. Smíðin og hand- verkið vakti afar jákvæða athygli á Leðurverkstæðinu í Hlöðutúni. Hnakkurinn Adam úr smiðju Brynjólfs í Hlöðutúni. Fyrirtækinu Grenjum ehf. hefur verið úthlutað lóðum við Blóma- lund 1-3, 5-7-9 og 11-13 á Akra- nesi. Þetta kemur fram í fundar- gerð bæjarráðs Akraneskaupstað- ar. Nú hefur fyrirtækið einnig sótt um lóðir við Akralund 8, 10, 12 og 14 og liggja fyrrnefndar lóðir við þessar tvær götur saman og mynda eina heild í hverfinu. Í fundargerð- inni kemur fram að hugmyndir fyr- irtækisins gangi út á að byggja átta einnar hæðar parhús á þessum lóð- um, samtals 16 íbúðir. Þá stendur til að allar íbúðirnar verði settar inn í leigufélag. Til að heimilt verði að byggja parhúsin samkvæmt upp- dráttum þarf að óska eftir deili- skipulagsbreytingu og hefur bæjar- ráð því óskað álits skipulags- og um- hverfissviðs. Bæjarráð hefur einnig falið sviðsstjóra skipulags- og um- hverfissviðs að afla upplýsinga um framboð leiguhúsnæðis á Akranesi og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjár- málasviðs var falið að svara fyrir- tækinu í samræmi við umræður á fundinum. Við vinnslu fréttarinnar var haft samband við forsvarsmenn fyrirtækisins Grenja ehf. sem vildu ekki tjá sig um málið á þessu stigi. grþ Stefna á að byggja átta parhús til útleigu á Akranesi Teikning sem sýnir hugmyndatillögu fyrir lóðirnar við Akra- og Blómalund. Teikningar af byggingunum voru með fundargerð bæjarráðs á vefsíðu Akranes- kaupstaðar. Nýverið voru opnuð tilboð í tvær vegaframkvæmdir sem tengj- ast Vesturlandi. Annars vegar var óskað eftir tilboðum í endurupp- byggingu Uxahryggjavegar milli Skarðs og Brautartungu í Lundar- reykjadal, alls 5,42 kílómetra veg- arkafla. Kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar hljóðaði upp á 118,8 milljónir króna. Fjögur tilboð bárust í verkið og voru öll mjög nærri kostnaðaráætlun. Borgar- verk ehf og Skagfirskir verktak- ar ehf á Sauðárkróki voru lítið eitt yfir áætlun en tvö voru und- ir. Þróttur ehf á Akranesi bauð 116,564 milljónir króna en Vöru- bílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti hins vegar lægsta boð, bauð 116,517 milljónir, eða 47 þúsund krónum minna en Þróttur. Þá var sama dag opnað tilboð í Kjósarskarðsveg nr. 48, alls 6,7 kílómetra endurlögn frá Fremri Hálsi að Þingvallavegi. Fimm buðu í verkið og var kostnaðar- áætlun 215 milljónir króna. Þrótt- ur ehf á Akranesi var eina fyrir- tækið sem bauð undir kostnaðar- áætlun. Tilboð Þróttar var 214,1 milljón króna, eða 99,6% af áætl- uðum kostnaði. mm Tilboð opnuð í Uxahryggja- veg og Kjósarskarðsveg Fjölskylda Péturs Ágústssonar og Svanborgar Siggeirsdóttur í Stykk- ishólmi kannar nú möguleika á því að opna 76 herbergja hótel að Nes- vegi 2 í Stykkishólmi, þar sem Tré- smiðja Stykkishólms var áður til húsa. Í dag er húsnæðið í eigu Ag- ustson ehf. og er notað sem veið- arfærageymsla. Í nýlegri fundar- gerð frá bæjarráði Stykkishólms er sagt frá þessum áformum eftir að Pétur Ágústsson og Siggeir Péturs- son, fulltrúar félagsins Hólmsins ehf., funduðu með bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar. Þar er einn- ig greint frá því að félagið eigi nú í viðræðum við fulltrúa Agustson ehf. um kaup á húseigninni. Hug- myndir kaupenda gera ráð fyrir því að breyta húsinu í hótel og byggja við það, svo þar verði 76 herbergja hótel með tilheyrandi þjónustu- aðstöðu. Hjónin Pétur Ágústsson og Svan- borg Siggeirsdóttir seldu Eimskipi sinn hlut í Sæferðum í vor, líkt og greint hefur verið frá í Skessuhorni. Áttu þau 26% eignarhlut en Tví- drangi ehf. og María Valdimars- dóttir voru með samtals um 74% eignarhlut. Í fréttatilkynningu sem barst frá ofangreindum seljendum 74% hlutafjár í Sæferðum er tek- ið fram að þeir tengjast á engan hátt fyrirtækinu Hólminum og/eða áformum þess um hótelbyggingu í Stykkishólmi. grþ Fasteignin við Nesveg 2 í Stykkishólmi, þar sem til stendur að opna tæplega 80 herbergja hótel. Vilja opna nýtt hótel í Stykkishólmi Sturlu Böðvarssyni, bæjarstjóra í Stykk- ishólmi, hefur verið falið að láta vinna áætlun um sérstak- ar umferðarörygg- isaðgerðir vegna aukinnar umferð- ar ökutækja í ná- grenni gististaða í bæjarfélaginu. Þetta kom fram í fundargerð bæjarráðs í lok júlí. Á fundinum var fjallað um fjölmörg er- indi þar sem óskað er eftir leyfi til þess að reka gistiþjónustu enda hefur heim- sóknum erlendra ferðamanna í Stykk- ishólm fjölgað mikið. Íbúar í Stykkis- hólmi óttast aukna umferð um íbúð- argötur og slysahættu sem stafar frá umferðinni og telur bæjarráð að setja verði reglur um fjölda bílastæða við gistihús og heima- gistingu, sem verði innan lóða þeirra húsa sem gistingin er rekin samkvæmt rekstarleyfi. Í bréfi sem birt er á vef Stykkis- hólmsbæjar segir bæjarstjóri að und- irbúningur að semja reglur um þetta sé þegar hafinn. Ljóst sé að reglur um umferð og bílastæði þurfi einnig að ná til umferðar stærri bíla, svo sem hóp- ferðabíla og flutningabíla. Þá beri að geta þess að unnið sé að því að deili- skipuleggja hafnarsvæðið með tilliti til þess að selja þar aðgang að bílastæð- um. grþ Unnið að bættu umferðar- öryggi í Stykkishólmi Fjölgun ferðamanna í Stykkishólmi kallar á bætt umferðaröryggi. Ljósm. mþh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.