Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 21 Langar þig í háskólanám? Menntastoðir er lausnin! Enda tilvalin leið fyrir þá sem langar að koma sér af stað í námi Nýtt upphaf „Ótrúlega skemmtilegt hvað allir voru á svip- uðu plani þó svo að aldur hafi verið frá 20 og uppúr. Það voru flestir komnir til að læra og alltaf allir til í að hjálpa hvort öðru.“ Selma Margrét Arnardóttir nemi í Menntastoðum 2013-2014 og nú nemandi í Háskólagáttinni á Bifröst Markmið námsins er að stuðla að jákvæðu viðhor námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læra að læra, ei sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námið er miðað við fullorðna nemendur, þ.e. einstaklinga 23 ára og eldri. Menntastoðir eru kenndar í dreifnámi sem þýðir að námið er blanda af staðlotum og arnámi þar sem nemendur fá námsefnið í gegnum kennslukerð Moodle og svo hitta þau kennara og aðra nemendur einu sinni í mánuði í Borgarnesi. Námið er verkefnamiðað og er námsefnið unnið jafnt og þétt á námstímanum. Námsgreinar eru; íslenska, enska, danska, stærðfræði, bókfærsla, tölvu og upplýsingatækni ásamt námstækni. Námið er metið sem fullnægjandi undirbúningur fyrir nám í Háskólabrú Keilis, Háskólagátt Háskólans á Bifröst og frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, einnig má meta námið til eininga í framhaldsskóla. Kennsla Fyrsta lota á haustönn verður föstudaginn 18. september og laugardag- inn 19. september í Borgarnesi. Verð: 128.000 kr. Nánari upplýsingar gefur Helga Lind verkefnastjóri Menntastoða á netfangið helgalind@simenntun.is eða í síma 8951662 „Að vera nemandi í Menntastoðum hefur veitt mér þann stuðning og aðhald sem ég þarfnast til að hefja nám að nýju eftir margra ára hlé. Það hefur styrkt mig og aukið áhuga minn á áframhaldandi námi.“ Harpa Hannesdóttir nemandi í Menntastoðum 2014-2015 Við minnum á fræðslusjóði stéttarfélaganna og niðurgreiðslur þeirra vegna þátttöku í námi og á námskeiðum. Kynntu þér rétt þinn hjá þínu stéttarfélagi! Hafa reynst vel í skjólbelti og sem skógarplöntur. U.þ.b. 40 cm háar. Verð 7.000 kr. pokinn (20 stk. í poka). Einnig til sölu bergfura og grenitré. U.þ.b. 20 cm háar. Verð 350 kr. stk. Grenigerði er staðsett u.þ.b. tvo km norðan við hringtorgið í Borgarnesi, á móti golfvellinum. Til sölu fallegar og þéttar Grenigerði – Ríta Freyja og Páll 437 1664 / 849 4836 / ritapall@simnet.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Hæglætisveður og stilla var í Stykk- ishólmi síðastliðið laugardagskvöld þegar þessi mynd var tekin. Súg- andisey skartaði sínu fegursta en í forgrunni er hvönnin sem er hvað fallegust á þessum tíma árs. Hluss- ustórar randaflugur voru fjölmarg- ar í óða önn að afla sér fæðu úr hvönninni. Ferðamenn voru fjöl- margir í bænum og voru marg- ir að koma sér fyrir á tjaldsvæðinu en aðrir að dreifa sér á veitinga- hús staðarins. Þá var fjölmenni í þeim smæstu, ísvagninum og fisk- um og frönskum á hafnarbakkan- um. Búast má við enn fleiri gestum í Stykkishólm um næstu helgi þegar hin gamla en sígilda hátíð Danskir dagar verður haldin með pompi og prakt. mm Annir hjá býflugum í hvannamó Aldrei hafa fleiri skemmtiferðaskip komið til Grundarfjarðar og í sum- ar. Í fyrra var metfjöldi þegar kom- urnar voru 19 talsins en í sumar hafa 29 skemmtiferðaskip lagt að bryggju við Grundarfjarðarhöfn. Eitt þeirra er Le Boreal, sem hef- ur stoppað í Grundarfirði þrisvar í sumar og var við höfn 6. ágúst síð- astliðinn. Skipið hlaut meðal ann- ars verðlaun sem besta nýja skip ársins 2010 enda fullbúið öllum helstu þægindum og stórglæsilegt að sjá. grþ Glæsilegt skemmtiferðaskip í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.