Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 201524 Að vísu blaka ég vængjum enn - en vænghafið er minna! Vísnahorn Það hefur komið fyrir bæði mig og trúlega fleiri að taka vitlaust eftir vísum og þar af leiðandi misskilja þær og ímynda sér síð- an tildrög eftir þeim skilningi sem maður legg- ur í vísuna. Eftirfarandi vísu hef ég víst birt áður með mínum ranga misskilningi og ímynduðu tildrögum en væri ekki við hæfi að reyna að leið- rétta eitthvað? Höskuldur Einarsson frá Vatns- horni ól á sínum tíma upp fola sem hann hafði trú á og tók snemma inn og var búinn að járna fyrir jól sem þótti snemmt þá. Nú kom vinur hans Sigurður frá Brún í heimsókn og fara þeir vinirnir að spá í útlit og væntanlega kosti folans en Sigurður sem var afburða glöggur maður á hross sá þarna eitthvað í svipnum sem Höskuldi hafði yfirsést og fæddist þá vísan: Líkt er þetta Sigga; Að sjá svipinn kalda, þráa. Líka tvísýn trúin á töltið í þeim gráa. Sigurður var þekktur af ferðalögum sínum á hestum um landið þvert og endilangt. Bæði sem fylgdarmaður vísindamanna, hestasölumaður og farkennari sem hann var víða um land og ferð- aðist gjarnan ríðandi með stóð sitt eða hluta þess milli kennsluumdæma. Ekki var það líf stöðug og eintóm sæla og dagleiðir og nestismál með öðrum hætti en nú á dögum þegar vart er farið lengra í dagleið en þokkalega röskur gangandi maður og trússbíll við hvert fótmál. Úr rímu um ferðalög Sigga eftir Höskuld Einarsson er þessi vísa: Væri svöl um veðraskil vikudvölin hérumbil, yfir Kjöl og Kiðagil kastar föli af og til. Ætli ferðalögum Sigurðar sé samt ekki best lýst með þessari vísu eftir hann sjálfan: Læt ég vaða léttfætt hross langar traðir frera, vötn og hvað sem ætlar oss allra faðir mera. Einn af þekktari reiðhestum Sigurðar hét Snúð- ur og að honum föllnum kvað hann: Er nú frá sá öruggt sté, unni ég knáa blakknum. Man ég þá er mósvört hné maður sá úr hnakknum. Oft var Siggi með lítið tamin hross og stundum lítilsháttar ódæl en allt vannst þetta nú með tím- anum. Um einn tamningarfolann var kveðið: Eyrun varla öðlast frið. Ógnar brall í fótum. Hryllir allan hálsinn við herjans karli ljótum. Sigurður átti þó fjölbreytilegri tóna til og úr eft- irmælum um Ólínu Jónasdóttur er þetta: Færð var glóð í fagran hátt fram að hljóðu kveldi. Hefur góðan þrotið þátt því í ljóðaveldi. Einu sinni þótti hraði á gangtegundum mik- ill kostur hjá hestum en síðar var farið að leggja meiri áherslu á aðra þætti þó allt skipti þetta nú máli. Eyjólfur í Sólheimum var staddur á stór- móti hestamanna og dáðist að gæðingunum en þótti þeir ekki hafa þann hraða sem honum hefði hugnast: Verður lengi mér í minni, mér varð á og kvað; Þeir flengríða á fegurðinni en færast lítt úr stað. Hestamennskan tekur sífelldum breytingum eins og fleira. Bæði útreiðavenjur manna og hverjir eiginleikar eru taldir ákjósanlegastir. Sig- urður Óskarsson í Krossanesi var að gutlast á stað heimleiðis eftir glaðværa nótt. Ég söðla hest minn og sest á bak, sólin rís, það er að morgna, sem bergmál er hestsins hófatak, í háloftunum er vængjablak, og döggvott grasið í dalnum er tekið að þorna. Það fer nú svo með allt sem lifir að það hverfur úr heimi hér að jarðvistinni lokinni. Um aldrað- an heimilishest kvað Jóna Eggertsdóttir Waage: Þín er brostin þýðleg brá, þynnist vina hópur. Þú ert okkur eftirsjá öllum gamli Kópur. Nokkuð hefur að undanförnu verið rætt um hægðir ferðamanna og salernisaðstöðu eða skort á henni. Jakob á Varmalæk var fyrr allmörg- um árum á ferð með fleira fólki um Íslendinga- byggðir í Kanada. Þá var nýlega komin út bókin ,,Þingeyskt loft“ eftir Jón Bjarnason frá Garðs- vík og eitthvað af Þingeyingum var þar með í för. Í langferðabifreið þeirri sem til fararinnar hafði valist var svokallað kemiskt salerni en eitthvert ólag var á því þannig að ilmurinn varð öðruvísi en til stóð ef farþegar brugðu sér þar inn. Nú fór svo að einn ferðafélaginn þurfti nauðsynlega að létta á sér þannig að þefskyn ferðalanganna varð fyrir nokkru áreiti við umganginn. Jakob hvísl- aði að sessunaut sínum: Hjálpi nú sem áður oft allar góðar vættir. Hvort mun þarna þingeyskt loft þrengja sér um gættir. Teitur Hartmann var eitt sinn að skemmta sér með vinum sínum og gengu þeir um stræti höf- uðborgarinnar. Nú bar svo við að Teitur þurfti að kasta sf sér vatni sem alltítt er og gekk inn í húsagarð þeirra erinda. Húseigandi varð þess áskynja og brást illa við en Teitur reyndi að róa manninn: Elsku vinur, haf þig hægan. Heyrðu sannleikann. Til að gera garðinn frægan gekk ég inn í hann. Það er alltaf jafn vandgert við þessa mannskepnu og erfitt að gera henni til hæfis í veðurfari. Von að skaparinn verði þreyttur á okkur. Ýmist er of blautt eða of þurrt, of kalt eða óþarflega hlýtt. Skyldi veðrið hafa verið svona þreytandi þegar Páll Ólafsson kvað: Það má kveða kyrran blæinn kveða bjarta nótt í æginn og sólina upp á himin hátt. Það má kveða dimman daginn og djöflum fylla allan bæinn - en það þarf hagan hörpuslátt. Greinilega alveg ótrúlegt hvað hægt var að gera með góðri vísu. Hjálmar frá Hofi leit yfir æv- ina og kvað: Stundum hef ég kröpp við kjör klifið brekkur fanna. Sjást þó varla á mér ör útilegumanna. Þó ellin þyngi andans spil ekki þvingar muna. Ykkur syng ég ennþá til eina hringhenduna. Það mun hafa verið Hannes Ágústsson sem orti þegar hann fór að finna fyrir ellimörkunum og ætli við látum ekki þar með lokið að sinni: Ég eldist líkt og aðrir menn það ætti ég best að finna. Að vísu blaka ég vængjum enn -en vænghafið er minna. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Laugardaginn 7. ágúst var farin kvennareið á sunnanverðu Snæ- fellsnesi. Byrjað var við Mýrdal- sétt í Kolbeinsstaðarhreppi og rið- ið að Syðri Rauðamel. Eftir það var reiðveginum fylgt, en stopp- að reglulega þar sem karlpening- ur beið kvennanna með ýmiskon- ar skemmtilegheit. Var svo end- að í Laugargerðisskóla þar sem beið ferðalanga dýrindis þriggja rétta máltið að hætta Óla á Eld- borg. Þótti þetta allt takast mjög vel og er strax búið að ákveða dag- setningu fyrir kvennareið að ári en stefnan er tekin á laugardag um verslunarmannahelgi 2016. Því má við þetta bæta að staðar- haldarar á Hótel Eldborg, Ólafur Lúðvíksson og Gunnhildur Við- arsdóttir, ákváðu að gefa alla inn- komu af mat- og veitingasölu til björgunarsveitarinnar Elliða til að styrkja kaup á hjartastuðtæki. Gjöfin er til minningar um Trausta Skúlason í Skógarnesi sem féll frá fyrr í sumar. iss Vel heppnuð kvennareið á sunnanverðu Snæfellsnesi Svipmynd úr kvennareiðinni. Trausti í Skógarnesi. Gjöf staðarhaldaranna á Hótel Eldborg var til minningar um Trausta í Skógarnesi sem hér sést á heimavelli taka gæðinga sína til kostanna. Síðastliðinn laugardag var hin ár- lega Kvennareið í Dölum farin. Að þessu sinni kom það í hlut Skarðs- strendinga halda hana. Lagt var af stað frá Geirmundarstöðum upp úr hádegi og þaðan lá leiðin yfir Skarð og niður í Búðardal, með nokkrum stoppum á leiðinni þar sem konun- um var boðið upp á hressingu. Reið- in endaði á Klifmýri þar sem hljóm- sveitin „Gleðisveitin PLÚS“ tók á móti konunum og spilaði fyrir þær á meðan grillmatur var borinn fram. Að kvöldverði loknum færðu kon- urnar sig inn í hlöðuna á Klifmýri þar sem sveitaballsstemningin tók völdin fram eftir kvöldi. Heppnað- ist kvennareiðin vel, engin datt af baki og slasaðist og veðrið var frá- bært fyrir svona dag, þurrt og hæfi- lega hlýtt. arg/ Ljósm. Edda Unnsteinsdóttir Valgerður Lárusdóttir frá Fremri- Brekku var aldursforseti reiðarinnar í ár. Kvennareið í Dölum Lagt á brattann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.