Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Page 6

Skessuhorn - 12.08.2015, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 20156 Aldrei mælst meira af makríl LANDIÐ: Á mánudag lauk rúmlega fimm vikna löngum leiðangri hafrann- sóknaskipsins Árna Friðriks- sonar, sem hafði það meg- in markmið að meta magn og útbreiðslu makríls um- hverfis Ísland og við Græn- land. Samkvæmt fyrstu nið- urstöðum er ljóst að heildar- magn makríls á Íslandsmið- um er meira en nokkru sinni frá því að athuganir hófust árið 2009. Mun meira var af makríl sunnan við Ísland en undanfarin ár og er út- breiðslan suðlægari en áður. Svipað magn makríls fannst fyrir Vesturlandi og Aust- urlandi og þar hafði mælst undanfarin ár en hins veg- ar var lítið af makríl norður af landinu. „Framundan er frekari úrvinnsla á gögnum frá leiðangrinum og munu niðurstöður verða kynntar í sameiginlegri skýrslu þeirra aðila sem að leiðangrinum komu en verkefnið er hluti af sameiginlegum rannsókn- um Íslendinga, Norðmanna, Færeyinga og Grænlendinga á dreifingu og magni helstu uppsjávartegunda í Norð- austur-Atlantshafi ásamt at- hugunum á magni átu og umhverfisþáttum á svæð- inu,“ segir í tilkynningu frá Hafró. –mm Kaupum meira en við seljum LANDIÐ: Samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofunnar fyrir júlímánuð á þessu ári var útflutningur landsmanna á fob-verði 51,9 milljarðar króna og innflutn- ingur á sama tíma fyrir tæpir 56,4 milljarðar. Vöruskiptin í júlí voru því óhagstæð um rúma 4,4 milljarða króna. –mm Gistinóttum fjölgaði um fimmtung LANDIÐ: Gistinætur á hótelum í júní voru 285.100 sem er 19% aukning miðað við júní á síðasta ári. Gisti- nætur erlendra gesta voru 90% af heildarfjölda gisti- nátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 20% frá sama tíma í fyrra á meðan gisti- nóttum Íslendinga fjölgaði um tæp 10%. Flestar gisti- nætur á hótelum í júní voru á höfuðborgarsvæðinu eða 162.800 sem er 16% aukn- ing miðað við júní 2014. Á tólf mánaða tímabili frá júlí 2014 til júní 2015 voru gistinætur á hótelum lands- ins 2.508.841 sem er fjölg- un um 15% miðað við sama tímabil árið áður. Um 13.600 gistinætur mældust á samanlögðu svæði Vestur- lands og Vestfjarða í júní- mánuði og var fjölgunin milli ára 21%. Á tólf mán- aða tímabili mælist hins vegar 23% fjölgun á vest- anverðu landinu. Erlendir gestir með flestar gistinætur á landinu í júní voru; Þjóð- verjar með 56.500, Banda- ríkjamenn með 54.600 og Bretar með 26.900 gistinæt- ur. -mm Einn fasteigna- samningur að jafnaði VESTURLAND: Á Vest- urlandi var 32 samningum um kaupsamningum um fasteignir þinglýst í nýliðn- um júlímánuði. Þar af voru níu samningar um eign- ir í fjölbýli, 13 samning- ar um eignir í sérbýli og tíu samningar um annars konar eignir. Heildarvelt- an var 617 milljónir króna og meðalupphæð á samn- ing 19,3 milljónir króna. Af þessum 32 voru 14 samn- ingar um eignir á Akranesi, eða rétt tæpur helmingur. Þar af voru átta samningar um eignir í fjölbýli og sex samningar um eignir í sér- býli. Heildarveltan var 345 milljónir króna og með- alupphæð á samning 24,7 milljónir króna. Þetta kem- ur fram í frétt á vef Þjóð- skrár. –mþh Góð sókn að Landbúnaðar- safninu HVANNEYRI: „Góð að- sókn hefur verið að Land- búnaðarsafninu í sumar, bæði almennra gesta sem og gesta í skipulögðum ferð- um, flestra erlendra. Gest- ir ljúka almennt lofsorði á hina nýju grunnsýningu safnsins í Halldórsfjósi sem opnuð var í október í fyrra,“ segir í frétt á vef safnsins. Þá segir að Ullarselið haf- ið einnig notið hinna nýju en aldurhnignu húsakynna, og þá hafi Skemman - kaffi- hús einnig vakið stormandi lukku. –mm Síðastliðinn föstudag var undir- ritaður samningur milli Stykk- ishólmsbæjar og sóknarnefnd- ar Stykkishólmskirkju vegna af- nota af kirkjunni í þágu stofnana Stykkishólmsbæjar. Er samningur- inn hluti af fjáröflun til viðamikilla lagfæringa á kirkjunni sem fram- undan eru. Meðfylgjandi mynd er fengin af vef Stykkishólmsbæj- ar frá því samningurinn var undir- ritaður. Þar eru þær Unnur Valdi- marsdóttir og Magndís Alexand- ersdóttir fulltrúar sóknarnefndar ásamt Sturlu Böðvarssyni bæjar- stjóra og Hafdísi Bjarnadóttur for- seta bæjarstjórnar. mm Arnarvarp á Vesturlandi gekk þokkalega í ár, að sögn Kristinn Hauks Skarphéðinssonar fugla- fræðings á Náttúrustofnun Íslands. „Það var svo, sérstaklega ef haft er í huga að veðrið var afar óhag- stætt fyrir fugla sem verpa snemma eins og örninn. Alls er vitað um 74 arnaróðul í ábúð, sem er álíka og í fyrra. Vitað erum 52 pör sem urpu og hafa hreiðrin aldrei verið fleiri. Alls komust 36 ungar upp í 28 hreiðrum. Varpárangur var í með- allagi við Faxaflóa, eða sex hreið- ur með ungum, og sunnanverðan Breiðafjörð þar sem eru 16 hreið- ur með ungum. En þar fyrir norðan misfórust flest hreiðrin vegna ótíð- ar og komust ungar aðeins upp í sex hreiðrum,“ sagði Kristinn þegar Skessuhorn grennslaðist fyrir um árangur vestlenskra arna nú í sum- ar. mþh Kirkjufell í Grundarfirði og um- hverfi þess er sennilega að verða eitt þekktasta og mest myndaða fjall á Íslandi. Það vakti talsverða athygli þegar að þyrla með ferðamönnum lenti við Kirkjufellsfoss við Grund- arfjörð á sunnudagskvöld. Út úr þyrlunni stigu svo ferðamenn sem hófu að taka myndir við fossinn. Hvort að þetta hafi verið gert til að spara sér sporin á hinum nýja göngustíg að fossinum skal ósagt látið en öll umferð vélknúinna far- artækja er bönnuð á svæðinu. Það var svo eftir stutt spjall við fulltrúa landeigenda að þyrlan var færð frá fossinum enda líklega ekki sniðugt að vera með slíkt farartæki í kring- um rafmagnslínur, kindur og hross sem eru í girðingu þarna skammt frá og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. tfk Þyrlan var flutt um set frá fossinum að tilmælum fulltrúa landeigenda. Þyrlu lent við Kirkufellsfoss Samið um styrk og afnot af Stykkishólmskirkju Stálpaðir hafarnarungar á vestlensku óðali. Ljósm. Friðþjófur Helgason. Þokkalegur árangur hjá haförnum á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.