Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 9 Búsetuþjónusta Akraneskaupstaðar óskar eftir að ráða starfsfólk í vaktavinnu í 70% – 75% stöðu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun september. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Um er að ræða faglega krefjandi starf þar sem helstu verkefni og ábyrgð eru: Aðsto• ð við fatlaðan einstakling við athafnir daglegs lífs. Skipu• lagning og framkvæmd á sérhæfðum verkefnum og sérhæfðri þjálfun í samvinnu við forstöðu- og yfirþroskaþjálfa og aðra starfsmenn í teymi. Menntunar- og hæfniskröfur: Æ• skilegt er að viðkomandi hafi uppeldismenntun eða sambærilega háskólamenntun sem nýtist í starfi. R• eynsla og þekking á málefnum fólks með fötlun. Mikil samskipta- og samstarfshæfni.• Frumkvæ• ði og góðir skipulagshæfileikar. Sótt er um á heimasíðu Akraneskaupstaðar eða í þjónustuveri að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bylgja Mist Gunnarsdóttir forstöðuþroskaþjálfi í tölvupósti eða í síma 433-1366 milli kl. 8-16 alla virka daga. SK ES SU H O R N 2 01 5 Lausar stöður í búsetuþjónustu fatlaðra á Akranesi Endurnýjun sjúkrabílaflotans á landsvísu og tilfærslur eldri bíla á milli staða hafa verið í gangi síðustu tvö árin eftir samning RKÍ og rík- isins. Snæfellsbæingar njóta einnig góðs af samningnum því nýverið var komið með sjúkrabíl sem staðsett- ur verður á Heilsugæslustöð HVE í Ólafsvík. Það er Sjúkrabílasjóður RKÍ sem á og rekur bílinn sem er ekki nýr þótt hann sé nýr á þessum stað. Bíllinn er af tegundinni Merce- des Bens Sprinter árgerð 2007 4X4 og leysir af hólmi eldri Volkswa- gen bifreið sem var fyrir. Nýi bíll- inn bætir aðstöðu sjúkraflutninga- manna til að sinna sjúklingum þar sem hann er mjög rúmgóður og bú- inn öllum helstu tækjum svo sem hjartastuðtæki, sogtæki og súrefnis- tækjum svo eitthvað sé nefnt. Með tilkomu þessa bíls verður hægt að spara Ford bifreiðina sem komin er til ára sinna. Slíkum bílum er verið að skipta út á mörgum stöðum. For- dinn hefur þó reynst vel á Snæfells- nesi vegna þess hve þungur hann er og því hentugur til flutninga í hvass- viðri. Að sögn Þórarins Steingríms- sonar sjúkraflutningamanns hefur nýi bíllinn reynst mjög vel það sem af er. Áætlað er að Sprinterinn verði staðsettur í Ólafsvík í eitt til tvö ár en þá stendur til að skipta honum út fyrir nýjan bíl ef áætlanir ganga eftir. þa Sjúkraflutningafólk við Sprinterinn sem nýverið kom í Snæfellsbæ. Endurnýjun í sjúkrabíla- flotanum í Snæfellsbæ SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS KEMUR ÚT 19. ÁGÚST NK. Fréttaveita Vesturlands Auglýsingapantanir berist sem fyrst, eigi síðar en mánudaginn 17. ágúst kl. 12:00 á netfangið emilia@skessuhorn.is eða í síma 433 5500 Ábendingar um efni í blaðið óskast fyrir helgi á netfangið magnus@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.