Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 201522 Ágæt veiði heldur áfram í laxveiði- ánum, ekki síst um vestanvert land- ið og í Húnavatnssýslum. Úr Vatns- dalsá í Húnaþingi var dreginn á land 112 cm lax í síðustu viku, með þeim bosmameiri sem sjást. Heildarafli í þeim 25 laxveiðiám sem Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum skrá- ir vikulega veiði úr á vef Landssam- band stangveiðifélaga var í síðustu viku komin í 22.481 fisk. Meðaltal á sama tíma allt frá sumrinu 2006 er 18.370 laxar. Þetta jafngildir því að meðalveiði er nú 22% yfir með- allagi. „Og ég heyri marga veiði- menn tala um að fiskur sé enn að ganga í þó nokkrum mæli. Það finnst mér gefa vonir um þokka- legan afla næstu vikur,“ skrifar Þor- steinn. Norðurá, Þverá, Langá og Haffjarðará hafa skilað flestum löx- um á land af vestlensku ánum, en á landsvísu tróna Blanda, Miðfjarð- ará og Eystri Rangá á toppnum. Gufuá komin í 155 laxa Gufuá í Borgarfirði er ekki vatns- mesta laxveiðiá landsins og fyr- ir fáum dögum, þegar ekið var um þjóðveginn við Gufuárbæinn, sást að áin var að þorna upp á stórum köflum. Hún rann varla, en neðar í henni eru hlutirnir að gerast. „Áin hefur gefið 155 laxa,“ sagði Hafþór Óskarsson sem var að koma úr ánni með nokkra laxa þegar við heyrðum í honum um síðustu helgi. „Það er gaman að veiða þarna og ekki hvað síst neðst í ánni þegar aðstæður eru svona,“ sagði Hafþór ennfremur. En það spáir að það fari að rigna og þá kemst fiskurinn ofar í Gufuá og það er fyrir mestu. Haukadalsá komin yfir tvö hundruð laxa „Það veiddust 20 laxar í morgun, en áin er komin yfir 200 laxa, lík- lega 210 laxa,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson er við spurðum um Haukadalsá fyrir helgina, en veiðin hefur verið ágæt þar um slóðir og töluvert af laxi í ánni. „Veiðimenn sem hafa verið þarna við veiðar eru flestir ánægðir með veiðina,“ sagði Ari. „Við vorum í Laxá í Dölum og veiddum 37 laxa á þremur dögum, áin er skemmtileg,“ sagði Björgvin Halldórsson sem var í Laxá í fyrsta sinn fyrir fáum dögum. Áin hefur gefið 300 laxa sem er miklu betra en á sama tíma í fyrra. mm/gb Allt stefnir í prýðilegt laxveiðisumar Hafþór Óskarsson með flotta veiði úr Gufuá fyrir fáum dögum. Þessi 112 cm lax, sem mældist 55 cm í þvermál, veiddist í Vatnsdalsá í Húnavatns- sýslu fyrir nokkrum dögum. Baráttan við þennan höfðingja árinnar stóð í þrjú kortér. Það eru ekki allir kettir vondir við fugla eins og heimilisfólkið að Vall- holti 10 í Ólafsvík komst að á dög- unum. Þegar þau komu heim einn daginn var heimiliskötturinn, sem er læða, búin að ná sér í ófleygan þrastarunga sem hún passaði eins og hann væri kettlingurinn hennar. Kom hún unganum fyrir í kassan- um sínum þar sem hún þvoði og lét mjög vel að honum. þa Heimilislæðan tók þrastarunga í fóstur Unglingalandsmót UMFÍ var hald- ið í 18. sinn á Akureyri um verslun- armannahelgina. 25 keppendur frá UDN tóku þátt á mótinu en þeir voru skráðir í badminton, fótbolta, frjálsar íþróttum, glímu, handbolta, körfubolta, strandblak og sund. UDN var með lið í körfubolta og fótbolta hjá 15-16 ára strákum en aðrir keppendur í fótbolta voru í blönduðum liðum. Tveir keppend- ur frá UDN komust á verðlaunapall á mótinu, þeir Hilmar Jón Ásgeirs- son og Vignir Smári Valbergsson. Hilmar Jón var í fyrsta til öðru sæti í glímu hjá 13 ára piltum og Vign- ir Smári var í þriðja sæti í spjótkasti 15 ára pilta. arg Tveir drengir frá UDN á verð- launapall á Unglingalandsmóti Kátir keppendur UDN ganga inn á íþróttavöllinn á Unglingalandsmóti UMFÍ á Akureyri. Ljósm. Ingveldur Guðmundsdóttir. Listsýningin „Hið skapandi ferli“ var opnuð í Fljótstungu í Borg- arfirði fyrr í sumar. Sýningin er opin alla daga á milli klukkan 9 og 19 fram til 1. september. Í Fljóts- tungu er rekið listamannasetur sem skipulagt er af Lilian Pineda dans- höfundi. Listamenn alls staðar að úr heiminum koma og dvelja í Fljótstungu í tvær vikur í senn ann- að hvort að vori eða hausti og vinna að verkum sem sýnd eru á sýning- unni. „Lilian sér um sýninguna sem er samansafn verka á mismunandi stigum í hinu skapandi ferli. Einn- ig fylgja skýrslur frá listamönnun- um þar sem þeir segja frá verkun- um og hvernig þau tengjast dvöl- inni í Fljótstungu. Að þessu sinni eru verk eftir þá 49 listamenn, frá 22 löndum og fjórum heimsálfum, sem hafa verið hjá okkur á þessu ári,“ segir Halldór H. Bjarnason þegar Skessuhorn hafði samband við hann fyrr í þessari viku. arg/ Ljósm. hhb Listsýning í Fljótstungu í Hvítársíðu Þrjú verk eftir tvær myndlistakonur frá Íran. Brot af þeim verkum sem eru til sýnis á listasýningunni „Hið skapandi ferli“ í Fljótstungu. Laugardaginn 15. ágúst býð- ur þjóðgarðurinn Snæfellsjökull upp á gönguferð um slóðir Bárð- ar Snæfellsáss á Djúpalónssand og í Dritvík. Farið verður út í hellinn Tröllakirkju sem eingöngu er hægt að fara í á stórstraumsfjöru, líkt og verður á laugardaginn. Lagt verður af stað kl. 12:00 frá bílastæðinu við Djúpalónssand. Sagnamaðurinn Sæmundur Kristjánsson leiðir ferð- ina en Monika C. Kapanke mun þýða yfir á pólsku. Pólverjar eru hvattir til að fjölmenna í gönguna og kynnast fegurð og sögu svæð- isins. Bárður Snæfellsás setti upp skip sitt í Dritvík og hann og menn hans blótuðu sér til heilla í Trölla- kirkju. Merkar minjar eru í Dritvík en þar var ein stærsta verstöð lands- ins áður fyrr. Sæmundur hefur frá mörgu að segja en ótal sögur og sagnir teng- jast svæðinu. Minnst verður sérstak- lega þeirra kvenna sem reru frá Dritvík og á það vel við á 100 ára afmælisári kosningaréttar kvenna á Íslandi. Ferðin tekur um þrjá klukkutíma og er ekkert þátttöku- gjald. Allir velkomnir. -fréttatilkynning Sæmundur verður leiðsögumaður í ferð á Djúpalónssand og í Dritvík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.