Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 201510 Nú í sumar hefur Orkuveita Reykja- víkur staðið fyrir vinnu við fráveitu á skólpi frá Akranesi. Verið er að ganga frá sjólögn sem liggur frá hreinsunar- stöð út í sjó auk fleiri þátta. Áður var búið að vinna svipaðar framkvæmd- ir á Kjalarnesi. Snemma næsta vor verður röðin síðan komin að Borg- arnesi. Árni Geir Sveinsson er stað- arstjóri verktakafyrirtækisins Ístak á Vesturlandi sem er helsti verktaki framkvæmdanna fyrir Orkuveituna. „Það voru byggðar hreinsistöðv- ar hér á Akranesi, í Borgarnesi og á Kjalarnesi á árunum 2008 og 2009. Hér á Akranesi var líka unnið í að endurbæta allar lagnir, bæði þrýsti- lagnir og frárennslislagnir. Á þess- um árum byggðum við líka dælu- stöðvar við Leyni, hér á Ægisbraut og við Faxabraut rétt hjá höfninni,“ segir Árni Geir þar sem blaðamað- ur Skessuhorns hitti hann á vinnu- svæðinu við Ægisbraut á Akranesi. Þessar miklu frárennslisfram- kvæmdir á Akranesi, í Borgarnesi og á Kjalarnesi stöðvuðust hins veg- ar í efnahagshruninu sem skall á af þunga haustið 2008. Þá lenti Orku- veitan eins og kunnugt er í mikl- um fjárhagsörðugleikum. „Það má segja að allt kerfið hér á Akranesi hafi verið gert klárt og hafi staðið tilbúið í ein fimm ár, nema fjórða og síðasta dælustöðin sem átti eftir að setja niður neðanjarðar á bökk- um Krókalóns við Vesturgötu. Þar töfðust málin vegna deilna við lóð- areigendur og Akranesbær þurfti að fara í málarekstur sem sneri að eign- arnámi. Það er búið að leysa þau mál núna,“ segir Árni. Þrýstitankur og sjólögn Að sögn Árna var þráður tekinn upp að nýju í að ganga frá fráveitumál- um á Akranesi um miðjan júní. Nú í sumar er unnið að því að ganga frá kerfinu sem á að skila frárennslinu frá hreinsistöðinni og út í sjó. „Það var hafist handa við að byggja svo- kallaðan þrýstitank hér í fjöruborð- inu við Esjubraut og Ægisbraut, skammt frá sjálfri hreinsistöðinni. Þetta er steinsteyptur tankur, traust- ur og með þykkum veggjum. Hann er niðurgrafinn og verður undir sjávarmáli. Þar verður settur tveggja bara þrýstingur á það efni sem kem- ur frá hreinsistöðinni áður en því er svo dælt gegnum sjólögn til hafs. Síðan hafa menn frá Köfunarþjón- ustunni verið að setja saman sjálfa sjólögnina. Það gera þeir úti í Elín- arhöfða,“ útskýrir Árni. Krefjandi aðstæður við Kalmansvík Sjálf sjólögnin er bæði löng og mikil. „Hún verður alls um einn og hálfur kílómeter að lengd. Hún er úr plasti og þvermál hennar er 650 millimetrar. Hún á að liggja héð- an frá þrýstitankinum og út í sjó. Fyrst er hún til norðurs en svo sveigir hún í vesturátt. Þessi lögn er ákveðin verkfræðileg áskor- un. Það er bæði flókið og krefj- andi að koma henni fyrir og ganga frá henni með tryggilegum hætti. Hér fyrir utan Kalmansvíkina og framan við Ægisbraut er töluvert af neðansjávarskerjum og það þarf að sveigja lögnina framhjá þeim. Þetta er erfitt og krefjandi svæði. Endi lagnarinnar verður á 18 til 19 metra dýpi. Hér næst landi gröfum við lögnina niður í sjávarbotninn. Það verður grafinn um 600 metra langur skurður frá fjöruborðinu og út. Lögnin fer ofan í hann og síð- an verður efni sturtað yfir hana og hún þannig hulin. Fyrr í sumar var búið að grafa um 200 metra langan skurð frá landi. Við nánari athugun þar sem meðal annars var litið bet- ur á straumaskilyrði og öldugang var svo ákveðið nú í júlí að hafa skurðinn töluvert lengri en upp- haflega var áætlað. Þannig á nú að hafa um 600 metra af lögninni frá landi niðurgrafna. Þessi sjógröft- ur hefst nú á næstunni. Fyrirtækið Björgun mun koma og sjá um það,“ segir Árni. Tilbúið í lok næsta árs Hið nýja frárennsliskerfi Orkuveit- unnar bæði á Akranesi, í Borgarnesi og á Kjalarnesi á að standa fullbú- ið í árslok 2016. „Þá verður kerfið gangsett á öllum þessum stöðum. Með því verða fráveitumál á Akra- nesi sem og á hinum stöðunum tveimur komin í eitt það besta horf sem gerist hér á landi. Við ljúkum störfum hér á Akranesi í haust. Þá mun taka við vinna við lokafrágang á sjálfri hreinsistöðinni sem aðal- lega felst í því að tengja þann búnað sem á að vera í henni. Hún er full- frágengin nema þessi búnaður hef- ur staðið þar inni ótengdur síðan í hruni. Snemma næsta vor munum við sem störfum hér á Akranesi í sumar flytja okkur um set í Borg- arnes til að vinna sams konar verk þar. Það er að setja niður þrýstit- ank og ganga frá sjólögninni. Við erum hins vegar búnir á Kjalarnesi. Þar er búið að ganga frá sjólögn- inni en eftir er að ljúka við sjálfa hreinsistöðina eins og hér á Akra- nesi og í Borgarnesi reyndar einn- ig. Þetta á allt að verða tilbúið sam- tímis. Hreinsunarstöðvarnar starfa þannig að þurrefni og drasl í skólp- inu er hreinsað úr því og fer til urð- unar. Það sem kemur úr sjólögn- inni og endar í hafinu verður nán- ast vökvi,“ segir Árni Geir Sveins- son. mþh Fráveituframkvæmdir í fullum gangi á Akranesi Næst verður ráðist í framkvæmdir í Borgarnesi og hreinsistöðvarnar gangsettar fyrir lok 2016 Starfmenn Köfunarþjónustunnar vinna við að festa klossana á lögnina. Árni Geir Sveinsson staðarstjóri Ístak með hreinsistöðina við Ægisbraut á Akranesi í baksýn. Á dögunum vann efnisflutningaskipið Pétur mikli að því að sturta malarefni í sjóinn á hluta svæðisins sem sjólögnin á að liggja um. Það var hugsað sem undir- lag fyrir leiðsluna á kafla þar sem hún þarf að liggja yfir klettahrygg neðansjávar. Sjálf sjólögnin liggur nú að hluta meðfram veginum út Elínarhöfða á Akranesi. Hún liggur svo áfram út í sjó frá fjörunni í Höfðavík. Í fjörunni í Höfðavík er nú unnið að því að festa steinsteypta klossa á leiðsluna sem eiga að halda henni á hafsbotni. Auk þessa veður leiðslan grafin niður að hluta en einnig fest með akkerum sem fest verða við botninn. Þessi bátur heitir Ístak og liggur nú í Akraneshöfn. Hann er í eigu verktakafyrir- tækisins með sama nafni og búinn fullkomnum staðsetningarbúnaði. Mikillar nákvæmni í staðsetningum er þörf þegar sjólögnin er lögð á hafsbotninn og þar gegnir þessi bátur lykilhlutverki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.