Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 201528
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Hilmir B ehf
Alhliða pípulagningaþjónusta
hilmirb@simnet.is
facebook.com/hilmirbehf
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
Vélabær ehf.
Bæ í Bæjarsveit
Alhliða viðgerðarþjónusta
á bílum, dráttarvélum
og vélum tengdum
landbúnaði
Smur og hjólbarðaþjónusta
velabaer@vesturland.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Sundlaugar á Vesturlandi hafa
notið töluverðra vinsælda í sum-
ar, í samanburði við fyrrasumar.
Skessuhorn heyrði í starfsmönn-
um stærstu sundlauga landshlutans
og tók stöðuna. Flestir voru þeir
á sama máli og sögðu sundlaugar-
gestum hafa fjölgað á milli ára, allt
upp í 250%.
Mest fjölskyldufólk
og ferðamenn
Að sögn Ingunnar Jóhannesdóttur
forstöðumanns íþróttamannvirkja
í Borgarbyggð var 30% aukning í
júlímánuði í sundlaugina í Borgar-
nesi, í samanburði við júlí í fyrra.
„Þetta er mest fjölskyldufólk og
erlendir ferðamenn sem skella sér
í sund í Borgarnesi. Mjög margir
koma úr bústöðunum hérna í kring.
Ég tel þessa aukningu í laugina ein-
göngu vera tilkomna vegna veðurs.
Fólk er frekar tilbúið að fara í sund
þegar sólin skín,“ segir Ingunn í
samtali við Skessuhorn. Hún seg-
ir ekki koma á óvart að fjölskyldu-
fólk sæki í laugina, enda henti hún
vel fyrir fjölskyldur. „Við erum með
þrjá potta, vaðlaug, þrjár vatns-
rennibrautir, sundlaug og inni-
laug. Innilaugin er alltaf 33 gráðu
heit og er því góð fyrir ungabörn.
Svo erum við með nýjan og endur-
bættan þreksal og ferðafólkið fer
oft í þreksalinn og svo í sund,“ bæt-
ir hún við. Ingunn segir jafnframt
að mikil aukning hafi verið í aðr-
ar sundlaugar í Borgarbyggð. „Það
var yfir 40% aukning í sundlaugina
á Kleppjárnsreykjum og yfir 100%
aukning á Varmalandi. Við höfum
líka frétt af því að það hafi verið ör-
tröð í Hreppslauginni og á Húsa-
felli. Sumt fólk hefur verið að keyra
á milli lauganna á góðum dögum,
að leita sér að laug sem ekki er þétt-
setin af fólki.“ Samkvæmt heimild-
um Skessuhorns hefur heimsókn-
um í sundlaugina á Húsafelli fjölg-
að um 50% á milli ára.
Mikil aukning í Ólafsvík
Á Snæfellsnesi hefur gestafjöldi í
sundlaugar einnig aukist mikið á
milli ára. Töluverð aukning hef-
ur verið í laugina á Lýsuhóli en
heimsóknum í sundlaugina í Ólafs-
vík hefur fjölgað stórlega. Starfs-
fólk þar telur veðrið hafa haft
sitt að segja í fjölgun gesta. Þá er
einnig mikil ánægja með sund-
laugina eftir þær endurbætur sem
gerðar voru á henni síðastliðið vor.
Að sögn starfsfólks laugarinnar er
mikið af nýjum andlitum í sundi.
Margir sem stundi líkamsrækt nýti
tækifærið og fari í sund í leiðinni en
líkamsræktarstöðin Sólarsport opn-
aði á efri hæð sundlaugarinnar fyrr
á árinu. Alls komu 1258 sundlaug-
argestir í Ólafsvík í júní 2014 en í
ár voru þeir 3246 og er það aukn-
ing um 250%.
Veðrið ræður
allri aðsókn
Að sögn Aðalsteins Jósepsson-
ar forstöðumanns íþróttamann-
virkja í Grundarfirði hefur gestum
í laugina þar einnig fjölgað. „Þetta
er töluverð aukning frá í fyrra, ég
hugsa að það hafi fjölgað hér um
20 - 25%. Veðrið hefur allt að gera
með það, enda var leiðindaveður
hérna í fyrra. Það er það sama uppi
á teningnum á tjaldsvæðinu, ég á
von að það verði 50% aukning þar
eftir sumarið samanborið við sum-
arið í fyrra.“
Vignir Sveinsson, forstöðumaður
íþróttamannvirkja í Stykkishólmi
er sama sinnis og Aðalsteinn. Hann
segir júlímánuð hafa verið betri í ár
en í fyrra og telur það eingöngu
vera vegna veðurs. „Veðrið ræður
allri aðsókn. Annars hefur það
aldrei gerst áður að það er sama tala
upp á mann í júní í fyrra og núna,
eða 3673 gestir. En júlímánuður
var mun betri í ár. Gestum fjölgaði
frá 6636 manns upp í 9350. Þetta
er bara veðrið, við höfum yfirleitt
verið með á milli níu og tíu þúsund
gesti í júlí ef veðrið er gott.“ Vignir
segist taka eftir því að erlendum
ferðamönnum hafi fjölgað í
laugina. „Ef maður tekur eftir
aukningu einhvers staðar, þá er það
helst að það eru fleiri ferðamenn.
En annars er þetta mikið til
fjölskyldufólk, enda hefur mikið
verið á tjaldsvæðinu hjá okkur í
sumar og það er bara hérna við hlið
sundlaugarinnar.“
Færri börn í sund
á Akranesi
Á Akranesi virðist annað uppi á
teningnum en í öðrum sundlaug-
um í landshlutanum. Að sögn
Harðar Jóhannessonar forstöðu-
manns íþróttamannvirkja Akranes-
kaupstaðar hefur heimsóknum í
sundlaugina við Jaðarsbakka fækk-
að á milli ára. „Ef skoðaðar eru
tölur frá 1. maí til 11. ágúst þessi
tvö ár, þá hefur fækkað á milli ára.
Heimsóknum barna hefur fækkað
um 2015 börn en á móti hefur full-
orðnum fjölgað þannig að fækkun-
in nemur 351 heimsókn.“
grþ
Flestar sundlaugarnar á Vesturlandi vinsælar í sumar
Heimsóknum barna í sundlaugina við Jaðarsbakka á Akranesi
hefur fækkað töluvert á milli ára.
Sundlaugin í Ólafsvík hefur notið mikilla vinsælda í sumar og hefur
heimsóknum þangað fjölgað um 250% á milli ára.
Það er vinsælt að skreppa í sund snemma morguns. Þessar konur í
Borgarnesi hittast reglulega í lauginni á morgnanna.
Þessi ungi maður skemmti sér vel í sundlauginni í Borgarnesi í síðustu viku.
Þessar stúlkur voru í heimsókn hjá ömmu og afa í sveitinni í síðustu
viku og notuðu tækifærið til að skreppa í sund í Grundarfirði.
Sundlaugin í Stykkishólmi nýtur mikilla vinsælda
í góðu veðri, enda góð aðstaða þar fyrir stóra og
smáa.