Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 31 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Óvenjulega lítil úrkoma hefur verið í Borgarnesi líkt og víðar á Vestur- landi undanfarnar vikur. Sólríkja og þurrviðri einkenna sumarið. Gras- flatir eru af þessum sökum farnar að sölna og tré og gróður á holt- um tekur á sig snemmbúinn haust- lit. Gripið var til þess ráðs á mánu- daginn að gegnbleyta Skallagríms- völl með því að aka með dráttarvél og marga tanka af vatni á völlinn. þg ÍA tók á móti toppliði FH á Akra- nesi síðastliðið mánudagskvöld í 15. umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leikinn voru Skagamenn í 9. sæti deildarinnar með 17 stig. Leik- urinn byrjaði vel fyrir heimamenn, sem skoruðu fyrsta mark leiks- ins strax á fjórðu mínútu. Það var Arnar Már Guðjónsson sem stökk hærra en aðrir í teignum og náði að skalla hornspyrnu frá Ásgeiri Marteinssyni beint í markið. Eftir að ÍA komst yfir spiluðu FH-ingar af krafti og höfðu betur. Þeir sóttu stíft og á 24. mínútu jöfnuðu þeir leikinn þegar Atli Viðar Björnsson skoraði með skoti úr markteigi eft- ir skyndisókn gestanna. FH-ingar voru mun meira með boltann í fyrri hálfleik en náðu ekki að skapa sér fleiri afgerandi færi og var staðan því jöfn í hálfleik. Gestirnir voru sprækir í síðari hálfleik og hófu hann af krafti. Eftir frábæra sókn náði Emil Pálsson að koma FH í 2:1 á 49. mínútu þegar hann skoraði með skalla. FH-ingar héldu áfram og skoruðu sitt þriðja mark á 53. mínútu þegar Atli Viðar Björnsson skoraði sitt annað mark í leiknum með skalla eftir send- ingu Serwy fyrir markið. Skaga- menn gáfust þó ekki upp og það var Garðar Gunnlaugsson sem náði að minnka muninn í 3:2 á 81. mín- útu með skoti af markteig. Heima- menn sóttu áfram af krafti eftir mark Garðars og Jón Vilhelm átti skot sem small í stönginni rétt fyr- ir leikslok. Undir lok leiksins fékk Skagamaðurinn Marko Andelkovic rautt spjald fyrir að brúka munn. Leiknum lauk með sigri FH-inga, 3:2 og sitja þeir enn á toppnum með 33 stig. Skagamenn eru áfram í 9. sæti deildarinnar og eru með 17 stig. Næsti leikur ÍA er útileikur á móti Breiðabliki 17. ágúst næst- komandi. grþ/ Ljósm. Guðmundur Bjarki. Skotgrund - skotfélag Snæfells- ness stóð fyrir stórskemmtilegu refamóti á æfingasvæði félagsins sunnudaginn 9. ágúst síðastliðinn. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkt mót er haldið en hugmyndin að því var fengin frá Skotfélagi Austur- lands. Mæting var með besta móti en 19 skotveiðimenn öttu kappi. Mótið fór þannig fram að hver og einn skotmaður átti að skjóta 10 útskorna refi í mismunandi fjar- lægðum úr liggjandi stöðu. Það fór svo þannig að Finnur Steingríms- son frá Skotfélagi Akureyrar sigr- aði og hlaut 128 stig. Hilmir Vals- son frá Skotfélagi Vesturlands varð í öðru sæti með 126 stig og Gunn- ar Ásgeirsson frá Skotfélagi Snæ- fellsness varð í þriðja sæti einn- ig með 126 stig en þar sem Hilm- ir var með einu skoti meira í miðj- una þá hreppti hann silfrið. Það var listamaðurinn Þorgrímur Kol- beinsson hjá Lavaland ehf sem smíðaði verðlaunagripina og einn- ig gaf verslunin Hlað sigurvegar- anum 10.000 kr. inneign í verslun- inni. Í grillveislunni eftir mótið var strax ýjað að því að halda annað slíkt mót að ári enda heppnaðist þetta frábærlega í alla staði. tfk Þrír sundkappar úr Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupinu luku nýverið hlaupinu hér á landi með því að synda yfir Hvalfjörðinn með logandi friðarkyndil og hlaupa það- an til Reykjavíkur. Þeir Aryavan Lanham frá Ástralíu, Chandrak- anta Krull frá Bandaríkjunum og Sarvodaya Gregoryansky frá Úk- raínu lögðu í hann frá Katanesi og náðu landi við Eyrarkot hjá vitan- um á Hvalfjarðareyri. Björgunar- sveit Akraness fylgdi sundmönnun- um. Eftir það var hlaupið af stað til Reykjavíkur. Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupinu lauk svo fyrir fram- an Alþingishúsið. Þar tóku þing- menn úr ólíkum flokkum á móti Friðarhlaupinu og sameinuðust um Friðarkyndilinn. Þannig sýndi fólk- ið með táknrænum hætti stuðning sinn við að hlúa að og byggja áfram upp friðarmenningu Íslands, sem Sri Chinmoy, stofnandi Friðar- hlaupsins, kallaði einstaka. mþh Óhætt er að segja að liðsmenn Vík- ings Ólafsvík séu í fantaformi þessa dagana. Á laugardaginn tóku þeir á móti toppliði Þróttar og höfðu á þeim 3:2 sigur. Leikurinn þótti afar skemmtilegur og hafði einn gesta á vellinum á orði að þetta hefði verið einn besti knattspyrnuleikur sum- arsins og var hann þá að miða við þá leiki sem hann hafði séð í úr- valsdeildinni. Nú situr því Víking- ur á toppi deildarinnar með 35 stig, tveimur fleiri en Þróttur. Í þriðja sæti er svo Þór Akureyri með 28 stig. Sæti í úrvalsdeild næsta sumar er því handan við hornið hjá Ólsur- um haldi þeir vel á spöðunum það sem eftir lifir móts. Leikurinn í Ólafsvík byrjaði fjör- lega hjá Þrótturum sem skoruðu mark á 15. mínútu. Aftur kort- eri síðar fengu Ólsarar vítaspyrnu sem markmaður Þróttar varði. Fleiri urðu mörkin ekki fyrir hlé og gestirnir því marki yfir. Það voru hins vegar heimamenn sem komu sprækari til síðari hálfleiks og voru einungis þrjá mínútur liðn- ar af hálfleiknum þegar Kenan Tu- dija jafnaði metin við mikinn fögn- uð heimamanna. Það var hins vegar Dominguez sem kom heimamönn- um yfir á 72. mínútu. Aftur jafn- aði Þróttur þegar Viktor Jónsson gerði sitt annað mark fyrir gestina á 85. mínútu og tóku þá leikar að æsast mjög. Sigurmarkið í leiknum skoraði Dominguez síðan tveimur mínútum fyrir leikslok með skoti af stuttu færi. Verðskuldaður sig- ur Víkings var staðreynd og heima- menn himinlifandi eftir árangurinn í einum þýðingarmesta leik sum- arsins. Í næsta leik mæta Víkingar botn- liði deildarinnar; BÍ/Bolungarvík. Fer leikurinn fram á Torfnesvelli og hefsta klukkan 18:30 á föstudag- inn. mm/ Ljósm. af. Víkingur á toppi deildarinnar Garðar Gunnlaugsson var maður leiksins. FH hafði betur á Skaganum Arnar Már stökk manna hæst og skoraði strax á fjórðu mínútu. Einbeitingin skein úr hverju andliti. Refir í sigtinu hjá skotfélagsmönnum Komið að landi með kyndilinn eftir sund frá Katanesi að Hvalfjarðareyri. Syntu með kyndil yfir Hvalfjörð Bleytt vel í Skallagrímsvelli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.