Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 201514 Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sum- ar og í boði hafa verið margvíslegar viðburðir. Framundan er svo stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistara- mótið í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 16. ágúst kl. 14 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er góð þátttaka í hrútadóm- unum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara sem og í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjöt- súpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sérsýningar, fyrir utan fasta- sýningu safnsins sem ber yfirskrift- ina Sauðfé í sögu þjóðar. Í kaffi- stofunni er sýningin Manstu? sem er greiningarsýning á ljósmyndum Tryggva Samúelssonar sem voru teknar á árabilinu 1950-1970. Á listasviðinu er sýningin Álagablett- ir og í sérsýningarherbergi er sögu- sýning sem ber yfirskriftina Brynj- ólfur Sæmundsson og starf héraðs- ráðunauta. Brynjólfur var ráðu- nautur á Ströndum í nærri 40 ár og var þessi sýning opnuð á Hrúta- dómum í fyrra. Loks má geta þess að í sumar hefur verið starfræktur Náttúrubarnaskóli á vegum Sauð- fjársetursins og verður yfirnáttúru- barnið Dagrún Ósk Jónsdóttir með kynningu á verkefninu á Hrúta- dómunum. -fréttatilkynning Íslandsmót í hrútadómum haldið á sunnudaginn Auður Hilmarsdóttir á Hellissandi tók þessar fallegu myndir af Snæ- fellsjökli á kvöldgöngu sunnudag- inn um verslunarmannahelgi. Vest- lendingar hafa verið heppnir með veðrið það sem af er sumri, mun heppnari en íbúar annarra lands- hluta. Ferðaþjónustan í landshlut- anum lætur enda vel af umferðinni í sumar og svo virðist sem veru- leg aukning sé að mælast hjá þeim flestum. Ekki hvað síst segja þeir Ís- lendinga áberandi fleiri en síðustu ár. mm Jökullinn skartaði sínu fegursta Í lok annars ársfjórðungs 2015 bjuggu 330.610 manns á Íslandi; 166.170 karlar og 164.440 konur. Landsmönnum fjölgaði um 870 í ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborg- arar voru 25.090 og á höfuðborgar- svæðinu bjuggu 212.120 manns. Þetta kemur fram í frétt hjá Hag- stofu Íslands. Á öðrum ársfjórðungi 2015 fæddust 1.050 börn, en 540 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 350 einstaklingar til lands- ins umfram brottflutta. Brottflutt- ir einstaklingar með íslenskt ríkis- fang voru 120 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 470 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri íslenskir ríkisborgar flytja þannig frá landinu en til þess, en á hinn bóginn flytja hingað tæp- lega 500 fleiri með erlent ríkisfang en fara héðan. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. Noregur var sem fyrr helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 170 manns á öðrum ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 480 íslenskir ríkisborgarar af 680 alls. Af þeim 570 erlendu rík- isborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 140 manns. Flestir aðfluttir íslenskir ríkis- borgarar komu frá Danmörku (140), Noregi (120) og Svíþjóð (100), sam- tals 360 manns af 550. Pólland var upprunaland flestra erlendra rík- isborgara en þaðan fluttust 340 til landsins af alls 1.050 erlendum inn- flytjendum. Litháen kom næst, en þaðan fluttust 60 erlendir ríkisborg- arar til landsins. mþh Nú búa rúmlega 330 þúsund á Íslandi Íbúum fjölgar á Íslandi en fleiri íslenskir ríkisborgarar flytja hins vegar frá landinu en til þess. Afurðaverð til íslenskra sauðfjár- bænda er með því lægsta í Evr- ópu samkvæmt upplýsingum sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa tekið saman. Í fréttabréfi samtak- anna kemur fram að oft muni tug- um prósenta. Franskir bændur fái t.a.m. um 60% hærra verð en þeir íslensku fyrir kjöt sem þeir selja. Hærra verð til bænda í Evrópu þýð- ir hins vegar ekki að verð til neyt- enda sé endilega hærra. Bændur í Evrópu fái einfaldlega stærri hluta af útsöluverðinu til sín en þeir ís- lensku. Í Bretlandi fá bændur t.d. á milli 50% og 60% af endanlegu útsöluverði í sinn hlut. Algengt er að íslenskir bændur fái sem nemur á bilinu 25% til 41% af endanlegu útsöluverði lambakjöts. „Þegar tekið hefur verið tillit til 11% virðisaukaskatts þýðir þetta að milliliðir; sláturhús, kjötvinnslur og verslanir taka á bilinu 49% til 65% af endanlegu útsöluverði á lamba- kjöti til sín. Í einstaka tilfellum fá bændur ekki nema um tíunda hluta af smásöluverði sauðfjárafurða. Hér er ekki verið að fjalla um kryddaða eða unna vöru. Landssamtök sauð- fjárbænda gerðu verðkönnun í sex verslunum á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 27. júlí síðastliðinn. Þetta voru Hagkaup, Bónus, Nettó, Krónan, Víðir og Melabúðin. Kannað var verð á ófrosnum lærum og hryggjum. Samkvæmt henni var meðalkílóverð á lambalæri 1.807 kr. kg. Landssamtök sauðfjárbænda telja það varla geta talist sanngjörn viðskipti að milliliðir, sem sumir hverjir skila milljarða hagnaði, taki til sín svo stóran hluta af verðinu. Þetta fyrirkomulag er hvorki neyt- endum né bændum til hagsbóta,“ segir í fréttabréfi LS. Þá segir að sauðfjárbúskapur sé hryggjarstykkið í búsetu, atvinnu- lífi og menningu í hinum dreifðu byggðum. „Sanngjarnt endurgjald fyrir vinnu er forsenda þess að bú- skapurinn blómstri. Síðasta hálfa árið hefur launavístala hækkað um rúm 9% og almennt verðlag um rúm 5%. Íslensk sauðfjárbú eru fjölskyldufyrirtæki og verð á afurð- um hefur bein áhrif á laun bænda. Sauðfjárbændur telja eðlilegt að þeir fái sannvirði fyrir framleiðslu sína og telja sanngjarnt að raunlaun þeirra fylgi almennri launaþróun í landinu.“ Verð til bænda er fjórðungi of lágt Verðmyndun á kindakjöti á Íslandi er flókin. Grunnverð í algengasta flokki (R3) sem bændum er boð- ið fyrir komandi haustslátrun sam- kvæmt útgefnum verðskrám stóru sláturhúsanna er 572 krónur fyrir hvert kíló. Meðalverðið sem greitt var í fyrra var 604 kr. á kíló. Út- lit er því fyrir að það standi í stað eða jafnvel lækki á sama tíma og sala eykst og og framboð stendur í stað eða minnkar. „Landssamtök sauðfjárbænda telja að afurðarverð sé a.m.k. fjórðungi of lágt. Nauð- synlegt sé að hefja leiðréttinguna strax í haust. Sanngjarnari skipt- ing framleiðsluverðmætisins á milli bænda og milliliða er þó alger höf- uðforsenda þess að öflug sauðfjár- rækt blómstri hér á landi,“ segir í fréttabréfi Landssambands sauð- fjárbænda. Í ljósi þessa telja LS ekki boðlegt að afurðarverð til bænda hér á landi sé langt undir meðaltali í Evrópu. Samtökin vilja vinna með afurð- arstöðvum, sem flestar eru reynd- ar í eigu bænda, að því að leiðrétta skiptingu afurðarverðsins í áföng- um á næstu þremur árum. Gera þau tillögu um að meðalverð á haustslátrun 2015 verði 677 krónur á kíló, haustslátrun 2016 verði 719 krónur og 762 krónur í haustslátr- un 2017. mm Bændur fá um þriðjung útsöluverðs lambakjöts Svipmynd úr Þverárrétt í Borgarfirði, fjárflestu rétt landsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.