Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 201512 Örn Alexandersson smábátasjómað- ur í Snæfellsbæ fékk fyrir skömmu vinnuflotvesti að gjöf frá dóttur sinni sem er í flugbjörgunarsveit- inni. Með gjöfinni fylgdi það skil- yrði að hann notaði vestið við störf sín á hafinu. Örn segir í samtali við Skessuhorn að hann hafi að sjálf- stögðu orðið við beiðni dóttir sinn- ar og notað vestið. „Maður er fljót- ur að venjast vestinu enda er það létt og þægilegt.“ Hann segir ennfremur að þetta flotvesti sé gott björgunartæki enda hafa nýleg dæmi sýnt að ekki sé hægt að treysta alfarið á það sem litið hef- ur verið á sem helsta öryggistæki sjómanna til þessa. Þar á hann við björgunarbátinn. Örn bendir einn- ig á að það taki um 20 mínútur að komast í björgunargallana sem eru um borð í bátunum. „Það er orðið skylda að nota svona vesti á stærri bátum og skipum. Þar fara menn ekki út á þilfar án þess að vera með svona vesti auk þess að hafa hjálm á höfði,“ segir hann og bendir á að viðlíka reglur séu ekki um smábáta. „Það þarf ekki mikið til að mað- ur detti útbyrðis á smábátum. Hvað gerir maður þegar hann er einn á sjó? Ef slíkt skeður þá er gott að hafa svona vesti um hálsinn.“ Örn segir ennfremur að svona vinnuflotvesti komi að góðum not- um þegar veitt er í straumhörðum ám, og fyrir þá sem stunda tóm- stundaveiðar á sjó eða í vötnum. Þar hafi líka orðið svipleg slys. Örn Al- exandersson vill koma því á framfæri til starfsfélaga sinna í smábátaflotan- um að fá sér svona vinnuflotvesti og bætir við að auðvitað eigi að skylda alla til að nota svona vesti í öllum bátum, bæði stórum sem smáum. af Bendir á það sem ætti að vera sjálfsagður öryggisbúnaður allra Örn Alexendersson með vestið góða. „Ég er að fara vestur í Rif nú í kvöld eða nótt. Um markaðs- og sölu- mál á aflanum veit ég fátt. Það er enn mikil óvissa. Við höfum frétt af makríl í Breiðafirði en það virðist lítið að hafa í Faxaflóa. Menn telja að það sé minna af makríl þar held- ur en á undanförnum árum. Það er svona kropp fyrir vestan. Þeir sem hafa fengið mest hafa víst fiskað um sjö tonn í róðri. Annars hafa slæmar gæftir hamlað nokkuð veiðum þar. Það er oft búið að vera stíf norðanátt undanfarið sem hentar illa í Breiða- firðinum,“ sagði Svanur Karl Frið- jónsson skipstjóri á Signýju HU við Skessuhorn síðdegis á fimmtudag. Hann var þá að taka olíu í Akranes- höfn þaðan sem Signý hefur oft ver- ið gerð út á undanförnum árum. Svanur Karl, sem frekar er þekkt- ur sem Kalli Fía, sagði að verð- ið sem bjóðist fyrir makrílinn séu hreint skelfilegt. „Í fyrra fengum við 90 – 92 krónur fyrir kílóið af mak- rílnum. Það var eiginlega of lágt því lítið var til skiptanna eftir að búið var að ganga frá kostnaði. Nú er tal- að um að verðið verði milli 40 og 45 krónur. Það er alveg skelfilegt og dugar engan veginn til að veiðarnar standi undir sér. Hver veit, kannski veiðum við bara makríl í beitu fyr- ir útgerðina og látum þar við sitja. Annars er kvótinn á bátnum ein 200 tonn svo það hamlar okkur ekki skortur á veiðiheimildum.“ Signý HU hélt svo af stað á fimmtudags- kvöld til makrílveiðanna við Snæ- fellsnes. Aðrir Akranesbátar eru enn bundnir. „Ég ætlaði af stað í gær. Báturinn er klár og ég var búinn að taka ís og allt en hætti svo við. Kaupandinn á fiskinum sem ég var búinn að gera samninga við kippti að sér höndum vegna tíðindanna um yfirvofandi viðskiptabann Rússa á Íslendinga. Það virðist mikil óvissa en kannski skýrist þetta nánar í dag. En nú veit ég ekkert hvenær ég fer út,“ segir Eiður Ólafsson skipstjóri og útgerðarmaður á Ísak AK í sam- tali við Skessuhorn á föstudaginn. mþh Fyrsti makrílbátur farinn til veiða frá Akranesi Signý HU tekur olíu í Akraneshöfn á fimmtudaginn. Svanur Karl Friðjónsson (Kalli Fía) er tilbúinn að hefja makrílveiðar þrátt fyrir lágt verð og mikla óvissu. Þrátt fyrir að sjómenn sem stunda makrílveiðar á smábátum haldi að sér höndum vegna erfiðra mark- aðsaðstæðna þá hefur sú staða eng- in áhrif á krakkana í Ólafsvík. Þau hafa dregið feitan og góðan mak- ríl sér til skemmtunar á bryggjunni þar. Margmenni hefur verir við makrílveiðar í Ólafsvíkurhöfn síð- astu daga við að draga þennan verð- litla en næringarríka fisk úr sjó. af Makrílveiðar í Ólafsvíkurhöfn Ekki fór þessi makríll til manneldis en skemmtunin við veiðarnar var mikil eins og sjá má. Aflaverðmæti úr sjó í apríl síðast- liðnum nam samtals tíu milljörð- um króna. Það er 8,8% minna en í sama mánuði í fyrra. Þetta kem- ur fram í frétt á vef Hagstofunn- ar. Mest var verðmæti þorsks, 3,8 milljarðar króna, og hefur dregist saman um 7,2% síðan í fyrra. Verð- mæti afla upp úr sjó á tólf mán- aða tímabili, frá maí 2014 til apríl 2015, hefur hins vegar aukist um 7% miðað við sama tímabil árið þar áður. Rúmlega fjórðungs aukning, eða 26,3% er á verðmæti uppsjáv- arafla og munar þar mest um loðnu og kolmunna. Einnig segir á vef Hagstofunnar að verðmæti þorsks hafi aukist um 14,1%. Aflaverðmæti með tilliti til verkunarstaðar dróst mest saman á Vesturlandi í apríl síðastliðnum miðað við sama tíma í fyrra, eða um heil 47%. Verðmæti afla sem verkaður er á Vesturlandi hefur hins vegar aukist á ársgrundvelli. Þegar miðað er við tólf mánaða tímabilið frá maí 2014 til apríl 2015 nemur aukning aflaverðmæta 12,1% miðað við sama tímabil árið áður. kgk Verðmæti afla eykst á ársgrundvelli Löndun í gangi í Grundarfirði. Hér er Aron Freyr Ragnarsson á bryggjunni. Ljósm. úr safni; tfk. Sjávarútvegsráðherra hefur sent frá sér breytingar á reglugerð um mak- rílveiðar. Þann 29. júlí var þriðju grein reglugerðarinnar breytt. Hún hljóðaði áður þannig að skylt sé að ráðstafa mánaðarlega 70% af makríl- afla einstakra skipa til vinnslu, það er til manneldis svo sem frystingar. Nú hefur þetta hlutfall verið lækk- að í 50%. Þetta þýðir að makrílskip geta landað allt að helmingi afla síns í bræðslu til framleiðslu á fiski- mjöli og lýsi. Þetta endurspeglar þá kreppu sem nú er á makrílmörk- uðum með tilheyrandi söluerfið- leikum og verðhruni þar sem síð- ustu ótíðindin eru yfirvofandi við- skiptabann Rússa. Makríllinn var á síðasta ári næst verðmætasti nytja- stofninn við Ísland. Hann er tal- inn með verðmætari fisktegundum meðal fiskveiðiþjóða Vestur Evr- ópu þar sem fáheyrt er að makríll sé sendur í bræðslu. mþh Stjórnvöld opna á auknar veiðar á makríl til bræðslu Nú má landa allt að helmingi makrílsaflans í bræðslu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.