Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 12.08.2015, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2015 25 Opið meira og minna meðan á Dönskum dögum stendur, 14. – 16. ágúst nk. Erum við höfnina í Stykkishólmi SK ES SU H O R N 2 01 5 Dag ur í lífi... Forstöðumanns íþróttamannvirkja Hin árlega bæjarhátíð, Danskir dagar, verður haldin í Stykkishólmi um næstu helgi. Er þetta í 21. skipti sem hátíðin er haldin og er hún um leið ein af elstu bæjarhátíðum landsins. Að sögn Önnu Margrétar Sigurðardóttur framkvæmdastýru Danskra daga eru íbúar í Hólmin- um fullir tilhlökkunar. „Undirbún- ingurinn gengur ágætlega, þetta er allt að smella,“ segir Anna Margrét í samtali við Skessuhorn. Hátíðarhöldin hefjast á föstu- deginum með götugrillum og að venju skreytir fólk í kringum sig með dönsku fánalitunum. „Bak- aríið ætlar að útbúa bakkelsi sem best skreytta hverfið fær í verðlaun. Svo verða heimamenn með tón- leika á hátíðarsvæðinu á föstudeg- inum, eftir götugrillin.“ Anna Mar- grét segir hátíðina verða með hefð- bundnu sniði í ár. „Við verðum líka með einhverjar nýjungar, svo sem svokallaðan heimavistarhitting. Þeir sem voru á gömlu heimavist- inni, þar sem dvalarheimilið er nú til húsa, á árunum 1959-78 ætla að hittast og hafa gaman,“ segir hún. „Svo verður líka fyrirtækjakeppni í loftbolta (bubblebolta) þar sem keppt verður um titilinn „Orku- mesta fyrirtækið í Hólminum“. Það stefnir í góða þátttöku í þeirri keppni,“ bætir hún við. Mikil stemning í bænum Á laugardeginum heldur gleðin í Stykkishólmi áfram og verður fjöl- breytt dagskrá fyrir íbúa og gesti hátíðarinnar. Meðal annars verða hoppukastalar á hátíðarsvæðinu fyrir yngstu kynslóðina, ratleik- ur, vatnaboltar og Ingi Hans mæt- ir með söguvagninn Brandþrúði. „Íþróttaálfurinn kemur í heimsókn og Haffi Gúnda hefur verið að búa til ýmis ásláttarhljóðfæri sem hann mun leika á ásamt nokkrum nem- endum úr tónlistarskólanum. Svo verður auðvitað kvöldvaka með brekkusöng og flugeldasýningu um kvöldið.“ Hátíðin endar á Pallaballi í íþróttahúsinu en auk þess munu ýmsir trúbadorar verða á veitinga- stöðum bæjarins. „Það er að mynd- ast mikil stemning í bænum og stefnir í skemmtilega helgi,“ segir Anna Margrét að endingu. grþ Samfélagsstyrkjum að upphæð tíu milljónir króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fyr- ir síðustu helgi. Alls hlutu 26 verk- efni styrki við þessa úthlutun. Tvö verkefni á vegum Rauða krossins og Geðhjálpar hlutu samtals eina milljón króna. Annars vegar fengu RKÍ og Geðhjálp styrk út á verk- efnið Hópastarf og virkni á vegum RKÍ sem ætlað er að styðja við bak- ið á ungum drengjum sem eiga erfitt með að fóta sig í lífinu. Einnig fékk landssöfnunin Út með’a, vitund- arvakning gegn sjálfsvígum ungra karla styrk. Þá fengu tólf verkefni 500 þúsund krónur hvert og önnur tólf fengu 250 þúsund króna styrki. Um 300 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni. Samfélagsstyrkjum er einkum ætlað að styðja mannúðar- og líkn- armál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, sértæka útgáfustarfsemi og verkefni á sviðum menningar og lista. Sam- félagsstyrkir verða veittir tvisvar á þessu ári en umsóknarfrestur vegna seinni úthlutunar rennur út í októ- ber næstkomandi. mm Nafn: Aðalsteinn Jósepsson. Fjölskylduhagir/búseta: Bý með konunni og tveimur börn- um í Grundarfirði. Starfsheiti/fyrirtæki: For- stöðumaður íþróttamannvirkja í Grundarfirði. Áhugamál: Tónlist, kvikmynd- ir, körfubolti og amerískur fót- bolti. Dagurinn: Miðvikudagur 5. ágúst 2015. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði klukkan 7:20 og vakti börnin til að koma þeim í leikskólann. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Frootloops morgunkorn. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég var mættur klukk- an átta, kom á bíl. Fyrstu verk í vinnunni: Að fara yfir tölvupósta og þess hátt- ar. Ég er í framkvæmdum núna inni í íþróttahúsinu og vinnan snýst svolítið mikið um það. Ég þurfti til dæmis að fá lánaðan skriðdreka (juðara). Hvað varstu að gera klukk- an 10? Þá var ég að slípa inni í íþróttahúsi. Hvað gerðirðu í hádeginu? Í hádeginu fór ég út á Rúben og náði í mat fyrir mig, konuna og dótturina sem var heima. Hvað varstu að gera klukk- an 14: Þá fór ég niður á tjald- svæði og tók hring þar. Það þarf reglulega að yfirfara að allt sé í lagi þar. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti klukkan 16. Það síðasta sem ég gerði var að panta meiri sandpappír fyrir juðarann. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Náði í strákinn á leikskólann og tók með aukabarn. Svo var farið heim að leika sér. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Konan eldaði beikon- vafðar kjúklingabringur með hrísgrjónum og gufusoðnu grænmeti. Hvernig var kvöldið? Geng- ið frá eftir kvöldmatinn og í þvottahúsinu. Svo þegar búið var að baða börnin og svæfa var lagst í sófann. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Burstaði tennurnar. Hvað stendur uppúr eftir daginn? Það eru allir dagar til- tölulega fjölbreyttir en þennan dag talaði ég við Henson upp á að kaupa búninga fyrir körfu- boltaliðið. Eitthvað að lokum? Nei, ég held ekki. Mikil stemning myndast árlega á Dönskum dögum. Hér eru félagar úr Lions-ak- sjóninni að bregða á leik 2013. Ljósm. eb. Danskir dagar framundan í Stykkishólmi Anna Margrét Sigurðardóttir er framkvæmdastýra Danskra daga 2015. Frá afhendingu samfélagsstyrkja Landsbankans. Hér má sjá styrkþega eða full- trúa þeirra ásamt Guðrúnu Agnarsdóttur, formanni dómnefndar, lengst til vinstri og Steinþóri Pálssyni bankastjóra lengst til hægri. Landsbankinn veitti samfélagsstyrki

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.