Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Síða 4

Skessuhorn - 23.09.2015, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Góð fjarskipti eru byggðaaðgerð samtímans Líklega er eitt stærsta hagsmunamál hinna dreifðu byggða lagning ljósleiðara heim á öll lögbýli. Veit ég til þess að margir íbúar sem búa við stopult netsam- band segja úrbót jafnvel nauðsynlegri en endurnýjun og lagfæringar á vegum. Þó eru þeir ekki upp á marga fiska eins og við höfum lesið um að undanförnu í fréttum Skessuhorns. Ríkisstjórnin setti í upphafi kjörtímabilsins á fót starfs- hóp sem skilaði fyrr á þessu ári áætlun eða sýn sinni um ljósleiðaravæðingu 99% allra lögbýla á fimm árum. Starfshópurinn er nú í viðræðum við dreifi- aðila raforku um að samnýta lagningu raf- og ljósleiðarastrengja þar sem það á við. Um það má lesa í fréttaviðtali við Harald Benediktsson þingmann og for- mann starfshópsins hér til hliðar. Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinni atvinnugrein sem getur í dag þrif- ist með góðu móti við þær aðstæður þegar net- eða símasamband er óviðun- andi. Bændur færa bókhald og búfjárskýrslur í gegnum netið, fiskur er seldur á mörkuðum sem byggja á öruggu netsambandi, skólar reka útibú á fámennari stöðum sem byggja á fjarskiptum og framleiðendur háþróaðra tækja til mat- vælavinnslu halda tækjunum við hjá kaupendum þeirra með að tengja sig inn á stýribúnaðinn í gegnum netið, óháð því í hvaða löndum eða heimsálfum tæk- in eru. Við skrifum fréttir á netið hjá okkur sem áhugasamur Vestlendingur staddur í Ástralíu getur lesið í rauntíma. Öryggi ferðamanna og kröfur þeirra eru einungis uppfylltar ef fólkið kemst á netið í tölvum eða símum. Allt er þetta háð því að fjarskipti séu í lagi. Í samanburði við innleiðingu tækninýjunga, svo sem dreifingu sjónvarps- bylgja á sjöunda áratugnum og uppsetning loftskeytamastra enn fyrr, er ljós- leiðaravæðingin ódýr miðað við það notagildi sem tæknin býður upp á. Þessu hafa margir stjórnendur sveitarfélaga og íbúar í dreifbýlinu áttað sig á og setja ákveðnar kröfur. Hér á Vesturlandi var fyrir mörgum árum byrjað að leggja ljósleiðara. Á Akranesi og Stykkishólmi var það gert fyrir hrun og á allra síð- ustu árum hefur dreifing „ljóssins“ átt sér stað í Hvalfjarðarsveit og Helga- fellssveit. Nú er unnið að þessu þarfaþingi í Eyja- og Miklaholtshreppi, hluta Dala og á norðanverðu Snæfellsnesi. Einna minnst er að frétta af þessu máli í landstærsta sveitarfélagi Vesturlands; Borgarbyggð. Mér er þó kunnugt um að forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa fylgst með málinu en engar ákvarðanir hafa enn verið teknar. Fjárhagsstaðan leyfir ekki framkvæmdir af þessari stærðar- gráðu og því miður er staðan auk þess afar viðkvæm þegar hluti íbúa er upp á kant við sveitarstjórn sem ekki hyggst hnika ákvörðun sinni um fækkun grunn- skóla og boðar jafnvel enn meiri niðurskurð. Í Skessuhorni hefur á síðustu vikum mikið verið rætt og ritað um það mál. Nú eru farnar að heyrast raddir þeirra sem skora á íbúa að slíðra sverðin og sætta sig við orðinn hlut. Ég get vel sett mig í spor beggja hópa og skil málstað þeirra sem vilja hagræða ekki síður en þeirra sem vilja verja grunnþjónustuna. Í þessu máli sem mörgum öðrum verður hins vegar enginn einn sigurvegari. Það er því von mín að íbúar minnar gömlu heimasveitar geti farið að slíðra sverðin til að ráðrúm gefist til að hefja uppbyggingu, horfa fram á veginn. Síðustu mánuðir hafa verið slæmir á ýmsa lund fyrir héraðið og ég er þess fullviss að búið er að vinna ímyndarskaða sem talsverðan tíma tekur að bæta. En eftir því sem lengri tími líður án þess að sátt náist, því lengri tíma mun það taka að hefja þá uppbyggingu sem héraðið og íbúar þess sannarlega verðskulda. Það er mín skoðun að fyrirheit um lagningu ljósleiðara heim á öll lögbýli landsins verði með allra skilvirkustu byggðaaðgerðum síðari tíma. Nútímafólk beinlínis krefst þess að slíkt sé í lagi og hefur engan áhuga á búsetu á svæðum þar sem net- og símasambandi er ábótavant. Það á við Borgarfjörð eins og öll önnur dreifbýl svæði þessa lands. Magnús Magnússon. Í síðustu viku kynntu nemendur af umhverfisskipulagsbraut Land- búnaðarháskóla Íslands landslags- greinigarverkefni sem þeir unnu um Hvalfjarðarsveit fyrir skipulags- nefnd sveitarfélagsins. Þá leiddu nemendur nefndina í gegnum hug- myndir þeirra af möguleikum og sóknarfærum í sveitarfélaginu. „Það er áhugavert að eiga samtal samfélags og háskóla, á því græða allir,“ segir Helena Guttormsdótt- ir brautarstjóri við umhverfisskipu- lagsbraut LbhÍ. Á myndinni má sjá hluta nemenda ásamt skipulags- nefnd og umhverfis- og skipulags- fulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Hug- myndir nemendanna má sjá í bak- sýn. mm Kynntu landslagsgreiningu í Hvalfjarðarsveit Í ágústmánuði setti innanríkisráð- herra af stað vinnu við að koma í framkvæmd tillögum sem fram koma í skýrslunni „Ísland ljóstengt - landsátak í uppbyggingu fjar- skiptainnviða“. Skýrslan var unn- in af starfshópi um alþjónustu í fjarskiptum og útbreiðslu háhraða nettenginga hér á landi og er Har- aldur Benediktsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur- kjördæmi formaður starfshópsins. „Þetta þýðir að ráðherra vill láta reyna á hvernig mögulegt er að koma af stað landsátaki í uppbygg- ingu ljósleiðara sem kjarna í þings- ályktunartillögu um fjarskipta- áætlun til næstu fjögurra ára,“ seg- ir Haraldur í samtali við Skessu- horn. Eftir að skýrslunni var skil- að snemma á þessu ári hefur ver- ið unnið að því að skoða ávinning af því að leggja ljósleiðara í sam- starfi við raforkufyrirtæki lands- ins. „Núna er þessi starfshópur sem ég leiði að láta reyna á vilja orkufyrirtækja að vinna með okk- ur. Ef það verður ekki mun þurfa að endurmeta stöðuna.“ Harald- ur segir þó verða stutt við lands- átak um uppbyggingu ljósleiðara með einhverjum hætti. „Þá getur regluverk fjarskiptamarkaðarins létt undir, en að sama skapi getur það líka tafið ef ekki er unnið eftir þeim reglum.“ Í undirbúningi að tengja fleiri byggðarlög Lagning ljósleiðara er nú þegar haf- in víðsvegar á Vesturlandi. Eyja- og Miklaholtshreppur hefur lagt af stað með lagningu og er vonast til að því verki ljúki um áramótin. Þá er búið að ljósleiðaravæða Hvalfjarðarsveit og Helgafellssveit af sveitarfélögum hér á Vesturlandi. Að sögn Harald- ar er einnig að hefjast lagning ljós- leiðara í Dalabyggð og á norðan- verðu Snæfellsnesi. „Það er hluti af svokölluðu hringtengiverkefni og á lagnaleiðinni verður heimtauga- kerfi byggt um leið, sem er þá af frumkvæði íbúa og sveitarfélags og í takti við tillögur Ísland ljóstengt.“ Hann bætir því við að nú sé í und- irbúningi að tengja byggðarlög sem hafa fleiri en fimmtíu íbúa með ljósleiðara, samkvæmt eldri fjar- skiptaáætlun. „Þannig verður aug- lýstur styrkur til að tengja til dæmis Rif og Drangsnes. Það verður von- andi til þess að heimtaugar á þeirri lagnaleið verði lagðar. Í fjárlaga- frumvarpi eru tillögur um að leggja 300 milljónir í ljósleiðaraátak, það eru kannski ekki miklir peningar en við bíðum eftir umfjöllun um frum- varpið og tillögum ráðherra um átakið,“ segir Haraldur Benedikts- son að endingu. grþ Látið reyna á samstarf við raforkufyrirtæki í lagningu ljósleiðara Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður, er formaður starfshóps um alþjónustu í fjarskiptum. Ljósm. fh. Skessuhorn greindi nýverið frá að stofnuð hafi verið nokkurs konar meistaradeild hestaíþrótta á Vest- urlandi. Verkefnið er ekki á vegum hestamannafélaganna í landshlut- anum heldur er það hópur knapa af svæðinu sem stendur að því. Verk- efnið fékk í upphafi vinnuheitið „Best of the best in the West“ en al- mennt tala menn nú um Meistara- deild Vesturlands. Deildin er hugs- uð sem vettvangur fyrir sterkustu hesta og knapa á svæðinu. Gerð er krafa um að keppendur hafi náð 18 ára aldri og séu búsettir og/eða starfi á Vesturlandi. Stofnfundur deildarinnar var haldinn mánudaginn 7. september síðastliðinn þar sem framkvæmda- nefnd var skipuð. Henni var falið að gera kostnaðaráætlun, leita styrktar- aðila og skipuleggja starfið. Nú þeg- ar undirbúningur er hafinn hefur Meistaradeild Vesturlands í hesta- íþróttum óskað eftir að þeir sem kunna að hafa áhuga á þátttöku í deildinni í vetur setji sig í samband við Arnar Ásbjörnsson á netfang- ið arnarasbjorns@gmail.com fyr- ir 1. október nk. Stefnt er að keppni í fimm greinum hestaíþrótta á fjór- um kvöldum í febrúar og mars. Fyr- irhugaðar keppnisgreinar eru fjór- gangur V1, fimmgangur F1, Tölt T1, gæðingafimi og flugskeið. mm Meistaradeild Vesturlands stefnir á keppni í febrúar og mars Þar sem Meistaradeildin hefur ekki verið haldin áður, fylgir hér mynd af Fjórðungsmóti á Kaldármelum sumarið 2005. Hér eru sigurvegararnir í töltkeppni.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.