Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 20156
Auglýsa stöðu
skólastjóra
HVANNEYRI: Borgarbyggð
auglýsir í Skessuhorni í dag
stöðu skólastjóra við Andabæ á
Hvanneyri. Eins og komið hef-
ur fram í fréttum hefur sveit-
arstjórn ákveðið að næsta vor
verði skólastarfi hætt í Hvann-
eyrardeild Grunnskóla Borg-
arfjarðar, sem áður hét Anda-
kílsskóli. Nemendur í 1. og 2.
bekk grunnskóla taka hins vegar
fyrstu tvo bekki skólans í stækk-
uðum leikskóla, þar sem þá
verða 18 mánaða til 8 ára börn í
blönduðum leik- og grunnskóla.
Eftir annan bekk verður börn-
um síðan ekið á Kleppjárnsreyki
eða í Borgarnes. Andabær hef-
ur verið án leikskólastjóra síð-
an í sumar. Umsóknarfresur um
starf skólastjóra er til 3. október
næstkomandi en ráðið í stöðuna
frá 15. október. –mm
Eldur í gámi
BORGARNES: Um nónbil í
gær kom upp eldur í gámi sem
notaður er til að þurrka fiskaf-
urðir og stendur við iðnaðarhús-
næði á Sólbakka 7 í Borgarnesi.
Slökkvilið Borgarbyggðar var
kallað út og var komið skömmu
síðar, enda er slökkvistöðin í
þarnæsa húsi. Að sögn Bjarna K
Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra
gekk slökkvistarf vel en tjón er
talsvert á gámnum og innihaldi
hans.
-mm
Elína Hrund
á Odda
REYKHÓLAR: Biskup Ís-
lands hefur ákveðið að skipa
séra Elínu Hrund Kristjáns-
dóttur í embætti sóknarprests
í Oddaprestakalli í Suðurpró-
fastsdæmi, en hún hefur und-
anfarin ár verið prestur á Reyk-
hólum. Frestur til að sækja um
embættið rann út 25. ágúst sl.
Alls sóttu tíu umsækjendur um
embættið. Embættið veitist frá
1. október næstkomandi. –mm
Briddsarar
hefja vetrar-
starfið
BORGARFJ: Mánudags-
kvöldið 28. september næst-
komandi ætla borgfirsk-
ir briddsunnendur að hefja
hauststarfið. Að sögn Ingi-
mundar Jónssonar í Deild-
artungu verður að vanda
spilað í Logalandi og byrjað
klukkan 20:00 eins og oft-
ast. „Spilaður verður léttur
tvímenningur og að sjálf-
sögðu eru allir velkomnir,“
segir Ingimundur.
–mm
Misjafnt hvað
sveitarfélögin
auka tekjur
VESTURLAND: Tölu-
verður munur er á þróun
útsvarstekna sveitarfélaga
fyrstu átta mánuði ársins.
Á vef Sambands íslenskra
sveitarfélaga má nú lesa töl-
ur um greidda staðgreiðslu
og framlag úr Jöfnunarsjóði
það sem af er árinu. Á Vest-
urlandi er Helgafellssveit
hástökkvarinn, en þar hækk-
ar útsvarið um 19% milli
ára fyrstu átta mánuðina.
Tekjur Grundarfjarðarbæj-
ar jukust um 11,3% milli
ára og í Eyja- og Mikla-
holtshreppi um tíu prós-
tent. Í Borgarbyggð aukast
tekjurnar um 8,9%, 6,4%
í Hvalfjarðarsveit, 6,3% á
Akranesi, 6,2% í Stykkis-
hólmi og 5,6% í Dalabyggð.
Í Snæfellsbæ er aukningin
einungis 1,9% en minnst í
Skorradalshreppi þar sem
hún er eitt prósent.
–mm
Fiskafli í ágúst
jókst milli ára
LANDIÐ: Heildarafli ís-
lenskra fiskiskipa var rúm
114 þúsund tonn í ágúst síð-
astliðnum sem er rúmlega
9.800 tonnum meiri afli en
í ágúst 2014. Botnfiskaflinn
nam tæpum 26.000 tonnum
í ágúst sem er aukning um
27% samanborið við ágúst
2014, þar af nam þorskafl-
inn rúmum 12.000 tonnum
sem jafngildir 8,1% aukn-
ingu á milli ára. Flatfisk-
aflinn nam rúmum 2.000
tonnum sem er tæpum
1.500 tonnum meiri afli en í
ágúst 2014, munar þar mest
um aukinn afla á grálúðu og
skarkola. Afli uppsjávarteg-
unda nam tæpum 85.000
tonnum og jókst um rúm
3% samanborið við ágúst
2014. Skel- og krabbadýra-
afli nam tæpum 1.200 tonn-
um í ágúst samanborið við
tæp 900 tonn í ágúst 2014.
Metið á föstu verðlagi jókst
aflinn í ágúst á þessu ári um
5,5% miðað við ágúst 2014.
Á síðustu 12 mánuðum hef-
ur heildarafli úr sjó aukist
um tæp 255 þúsund tonn
eða um 23,5% ef miðað er
við sama tímabil ári fyrr.
Þessa aukningu má nær ein-
göngu rekja til aukins upp-
sjávarafla.
–mm
Eigendur Dreki Adventures voru
á ferðinni á Snæfellsnesi á dögun-
um þegar bíll þeirra bilaði uppi á
Snæfellsjökli. Dreki Adventures er
ferðaþjónustufyrirtæki sem leggur
áherslu á ævintýraferðir á norður-
slóðum með sérstakri áherslu á Ís-
land eins og segir á heimasíðu fyr-
irtækisins. Að sögn Mike Herberts
eins eigenda fyrirtækisins var þetta
fjölskylduferð og var fólkið búið að
vera á Snæfellsnesi en voru að koma
frá Hellnum og ætluðu næst á Vest-
firði þar sem verja átti um það bil
sex dögum. Þegar ljósmyndari hitti
félagana fyrir voru þeir að bíða eftir
öðrum alveg eins bíl sem fyrirtækið
á til að geta haldið ferð sinni áfram
en það var drifið í bílnum sem bil-
aði. þa
Gera út á ævintýraferðir á norðurslóðum
Landeigendur á Rauðsgili í Hálsa-
sveit sendu snemma í sumar bréf til
Borgarbyggðar þar sem þeir fóru
fram á að Rauðsgilsrétt, sem er í
þeirra landi, verði fjarlægð. Í fés-
bókarfærslu nýverið ítrekar hús-
freyjan á bænum þessa ósk þeirra
en kvartar yfir að erindi þeirra hafi
ekki verið svarað. Bendir hún á
að réttinni hafi verið illa viðhald-
ið og þar að auki sé fáu fé réttað
í henni á hverju hausti. Á fundi
fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar
5. júní í sumar var tekið fyrir er-
indi ábúenda á Rauðsgili. Í fund-
argerð nefndarinnar segir orðrétt
sem svar við þeirri beiðni: „Nefnd-
in telur nauðsynlegt að Rauðsgils-
rétt verði áfram þar sem hún er
skilarétt samkvæmt lögum. Einnig
kemur fé úr ógirtum afrétti (Lund-
dælinga) í heimalönd, sem tilheyra
réttinni. Skoða mætti að afmarka
réttarsvæðið með girðingum í sátt
og samráði við landeigendur. Rétt-
in er gömul og hefur staðið á þess-
um stað síðan 1875. Hún þarfnast
viðhalds og samþykkt var á síðasta
fundi að sækja um styrk til endur-
bóta.“
Jón Eyjólfsson formaður fjall-
skilanefndar Rauðsgilsréttar upp-
lýsti blaðamann að byggðarráð
Borgarbyggðar hefði staðfest þessa
bókun fjallskilanefndar. Hins vegar
hafi starfsfólki sveitarfélagsins láðst
að tilkynna afgreiðsluna með form-
legum hætti þeim sem lögðu fram
erindið.
Eiga rétt á uslagjaldi
Samkvæmt lögum um um afrétta-
málefni, fjallskil o.fl er kveðið
skýrt á um að landeiganda sé skylt
að leggja land undir rétt, þó ekki
tún eða engi. Í annarri málsgrein
50. greinar laganna segir: „Metn-
ar skulu landeiganda bætur fyr-
ir jarðrask í sambandi við nýbygg-
ingu réttar eða endurbætur, og rétt
á ábúandi á árlegu uslagjaldi fyrir
átroðning vegna réttarhalds.“
Réttað var í Rauðsgilsrétt síðast-
liðinn sunnudag.
mm
Rauðsgilsrétt er
landeigendum til ama
Horft til suðausturs yfir Rauðsgil, Okjökull í bakgrunni. Réttin er neðarlega fyrir
miðri mynd. Ljósm. Mats Wibe Lund.