Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Page 10

Skessuhorn - 23.09.2015, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 201510 Snorrastofa minnist þess að nú eru 20 ár liðin frá því að stofnskrá hennar var undirrituð. Það var gert á dánardægri Snorra Sturlusonar 23. september 1995. Afmælishátíð verður í Snorrastofu af þessu til- efni laugardaginn 3. október næst- komandi klukkan 15. Þangað er öllum boðið að koma og njóta dag- skrár, með brotum úr sögunni, bliki af stöðu stofnunarinnar í lengd og bráð, ljóðaþætti úr landsuðri, söng og veitingum. Húsið verður opið og allir eru hjartanlega velkomn- ir. Ef veður leyfir endar dagskráin á gönguferð um staðinn í leiðsögn heimamanna. Í júní 1996 hófst starf Snorra- stofu fyrir alvöru þegar samning- ur ríkis og heimamanna gekk í gildi og var undirritaður. Þá var einn- ig komið á fót ferðaþjónustunni Heimskringlu. Dagný Emilsdóttir hefur stýrt þeirri þjónustu frá upp- hafi. Fyrsti forstöðumaður stofn- unarinnar var ráðinn í september 1998, Bergur Þorgeirsson og hefur hann síðan verið við stjórnvölinn. Snorrastofu var ýtt úr vör á tíma, sem bar með sér dimmviðr- isský í sögu Reykholts á marg- an hátt. Héraðsskólinn, sem starf- að hafði frá árinu 1931, var í þann veginn að leggja upp laupana með miklum straumhvörfum á staðnum, sem mörgum er enn í fersku minni. Smátt og smátt má þó segja að tek- ist hafi að snúa neikvæðu skeiði upp í bjartari tíma og að Snorra- stofa hafi átt sinn þátt í því. Nú er í Reykholti vaxandi byggð með já- kvæðu mannlífi og starfsemi Reyk- holtskirkju-Snorrastofu stendur nú með blóma og allt umhverfi staðar- ins hefur tekið stakkaskiptum á síð- ustu árum. Upphaf Snorrastofu má líklega rekja allt til ársins 1931 þegar Krist- inn Stefánsson fyrsti skólastjóri Héraðsskólans í Reykholti viðr- aði hugmynd að stofnun Snorra- safns við vígslu skólans 7. nóvem- ber. Allt frá þessum fyrsta vísi lagð- ist ýmislegt til staðarins, sem teljast má til uppbyggingar þessa óborna Snorrasafns. Þar má m.a. telja bóka- gjöf frá Einari Hilsen, norskættuð- um Bandaríkjamanni, sem sendi hingað fjölmargar bækur. Meðal þeirra voru ýmsar útgáfur af verk- um Snorra Sturlusonar. Þá ber að geta bókasafns Tryggva Þórhalls- sonar forsætisráðherra, sem hing- að var ráðstafað fyrir tilstilli ríkis- stjórnar Íslands árið 1936. Þessar bókagjafir hýsti Héraðsskólinn allt fram að stofnun Snorrastofu. Þá er einnig gaman að geta þess að hugmynd um íbúð fyrir gest- komandi fræðimenn í Reykholti hafði einnig vaknað áður en til Snorrastofu kom. Það voru Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og sr. Einar Guðnason í Reykholti, sem kynntu þá hugmynd um sama leyti og barist var fyrir því að fá handritin heim frá Danmörku. Söfnuður Reykholtssóknar tók ákvörðun um byggingu nýrrar kirkju árið 1984 og fljótlega fæddist sú hugmynd að við kirkjuna færi vel á að reisa Snorra Sturlusyni minn- isvarða, sem fæli í sér ræktun, rann- sóknir og miðlun á arfi þeim, sem hann skildi eftir sig að það mætti auðga mannlíf og menningu í sókn- inni og íslensku samfélagi öllu. Ný kirkja var vígð á Ólafsmessu á sum- ar árið 1996. Í Snorrastofu sameinast því varð- veislu- og miðlunarhlutverk það sem henni var frá upphafi ætlað að sinna og starfsemi hennar hef- ur borið af því keim allar götur síð- an. Í stofnuninni er íbúð fyrir gest- komandi fræðimenn, bókhlaða fyrir almenning og sérfræðinga á sviði miðaldafræða, fyrirlestra- og námskeiðahald, bókaútgáfa að ógleymdri þjónustu við gesti og gangandi með tilheyrandi sýning- um og fræðslu um Snorra Sturlu- son og Reykholt. Þá hefur Snorra- stofa sinnt fjölbreyttum rannsókn- arverkefnum og gefið út 12 bækur með niðurstöðum. Stærsta núver- andi rannsóknarverkefni stofnunar- innar fjallar um trúarbrögð á norð- urhveli jarðar frá því fyrir kristni, og byggist það að stórum hluta á Eddu Snorra Sturlusonar. -fréttatilkynning Guðlaugur Óskarsson þáverandi formaður sóknarnefndar og Björn Bjarnason menntamálaráðherra undirrituðu stofnskrá Snorrastofu 23. september 1995. Snorrastofa í Reykholti tuttugu ára Árleg Sauðamessa verður haldin í Borgarnesi laugardaginn 3. októ- ber. Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er „Be kind,“ sem gengur út á náungakærleikann. „Við viljum hvetja alla til að sýna öðrum kær- leika og að hafa góðmennsku í fyr- irrúmi. Sjálf ætlum við skipuleggj- endur Sauðamessu að sýna for- dæmi og buðum við Hjálparhönd, stuðningsneti fyrir móttöku flótta- manna, að sjá um veitingar til styrktar því málefni. Rauði kross- inn verður með kynningu á verk- efninu „Vertu næs“ og margt fleira verður í gangi. Við höfum búið til viðburð á Facebook þar sem við hvetjum þolendur og gerendur góðverka að gefa sig fram og miðla hugmyndum. Góðmennska getur verið svo margvísleg, t.d. að taka upp rusl, bjóða nágranna í te, vera góð við dýr eða bara almenn nota- legheit,“ segja Hlédís Sveinsdótt- ir og Rúnar Gíslason, skipuleggj- endur Sauðamessu í samtali við Skessuhorn. „Þeir sem vilja eiga inni fyr- ir kræsingum dagsins geta byrjað daginn í sauðaspinning í íþrótta- húsinu með Gunna Dan. Eftir það ætti fólk að geta legið á jötunni yfir daginn með góðri samvisku,“ seg- ir Hlédís. „Upphitun fyrir mess- una byrjar í Skallagrímsgarðin- um kl. 13 en þar mun heimasæt- an Steinka Páls þenja nikkuna af miklum móð. Fjármálastjórinn Jón á Kópareykjum mun í fram- haldi stýra rekstri frá Skallagríms- garði upp að Hjálmakletti. Dag- skrá við Hjálmaklett hefst svo kl. 14 og þar verður m.a. keppt í læra- kappáti, sveitakeppninni X-Trak- tor og ungir og efnilegir tónlistar- menn úr héraði stíga á stokk. Það verður sem sagt nóg um að vera til kl. 17.“ Þeir íbúar Brákarhlíðar sem ekki sjá sér fært að mæta þurfa ekki að örvænta því með yfirskriftinni „Be kind“ er mikið lagt upp úr góð- mennsku. Því ætla skipuleggjend- ur messunnar að senda tónlustar- atriði í Brákarhlíð fyrir íbúa þar. „Raftar, í samstarfi við Mark- aðsráð kindakjöts, bjóða upp fimm rétta máltíð í formi sauðasúpu, svo enginn ætti að fara svangur heim. Skipuleggjendur hvetja alla til að mæta í sauðafötum, sauða upp húsin sín og verða verðlaun veitt fyrir frumlegustu og fallegustu lo- paflíkina, svo fólki er óhætt að fara að fitja upp,“ segir Hlédís. „Þetta endar allt á dansleik árs- ins, Sauðamessuballinu. Sauðfjár- bóndasonurinn Magni Ásgeirs- son og félagar úr Á móti sól ætla að jarma fyrir dansi fram á nótt í Hjálmakletti. Gúmmískór og gallabuxur eru vel séðar á svona sveitaballi. Forsala á staðnum að deginum til, annars bara við dyrn- ar. Hópar geta sett sig í samband við mig í gegn um tölvupóst, hled- iss@gmail.com,“ segir Hlédís að lokum. arg Náungakærleikur á Sauðamessu í ár Svipmynd frá Sauðamessu 2014. Nemendur Brekkubæjarskóla á Akranesi hlupu Brekkósprett síð- astliðinn miðvikudag, en hlaupið er árlegur viðburður í starfi skól- ans. Foreldrar og aðrir aðstand- endur voru boðnir velkomnir að hlaupa með krökkunum og sást á hópnum að margir höfðu þegið það boð. Spretturinn hófst með upphit- un í íþróttahúsinu við Vesturgötu klukkan 10 um morguninn og að því búnu var hlaupið af stað, hver á sínum hraða. Hlaupinn er hring- ur frá Brekkubæjarskóla upp Vest- urgötu, Esjubraut, niður Kalmans- braut að Merkigerði og þaðan upp Vesturgötu að skólanum. Nemend- um var frjálst að hlaupa eins marga hringi og þeir vildu en safna einum punkti á handarbakið fyrir hvern hring. Þó hlaupið sé fyrst og fremst hugsað sem skemmtun og holl hreyfing er engu að síður smá keppni milli bekkja og árganga því að loknu hlaupi er talið saman hvaða árgangur hljóp að meðaltali lengst. Hlýtur sá árgangur viður- kenningarskjal að launum. kgk Tekið til fótanna í Brekkóspretti Langlegusjúklingurinn Steinunn AK sem um misseraskeið hefur legið bundin við gömlu Sements- bryggjuna er nú farin úr Akranes- höfn. Skipinu var á mánudaginn siglt áleiðis til Möltu í Miðjarðar- hafi þangað sem það var selt. Áætl- að er að siglingin til Möltu taki tvær vikur. Fjórir eru í áhöfn um borð. mþh Steinunn seld og siglt til Möltu

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.