Skessuhorn - 23.09.2015, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 201516
Okkar yndislegi Ingvar Stein-
ar Vilbergsson átti þrjátíu ára
afmæli í gær og við vildum því
senda honum afmæliskveðju í
tilefni dagsins. Ingvar er frábær
strákur í alla staði og kryddar líf
okkar allra. Hann er yndislegur
faðir, mikill bílaáhugamaður og
starfar sem bílstjóri á steypu-
bifreið hjá BM Vallá. Innilega
til hamingju með þrjátíu árin
elsku hjartans kúturinn okkar!
Bestu afmæliskveðjur frá vinum
og ættingjum.
Þessi ungi herramaður fagnaði
þrjátíu ára afmæli sínu í gær,
22. september. Hér er hann ásamt
dóttur sinni, Heru Guðrúnu.
Til hamingju
með afmælið!
Sálfræðimenntaður vélstjóri og
skipasmiður væri viðeigandi tit-
ill fyrir Ómar Inga Jóhannesson.
Ómar sleit barnsskónum á Grund í
Saurbæ í Dölum en hann fæddist þó
í Búðardal. „Ég hafði nú aldrei hátt
um það þegar ég var í skóla á Laug-
um, að ég væri fæddur í Búðardal,“
segir Ómar og hlær. „Það var nú allt-
af smá rígur á milli þessara skóla á
þessum tíma og maður vildi nú ekki
gera sig að skotmarki.“ Löng skóla-
ganga Ómars hófst í barnaskólan-
um á Laugum í Sælingsdal. Þaðan
fór hann á heimavistina í Stykkis-
hólmi, þar sem hann var einn vet-
ur og tók landspróf. „Rétt áður en
kom að landsprófi lést pabbi minn,
en hann var MND sjúklingur og
ég man ekki eftir honum öðruvísi
en óvinnufærum. Þrátt fyrir allt þá
hélt ég mínu striki og tók ljómandi
gott landspróf og hefði í raun átt að
fara í menntaskóla eftir það,“ seg-
ir Ómar.
Lærði skipasmíði og
vélstjórn
Ómar ólst ekki upp við mikla fjár-
muni. Hann ákvað því að fara í iðn-
nám og lærði skipasmíði hjá Skipa-
vík í Stykkishólmi. „Þar sem pabbi
hafði verið óvinnufær áttum við
aldrei mikið af peningum, staða ör-
yrkja í þá daga var enn verri en hún
er í dag. Ég sá fyrir mér að með
iðnmenntun gæti ég haft það bara
alveg þokkalegt. Ég kláraði nám-
ið á rúmlega þremur árum og tók
sveinspróf. Að sveinsprófi loknu
fór ég fljótlega á sjó sem vélstjóri á
undaþágu og gegndi því starfi í tvö
ár,“ segir Ómar. Honum þótti þó
ekki sniðugt að starfa á undanþágu
og ákvað að fara í vélskólann og
tók þar fyrsta og annað stig á ein-
um vetri. „Að námi loknu bauðst
mér strax vélstjórastaða á nýupp-
gerðum tappatogara. Tappatogarar
voru austurþýskir 249 tonna togar-
ar, sem ekki máttu vera stærri því
það þurfti svo miklu fleiri starfs-
menn á 250 tonna togara, því voru
þeir kallaðir tappatogarar,“ segir
Ómar og hlær.
Tók sér pásu
frá sjónum
„Veturinn 1981 tókum við Krist-
ín saman en hún er einnig úr Saur-
bænum, frá Stórholti. Við gift-
um okkur, eignuðumst tvö börn
og byggðum okkur stórt og flott
hús. Það er gaman að segja frá því
að Kristín átti ekkert minni þátt í
byggingu hússins heldur en ég.
Hún var besti smiður og járnamað-
ur og gekk í öll störf sem þurfti við
bygginguna. Einn daginn var ég
eitthvað að mæla í húsinu en Krist-
ín var á kafi í byggingarvinnu, ein-
hverju múrverki. Það kom til okk-
ar maður sem spurði mig hvort
ég væri að byggja þetta einn, þó
stóð Kristín þarna skítug upp fyrir
haus á kafi í byggingarvinnu en ég
bara tandurhreinn að mæla,“ seg-
ir Ómar og brosir við endurminn-
inguna. Á þessum tíma ákvað Ómar
að hætta á sjó og fara að vinna í
landi. Þau Kristín áttu von á barni
og hann vildi jafnframt hafa meiri
tíma í byggingarvinnuna. „Það var
mjög skondið að þegar ég fór í land
hækkaði verðið á skelinni [skelfiski]
um alveg örugglega 25% og þann-
ig hélst verðið í svona fjögur ár. Ég
ákvað svo að fara aftur á sjóinn því
launin voru betri þar. Um leið og
ég var komin aftur á sjóinn lækk-
aði verðið á skelinni aftur um svona
25%. Það voru nokkrir sem töluðu
um að borga mér bara fyrir að vinna
í landi,“ segir Ómar hlæjandi.
Yfirvélstjóri á Baldri
Vorið 1988 fór Ómar að vinna á
Baldri. „Þá vorum við á Baldri sem
smíðaður hafði verið í Kópavogi
og sá var í laginu eins og fiskibát-
ur. Á þessum tíma var búið að gera
samning um smíði á ferju og ég fór
fljótlega að vera meira og minna á
Akranesi þar sem smíðin fóru fram.
Þar hafði ég eftirlit með smíðinni.
Í apríl 1990 kom nýi Baldur og ég
var þá ráðinn í stöðu yfirvélstjóra
ásamt Ólafi Hjálmarssyni. Ég vann
þar samfellt til ársins 2004 en þá
flutti ég til Reykjavíkur. „Við Krist-
ín skildum árið 2002 og börnin
voru orðin vel stálpuð svo ég þurfti
bara að hugsa um mig sjálfan,“ seg-
ir Ómar. „Ég hafði alltaf átt gott
með að læra þannig að ég ákvað að
kaupa íbúð í Reykjavík og fara aftur
í nám, svona til að sjá hvort ég ætti
enn auðvelt með að læra.“
Doktorspróf í sálfræði
Ómar lauk stúdentsprófi frá öld-
ungadeild Menntaskólans við
Hamrahlíð vorið 2007 og þá lá
leiðin beint í sálfræði við Háskóla
Íslands. Aðspurður hvort sálfræðin
hafi alltaf verið draumurinn sagði
hann svo ekki vera. „Ég þurfti að
taka áfanga í sálfræði í öldunga-
deildinni og þar lærði ég m.a.
taugafræði. Ég fann samsvörun
þar við rafeindabúnað, rafkerfi og
slíkt, en taugarnar í heilanum eru
ekkert ósvipaðar því. Ég hélt alltaf
að sálfræði væri bara nám fyrir þá
sem ætla að vera klínískir sálfræð-
ingar. Ég komst að því að það var
alls ekki þannig, ég fór t.d. ekki þá
leið heldur fór ég út í rannsóknir.“
Fyrir rétt um ári síðan lauk Ómar
langri skólagöngu sinni með dokt-
orsprófi í sálfræði. Rannsóknar-
verkefni hans í náminu tengd-
ist augnhreyfingum með áherslu á
það sem kallað er augnstökk. „Við
erum alltaf að hreyfa augun en þeg-
ar maður horfir á einn stað og ætl-
ar að líta á annan þá stekkur augað
þangað. Maður sér þó ekki á með-
an augað sjálft hreyfist, ef maður
myndi gera það þá væri heimur-
inn allur á hreyfingu hjá okkur. Það
er margt áhugavert við þetta efni,
t.d. eru augnvöðvarnir einu vöðv-
arnir sem eru beintengdir heilan-
um. Framheilinn á þátt í að stjórna
augnhreyfingum en þar má einnig
segja að persónuleikinn okkar sé.
Rannsóknir á augnhreyfingum geta
því t.d. frætt okkur hluti varðandi
ákvarðanatöku, sjálfstjórn, geðrask-
anir og slíkt,“ útskýrir Ómar.
Vinnur að búnaði
fyrir blinda
Um þessar mundir er Ómar að
vinna að verkefni ásamt hópi fólks
frá Íslandi, Póllandi, Ungverja-
landi, Rúmeníu og Ítalíu. „Verk-
efnið heitir „Sound of vision“ og
er hugmyndin að þróa búnað sem
hjálpar blindu fólki að ferðast um
heiminn. Búnaðurinn er byggður
á tveimur myndavélum sem taka
myndir af umhverfinu, hugbúnaði
sem greinir þær, velur aðalatrið-
in úr myndinni og breytir þeim í
hljóð. Það má því segja að búnað-
inum sé ætlað að túlka umhverfið
í rauntíma með hljóðum fyrir þann
blinda. Þannig á hvert fyrirbæri
ákveðið hljóðmerki sem notandinn
lærir, ákveðið hljóð gæti t.d. verið
fyrir stól og annað hljóð fyrir borð
og svo framvegis,“ segir Ómar. Að-
spurður hvað sé framundan segir
hann þetta verkefni vera það helsta.
„Áætlaður tími í þetta verkefni eru
þrjú ár. En það er svo margt sem á
eftir að rannsaka í sálfræðinni og af
nógu að taka eftir það,“ segir Ómar
að lokum.
arg
Úr vélstjórn í sálfræði
Rætt við Ómar Inga Jóhannsson sem lét drauminn um nám rætast þó seint væri
Ómar Ingi Jóhannesson hóf nám í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2007 og lauk doktorsprófi þaðan haustið 2014.
Dag ur í lífi...
Leikskólakennara
Nafn: Anna Helga Sigfúsdóttir.
Fjölskylduhagir/búseta: Ég
bý í Borgarnesi með sambýlis-
manni mínum og ég á tvo drengi
og eina stjúpdóttur.
Starfsheiti/fyrirtæki: Leik-
skólakennari með deildarstjórn
á leikskólanum Uglukletti.
Áhugamál: Útivist, fjallgöngur
og samvera með fjölskyldu og
vinum.
Fimmtudagurinn 17. september.
Klukkan hvað vaknaðirðu og
hvað var það fyrsta sem þú
gerðir? Ég vaknaði kl. 7:05 og
byrjaði á því að vekja drengina
mína og gera þá klára fyrir skól-
ann.
Hvað borðaðirðu í morgun-
mat? Ab-mjólk.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Ég keyrði í vinnuna
og var mætt rétt fyrir kl. 8:30.
Fyrstu verk í vinnunni: Ég
byrjaði á því að bjóða góðan dag
og sjá hvað börnin voru að gera.
Svo athugaði ég hvort það vant-
aði aðstoð við morgunverðinn
og settist svo niður í leik með
börnunum.
Hvað varstu að gera klukkan
10? Þá var ég að klæða börn-
in í útiföt svo við gætum farið í
göngutúr.
Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég
borðaði hádegismat með börn-
unum og fór svo með þeim í
hvíld, það er dásamleg stund.
Hvað varstu að gera klukk-
an 14: Þá var ég inni á deild að
leika við krakkana og ganga frá
eftir hvíldina.
Hvenær hætt og það síðasta
sem þú gerðir í vinnunni? Ég
hætti kl. 16 og áður en ég fór
heim vorum við úti með börn-
unum.
Hvað gerðirðu eftir vinnu?
Ég keyrði heim og þá var eldri
strákurinn kominn heim úr
skólanum. Við fórum inn og
fengum okkur að borða og svo
fór ég í sund með strákana.
Hvað var í kvöldmat og hver
eldaði? Við borðuðum skyr og
kjúklingagrænmetisrétt sem ég
eldaði.
Hvernig var kvöldið? Kvöldið
var notalegt. Ég las Kaftein Of-
urbrók fyrir strákana og Andri,
eldri strákurinn minn, kom í
fyrsta skipti heim með lestrar-
bók og las fyrir mig. Strákarn-
ir fóru svo að sofa og ég hengdi
upp þvott, kíkti í tölvuna og
horfði á sjónvarpið.
Hvenær fórstu að sofa? Ég
fór að sofa kl. 22. Ég fer alltaf
að sofa þegar tíufréttir byrja.
Hvað var það síðasta sem
þú gerðir áður en þú fórst
að hátta? Las í bók eftir Sig-
ríði Klingenberg, slökkti svo á
lampanum og fór að sofa.
Hvað stendur uppúr eftir
daginn? Það var voða gott að
fara í sund með strákana og svo
að heyra hann Andra lesa.
Eitthvað að lokum? Áfram
Skallagrímur!