Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Qupperneq 21

Skessuhorn - 23.09.2015, Qupperneq 21
Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina Lau. 26. sept. » 14:00 og 16:00 Ævintýrin um Maxa hafa notið fá dæma vin sælda og nú þegar fjórar bækur hafa verið gefnar út með músinni er komið að sjálfu upphafsævin týrinu á nýjan leik. Á þessum fjörugu tónleikum er hlustandinn leiddur inn í töfraheim tónlistarinnar þar sem hljóðfærin eru kynnt hvert af öðru. Hallfríður Ólafsdóttir hljómsveitarstjóri Valur Freyr Einarsson sögumaður Jólatónleikar Sinfóníunnar Lau. 12. des. » 14:00 og 16:00 Sun. 13. des. » 14:00 Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar- innar hafa notið gífurlegra vinsælda og eru fastur liður í jólahaldi margra fjölskyldna. Hátíðleikinn er í fyrir rúmi og fluttar eru sígildar og heillandi jólaperlur. Barbara trúður kynnir tónleikana af sinni alkunnu snilld auk táknmálstúlks. Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Trúðurinn Barbara kynnir Vísindatónleikar Ævars Lau. 16. feb. » 14:00 Ævar vísindamaður hefur um árabil kynnt töfra tækni og vísinda fyrir ungmennum á öllum aldri og nú kemur hann fram ásamt Sinfóníu- hljómsveit Íslands í sann kölluðum sinfónískum vísindatrylli. Glæsileg tónlist og myndbrot spanna tækni- fram farir allt frá upphafi til framtíðar í spennandi ferðalagi undir leiðsögn Ævars vísindamanns. Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Ævar Þór Benediktsson kynnir Ævintýrið um Eldfuglinn Lau. 7. maí » 14:00 Í heillandi ævintýrinu um Eldfuglinn eftir Stravinskíj, einu litríkasta hljóm- sveitar ævintýri sem sögur fara af, segir frá Ívani prins sem er hugrakkur með eindæmum og risastórum fugli sem logar í alls konar rauðum og gulum litum, rétt eins og sólin sjálf hafi tekið sér bólfestu í fjöðrum hans. Myndum sem sýna Eldfuglinn dansa og svífa á milli greina töfratrjánna verður varpað upp meðan á flutningi stendur. Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Trúðurinn Barbara sögumaður Áskriftakort með 4 tónleikum kostar aðeins 7.040/8.320 kr. Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 9-18 virka daga og 10-18 um helgar Litli tónsprotinn5x39 Áskrift að skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem ungir tónlistarunnendur kynnast töfrum tónlistarinnar. #sinfó@icelandsymphony

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.