Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Qupperneq 22

Skessuhorn - 23.09.2015, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 201522 Síðastliðinn sunnudag bauð Rauði krossinn á Akranesi íbúum bæjar- ins af erlendum uppruna í skoð- unarferð um Akranes og ná- grenni. Ferðin var hluti af verk- efninu „Kynning á nærsamfélag- inu - Rjúfum einangrun.“ Fimmtíu manns af a.m.k. fimm þjóðernum tóku þátt og létu vel af. Fyrst var ekið um Skagann og sagt frá einu og öðru forvitnilegu sem við kem- ur húsum og náttúru, en síðan tek- inn hringur um Akrafjall og tæpt á nokkru því sem þar ber fyrir augu. Ferðin endaði svo í Garðalundi þar sem grillaðar voru pylsur í skálan- um góða, en áður var tekinn stutt- ur gönguhringur um skógrækt- ina í Klapparholti sem er fallegur útivistarstaður sem oft vill gleym- ast. Ágætlega viðraði á ferðafólkið þrátt fyrir fremur svarta spá. „RKÍ á Akranesi hefur nú um árabil unnið að nokkrum verkefn- um sem miða að því að rjúfa ein- angrun nýbúa í bænum og kynna þeim nærsamfélagið. Þetta verk- efni snýst um að reyna að tengja erlent fólk, sem búið hefur á Akra- nesi um lengri eða skemmri tíma, betur við sögu og menningu bæj- arins sem það býr í. Samkvæmt verkefninu Kynning á nærsam- félaginu - Rjúfum einangrun er fyrst um sinn ráðgert að bjóða upp á eina eða fleiri útsýnisferðir í rútu um Akranes og nágrenni með leið- sögumanni og túlki, en líka stuttar sögugöngur um bæinn og göngu á Akrafjall. Það er bjargföst trú stjórnar Rauða krossins á Akra- nesi, að öðlist nýbúar meiri inn- sýn í sögu og staðhætti bæjar síns og næsta nágrennis nái þeir betur að tengja við staðinn og innlenda bæjarbúa og geti þar með átt þar enn betra líf,“ segir í tilkynningu frá stjórn RKA. „Verkefnið virkar svo líka í báðar áttir, þar sem þeir innlendu Skagamenn sem að verk- efninu koma kynnast betur okkar erlendu bæjarbúum og verða enn betur í stakk búnir til að aðstoða þá til betra lífs. Á Akranesi eru allt að 15% bæjarbúa af erlendu bergi brotnir.“ mm/ Ljósm. kp. Einangrun rofin með kynningu á nærsamfélaginu Göngur og réttir Gangnamenn létu veðrið ekki á sig fá á laugardaginn þegar réttað var í Þæfusteinsrétt á Hellissandi og Ólafsvíkurrétt. Farið var af stað um morgunin og komið niður um hádegið að venju en þá hafði aðeins dregið úr vindi frá því um morguninn. Veðrið þennan dag var mjög slæmt til leita; rigning, hvassviðri og þoka. Smölun gekk þó ágætlega miðað við aðstæður. Þegar í réttirnar kom tók við hin árlega réttarstemning og sundurdráttur. Sú hefð hefur myndast í báðum réttunum að boðið er upp á veitingar og runnu þær sérlega ljúflega niður hjá smölunum. Tómstundabændur höfðu á orði að fjárskil hafi verið með lakara móti og þarf því að fara fleiri ferðir á fjöll, vonandi í betra veðri. Ljósm. þa. Fé bíður réttar í Hvalfirði síðastliðinn föstudag. Ljósm. mþh. Réttað í Svarthamarsrétt í Hvalfirði. Ljósm. mþh. Ljósmyndarar taka gjarnan tæknina sér í lið. Hér er búið að festa GoPro myndvél á horn þessa lambhrúts og ferðalag hans tekið upp. Myndin er úr Arnarhólsrétt í Helgafellssveit. Ljósm. sá. Svipmynd úr Arnarhólsrétt í Helgafellssveit. Ljósm. sá. Réttað í Gillastaðarétt í Laxárdal. Ljósm. bae. Hér er réttað í Brekkurétt í Saurbæ. Ljósm. bae. Í Skerðingsstaðarétt í Hvammssveit. Ljósm. bae. Réttað var í Rauðsgilsrétt í Borgarfirði síðastliðinn sunnudag. Ljósm. bhs.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.