Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Side 24

Skessuhorn - 23.09.2015, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 201524 Eins og góð kona spurði: „Verð- ur líf húss þá fyrst virði þegar það er ekki lengur?“ Í sjávarþorpi eins og Skipaskaga þá kúrðu upphaf- legu kotin niður við sjávarkambinn. Sjávargatan var því stutt niður í vör- ina, til hagræðis fyrir íbúana. Bæirn- ir báru nöfn þó ekki væru þeir stór- ir um sig eða endingargóðir. Mar- bakkinn bar nafn sitt með rentu, var upphaflega byggður á sjávarbakkan- um; næsti bær með þessu nafni var reistur ofar í jarðarpartinum og sá þriðji efst, þ.e. við Vesturgötuna. Fræðimaðurinn Helgi Sigurðsson Hús var fyrst byggt á Marbakka á Akranesi árið 1884 af þeim víðfræga listamanni Helga Sigurðssyni síðast presti á Melum í Melasveit, en Mar- bakki tilheyrir Vesturgötunni og er nú hús nr. 85 við götuna. Bær Helga var upphaflega 16,5 m2 að stærð, portbyggður ásamt kjallara og 1,9 m skúr við endann; metinn á 800 kr. Helgi flytur inn árið eftir 1885, þá 70 ára að aldri, en hann lést þar árið 1888, 73 ára. Helgi hafði verið giftur Valgerði Pálsdóttur og áttu þau fjög- ur börn en skildu árið 1854. Hann bjó síðar með Jóhönnu Guðmunds- dóttur og eignuðust þau tvo syni en hún fór svo með þá til Vesturheims 1883. Upphaflega búa á Marbakka auk séra Helga, Rósa Árnadóttir, dóttir áðurnefndrar Jóhönnu, eig- inmaður Rósu, Magnús Einarsson og Jóhannes sonur þeirra, eins árs. Í lok árs 1885 er einnig kominn þang- að Einar Þorfinnsson, faðir Magn- úsar, 69 ára að aldri. Fyrsta árið eru því búandi í þessum litla bæ fimm manneskjur, en Magnús mun hafa flust til Vesturheims árið 1892 ásamt fjölskyldu sinni. Magnús hefur verið allvel greindur. Má sjá það á nokkr- um endurminningum, sem hann rit- ar í Lögberg 29. maí 1930, þá nær áttræður að aldri. Jóhanna Guð- mundsdóttir mun hafa verið gjörvu- leg kona ásýndum og vel verki farin, t.d. ágæt saumakona. En hún mun hafa þótt nokkuð laus í rásinni og gefin fyrir karlmennina, ef marka má af því að hafa átt börn með fjór- um mönnum. Sagt er að hreppstjór- inn í Kolbeinsstaðahreppi, Sigurður Helgason faðir séra Helga, hafi átt að gera þessa vísu um Jóhönnu: Fallega Jóka fötin sker sem fagrir saumar prýða. En stakkinn handa sjálfri sér síst hún kann að sníða. Eftir útskrift frá Bessastaðaskóla árið 1840 fór Helgi Sigurðsson til náms í Kaupmannahafnarháskóla og lagði fyrst stund á lögfræðinám en síðar læknisfræði, lauk hann því námi en tók ekki próf, sakir veik- inda móður sinnar og kom hann heim árið 1846. Auk háskólanáms- ins lærði hann myndlist við Kun- stakademiet í þrjú ár og eru ýmsar teikninga hans varðveittar. Það var hann sem teiknaði vangamynd af Jónasi Hallgrímssyni á líkbörun- um sem Sigurður Guðmundsson teiknaði síðan eftir. Hann varð líka fyrstur Íslendinga til að læra ljós- myndun með daguerre-aðferð og fékkst nokkuð við myndatökur en engar myndir hans hafa varðveist. Helgi samdi einnig rit um örnefni og bragfræði íslenskra rímna. Helgi var mikill áhugamaður um forngripi og þjóðminjar og átti þátt í stofnun Forngripasafnsins ásamt Sigurði málara Guðmunds- syni, en eftir að Sigurður hafði hvatt til stofnunar forngripasafns reið Helgi á vaðið og gaf fimmtán forngripi sem hann átti til safnsins í janúar 1863 og voru það fyrstu munirnir sem Forngripasafnið eignaðist, en það var stofnað 24. febrúar 1863. Einnig mun hann hafa safnað á þriðja hundrað gripa, sem safnið eignaðist síðar. Um Helga Sigurðsson má segja eins og Stephan G. Stephansson sagði í vísunni frægu: Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. Magnús Helgason og sjóslysið í Krókalóni Eftir Magnús Einarsson og sr. Helga kemur að Marbakka 1899 mikill dugnaðarmaður, Magn- ús Helgason og kona hans Guð- rún Jónsdóttir. Þau voru hin mestu myndarhjón og dugnaðarfólk en fátæk, enda var þá og höfðu ver- ið hin mestu erfiðleika- og harð- indaár. Guðrún var vel greind, vel vinnandi og hin glæsilegasta kona. Samvista þeirra hjóna naut ekki lengi, því hann drukknaði eins og fleiri sjómenn af Akranesi á þessum árum. Skeði það rétt við bæjardyr Guðrúnar og barnanna, því hann drukknaði í Krókasundi, þann 5. maí 1894. Þess má geta hér að elsti sonur þeirra hjóna, Helgi, drukkn- aði 8. mars 1902. Hann var efnis- maður og ætlaði að fara að vinna fyrir heimili móður sinnar þegar hann drukknaði. Jón Sigurðsson frá Haukagili orti falleg eftirmæli um Helga undir nafni móðurinnar. Önnur börn Magnúsar og Guðrún- ar voru Skarphéðinn, síðar bóndi í Dagverðarnesi í Skorradal og dæt- ur tvær, Þórdís og Gunnvör, sem síðar áttu heima í Reykjavík. Býlið Marbakki stóð á þessum árum alveg fram við sjó eins og títt var á árabátaöld á Skaganum, og var vörin rétt fram af bænum. Laugardaginn 5. maí 1894 var gott veður og reru allir bátar. Fyrir ein- um þeirra var Magnús Helgason og hafði hann með sér sex háseta. Þeir fiskuðu vel um daginn og var bátur- inn orðinn talsvert hlaðinn. Veður hélst sæmilegt, en þó hleypti hann upp kviku og var kominn talsverð- ur súgur við land þegar þá bar heim undir vörina. Guðrún húsfreyja á Marbakka var úti með börn sín og horfði á bátinn nálgast. En rétt fyr- ir utan lendinguna kom alda á bát- inn og reið yfir hann. Fyllti bátinn þá í einu vetfangi og sökk hann eins og steinn. Mennirnir sem drukkn- uðu með Magnúsi voru bræður tveir, Jón og Bjarni Halldórssynir frá Brúarreykjum í Stafholtstung- um; var Jón 24 ára en Bjarni 21 árs, báðir efnismenn. Þriðji maðurinn var Gamalíel Guðmundsson frá Ár- dal, en þá til heimilis á Marbakka; hann var 34 ára, ókvæntur, en átti unnustu, Guðrúnu og með henni tvö börn. Fjórði maðurinn var Kristinn Guðmundsson frá Götu- húsum, 23 ára. Þeir sem björguð- ust voru Sigmundur Þorsteinsson frá Gróf í Reykholtsdal og Halldór Jóelsson frá Uppsölum í Norður- árdal. Um þessa atburði og ýmis sérkennileg atvik sem þeim tengj- ast má lesa greinar, skráðar af Árna Óla, fyrst í Lesbók Mbl. 23. apríl 1961, og síðar í Borgfirzkri blöndu (1978), 2. hefti , bls. 148. Grein- arnar bera heitið „Ókunnur gest- ur á Búðum“. Magnús Helgason starfaði með Æfingafélaginu á Akranesi og átti m.a. mikinn þátt í því að Akra- neskirkju var valinn sá staður sem hún var byggð á, en honum ent- ist ekki aldur til að sjá þann draum sinn rætast, því hann drukknaði þetta sama vor eins og áður sagði. Lesa má tillögu Magnúsar í bók Gunnlaugs Haraldssonar „Akra- neskirkju“ (bls. 128). Eftir slys- ið lét hreppstjórinn selja húsið á Marbakka og ráðstafa því sem fé- mætt var og tvístra fjölskyldunni, án þess að ráðgast um það við Guðrúnu húsfreyju. Minningin um þessar ráðstafanir sem og slys- ið leið syninum Skarphéðni aldrei úr minni. Sjóslys á Akranesi á ára- bátaöldinni voru tíð, bátarnir litl- ir og oft ofhlaðnir. Drukknuðu því oft dugmiklir sjósóknarar og afla- Minningar sem tengjast Marbakka á Akranesi Þessi mynd er tekin úr kirkjuturninum af Árna Böðvarssyni, ljósmyndara, líklega um eða uppúr 1915. Húsin hérna megin Vesturgötunnar eru frá vinstri Neðra-Bjarg, Efra-Bjarg og Setberg. Handan götunnar frá vinstri er Marbakki, Jörfi, Svalbarði (sést í það bak við Setberg), og líklega Kothús lengst til hægri. Skúrinn með flata þakinu fast við götuna var steinsteypt kartöflugeymsla sem tilheyrði Setbergi. Þetta Marbakkahús var rifið, þegar nýja húsið var byggt. Jörfi, sem var byggður á árunum fyrir 1911 var fluttur fyrir Hvalfjörð og í Bráðræðisholtið í Reykjavík uppúr 1980. Þar sómir það sér ágætlega sem hús nr. 11 við Lágholtsveg. Ljósmyndasafn Akraness. Séra Helgi Sigurðsson var fæddur á Ísleifsstöðum á Mýrum 2. ágúst 1815, en lést á Marbakka 13. ágúst 1888. Sr. Helgi var fjölhæfur listamaður, var prestur að aðalstarfi, en gegndi auk þess um tíma sýslumannsembætti í Mýrasýslu; þótti góður læknir, málari og ljósmyndasmiður. Hann bjó á Mar- bakka frá 1885 til d.d. Báðir synir hans með Jóhönnu Guðmundsdóttur, þeir Jóhannes og Lárus voru ljósmyndarar vestanhafs. Ljósmyndasafn Akraness. Ekkjan á Marbakka Guðrún Jóns- dóttir með son sinn Helga Kristjáns- son, sem hún átti með seinni manni sínum Kristjáni Guðmundssyni. Aftari röð frá vinstri: Þórdís, Skarphéðinn og Gunnvör Magnúsarbörn. Konungl. Hirðfotograf P. Brynjólfsson, Reykjavík. Ármann Þórðarson (1868-1929) frá Fiskilæk í Melasveit. Ármann vann að smíði Akraneskirkju allan byggingartímann og lærði þá iðn hjá yfirsmiðnum Guðmundi Jakobssyni. Ármann bjó á Marbakka frá 1895 til 1902 eða 1903 er hann fór til Vestur- heims. Fyrri kona hans var Steinunn Þórðardóttir frá Leirá (d. 1904), en síðari kona hans Sólveig Thorvalds- son. Ljósmynd: Sigfús Eymundsson. Ljósmyndasafn Akraness. Hjónin á Marbakka Einvarður Guðmundsson, sjómaður og Guðrún Sigurðar- dóttir. Einvarður var fæddur á Tyrfingsstöðum í Innrahólmshverfinu 20. júní 1887, d. 1. marz 1941. Guðrún var frá Akrakoti, f. 11. jan.1887, d. 25. sept. 1942. Myndir í eigu Christel Einvarðsson.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.