Skessuhorn


Skessuhorn - 23.09.2015, Qupperneq 27

Skessuhorn - 23.09.2015, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2015 27 Pennagrein Pennagrein Nú líður að samræmdum könnun- arprófum í grunnskólum í 4., 7. og 10. bekk. Að vissu marki er ákveð- inn sjarmi yfir þessum prófum því nemendur, kennarar og foreldrar setja sig í stellingar og allir reyna að ná sem bestum árangri. Í fram- haldinu fer fram árleg umræða um niðurstöður prófa og þá er því mið- ur sjaldnast umræðuefnið að börn- in hafi staðið sig vel og gert sitt besta. Oftar en ekki snýst umræðan um hversu börnin eru illa stödd og hvað gekk illa. Aðrir benda á að prófin séu illa gerð og oft er sjónum beint að mis- gáfulegum lestextum sem menn ræða síðan fram og aftur á opin- berum vettvangi. Spurt er hvað skipti mestu að börnin læri og til- einki sér. Er verið að prófa þá þætti á samræmdum könnunarprófum? Við í Grundaskóla hættum okkur ekki frekar inn í þessa umræðu að sinni enda minnir hún helst á um- ræðu um hvort síðasta áramótas- kaup hafi verið gott eða slakt. Við minnum hins vegar á að prófin eru könnunarpróf með öllum sínum kostum og göllum. Frammistaða á einu prófi er ekki endanlegur dóm- ur fyrir einn né neinn heldur til- raun til að mæla stöðuna. Fjöldi at- riða getur haft áhrif á árangur því af hverju ættu t.d. allir að vera jafn- vel upplagðir til próftöku þennan ákveðna dag. Aðalatriðið er að gera sitt besta. Námið er einstaklingsmiðað og stöðluð könnunarpróf geta aldrei verið sanngjörn fyrir alla eða al- gildur mælikvarði á hæfileika eða árangur hvers og eins. Við sem stöndum næst börnun- um skulum ekki láta ótta eða kvíða einkenna þetta tímabil heldur styðja nemendur í að gera sitt besta. Sam- ræmd könnunarpróf eiga að vera eitt af mörgum verkefnum okkar en ekki eitt stórt og jafnvel nær óyfir- stíganlegt vandamál. Margar sögur eru til af prófatöku og skemmtilegum uppákomum. Hér á undan er þess getið að sumir telja árangur grunnskólabarna vera slakan og að allt sé hreinlega á nið- urleið. Oft er spjótunum beint að t.d. lesskilningi og málfræðikunn- áttu. Oft vill gleymast að tungu- mál og orðaforði þróast og orð eða hugtök sem eldri kynslóðir þekktu eru ekki brúkuð í dag. Í þessu samhengi er vert að minn- ast á að Nemendafélag Grunda- skóla hefur ályktað á málþingum sínum um lesskilningsverkefni á samræmdum prófum. Það er mat nemenda að lesskilningsverkefni séu stundum í engum takti við nú- tímann og því séu prófin gölluð. Nemendur efast hreinlega um að hinir fullorðnu geti sjálfir leyst sum verkefnin sem eru lögð fyrir ung- mennin. Oft sé spurt út í orð sem eru illskiljanleg, óþörf og jafnvel úreld. Þetta er áhugavert sjónar- mið og minnir á skólasögu um orð- ið ,,frímerki.“ Eitt sinn var lesskilningspróf lagt fyrir í skóla. Orðið ,,frímerki“ kom fyrir í textanum og einn nemandinn kallaði eftir aðstoð. Nemandinn sagði kennaranum að hann hefði ekki hugmynd um hvað frímerki væri. Kennaranum þótti þetta frek- ar kjánalegt og svaraði að auðvitað vissu allir hvað frímerki væri. Nem- andinn gaf sig ekki og yppti bara öxlum. Kennarinn tók sig þá til og útskýrði að frímerki væri svona lím- miði sem fólk keypti út í búð eða á pósthúsi. Miðinn væri síðan sleikt- ur og settur á kort eða bréf og virk- aði þannig sem greiðsla fyrir póst- sendinguna. Nemandinn hlustaði með athygli á skýringuna og svar- aði því til að hann hefði aldrei heyrt þetta áður. Á póstkortum og bréfum heima hjá honum væri bara stimp- ill með dagsetningu. Kennarinn furðaði sig mikið á þessu og hugs- aði hvert væri þessi unga kynslóð að fara, vissi ekki einu sinni hvað frí- merki væri. Þetta væri algjörlega ótrúlegt og enn eitt dæmið um að bráðum kynni enginn eða skildi ís- lensku á þessu blessaða landi. Eftir prófið ákvað kennarinn að herða á nemendum sínum í náminu og benti m.a. á nauðsyn þess að vera dugleg að lesa bækur og efla lesskilning. ,,Frímerki“ væri dæmi um orð sem allir ættu að þekkja. Nemendurn- ir sátu skömmustulegir undir þessu enda var alveg rétt að þeir máttu vera duglegri að lesa. Nemandinn sem áður hafði spurt út í frímerkið rétti upp hönd og kennarinn spurði hvað vantaði. Nemandinn stóð upp og sagðist ekki enn skilja þetta orð , , frímerki.“ Nú svar- aði kennar- inn hátt og skýrt hvort það væri ekki augljóst. Nei, svaraði nemand- inn djúpt hugsi. Þú sagðir að frí- merki væri merki sem maður þarf að kaupa út í búð og er þá ekki frítt merki. Frímerki er miði sem þarf að sleikja og setja á bréf til að borga fyrir póstsendinguna en þarf ekki lengur þar sem það nægir að nota stimpil. Hver fann eiginlega upp á því að kalla þetta frímerki og er það gáfulegt? Nú getur hver metið fyrir sig hvort skilningur nemandans sé ekki bara ágætur. „...Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenning- ar þeirra, sem erfa skulu land, því kannski er næsta kynslóð, kynslóð- in sem getur komið fram með svör- in, þar sem sigldum við í strand...“ (Söngtexti: Ég labbaði um bæinn). Sigurður Arnar Sigurðsson Höf. er aðstoðarskólastjóri í Grundaskóla. Samræmd próf verkefni en ekki vandamál – frímerki er ekki frítt merki Sveitarstjórn sem fær á sig dembu eins og ályktunina sem samþykkt var á íbúafundi á Hvanneyri þann 2. september síðastliðinn hlýt- ur þar með að vera alveg laus frá þeirri skyldu að ræða frekar við þá sem að baki standa. Sé sótt að húsi manns með grjótkasti verða það að teljast eðlileg viðbrögð að loka dyrum og gluggum. Hvort að baki liggur flokkspólitík, innansveitar- pólitík eða einfaldlega bara múg- æsing er ekki gott að segja en það er óskiljanlegt að fólk sem ætlar að láta taka mark á sér varðandi til- tekin málefni sendi frá sér ályktun sem á engan hátt styrkir viðkom- andi málstað en er þess í stað full af óútskýrðum ávirðingum og dylgj- um um hin og þessi óskyld mál. Ég hef til þessa haft nokkra sam- úð með Hvanneyringum í baráttu þeirra fyrir að halda grunnskóla- deildinni sinni opinni en eftir lest- ur fyrrgreindrar ályktunar sit ég uppi með tilfinninguna um að and- spyrnan sé sprottin af einhverj- um allt öðrum hvötum en um- hyggju fyrir börnum og foreldrum á Hvanneyri, a.m.k. af hálfu þeirra sem hana sömdu. Þeim sem gagnrýna fyrirhug- aða lokun grunnskóladeildarinn- ar á Hvanneyri hefur orðið tíðrætt um samráðsleysi sveitarstjórnar við íbúana. Kannski er eitthvað til í því, kannski ekki. Eitthvað sam- tal hefur átt sér stað því í skýrslu um rekstur og skipulag fræðslu- mála í Borgarbyggð sem sveitar- stjórn gaf út í maí 2015 eru m.a. tí- unduð sjónarmið foreldra og íbúa á Hvanneyri og áhersla þeirra á að halda skólastarfi á staðnum fyrir 1. – 4. bekk auk þess sem þar koma fram ábendingar utanaðkomandi ráðgjafa. Í sömu skýrslu eru reif- aðar niðurstöður íbúafundar í mars þar sem 150 manns ræddu rekstur og skipan fræðslumála í sveitarfé- laginu. Er þá ótalinn sá bunki af gögnum sem hlaðist hefur upp eft- ir fundi, ráðstefnur, nefndarstörf og sérfræðingavinnu um málefnið á síðustu tíu árum. Einhver myndi nú segja að tími væri kominn til að hætta að tala og fara að fram- kvæma. Samráð er gott en hefur þau aug- ljósu takmörk að það getur ekki leitt til þess að allir fái sínu fram- gengt til fulls, ekki síst þegar val- kostirnir felast í ákvörðunum sem fyrirsjáanlega eru erfiðar og um- deildar. Það er stundum sagt að vinsælu ákvarðanirnar taki sig sjálf- ar en þegar kemur að umdeild- um ákvörðunum reynir á hvort þeir sem eru kosnir eða ráðnir til að stjórna valda hlutverki sínu eða ekki. Samráð í umdeildum ákvörð- unum er mjög líklegt til að leiða til einnar niðurstöðu; óbreytts ástands. Og oft er það ástand ein- mitt ógn við hagsmuni heildarinn- ar og óhugsandi niðurstaða fyrir þá sem bera ábyrgð á að allt dæmið gangi upp. Einmitt þess vegna leika þeir sem eiga beinna hagsmuna að gæta gjarnan þann leik að stilla sínum málflutningi upp eins og þeir séu að tala fyrir heildina. Og mikilvægt fyrir áhorfendur að leiknum að átta sig á hverjir eru hagsmunaaðilarn- ir, hverjir eru heildin og hver talar fyrir hvern. En um hvað snýst þetta mál? Jú - að sveitarfélagið lækki rekstrar- kostnað sinn um a.m.k. 35 millj- ónir á ári með því að leggja nið- ur starfsemi Grunnskóla Borgar- fjarðar á Hvanneyri og aka þess í stað börnum af staðnum í skóla í Borgarnesi eða á Kleppjárnsreykj- um. Að meirihluti sveitarstjórn- ar telur sér ekki fært að veita þjón- ustu með núverandi fyrirkomulagi þegar hægt er að veita sambærilega þjónustu fyrir 35 millj kr. lægri til- kostnað. Fyrir mismuninn er hægt að bæta við nýrri þjónustu, gera núverandi þjónustu betri, draga úr skuldum eða jafnvel lækka skatta. Þetta snýst líka um raunhæfa framtíðarsýn. Grunnskólinn hefur sem stofnun tekið miklum stakka- skiptum á undanförnum árum og mun halda áfram að þróast. Það nægir ekki lengur að hafa einn kennara til að opna skóla, heldur þarf hóp fólks með fjölþætta þekk- ingu. Með því að nýta fjármunina betur er hægt að auka gæði starfs- ins. Spá um nemendafjölda gerir ráð fyrir því að eftir fimm ár (2020) verði alls 200 börn í Grunnskóla Borgarfjarðar, þ.e. á öllu því svæði sem nú myndar skólahverfi Varma- lands, Kleppjárnsreykja og Hvann- eyrar. Jafnvel þó íbúum héraðsins fjölgi verulega er algerlega óraun- hæft að til framtíðar verði skóli rekinn á öllum stöðunum þremur. Hvorki fjárhagsleg né fagleg mark- mið munu gefa svigrúm til þess. Borgarfjörður, okkar fagra hérað sem á sér svo langa og mikla sögu um menntun og menningu, er víð- feðmt og dreifbýlt en með nokkra sterka þéttbýliskjarna. Þetta ger- ir okkur erfitt fyrir nú um stundir þegar við þurfum að takast á við að endurskipuleggja grunnskólaþjón- ustuna vegna þess að hún kostar okkur meira en hún þarf að gera og fjárhagurinn heimilar. Og trú- ið mér, það ástand er ekki tíma- bundið. Núverandi fyrirkomulag þriggja grunnskólastaða í dreifbýlinu byggir á gamalli sveitarfélagaskip- an og samgöngum fyrri tíma. Þeg- ar við ákveðum hvernig við byggj- um upp til framtíðar verðum við að haga staðsetningu uppbygging- arinnar þannig að daglegt ferða- lag í skólann sé ásættanlegt fyrir öll börn héraðsins. Það eina sem getur breytt þeirri sýn er einhver sú bylt- ing sem færir kennsluna úr skóla- stofunni og inn í tölvurnar þann- ig að börnin þurfi ekki að mæta á Skólamál í Borgarbyggð Norðurálsvöllur Allir á völlinn ÍA - Valur Laugardaginn 26. sep kl. 14:00 Mætum öll gul og glöð Aðalstyrktaraðili leiksins er HB grandi. SK ES SU H O R N 2 01 5 tiltekinn stað til námsins. Sú hug- mynd er líklega fjarlæg vegna þess að skólinn snýst ekki bara um að kenna börnum fræðin, heldur líka að ala önn fyrir þeim yfir dag- inn meðan foreldrarnir eru í sínu amstri. Mér finnst því einhvern veginn liggja fyrir okkur hvort sem að okk- ur líkar betur eða verr að í tiltölu- lega náinni framtíð verði grunn- skólar héraðsins tveir, einn í Borg- arnesi og annar á Kleppjárnsreykj- um eða þar í grennd. Kannski ætt- um við að sameinast um að semja við landeigendur á Deildartung- umelunum um að fá að byggja nýtt skólahús við skóginn sem þar er að vaxa upp og sem nýtur þess fallega útsýnis yfir héraðið sem þar er. Og finnum gömlu skólahúsunum ný atvinnuskapandi hlutverk eins og nú er að gerast með slíkar bygg- ingar víða um land. Það liggur í eðli fólks að vilja halda því sem er. Það er áhugavert að bera saman að- stæður á Hvanneyri og Bifröst en á síðarnefnda þéttbýlisstaðnum er börnum ekið í grunnskólann að Varmalandi um 10-15 mínútna akstur. Ekki ber mikið á umkvört- unum um það fyrirkomulag. Þeir sem flytja að Bifröst byrja gjarnan á að fara í grunnskólann til að kynna sér starfið. Þar mæta þeir góðu og hæfu starfsfólki og sjá að aðstæður allar mynda traust og hlýlegt um- hverfi fyrir börnin. Það skiptir öllu máli. Semsé að skólinn sé góður og börnin fái þá þjónustu og viðmót sem þau eiga skilið. Séu þau atriði í lagi verður stutt rútuferð aukaat- riði og jafnvel í besta falli krydd í daglega tilveru. Ég veit að þetta verður í lagi þarna líka. Þorvaldur T. Jónsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.