Skessuhorn - 23.09.2015, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 2015 31
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Heimsmeistaramót öldunga í ólympískum
lyftingum fór fram dagana 12.-19. sept-
ember í Rovaniemi í Finnlandi. Fram kem-
ur á vefsíðu Lyftingasambands Íslands að
Dalamaðurinn Gísli Kristjánsson hafi keppt á
mótinu í 105 kg flokki 50-54 ára og hreppti
heimsmeistaratitilinn þegar hann sigraði
í sínum flokki með yfirburðum. Gísli setti
einnig nýtt heimsmet í snörun í sínum flokki
þegar hann lyfti 142 kg og bætti fyrra heims-
met um 7 kg. Að auki lyfti hann 150 kg í jafn-
hendingu en mistókst tvisvar að lyfta 159 kg
sem hefði tryggt honum heimsmet í saman-
lögðu. Samanlagt lyfti hann því 292 kg. en
næsti maður á eftir lyfti 228 kg. Gísli varð
einnig stigahæsti keppandinn í sínum flokki
með 414.83 Meltzer-Faber stig. arg
Gísli heimsmeistari
í ólympískum
lyftingum
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Systurnar Sigrún Sjöfn, Guðrún
Ósk og Arna Hrönn Ámundadæt-
ur eru allar í leikmannahópi Skalla-
gríms sem tók á móti Hamri í
Lengjubikar kvenna í Borgarnesi
síðastliðið föstudagskvöld. Syst-
urnar eru dætur Ragnheiðar Guð-
mundsdóttur og Ámunda Sigurðs-
sonar.
Arna Hrönn er yngst þeirra
systra, tæplega fimmtán ára göm-
ul og mun hún ásamt Guðrúnu
Ósk leika með Skallagrími í vetur.
Framherjinn Sigrún Sjöfn stefnir
hins vegar á að halda út í atvinnu-
mennsku í haust en mun leika með
Skallagrími þangað til.
Leikurinn á föstudaginn var ekki
síður merkilegur fyrir þær sakir að
hann var fyrsti heimaleikur liðs-
ins í tæp þrjú ár, en meistaraflokk-
ur kvenna var endurvakinn í sumar
eftir þriggja ára hlé. kgk
Íslandsmeistarar Snæfells tóku á
móti Þór Akureyri í Lengjubikar
kvenna föstudaginn 18. september.
Snæfellskonur höfðu yfirhöndina
allan leikinn og leiddu með ellefu
stigum þegar flautað var til hálf-
leiks. Þær slepptu aldrei tökum sín-
um á leiknum, héldu áfram að smá
bæta við forystu sína það sem eft-
ir var leiks svo gestirnir að norð-
an áttu aldrei möguleika. Leikn-
um lauk með 15 stiga sigri Snæfells
64-49.
Leikstjórnandinn Haiden Pal-
mer, sem gekk til liðs við Snæfell
í haust, var stigahæst í liði heima-
manna. Hún skoraði 15 stig, tók
níu fráköst, gaf fjórar stoðsending-
ar og varði eitt skot.
Þremur dögum síðar, þriðju-
daginn 21. september síðastliðinn,
mættu Snæfellskonur Breiðabliki
í Smáranum í Kópavogi, einnig í
Lengjubikarnum. Íslandsmeistar-
arnir byrjuðu feykilega vel og gerðu
út um leikinn með frábærum fyrri
hálfleik, en höfðu 19 stiga forystu,
25-44 þegar flautað var til leikhlés.
Eftir það var aðeins formsatriði að
klára leikinn. Heimamenn í Breiða-
bliki sáu aldrei til sólar og lokatölur
urðu 41-73, Snæfelli í vil.
Denise Palmer var atkvæðamest í
liði Snæfells, skilaði tvöfaldri tvennu
með 16 stig og tíu fráköst. Auk þess
gaf hún fimm stoðsendingar, vann
boltann fimm sinnum og varði tvö
skot. Næst henni kom framherjinn
María Björnsdóttir með 15 stig,
sjö fráköst og fimm stoðsending-
ar. Berglind Gunnarsdóttir skoraði
einnig 15 stig, tók fimm fráköst og
gaf eina stoðsendingu.
kgk
Skallagrímur sótti sigur til Njarð-
víkur í Lengjubikar kvenna þriðju-
daginn 15. september síðastliðinn.
Lokatölur urðu 59-72, Skallagrími
í vil. Engin opinber tölfræði var
haldin um leikinn en samkvæmt fa-
cebook-síðu Borgarnesliðsins fór
framherjinn Sigrún Ámundadóttir
mikinn í liði Skallagríms og hvorki
meira né minna en 39 stig í leikn-
um.
Þremur dögum síðar, föstudag-
inn 18. september, tóku Skalla-
grímskonur á móti Hamri, einnig
í Lengjubikarnum. Gestirnir áttu
erfitt uppdráttar framan af, skor-
uðu aðeins sex stig í fyrsta leik-
hluta og þegar flautað var til leik-
hlés hafði Skallagrímur 15 stiga
forystu, 35-20. Gestirnir náðu að-
eins að klóra í bakkann það sem eft-
ir lifði leiks en sigur heimamanna
var aldrei í hættu. Lokatölur urðu
59-48, Skallagrími í vil.
Atkvæðamest í liði Skallagríms
var framherjinn Sigrún Ámunda-
dóttir með 21 stig, átta fráköst og
þrjú varin skot. Næst henni kom
bakvörðurinn Sólrún Sæmunds-
dóttir með 18 stig, fimm stoðsend-
ingar og fimm fráköst.
kgk
Snæfell gjörsigraði Hamar í öðr-
um leik Lengjubikars karla í körfu-
knattleik fimmtudaginn 17. sept-
ember síðastliðinn. Leikurinn var
nokkuð jafn framan af og heima-
menn í Snæfelli leiddu með þrem-
ur stigum þegar hálfleiksflautan
gall. Snæfell gerði hins vegar út um
leikinn með ótrúlegum þriðja leik-
hluta þar sem liðið skoraði 35 stig,
jafnmörg og það skoraði allan fyrri
hálfleikinn. Eftir það áttu gestirnir
úr Hamri aldrei möguleika og loka-
tölur urðu 85-57, Snæfelli í vil.
Atkvæðamestur í liði Snæfells
var bakvörðurinn Sherrod Nigel
Wright, sem gekk til liðs við lið-
ið fyrir skömmu. Hann skoraði
24 stig og hirti 6 fráköst. Þá gerði
framherjinn Sigurður Á. Þorvalds-
son sér lítið fyrir og hirti hvorki
meira né minna en 18 fráköst, skor-
aði 11 stig, gaf þrjár stoðsendingar
og varði þrjú skot.
Tveimur dögum síðar tóku Snæ-
fellingar á móti Þór Þorlákshöfn,
laugardaginn 19. september. Gest-
irnir úr Þorlákshöfn höfðu yfir-
höndina allan leikinn og leiddu með
13 stigum í hálfleik, 27-40. Leik-
menn Snæfells áttu erfitt uppdrátt-
ar í síðari hálfleik og tókst aðeins að
bæta við 20 stigum. Gestirnir höfðu
áfram yfirhöndina, skoruðu 31 stig
í fjórða leikhluta og unnu að lok-
um stórsigur, 47-89. Atkvæðamest-
ur í liði Snæfellinga var aftur Sher-
rod Nigel Wright með 15 stig, sjö
fráköst, tvær stoðsendingar og eitt
varið skot.
kgk
Skallagrímur hef-
ur samið við Þorstein
Þórarinsson um að
leika með liðinu í 1.
deild karla á körfu-
knattleik á komandi
leiktíð. Þetta kemur
fram á heimasíðu félagsins. Þorsteinn er 22
ára gamall og leikur stöðu framherja. Hann
kemur frá Steindórsstöðum í Borgarfirði og
lék á sínum yngri árum með Umf. Reykdæla.
Í meistaraflokki hefur hann áður leikið með
Skallagrími og Sindra á Höfn í Hornafirði.
Síðasta vetur þjálfaði Þorsteinn yngri flokka
ÍA á Akranesi. Þorsteinn þykir mikill baráttu-
jaxl og vonir standa til að hann komi til með
að styrkja lið Skallagríms undir körfunni.
Hann skoraði fimm stig og tók þrjú fráköst í
86-106 tapi gegn Tindastóli mánudaginn 14.
júní síðastliðinn, þar sem Skallagrímsmenn
stóðu í næstbesta liði landsins megnið af
leiknum. Atkvæðamestur Skallagrímsmanna
í þeim leik var bakvörðurinn Sigtryggur Arn-
ar Björnsson með 26 stig, fimm fráköst og
fjóra stolna bolta. Loks mætti Skallagrím-
ur Keflvíkingum í Lengjubikarnum síðasta
laugardag, 19. september. Fór svo að Keflvík-
ingar sigruðu með 88 stigum gegn 64. Eng-
in nánari tölfræði virðist hins vegar hafa ver-
ið haldin um þann leik. kgk/ Ljósm. gg.Lið Skallagríms sem vann 13 stiga sigur á Njarðvík á dögunum. Ljósm. fengin af
facebook-síðu Skallagríms.
Sigrún Ámundadóttir með
39 stig í sigri Skallagríms
Bakvörðurinn Berglind Gunnarsdóttir keyrir upp að körfunni í leiknum á móti Þór.
Ljósm. sá.
Íslandsmeistarar Snæfells
áfram á sigurbraut í bikarnum
Ámundadætur voru allar í leikmanna-
hópi Skallagríms sem tók á móti Hamri
í Lengjubikarnum.
Fyrsti heimaleikur Skallagríms
í þrjú ár - þrjár systur í liðinu
Systurnar Arna Hrönn, Sigrún Sjöfn og Guðrún Ósk Ámundadætur eftir sigur á
Njarðvík í fyrsta leik Skallagríms í Lengjubikarnum í síðustu viku.
Sherrod Nigel Wright, bakvörður
Snæfells, skorar með sniðskoti í
leiknum gegn Hamri. Ljósm. sá.
Stór sigur og stórt tap hjá
Snæfelli í bikarnum
Birgitta Sól Vilbergsdóttir, Birta Guðlaugs-
dóttir og Fehima Purisevic, í Víkingi Ólafsvík
voru valdar á hæfileikamót KSÍ og N1 sem
fram fór í Kórnum í Kópavogi um helgina.
Sáu Úlfar Hinriksson þjálfari U17 kvenna og
Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamót-
anna um mótið. Eru þessar stúlkur í fjórða
flokki og að sögn forráðamanna Víkings
leggja þær mikið á sig við æfingar og stefna
á landsliðssæti í framtíðinni. af
Gísli Kristjánsson vann til gull-
verðlauna á Heimsmeistaramóti
öldunga í ólympískum lyftingum
sem haldið var í Finnlandi í síðustu
viku.
Þorsteinn semur
við Skallagrím
Tóku þátt í hæfi-
leikamóti KSÍ