Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 20162 Skagamenn af erlendu bergi brotnir tóku til máls á Rótarýdeginum á Akranesi og deildu reynslu sinni af landi og þjóð, eins og sagt er frá í Skessuhorni vikunnar. Bakgrunnur framsögumanna var jafn ólíkur og þeir voru margir. Fjölbreytileiki getur aðeins verið til þess fallinn að auðga mannlífið. Munum að taka fjölbreytileikanum fagnandi. Það eru umhleypingar í kortunum. Spáð er hvassviðri, suðaustan 18-23 m/s á morg- un fimmtudag. Talsverð slydda eða rign- ing fylgir þessu og hiti 0-7 stig. Snýst í suð- vestan 13-18 m/s með snjókomu og síðan éljum eftir hádegi og kólnar, fyrst vestan- lands. Áframhaldandi suðvestanátt á föstu- dag. 10-18 m/s og él, en úrkomulítið norð- austanlands. Hægari sunnanátt og dregur úr úrkomu með kvöldinu. Hiti nálægt frost- marki. Á laugardag er útlit fyrir suðaustan hvassviðri eða storm og talsverða rigningu. Hiti 0-6 stig. Vestlægari átt um kvöldið með éljum og kólnar í veðri. Ört vaxandi sunnan- og suðaustanátt á sunnudag með rigningu og hlýindum. Minnkandi suðvestanátt með éljum á sunnudag. Kólnar í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hversu löngum tíma á dag verð þú á sam- félagsmiðlum?“ Flestir, eða 39,72% sögðu „0-1 klst.“ en „2-3 klst.“ sögðu 31,14%. „4-5 klst.“ sögðu 22,68% en 2,82% sögðu „6 klst. eða lengur“. 3,64% þeirra sem tóku afstöðu sögðust ekki skoða samfélagsmiðla. Í næstu viku er spurt: Hvernig ferðast þú til vinnu eða skóla á morgnana? Sigurfari - Sjósportsfélag Akraness var stofnað síðastliðinn fimmtudag. Klúbburinn var stofnaður að forgöngu Eyjólfs M. Eyjólfs- sonar og sameinar í einu félagi áhugamenn um hvers konar sjósport. Fyrir framtaks- semi Eyjólfs er hann útnefndur Vestlending- ur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Margir sækja um starf sveitarstjóra BORGARBYGGÐ: Á vef Borgarbyggðar er greint frá því að umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra er út runninn. 26 sóttu um starfið. Unnið verð- ur úr umsóknum í samstarfi við Hagvang sem hefur umsjón með ráðningarferlinu. Um- sækjendur eru: Ásgerður Drífa Stefánsdóttir, Birgir Finn- bogason, Einar Örn Thorla- cius, Finnur Guðmunds- son, Freyr Einarsson, Gunn- ar Kristinn Þórðarson, Gunn- ar Tr. Halldórsson, Gunnlaug- ur Auðunn Júlíusson, Gunn- ólfur Lárusson, Hermann Ott- ósson, Hrannar Björn Arnars- son, Inga Birna Ólafsdóttir, Jón Pálmi Pálsson, Kristberg- ur Ómar Steinarsson, Lárus Páll Pálsson, Magnús Jóhann- esson, María Sæmundsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Sigur- björg Kristmundsdóttir, Sig- urður Már Eggertsson, Stein- unn Guðmundsdóttir, Viðar Viðarsson, Þorsteinn Gunn- arsson, Þorsteinn Þorsteins- son, Þórarinn Egill Sveinsson og Þórey S Þórisdóttir. -mm Keppa í Skóla- hreysti í dag VESTURLAND: Grunn- skólarnir á Vesturlandi taka sem fyrr þátt í Skólahreysti, hreystikeppni íslenskra grunn- skólanemenda. Undankeppni Vesturlandsriðilsins fer fram í Garðabæ í dag, miðvikudag- inn 9. mars klukkan 13. Ókeyp- is er inn og mega allir sem vilja mæta í Íþróttahús Stjörnunn- ar í Garðabæ og hvetja sitt fólk. Keppnin verður svo sýnd á RUV í mars og apríl. Aðalstyrktarað- ili Skólahreysti er Landsbank- inn. -mm Upplýstu innbrot hratt og örugglega HVALFJ.SV: Brotist var inn á nokkrum stöðum í Hvalfirði í liðinni viku og munum þar stol- ið og unnar töluverðar skemmd- ir á húsnæði. Í samvinnu hafa lögreglan á Vesturlandi og lög- reglan á Suðurlandi náð að upp- lýsa hverjir voru þarna að verki en viðkomandi höfðu einnig brotist inn í hús á Suðurlandi. -mm Úrkoma og asa- hláka þegar líður á vikuna LANDIÐ: Spáð er talsverðri rigningu á sunnanverðu land- inu á fimmtudag. Á laugardag hlýnar mjög ört með suðaustan stormi og talsverðri rigningu. Því má gera ráð fyrir vatna- vöxtum á sunnan- og vestan- verðu landinu. Almannavarna- deild ríkislögreglustjóra bið- ur fólk um að sýna aðgát í ná- grenni vatnsfalla og sérstaklega ef fara þarf yfir ár, þar sem vöð geta orðið varhugaverð. Þetta verður fyrsta asahláka ársins með mikilli úrkomu og leysing- um svo að líklegt er að afrennsli verði mjög mikið. -mm STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is Síðdegis þriðjudaginn í liðinni viku varð umferðaróhapp á Hey- dalsvegi skammt sunnan við Bíld- hól þegar bíl var ekið utan í hand- rið á einbreiðri brú yfir Þverá. Hreinsaði bíllinn handriðið með sér við höggið. Bifreiðin endaði á hliðinni og lokaði veginum um stund. Dráttarbíll úr Búðardal var fenginn til að sækja bifreiðina sem er ónýt. Ökumaðurinn var einn í bílnum og var hann fluttur á Heil- brigðisstofnun Vesturlands í Búð- ardal til aðhlynningar, marinn og lítið eitt skorinn, en ekki alvarlega slasaður. sm Ók á einbreiða brú á Heydalsvegi Bíllinn hafnaði á hliðinni og þveraði veginn. Ljósm. Kristinn R. Guðlaugsson. Á stjórnarfundi í Framfarafélagi Borgfirðinga nýverið voru sam- þykktar tvær áskoranir. Annars veg- ar um fjarskiptamál og hins vegar um íbúalýðræði. Í uppsveitum Borgarfjarðar hef- ur fátt gerst í fjarskiptamálum og sjónvarpsmálum í mörg ár. Víða um svæðið, Reykholtsdal og nær- sveitir, liggur ljósleiðari og hefur gert það í hálfan annan áratug án þess að verða tengdur til gagns fyr- ir íbúana. „Framfarafélagið og fleiri aðilar á svæðinu hafa árum saman minnt stjórnvöld á málið og reynt að þrýsta á aðgerðir án árangurs. Sömuleiðis hefur félagið reynt að fá sveitarfélagið til liðs við íbúana í þessu málefni. Á síðasta kjörtíma- bili mun sveitarstjórn hafa tek- ið upp viðræður við Mílu, en ekk- ert hefur heyrst frekar af gangi málsins. Bæði fyrirtæki og heim- ili á svæðinu líða fyrir slæmt ástand í fjarskiptamálum. Hér er litið svo á að aðgangur að upplýsingasam- félaginu og tengingar við umheim- inn séu forsenda fyrir framþróun nýrra atvinnutækifæra og heyri til mannréttinda í nútíma samfélagi - en því fari fjarri að íbúar landsins njóti jafnræðis til þessara lífsgæða. Framfarafélagið beinir þeim ein- dregnu tilmælum til sveitarstjórnar að leggjast nú af þunga á sveif með íbúunum og knýja viðkomandi fyr- irtæki og stjórnvöld til athafna.“ Áskorun um lýðræðismál Hins vegar skorar stjórn Fram- farafélags Borgfirðinga á sveitar- stjórn Borgarbyggðar að efna til íbúaþinga og reglubundins samráðs við íbúa í hinum dreifðu byggð- um Borgarfjarðar um sameiginleg hagsmunamál. „Félagið telur brýnt að stigin verði skref í átt að nær- lýðræði í héraðinu til að efla ein- drægni og samheldni í sveitarfé- laginu og koma í veg fyrir félagsleg slys. Margt bendir til þess að ferða- mennska stóreflist á næstu miss- erum og víða í sveitum fjölgi ný- framkvæmdum. Margvíslega breyt- ingar munu óhjákvæmilega verða í byggðunum og algerlega nauðsyn- legt að samfélagið gangi allt í takt við þarfir íbúanna. Þessar breyt- ingar ættu að geta orðið öllu sveit- arfélaginu til góðs og styrkt alla innviðu – ef rétt er á spilum hald- ið,“ segir í ályktun stjórnar Fram- farafélags Borgfirðinga. mm Ljósleiðari hefur m.a. verið lagður á tveimur stöðum í Reykholtsdal, en legið ónotaður í meira en áratug. Þessi mynd var hins vegar tekin í Hvalfjarðarsveit en þar var ljósleiðari tengdur öllum heimilum fljótlega eftir lagningu hans. Skora á sveitarstjórn vegna fjarskiptamála og íbúalýðræðis „Samtökin Betra Akranes, óform- leg samtök íbúa um betri byggð á Akranesi, furða sig á ósamræmi í stefnu bæjaryfirvalda Akraness. Samtökin segja það skjóta skökku við að láta skipuleggja glæsileg- an miðbæ á Sementsreitnum svo- kallaða, með áætlunum um íbúa- byggð, útivistarsvæði, hótel og nýtt ráðhús, en á sama tíma liggi fyrir breytt deiliskipulag fyrir lykt- armengandi hausaþurrkunarverk- smiðju í næsta nágrenni. Samtökin skora á bæjarstjórnina að ganga nú þegar til samninga við HB Granda um að leita lausna um annað stað- arval fyrir verksmiðjuna, inn- an bæjarfélagsins en fjarri íbúa- byggð,“ segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. „Betra Akranes fagnar nýgerð- um samningi bæjarstjórnar við ASK arkitekta um deiliskipulagn- ingu Sementsreitsins, sem og þeim metnaði og framtíðarsýn sem ljós eru í áformum um uppbyggingu í miðbænum. Að sama skapi lýsa samtökin yfir furðu sinni á þeirri ákvörðun bæjaryfirvalda að leggja samtímis fram breytt deiliskipu- lag á Breið, aðeins spölkorn frá Sementsreitnum. Verði sú tillaga samþykkt mun HB Grandi reisa þar nýja og stærri lyktarmengandi hausaþurrkunarverksmiðju í stað þeirrar eldri, Laugafisks, sem hef- ur verið umkvörtunarefni bæjarbúa í hartnær fimmtán ár vegna lyktar- mengunar. Vitað er að engin tækni ræður við að gera slíka starfsemi lyktarlausa. Það staðfesta óháðar matsskýrslur sem bæði Akranesbær og HB Grandi hafa látið vinna fyr- ir sig. Gangi áætlanir HB Granda eftir mun þessi verksmiðja verða með þeim afkastamestu sinnar teg- undar á Íslandi, með möguleika á enn meiri stækkun. Betra Akranes skorar því á bæj- arstjórn að ganga nú þegar til samninga við HB Granda að leita lausna um annað staðarval fyrir verksmiðjuna, innan bæjarfélags- ins en fjarri íbúabyggð. Hafin er undirskriftarsöfnum á vefnum betraakranes.org þar sem bæjarbú- ar eru hvattir til að lýsa stuðningi sínum við þá áskorun samtakanna. Aðstandendur Betra Akraness lýsa yfir áhyggjum sínum af framtíð bæjarins ef hausaþurrkunin fær að starfa áfram í næsta nágrenni íbúa- byggðar. Nær væri að leita lausnar sem allir íbúar bæjarins gætu verið sáttir við,“ segir í fréttatilkynningu frá samtökunum Betra Akranes, en ábyrgðarmenn þess eru skráðir þeir Hörður Ó Helgason og Krist- inn Pétursson. mm Vilja að bæjaryfirvöld leiti lausna um annað staðarval

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.