Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 13
Fyrirhugað er að halda áfram lagningu ljósleiðara
um Eyja- og Miklaholtshrepp sem á að veita öruggt
netsamband í samfélaginu
Gert er ráð fyrir að tengja öll ótengd lögheimili, fyrirtæki
og sumarhús sem þess óska.
Auglýst er eftir:
A – Aðila eða aðilum sem sannanlega ætla að koma á ljós-
leiðaratengingum í Eyja- og Miklaholtshrepp á þessu ári á
markaðslegum forsendum.
B – Hæfum aðila eða aðilum til að taka að sér að byggja og
ef til vill reka til framtíðar ljósleiðarakerfi með stuðning frá
sveitarfélaginu, komi til þess að enginn aðili svari lið A hér
að ofan.
Aðilar sem óska eftir stuðningi skulu uppfylla tilteknar kröfur
um fjarskiptaleyfi, fjárhagslegan styrk, reynslu af uppbyggingu
og rekstri sambærilegra kerfa, raunhæfa verkáætlun og fleira.
Áhugasamir aðilar skulu senda tilkynningu til
Eyja- og Miklaholtshrepps á netfangið
eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is fyrir
kl. 12:00 föstudaginn 11. mars 2016
Lagning ljósleiðara í
Eyja- og Miklaholtshreppi 2016
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Töluverð uppbygging er í Lunda-
hverfi á Akranesi þessa dagana.
Síðastliðið haust var nokkrum
byggingalóðum úthlutað í hverfinu
og við Blómalund og Baugalund
má sjá að framkvæmdir eru hafn-
ar við nýbyggingar. Við Baugalund
er eitt hús í byggingu og nýverið
hófust jarðvegsframkvæmdir við
sömu götu þar sem mokað er fyr-
ir grunni. Þá er Trésmiðjan Akur í
framkvæmdum við götuna Blóma-
lund, sem er næsta gata við Bauga-
lund. Að sögn Halldórs Stefáns-
sonar framkvæmdastjóra Akurs
er verið að reisa parhús. Verkið
vinnst vel, þrátt fyrir að hafa ver-
ið stopp undanfarnar vikur vegna
veðurs.
grþ
Ný hús tekin að rísa á Akranesi
Trésmiðjan Akur er að reisa parhús við Blómalund.
Veggir risnir af einbýlis-
húsi við Baugalund.
Verið að moka fyrir grunni við Baugalund.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
handverksiðnað á Vesturlandi?
Ljómalind Sveitamarkaður í Borgarnesi leitar eftir
öflugum verslunarstjóra
Meðal verkefna verslunarstjóra er:
• Ábyrgð með daglegum rekstri
• Starfsmannamál og gerð vaktaplana
• Uppgjör og áætlanagerð
• Markaðsmál
Hæfniskröfur:
• Reynsla af verslunarstörfum
• Góð tölvukunnátta
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Lipurð í mannlegum samskiptum
Umsóknir berist á: ljomalind@ljomalind.is fyrir 15. mars 2016
Ljómalind sveitamarkaður í Borgarnesi er rekinn af fimmtán konum í
sjálfboðavinnu og án hagnaðarsjónamiða. Sveitamarkaðurinn hefur
fjölmargar vörur í umboðssölu frá framleiðendum á Vesturlandi, bæði
matvöru og handverk. Markmiðið er að bjóða gæða vöru sem er í senn
árstíðarbundin og svæðisbundin og upprunamerkt. Ljómalind er opin
daglega og er staðsett að Brúartorgi 4 í Borgarnesi.