Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 201622 maður, Jóhann Sigurðsson, Sigrún Mjöll Stefánsdóttir, Anna Þóra Þorgilsdóttir, Sigrún Ríkharðs- dóttir og Ingibjörg Indriðadótt- ir. Lóa Guðrún Gísladóttir verður áfram framkvæmdastjóri félagsins. Næst á dagskrá hjá Fimleika- félaginu er Bikarmótið í stökk- fimi sem haldið verður í Keflavík helgina 1.-3. apríl næstkomandi. Stefnt er að því að um 20 lið keppi þar fyrir hönd félagsins. „Einn- ig verður árlega Vorsýning FIMA haldin 9. apríl og því er óhætt að segja að þjálfarar og iðkendur hafi nóg að gera næsta mánuðinn. Vor- sýning FIMA var glæsileg í fyrra en stefnan er tekin á að bæta um betur. Við hvetjum Skagamenn til að taka 9. apríl frá, en tvær sýn- ingar verða haldnar og hvetjum við bæjarbúa, bæjarstjórn og nær- sveitunga til að koma á frábæra skemmtun og rennur ágóði sýn- ingarinnar til deildarinnar,“ segir í tilkynningu. Síðasti viðburður vetrarins verður svo Subway-Íslandsmótið í hópfimleikum sem haldið verður helgina 20.-22. maí. kgk/ Ljósm. FIMA. Landstólpinn Viðurkenning Byggðastofnunar Sími 455 54 00 Fax 455 54 99 postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is Landstólpinn Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Viðurkenningin er hvatning, því hugmyndin að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni. Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða hóp/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags. Hér með er lýst eftir tillögum um handhafa Landstólpans 2016. Dómnefnd velur úr þeim tillögum sem berast. Hafa má í huga hvort viðkomandi hafi: - gefið jákvæða mynd af landsbyggðinni eða viðkomandi svæði - aukið virkni íbúa eða fengið þá til beinnar þátttöku í verkefninu - orðið til þess að fleiri verkefni/ný starfsemi verði til - dregið að gesti með verkefni eða umfjöllun sinni Ekki er nauðsynlegt að öllum þessum atriðum sé fylgt eftir, heldur séu þau höfð til hliðsjónar. Nauðsynlegt er að rökstuðningur fylgi tilnefningunni. Viðurkenningunni fylgir listmunur hannaður af Sigrúnu Ólöfu Einarsdóttur frá Gler í Bergvík. Tillögur sendist á netfangið: landstolpinn@byggdastofnun.is Nánari upplýsingar gefur Sigríður K. Þorgrímsdóttir, s. 4555400. Frestur til að til að koma tillögum til skila rennur út þriðjudaginn 29. mars 2016 Á myndinni má sjá hressa ung- linga úr Auðarskóla í Búðardal að telja og flokka dósir í bragga KM þjónustunnar í Búðardal. Þetta var liður í fjáröflun vegna ferðar þeirra á Samfés dagana 4.-5. mars sl. en þá héldu Samtök félagsmið- stöðva á Íslandi sitt árlega ung- lingaball og sögvakeppnina Sam- festinginn. Söfnunin gekk vel en unglingarnir gengu í hús í Búðar- dal en fólk til sveita var duglegt að koma sínum dósa-/flöskupokum til krakkanna. sm Flokkuðu dósir til fjáröflunar fyrir Samfestinginn Dagana 26.-28. febrúar var Bikar- mót unglinga í hópfimleikum hald- ið í Kópavogi. Var þetta stærsta mót Fimleikasambandsins til þessa, en um 980 iðkendur tóku þátt. Fim- leikafélag Akraness sendi sex lið til keppni undir merkjum ÍA; þrjú í 4. flokki, tvö í 3. flokki og eitt í 2. flokki og er árangur þeirra sem hér segir: 2. flokkur: 2. flokkur keppti í A deild og hafn- aði í 5. sæti. 3. flokkur: 3. flokkur A keppti í A deild og hafn- aði í 3. sæti. 3. flokkur B keppti í C deild og hafnaði í 1. sæti og vann sig upp í B deild. 4. flokkur: 4. flokkur A keppti í A deild og hafn- aði í 6. sæti. 4. flokkur B keppti í B deild og hafnaði í 2. sæti og vann sig upp í A deild. 4. flokkur C keppti í C deild og hafnaði í 11. sæti (en liðið keppti ekki með dansi). „Árangur FIMA er til fyrirmynd- ar á landsvísu og hlökkum við til að fylgjast með stúlkunum í verkefnun- um sem bíður þeirra framundan,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Meistaraflokkur varð bikarmeistari annað árið í röð Sunnudaginn 6. mars síðastliðinn var svo keppt í WOW bikarnum, sem er bikarmót meistaraflokka í hópfimleikum. Lið Fimleikafélags Akraness keppti í B deild og gerði sér lítið fyrir og sigraði á mótinu og er því bikarmeistari annað árið í röð. „Þetta eru elstu iðkendur félagsins og hefur FIMA aldrei átt eins „gamla“ iðkendur sem keppa fyrir hönd félagsins, en þrjár eru tvítugar. Meistaraflokkurinn hefur dafnað vel frá því um áramótin og hefur mikil liðsheild skapast. Þær hafa bætt sig líkamlega, andlega og tæknilega,“ segir í tilkynningu. Æfingaaðstaða bætt og mót framundan Forsvarsmenn Fimleikafélagsins festu fyrir skömmu kaup á svo- kallaðri trampólínbraut. Kemur brautin til með að styrkja tækni- lega þjálfun iðkenda til muna. Var brautin keypt með styrk frá sveit- arfélaginu. „FIMA sendir þakkir til Akraneskaupstaðar og Bifreiða- stöðvar ÞÞÞ sem flutti trampólín- brautina úr Reykjavík,“ segir í til- kynningu. Þá var félaginu kosin ný stjórn á aðalfundi þess á dögunum. Hana skipa Guðmundur Claxton for- Góður árangur fimleikafólks á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.