Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 17 Nafn: Hildur Björk Hörpudóttir Fjölskylduhagir/búseta: Er gift Agli Rúnari Erlendssyni og eigum við þrjá stórskemmti- lega krakka, þau Auði Emilíu 15 ára, Markús Pál Bjarma 14 ára og Bjart Stefán 7 ára. Starfsheiti/fyrirtæki: Sóknar- prestur Reykhólaprestakalls og starfsmaður fræðslusviðs Bisk- upsstofu. Áhugamál: Guðfræði, lestur og bókmenntir, ferðalög, endur- menntun, tónlist og söngur! Mánudagurinn 7. mars 2016. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Farsíminn minn (a.k.a vekjaraklukkan mín) hringdi kl. 7:30 og það fyrsta sem ég gerði var að ýta á snooze-hnappinn. Sjö ára sonur minn, Bjartur Stef- án, benti mér hins vegar góðlát- lega á það að ég væri nú þegar búin að opna augun einu sinni og gæti sannarlega haldið þeim opn- um áfram svo við fórum á fætur og vöktum unglingana, þau Auði Emilíu og Markús, við litla hrifn- ingu þeirra. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Úff... er engin morgunmats- týpa svo ein kókómjólk kom mér út í daginn. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Vinnudagurinn hófst kl. 8.30 eftir að hafa knúsað og kysst strákana mína í útidyra- hurðinni og rölt fimm skref inn á skrifstofuna mína. Fyrstu verk í vinnunni: Ég hef vanið mig á að byrja alla virka daga á að gera lista yfir það sem ég vill koma í verk þann daginn. Listann hef ég mjög nákvæm- an því öðruvísi gleymi ég og svo finnst mér ógurlega gaman að ná að strika yfir sem flest atriði! List- ar eru líka gott tæki í verkefna- stjórnun og þegar maður ætlar að koma hlutum frá höfði og í fram- kvæmd. Hvað varstu að gera klukkan 10? Undirbjó verkefni fyrir ferm- ingarfræðsla.is og kláraði hluta af starfslýsingu. Einnig var ég að undirbúa fermingarfræðslu og fara yfir guðspjall næsta sunnu- dags með öðru auganu og byrja að hugsa hvernig ég ætla að nálg- ast það. Hvað gerðirðu í hádeginu? Vann áfram að verkefnum morg- unsins og tók svo eitt símtal við Silju mína um Vinasetrið sem er stuðningsheimili fyrir börn og unglinga sem við eigum saman. Einnig viðurkenni ég að matar- listin var mætt á svæðið svo ég borðaði ristað brauð með banana og drakk kók fyrir framan tölv- una. Hvað varstu að gera klukkan 14: Klára tölvupóst með spurn- ingum til brúðhjóna og undirbúa sálgæsluviðtal. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti formlega í vinnunni kl. 17 og það síðasta sem ég gerði var að fara yfir messuskrár og klára að skipuleggja páskana. Byrjaði aðeins á listanum fyrir morgun- daginn og setti inn að ég yrði að hafa samband við organistann og samstarfsfélaga um hvort áætlun- in gengi upp fyrir þau. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Við Bjartur fórum í smá lego og svo hjálpaði ég Auði að pakka niður eitthvað af fötum og keyrði þau feðginin í rútuna í Búðardal en þau ætla að dvelja í Reykja- vík næstu fjóra daga við nám og störf. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Lasagne, spínat með feta- osti og nóg af tómatsósu. En við Markús elduðum þetta kvöldið og hlustuðum saman á hljómsveitina Úlfur Úlfur yfir matseldinni. Hvernig var kvöldið? Einstak- lega notalegt þegar öll rútína var búin og hægt var að láta líða úr sér á sófanum, hringja í vinkon- urnar og hlæja smá og horfa svo á nýja X-files þáttinn og borða fylltar lakkrísreimar, toppurinn á tilverunni stundum! Hvenær fórstu að sofa? Eins og alltaf... of seint. En ég drattaðist upp í rúm rétt yfir miðnætti, tal- aði við Guð og þakkaði fyrir þá hluti sem voru mér efst í huga þetta kvöldið. Hvað var það síðasta sem þú gerð- ir áður en þú fórst að hátta? Fór í heitt bað og hlustaði á góða tónlist. Hvað stendur uppúr eftir dag- inn? Yndislega fólkið í kringum mig og hvað mánudagar geta ver- ið ljúfir dagar. Eitthvað að lokum? Setjum gleði, von og þakklæti í forgang í lífinu. STYKKISHÓLMI Sjúkraliðar - hjúkrunarnemar- almennir starfsmenn Óskum eftir sjúkraliðum, hjúkrunarnemum og almennum starfsmönnum til sumarafleysinga á sjúkradeild HVE í Stykkishólmi á tímabilinu 30. maí til 23. ágúst. Um er að ræða vaktavinnu, morgun-, kvöld og næturvaktir. Starfshlutfall og tímalengd er samkomulagsatriði. Hæfniskröfur Góð íslenskukunnátta• Jákvæðni og góð samskipthæfni• Snyrtimennska og stundvísi• Umsóknarfrestur er til 17. mars 2016. Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Jónsdóttir hjúkrunardeildarstjóri í síma 432 -1220 frá kl.14-16 alla virka daga. Umsóknareyðublöð er að finna á www.hve.is. Senda þarf umsóknir á netfangið hrafnhildur.jonsdottir@hve.is. HVE er reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar um Heilbrigðisstofnun Vesturlands má finna á www.hve.is. Sumarafleysingar á sjúkra- deild HVE í Stykkishólmi SK ES SU H O R N 2 01 6 Aðalfundur Við höldum 1. vetrardag hátíðlegan og blásum til veislu í Kaupfélagi Borgfirðinga laugardaginn 25. október 2008 kl. 12-15 Flugger litir veita ráðgjöf og verða með tilboð Mjólka kynnir vörur sínar Kynning á hreinsiefnum frá Kemi Kynning og tilboð á Kerckhaert járningavörum, umboðsmaður á staðnum, býður upp á ís * Vetrarskeifurnar með breiða teininum komnar * Tískusýning á vetrarfatnaði, tilboð á fatnaði frá 66°N 10 - 50 % afsláttur af völdum vörum í versluninni Royal Canin, glaðningur fylgir öllum pokum af hunda-og kattamat. Umboðsmaður á staðnum Kaffi og rjómaterta SK ES SU H O R N 2 01 6 Aðalfundur Kaupféla s Borgfirði ga verður haldinn að Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 15. mars 2016 og hefst kl. 20,30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Önnur mál. Skv. 14. gr. samþykkta KB þá hafa allir félagsmenn aðgang að fulltrúafundum og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Borgarnesi, 2. mars 2016 Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga. CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA Allt í gleri ÚTI OG INNI M ynd: Josefine Unterhauser Hljómsveitin Maskinstorm var stofn- uð fyrri hluta árs 2015 og gerir út frá Árósum í Danmörku og hyggur á tónleikaferð um Danaveldi nú á vor- mánuðum. Síðan í haust hefur leik- ið með hljómsveitinni Tómas Guð- mundsson frá Kjarlaksvöllum í Dala- sýslu. Hann flutti út ásamt kærustu sinni Daðeyju Albertsdóttur, sem nemur alþjóða viðskiptasamskipti við Árósarháskóla. Tómas er rafvirki en hefur lengi fengist við tónlist sér til ánægju og yndisauka. Fljótlega eftir að út var komið fór hann að svipast um eftir hljómsveit. „Ég var tiltölu- lega nýfluttur til Árósa þegar ég sá auglýsingu á danskri tónlistarmanna- síðu þar sem hljómsveitin auglýsti eftir gítarleikara. Ég sótti um, fór í tvær prufur og var boðin staða eftir þá síðari,“ segir Tómas í samtali við Skessuhorn. Gekk hann þar til liðs við stofn- meðlimi sveitarinnar, söngvarann Andreas Bjørn Madsen og trommu- leikarann Stevie Dalla Zuanna. Skömmu eftir að Tómas gekk til liðs við sveitina bættist bassaleikarin Lars Bonefaas við hópinn. Að sögn Tóm- asar leikur hljómsveitin Indie-rokk og ber hann öðrum meðlimum vel söguna. „Þetta eru hæfileikaríkir tón- listarmenn sem hafa mikla reynslu af tónlistarlífinu í Árósum. Gaman er að segja frá því að söngvarinn Andreas komst í undanúrslit í Danmark Got Talent nú á dögunum,“ segir Tóm- as ánægður. Æfingar Maskinstorm standa í fjóra til fimm klukkustundir í senn og aldrei er æft sjaldnar en einu sinni í viku. Hljómsveitarfundir eru haldn- ir mánaðarlega. Tómas segir að und- anfarin misseri hafi verið mikið að gera. „Síðustu mánuðir hafa farið í að undirbúa ferðalagið, bóka tónleika, æfa lögin vel og slípa þau til og láta hanna fána með merki hljómsveitar- innar sem mun hanga fyrir aftan okk- ur á sviði,“ segir hann. Vonast til að spila á Íslandi Tómas segir tónlistargeirann harð- ari í Danaveldi en hér heima. „Fleiri bönd berjast um að komast að á tón- listarhátíðum og þess háttar viðburð- um,“ segir hann. „Þess vegna kannski eru bönd hér duglegri að nýta sér samfélagsmiðla til að koma sér á framfæri. Hér eru flestar hljómsveitir með eigin heimasíðu og auk þess að- gang á Facebook, Twitter, Instagram, Snapchat og rásir bæði á Youtube og Soundcloud, öllum þessum miðl- um,“ segir Tómas og bætir því við að heimasíða þeirra fari í loftið á næstu dögum á sama tíma og síður hljóm- sveitarinnar á samfélagsmiðlum. Tónleikaferðalag Maskinstorm hefst 11. mars með tónleikum í Svendborg. Fjórir tónleikar eru stað- festir og fleiri í pípunum þegar þessi orð eru rituð, sem og tónlistarhátíðir. „Til að byrja með ætlum við að ein- beita okkur að því að hita upp fyr- ir stærri bönd á meðan við erum að skapa okkur nafn í þessum geira. Á komandi ferðalagi munum við hita upp fyrir Ericu Dime, sem er rísandi stjarna hér í Danmörku,“ segir hann. Aðspurður um framtíðina seg- ir Tómas að þegar tónleikaferðalag- inu lýkur liggi leiðin í hljóðver. „Við erum búnir að taka upp eitt demo- lag í kynningarskyni, það heitir Bleak og má heyra á Youtube. En í vor ætl- um við í stúdíó að taka upp okk- ar fyrstu smáskífu og við stefnum að því að gera tónlistarmyndband í kjöl- farið,“ segir hann og bætir því við að það væri gaman að koma með hljóm- sveitina hingað til lands. „Strákarn- ir eru mjög áhugasamir um að spila á Íslandi. Það væri gaman að komast á Iceland Airwaves einn daginn,“ seg- ir hann. „Maskinstorm er metnað- arfullt band sem stefnir langt,“ segir Tómas Guðmundsson að lokum. kgk Tómas Guðmundsson eltir rokkstjörnudrauminn í Danmörku Hljómsveitin Maskinstorm sem gerir út frá Árósum. F.v. Tómas Guðmundsson gítarleikari, Andreas Bjørn Madsen söngvari, Lars Bonefaas bassaleikari og trymbillinn Stevie Dalla Zuanna. Dag ur í lífi... Sóknarprests

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.