Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 15 Egilsholti 1, 310 Borgarnesi Afgreiðsla, sími 430 5500 Opið virka daga 8-18 www.kb.is, margret@kb.is Atvinna Sumarafleysingar Okkur bráðvantar 2 góða afgreiðslu– og sölumenn í verslun KB að Egilsholti 1, Borgarnesi Þekking á landbúnaði og rekstrarvörum tengdum landbúnaði æskileg Lyftarapróf æskilegt Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í apríl/maí Nánari upplýsingar gefa Margrét verslunarstjóri í síma 898-0034 tölvupóstur margret@kb.is eða Guðsteinn í síma 430-5502, tölvupóstur gudsteinn@kb.is Umsóknir sem tilgreina menntun, reynslu og fyrri störf sendast til ofangreindra. AKRANES • BORGARNES • BÚÐARDALUR • GRUNDARFJÖRÐUR • HÓLMAVÍK • HVAMMSTANGI • ÓLAFSVÍK • STYKKISHÓLMUR Starfið felst í sjúkraflutningum í dagvinnu með bakvakta- og útkallskyldu og daglegri umsjón með sjúkrabifreiðum og samskiptum við sjúkraflutningsmenn HVE í Ólafsvík í samráði við yfirmann sjúkraflutninga hjá HVE. Starfsmaður annast einnig skilgreind störf og umsjón fyrir stofnun HVE í Ólafsvík skv. starfslýsingu. • • • • • Frumkvæði, metnaður og samviskusemi • Framúrskarandi samskiptahæfni • Búseta í Ólafsvík æskileg www.hve.is undir „laus störf“. Frekari upplýsingar um starfið veitir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga HVE, netfang gisli.bjornsson@hve.is Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Merkigerði 9, 300 Akranesi. SK ES SU H O R N 2 01 6 Þegar kemur fram á þennan árstíma er oft mikið um að vera í menningarlífinu. Um liðna helgi voru frumsýnd tvö leikverk í Borgarfirði og opnuð myndlistarsýning í Safnahúsinu þar sem Mic- helle Bird sýnir litrík málverk af samferðafólki í Borgarnesi. Sýningin nefnir hún Ástkæra Borgarnes. Það var margt um manninn við opnun sýning- arinnar á laugardaginn sem verður opin alla virka daga klukkan 13.00 til 18.00 og á fimmtudögum verður Mic- helle auk þess með teikni- smiðju í hádeginu. Frásagnargáfa í bland við létta tóna Söngvarinn og lagasmið- urinn Egill Ólafsson frum- flutti á Sögulofti Landnáms- setursins á föstudaginn Eg- ils sögur, úrval sagna frá eft- irminnilegum atvikum úr hans viðburðaríka lífi. Sett var saman tveggja tíma sýn- ing. Með frásögninni flétt- ar Egill saman lög við eigin undirleik. Hann segist sjálfur segja gestum sögur af samtíð, fortíð og framtíð og ferðast í tímahulstri eigin tónlistar. Sýningu Egils var gríðarlega vel tekið á föstudagskvöld- ið og næstu daga. Frumsýn- ingargestir sem Skessuhorn ræddi við sagði að hér væri á ferðinni einn fremsti söngv- ari þjóðarinnar. „Hann býr líka yfir frásagnargáfu sem heillar mann upp úr skónum. Hrífur mann með sér í ferða- lag frá Akranesi til Dýrafjarð- ar og Lundúna. Mæli ein- dregið með þessari sýningu fyrir unnendur tónlistar Eg- ils,“ sagði Geirlaug Jóhanns- dóttir. Næstu fjórar sýningar verða föstudag og laugardag í Menningarhelgi að baki og mikið framundan þessari viku en einnig verður sýnt helgina 19. og 20. mars. Er enn hlæjandi Ungmennafélag Reykdæla frumsýndi á föstudagskvöld- ið í Logalandi átta hurða farsann Óþarfa offarsa eft- ir Bandaríkjamanninn Paul Slade Smith. Leikstjóri var Ármann Guðmundsson. Farsi þessi hefur verið færður á fjal- irnar víða um heim en þetta er í annað sinn sem verkið er sýnt á Íslandi, einungis Kópa- vogsbúar hafa fengið að njóta fram að þessu. „Ég er varla búin að jafna mig eftir frábært frumsýn- ingarkvöld. Það er langt síð- an ég hef hlegið eins mikið. Þetta var algjörlega frábært og allir eru að að skila sínu vel og sumir að koma manni gjörsamleg á óvart. Takk fyr- ir mig,“ sagði Steinunn Garð- arsdóttir sem viðstödd var frumsýningu á Óþarfa offarsa. Hún hvetur fólk til að bregða sér í Logaland og sjá þetta skemmtilega verk. Næstu sýn- ingar verða fimmtudag, föstu- dag og sunnudag. Miðapant- anir eru í síma 691-1182. Frumsýna Blessað barnalán Loks má geta þess að Ung- mennafélagið Skallagrím- ur frumsýnir næstkomandi fimmtudag gamanleikinn Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Sýnt er í félags- heimilinu Lyngbrekku. Önn- ur sýning er ráðgerð á föstu- dag og sú þriðja á laugardag og hefjast þær alltaf klukk- an 20:30. Miðapantanir eru í síma 846-2293. mm Eitt verka Michelle Bird á sýningunni. Egill fer á kostum í Egils sögum. Atriði úr Óþarfa offarsa Umf. Reykdæla. Skallagrímur frumsýnir á fimmtudaginn Blessað barnalán. JÓHANNESARPASSÍA St John Passion eftir Bob Chilcott Áhrifamikið tónverk um handtöku og krossfestingu Jesú Krists Þriðjudagur 22. mars kl 20.30 á Kalmansvöllum, Akranesi Gissur Páll Gissurarson tenór Hafsteinn Þórólfsson baríton Örn Arnarson baríton Elfa Margrét Ingvadóttir sópran Kór Akraneskirkju ásamt hljómsveit Stjórnandi Sveinn Arnar Sæmundsson Aðgangseyrir kr. 3.500 Forsala hefst í versluninni Bjargi við Stillholt föstudaginn 11. mars M yn d: © Jó na s O ttó s Héraðssjóður Borgarfjarðarprófastsdæmis

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.