Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 21 Að tíu árum liðnum, árið 2001, settust Reynir og Gísela að í Búð- ardal en Þráinn og Málfríður seldu Málfríður og Þráinn Klett og fluttu að Hríshóli. Samstarfið hefur gengið vel Átta árum síðar buðu þau Vilberg syni sínum og konu hans Kötlu Ingibjörgu að koma inn í búrekst- urinn. „Við vissum að hann lang- aði að búa þó hann hefði aldrei sagt berum orðum að hann vildi búa hér. Hann talaði utan í okkur um þetta,“ segja þau. Vilberg og Katla slógu til og fluttu í bæinn á Hrís- hóli en Þráni og Málfríði var reist nýtt hús. Segja þau samstarfið alla tíð hafa gengið vel. „Við sláumst allavega ekki enn,“ segir Málfríð- ur og hlær við. „Þetta veitir báð- um meira frelsi. Á eftir þarf Villi til dæmis að bregða sér af bæ og kem- ur ekkert fyrr en annað kvöld og þá gef ég bara á meðan. Við vorum í burtu í mánuð síðasta vetur, fórum til útlanda, tókum gott okkur frí og það var ekkert mál,“ segir Þráinn. Þegar blaðamaður biður þau um að spá um framtíðina stendur ekki á svörum. „Mér sýnist allt stefna til þess að ég endi á Barmahlíð og svo ofan í kirkjugarðinum í Garpsdal. En Þrá- inn ætlar að verða bóndi þangað til hann drepst,“ segir Málfríður og lít- ur stríðnislega á eiginmanninn. „Við búum hér áfram, erum hér í ágætis húsi og líður vel,“ segja þau. „Barna- börnin okkar á Akranesi eru alltaf spennt að koma í heimsókn til ömmu og afa og það eru forréttindi að geta boðið þeim í sveitina. Enn meiri for- réttindi eru að hafa hin barnabörnin í næsta húsi og geta farið út að leika með þeim hvenær sem er,“ segja Þrá- inn og Málfríður að lokum. kgk Eins og Skessuhorn hefur greint frá komu Landbúnaðarverðlaunin 2016 í hlut tveggja búa. Annað þeirra er Hríshóll í Reykhólasveit þar sem annars vegar búa hjónin Málfríð- ur Vilbergsdóttir og Þráinn Hjálm- arsson og hins vegar Vilberg Þráins- son og Katla Ingibjörg Tryggvadótt- ir. Eftir að blaðamaður tók hús á Vil- berg og Kötlu heimsótti hann Þrá- inn og Málfríði, óskaði þeim til ham- ingju með og vakti undir eins máls á verðlaununum. „Fyrir dugnað, framtakssemi og snyrtimennsku,“ svarar Málfríður og hjónin hlæja við en líkt og sonurinn og tengdadóttirin eru þau hógværð- in uppmáluð. „Ég veit ekki fyrir hvað við fengum þessi verðlaun,“ segir Þráinn og hristir hausinn. „Kannski af því það lítur svo vel út frá vegin- um, það blasir ekki við draslið,“ bæt- ir Málfríður við. „Fyrst og fremst finnst mér þetta gaman fyrir Reyni, hann á nú mikið í þessu og við erum glöð fyrir hans hönd,“ segja þau. Þráinn og Málfríður eru Reykja- víkurbörn og eiga engar rætur í sveit, aðrar en þær að hafa dvalið að sumri til hjá ættingjum sem börn. Þau tóku saman fyrir tvítugt og skömmu síð- ar kynntust þau Arnóri Guðlaugs- syni, sem alist hafði upp á Tind- um í Reykhólasveit. „Ég hitti hann fyrst þar sem hann var að slá með orfi og ljá við Fífuhvamminn í Kópa- vogi, þar sem Smáralindin er núna. Þá voru bara nokkrir bæir þar,“ seg- ir Þráinn. „Við Málfríður áttum tvo hesta og hann fer fljótlega að spyrja mig hvort við höfum ekkert hugs- að okkur að hefja búskap. Ég svaraði honum að við hefðum velt því fyrir okkur en ekki látið reyna á það. Svo næst þegar ég hitti hann segist hann hafa fundið jörð sem hann héldi að væri til sölu og það var Klettur,“ bæt- ir hann við. „Þá vorum við byrjuð að svipast um eftir jörð og ákváð- um að fara vestur í útilegu og gistum í tjaldi við Geiradalsána,“ segir Mál- fríður. „Okkur gekk nú erfiðlega að finna bæinn fyrst,“ segir Þráinn. „Við höfðum nefnilega aldrei komið hing- að í sveitina áður og vissum ekkert hvar hann var,“ bætir Málfríður við og þau brosa við endurminninguna. Bæinn Klett fundu þau þó á end- anum og daginn eftir drápu þau á dyr og kynntu sig fyrir bóndanum Magn- úsi Ingimundarsyni. „Hann festi okk- ur fyrir vestan,“ segir Þráinn. „Dag- inn eftir voru lögð drög að samning- um, hann vildi drífa þetta af. Þráinn varð eftir og í heyskap en ég fór ein í bæinn,“ segir Málfríður og þau brosa við. Sveitungarnir litu eftir þeim Úr varð að þau keyptu Klett og létu íbúð sína upp í jörðina, fluttu þang- að haustið 1977 og hófu sauðfjárbú- skap. Þau segja að ekki hafi öllum litist á blikuna þegar þau ákváðu að gerast bændur vestur í Reykhóla- sveit. „Við vorum bara tuttugu ára gamlir krakkar og það var reynt að stöðva okkur. Sérstaklega voru for- eldrar mínir mótfallnir þessu. Pabbi sagði að þetta væri allt of lítil jörð til að við gætum lifað af sauðfjárbú- skap,“ segir Málfríður. „En við ætl- uðum okkur og fórum bara. Áttum ekki bíl eða neitt. Við vorum bara tvítugir krakkar og ég er bara ekk- ert hissa á að fólki hafi ekki litist á þetta,“ bætir hún við. Ekki þótti öllum nýju sveitungum þeirra þetta gæfulegt en þau segja að þeim hafi engu að síður verið mjög vel tekið. „Það voru allir góðir við okkur, litu eftir okkur og hjálpuðu okkur. Bændurnir á Tindum, Gauts- dal og Bakka voru sérstaklega hjálp- samir. Ég veit ekki hvað Gugga [Guðbjörg Karlsdóttir] í Gautsdal kom oft og aðstoðaði okkur í fyrsta sauðburðinum því við kunnum þetta ekkert,“ segir Málfríður. „Við lærð- um handtökin bara jafnóðum,“ bæt- ir Þráinn við. Ætluðu að bregða búi En búskapurinn gekk vel frá upp- hafi og blaðamaður hafði spurnir af því að Þráinn og Málfríður hafi sýnt af sér mikinn dugnað og elju- semi við upphaf búskapar líkt og allar götur síðan. Árið 1980 byggðu þau ný útihús á Kletti en þangað inn fóru engar kindur, heldur svín. „Jörðin er frekar lítil og okkur leyst vel á að prófa svínarækt til að auka tekjurnar. En um 1990 varð of- framleiðsla á íslensku svínakjöti og afurðaverðið hrundi,“ segir Þráinn. Þar með lauk svínarækt á Kletti og þau segjast hafa velt því fyrir sér að bregða búi og hætta búskap. „Við ætluðum að hætta um þetta leyti en höfðum haft spurnir af því að Reyn- ir [Halldórsson] og Gísela [Hall- dórsdóttir] ætluðu að selja Hrís- hól. Við vissum ekki hvað væri hæft í því, vorum sjálf að velta því fyr- ir okkur að hætta en ákváðum samt að fara og hitta þau,“ segir Þráinn. „Það er þá sem við áttum okkur á því að við vildum ekki fara,“ segir Málfríður. „Við gerðum þeim til- boð og þau tóku því. Við sömdum um að þau byggju áfram á Hríshóli í tíu ár og fengju hluta af innlegg- inu,“ segja þau og það varð raunin. „Við áttum alltaf ákaflega gott sam- starf við Reyni og Gíselu,“ segja þau en bæta því þó við að nokkr- ir gamlir og rótgrónir bændur hafi ekki enn verið sannfærðir um unga fólkið úr Reykjavík, þrátt fyrir að þau hefðu búið á Kletti við góðan orðstír í fjórtán ár. „Reynir sagði mér seinna frá því að einhverjir hefðu haft á orði við sig að búskap- urinn yrði í lagi meðan hann og Gí- sela byggju á Hríshóli. Eftir að þau flyttu burt myndi allt fara til fjand- ans. „Ég held þeir ættu að rísa upp úr gröfinni núna,“ sagði Reynir svo um þessa sömu menn eftir að við tókum við verðlaununum um dag- inn,“ segir Þráinn og hlær við. „Við vorum bara tuttugu ára gamlir krakkar og það var reynt að stöðva okkur“ Þráinn og Málfríður yfirgáfu höfuðborgina ung og hófu búskap í Reykhólasveit Þráinn Hjálmarsson og Málfríður Vilbergsdóttir á Hríshóli. Horft yfir Hríshól í átt til Berufjarðar. Þegar blaðamann bar að garði var Þráinn bóndi í fjárhúsunum þar sem hann gekk rösklega til verks. Ærnar þökkuðu bóndanum pent og átu hvað þær gátu. - Grímshúsfélagið - Aðalfundur Grímshúsfélagsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi sunnudaginn 13. mars 2016, kl. 17:00 Dagskrá: Aðalfundarstörf samkv. 11. gr. laga Grímshúsfélagsins Áhugafólk um endurbyggingu Grímshúss í Brákarey er hvatt til að mæta SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.