Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 20166 Sex sóttu um starf skólastjóra Grundaskóla AKRANES: Akraneskaup- staður auglýsti laust starf skólastjóra Grundaskóla í byrj- un febrúar. Umsóknarfrest- urinn rann út 29. febrúar og sóttu alls sex um starfið. Einn umsækjandi dró umsóknina til baka. Ráðningarferli stendur yfir um þessar mundir og sér ráðningarstofan Capacent um úrvinnslu umsókna í samstarfi við bæjaryfirvöld á Akranesi. Umsækjendur um starf skóla- stjóra Grundaskóla eru: Að- albjörg Ingadóttir aðstoðar- skólastjóri í Norðlingaskóla, Anna Gréta Ólafsdóttir skóla- stjóri Flóaskóla, Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskóla- stjóri Brekkuskóla, Lind Völ- undardóttir verkefnisstjóri og Sigurður Arnar Sigurðarson aðstoðarskólastjóri í Grunda- skóla. –grþ Tryggvi og fé- lagar sigruðu AKRANES: Aðalsveitakeppni Briddsfélags Akraness lauk á fimmtudaginn. Fyrir úrslita- viðureignina hafði formanns- sveit Einars Guðmundsson- ar sæti að verja en átti eftir það hlutskipti að mæta sveit Tryggva Bjarnasonar sem nag- aði í hæla hennar. Sú viður- eign fór þannig að Tryggvi og félagar gjörsigruðu andstæð- inga sína 25-3 og eru Akra- nesmeistarar. Með Tryggva spiluðu þeir Þorgeir Jósefs- son, Karl Alfreðsson og Bjarni Guðmundsson. Með Ein- ari spiluðu Sigurgeir Sveins- son, Magnús Magnússon og Leó Jóhannesson. Í þriðja sæti varð sveit Guðmundar Ólaf- sonar. Næst á dagskrá hjá fé- laginu er léttur eins kvöld tví- menningur, en annan fimmtu- dag hefst Akranesmótið í tví- menningi. –mm Stuðnings- yfirlýsing vegna Straumsvíkur- deilu BORGARNES: Trúnað- armannaráð ásamt trún- aðarmönnum Stéttarfélags Vesturlands samþykkti á fundi sínum 3. mars síðast- liðinn stuðningsyfirlýsingu við hafnarverkamenn á fé- lagssvæði Hlífar í Hafnar- firði vegna aðgerða starfs- manna Rio Tinto Alcan á Íslandi. Ályktunin er svo- hljóðandi: „Trúnaðarráð Stéttarfélags Vesturlands lýsir yfir fullum stuðn- ingi við verkfallsaðgerðir félagsmanna í Verkalýðs- félaginu Hlíf í Hafnarfirði, sem beinast að útskipun á áli frá Rio Tinto Alcan á Íslandi. Framkoma for- svarsmanna fyrirtækisins sem ganga í störf hafnar- verkamanna er fyrirtækinu til háðungar. Stéttarfélag Vesturlands skorar á Sam- tök atvinnulífsins að knýja þetta aðildarfélag sitt til að ganga til samninga við verkalýðsfélögin sem samið hafa við fyrirtækið og for- vera þess, um áratugaskeið. Íslenskt verkafólk mun ekki sætta sig við að alþjóðleg- ur auðhringur á borð við Rio Tinto Alcan kollvarpi skipulagi á vinnumarkaðn- um og það ættu Samtök at- vinnulífsins ekki heldur að gera.“ –mm Borað eftir neyslu- vatni í Ölveri HVALFJ.SV: Fyr- ir skömmu var borað eft- ir neysluvatni í Ölveri í Hvalfjarðarsveit. Var það gert að undirlagi forsvars- manna KFUM og K og verður vatnið nýtt af sum- arbúðum félagsins, sem starfræktar eru á staðnum. Að sögn Þórólfs Hafstað grunnvatnsfræðings hjá ÍSOR vildu forsvarsmenn sumarbúðanna einfald- lega tryggja þeim meira neysluvatn. „Það er auðvi- tað vatnsból þarna fyrir og hefur ekki orðið skortur á vatni enn. Aftur á móti gæti orðið vatnsskort- ur í þurrkatíð að sumri einhvern tímann í fram- tíðinni. Forsvarsmenn sumarbúðanna vildu því tryggja meira af vatni til að geta betur brugðist við ef til vatnsskorts kæmi,“ segir hann. Borholan er að sögn Þórólfs við eitt horn fótboltavallarins við sum- arbúðirnar og á hann von á því að dælu verði kom- ið fyrir áður en langt um líður. Hann segir að stutt hafa verið niður á vatnið og boranir hafi gengið vel. „Þetta tókst mætavel, sem gerist ekki alltaf. Þarna vorum við nokkuð vissir um að við myndum fá vatn en það er eins og alltaf, ekki á vísan að róa.“ –kgk Þegar gengið er um fjörur Snæfells- ness má komast í náin kynni við líf- ríki sjávar og stöku sinnum finna þar sjórekna fiska eða dýr. Grund- firðingurinn Guðmundur Reynis- son fékk að kynnast því er hann var í einni af gönguferðum sínum um Eyrarodda við Urthvalafjörð síðast- liðinn þriðjudag. Þá gekk hann fram á dauðan háhyrning sem rekið hafði á land. Háhyrningurinn var nokkuð heillegur að sjá og strax daginn eftir var komin nokkur umferð fólks út á oddann til að skoða hræið enda nán- ast hægt að aka alveg upp að því á jeppum. Það er svo spurning hvað verður gert við hræið þegar fram líða stundir en fréttaritari gat ekki merkt að nokkurn óþef lægi frá því enda nokkuð kalt í veðri. Í ljós kom að um er að ræða fullorðið kvendýr, um 6 metra langt, en þau geta ein- mitt mest orðið um 6 metrar löng og allt að 7 tonn að þyngd. Kveðst ekki í vafa um ástæðuna „Það sést greinilega á þessum mynd- um af háhyrningnum sem þið birtið á vefnum að hann er með skemmdar tennur. Þegar slíkt gerist getur kom- ið sýking í kjálkabeinið, en heyrna- taugin liggur þar einnig. Þessi hval- ur hefur einfaldlega sturlast af kvöl- um og komið sér þannig í ógöngur.“ Þetta segir Vilmundur Þorgrímsson á Djúpavogi í samtali við Skessu- horn í kjölfar þess að hann sá frétt á vef Skessuhorns í síðustu viku um dauða háhyrninginn við Urthvala- fjörð. Vilmundur segir hvalina vera með afar linar tennur. Þegar þeir séu í einhæfu fæði, eins og á botni sjávar við innanverðan Breiðafjörð og ekki síst síldarhræjunum við Kolgrafa- fjörð, þá séu þeir að krafsa í botni og slíta tönnunum óeðlilega hratt upp í grjóti og skeldýrum. „Við það að tennurnar eyðast upp kemst ígerð í þær og jafnvel kjálkann líka, þeir hætta að heyra og ærast af kvölum.“ Sjálfur hefur Vilmundur sérhæft sig í rannsóknum á hvölum og rekur Beina- og steinasafn á Djúpavogi. Hann hefur keypt hræ af háhyrning- um. Meðal annars keypti hann hræ af fjórum háhyrningum sem strönd- uðu á Langanesi vorið 2013 og verk- aði af þeim beinagrindurnar. Ein slík er nú á leið á safn í Ameríku. tfk/mm Dauður háhyrningur við Urthvalafjörð Eins og sést eru tennur hvalsins uppétnar. Vilmundur Þorgrímsson telur að það hafi leitt hann til dauða. Hvalinn rak á land við Urthvalafjörð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.