Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 201614 Ólsarinn Eggert Herbertsson, sem búsettur hefur verið á Akranesi síð- astliðin þrettán ár, ætlar að hasla sér völl í ferðaþjónustu á Akranesi. Hann hefur bæði fest kaup á gistiheim- ilinu við Suðurgötu 32 á Akranesi, betur þekkt sem Gamla apótekið, og rekstrinum í Kirkjuhvoli þar sem rekið hefur verið gistiheimili undan- farin tvö ár. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Eggerti í því fallega húsi og ræddi við hann um áformin og ferðaþjónustu á Akranesi. Einn plús einn urðu meira en tveir Eggert, sem er viðskiptafræðingur að mennt, með meistaragráðu í við- skiptum, hefur komið að rekstri fyrir- tækja um allnokkurt skeið. Hann rak upplýsingatæknifyrirtækið Omnis til fjölda ára og er einn af eigendum Rit- ara.is, sem Ingibjörg Valdimarsdótt- ir eiginkona hans rekur. „Ég er bú- inn að vera í þessum tölvugeira í 17 til 18 ár. Ég stofnaði sjálfur fyrirtæk- ið Omnis fyrir tíu árum ásamt öðr- um og seldi það félag í desember. Ég ætlaði upphaflega að fjárfesta í hluta- bréfum en hætti svo við,“ segir hann og bætir því við að þá hafi hann far- ið að skoða fasteignir á vefnum, þar sem hann rakst á gistiheimilið við Suðurgötu 32. Í framhaldinu hringdi hann í Magnús Frey Ólafsson, þáver- andi eiganda gistihússins. „Ég fékk hjá honum tölur og byrjaði að reikna. Mér fannst þetta vera of lítið sem ein eining, til að gera eitthvað með þetta. Þá fór ég að skoða húsið við hlið- ina á, sem einnig er til sölu og var að spá í að blanda þessu saman og búa til eina stærri einingu en það kom í ljós að það væri of dýrt.“ Eggert hafði heyrt af því að fyrrum rekstraraðil- ar Kirkjuhvols væru að hugsa um að selja reksturinn. Hann hafði samband og fékk gefnar upp tölur. „Þá kom í ljós að einn plús einn væru meira en tveir og ég gat séð fyrir mér að ég gæti rekið þetta tvennt saman sem eina einingu. Það er samlegð í ýmsu, svo sem í fólki, bókhaldi, símsvörun og fleiri atriðum sem skipta ákveðnu máli í þessu. Ég ákvað því að kaupa reksturinn af þeim líka. Excelskjalið leit betur út þegar ég reiknaði þetta svona og það er ástæðan fyrir því að ég keypti bæði,“ útskýrir Eggert. Fjölskyldan tengd sögu Kirkjuhvols Eggert hefur enn sem komið er litla reynslu af ferðaþjónustu en hlakk- ar til að takast á við starfið. Hann er segir fyrstu skrefin felast í því að læra sem mest. „Ég er að finna út úr þessu. Er alveg blautur á bakvið eyr- un í ferðaþjónustunni en hef rekið fyrirtæki áður og hef pínu sens fyrir viðskiptum.“ Hann telur mikilvægt að byrja á því að tryggja eftirspurnina og ná henni á Akranes. „Ég er svo- lítið að vinna í því. Ég er að innleiða hugbúnaðarkerfi sem samþættir bæði Kirkjuhvol, Suðurgötu og allar bók- unarvélar sem eru opnar á netinu. Þessi aðgerð mun auðvelda vinnuna og ég vonast til að hún muni tvöfalda eftirspurnina.“ Eggert hefur nú þeg- ar hafið störf á Suðurgötunni og tók við Kirkjuhvoli síðastliðinn föstudag. Hann er spenntur fyrir verkefninu enda er Kirkjuhvoll fjölskyldunni kær. „Það eru miklar tilfinningar tengd- ar þessu húsi í fjölskyldu Ingibjarg- ar. Þetta er fyrrum prestsbústaður og afi hennar var Séra Jón M. Guð- jónsson sem bjó hér. Móðir hennar er alin upp í þessu húsi og húsið var fyrsta heimili hennar, þar sem for- eldrar Ingibjargar hófu sinn búskap hér í kjallaranum og bjuggu þar þeg- ar hún fæddist. Þá var tengdamamma forstöðumaður Listaseturs Kirkju- hvols í átján ár, þannig að saga húss- ins er ansi tengd fjölskyldunni,“ út- skýrir Eggert. Eftirspurnin er til staðar Eggert lítur björtum augum til fram- tíðar. Hann segir eftirspurnina eft- ir gistingu á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni við það vera langt um- fram framboð og að bókunarhlutfall í janúar og febrúar 2016 sé með svip- uðum hætti og um hásumar 2013. „Það má líka nefna að fótbolta- lið utan af landi sem spilaði hér um helgina fékk gistingu fyrir níu manns hér. Ég var svo spurður að því hvort þeir gætu samið við mig varðandi sumarið, þar sem öll hótel sem þeir eru vanir að gista á í gegnum tíðina eru uppbókuð. Þannig að þó við ger- um Akranes ekki að túristabæ, þá tök- um við auðveldlega við yfirfallinu frá Reykjavík,“ segir Eggert. Hann seg- ir þessa eftirspurnarþörf sem hann hefur metið gera það að verkum að hann treysti sér til að henda sér í djúpu laugina, hvað sem síðar verði. Hann telur sumarið og allt árið verða gott. „Mars er að verða fullbókaður á ákveðnum vikum í þessum mán- uði þannig að eftirspurnin er klár- lega til staðar. Það vantar bara ein- hverja miðju hérna á Akranesi, ein- hverja höfn sem heldur utan um þetta, því eitt vegur upp annað. Ég myndi til dæmis glaður fagna því ef einhver myndi opna hótel hérna, ég myndi líta á það sem tækifæri en ekki samkeppni. Ég held að þetta vegi allt hvort annað upp og auki trúverðug- leika fyrir gesti.“ Hann segist sann- færður um að fjöldi tækifæra felist í nálægðinni við höfuðborgarsvæðið, þar sem gistirými fyllast fljótt. „Það eru auðvitað ýmis önnur tækifæri, svo sem í flóasiglingunum hérna á milli. Það er möguleiki sem þarf að grandskoða og meta,“ segir Eggert. Fylgjandi stækkun á fiskþurrkun Eitt umdeildasta málið á Akranesi í dag snýr að fyrirhugaðri stækkun á fiskþurrkuninni Laugafiski, sem er í eigu HB Granda. Eggert hefur litlar áhyggjur af fyrirhugaðri stækkun og er sannfærður um að fyrirtækið geti gert það þannig að allir bæjarbúar megi vel við una. „Ég hef sjálfur fisk í blóðinu og hef mikið unnið við störf tengd sjávarútvegi. Ég er sannfærður um að HB Grandi geti gert þetta vel, ég er viss um að það er hægt,“ seg- ir Eggert. Hann hefur litlar áhyggj- ur af því að fiskþurrkunin hafi áhrif á ferðamennsku á Akranesi. Áður en hann fjárfesti í gistiheimilinu gerði hann óformlega rannsókn á umsögn- um ferðamanna á veraldarvefnum um gistingu á Akranesi. „Þetta voru allt staðfestar umsagnir og þar kom fólk með ýmsar vísbendingar. Til dæmis sögðu sumir að bærinn væri full rólegur á meðan aðrir töluðu um göturnar eða veitingastaði. En það var enginn sem talaði um vonda lykt. Af 650 athugasemdum benti einn á að Akranes væri gamall fiskibær og að þar væri smá fiskilykt sem væri eðlilegt. Það var eina athugasemd- in.“ Eggert hefur einnig lesið fjölda gestabóka frá farfuglaheimilinu við Suðurgötu og ekki fundið eina at- hugasemd. „Fólk hér í bænum er að nefna það að börn geti ekki farið út að leika fyrir ólykt. Ef það væri þann- ig yfir sumartímann, þá myndu ferða- mennirnir skrifa það. Ég er sannfærð- ur um það. Ég hef ekki meiri áhyggj- ur af þessari stækkun en svo að ég set spariféð undir á þennan blett og það í atvinnugrein sem er talin verða fyr- ir miklum áhrifum vegna stækkunar- innar,“ heldur hann áfram. Vill tengja ferðaþjónustu við sjávarútveg Eggert hefur ýmsar hugmyndir um ferðaþjónustuna á Akranesi. Ein þeirra snýst um að byggja upp ferða- þjónustu í tengslum við sjávarútveg. „Hvers vegna ekki? Við eigum mikla sögu í sjávarútvegi, inni í gamla HB húsinu er til fullt af efni sem sýnir þá sögu. Í Stakkavík er þetta gert, þar er pallur þar sem hægt er að labba út á og þar er hægt að horfa á myndbönd af veiðum, fá sér súpu og ýmislegt fleira. Það er brjálað að gera í þessu og þeir selja inn í svona ferðir,“ út- skýrir Eggert. Hann segir Íslendinga framarlega í allri fiskvinnslutækni á heimsvísu og er fullviss um að er- lendir ferðamenn hefðu ánægju af því að skoða slíkt. „Ég hef verið að vinna hjá Skaganum 3X og farið á sjávar- útvegssýningar víða um heim. Þar sér maður hversu mikil virðing er borin fyrir Íslendingum sem vinna í þessum iðnaði. Við eigum fyrirtæki á heimsmælikvarða í þessum iðnaði og þess vegna segi ég að við gætum örugglega gert út á ferðamanninn tengt sjávarútvegi. Framtíð ferðaþjónustu björt Eggert telur framtíð ferðaþjón- ustu á Akranesi tvímælalaust vera bjarta. Hann nefnir sem dæmi þeg- ar hann og eiginkonan fóru í göngu- ferð niður að vita einn sunnudags- morgun fyrir skömmu. „Þar var fjöldi gesta, allt fylltist af erlendum ferðamönnum. Þetta var bara fólk á rúntinum sem kom þarna við. Akra- nes er í alfaraleið.“ Hann bætir því við að fleiri myndu sjálfsagt leggja leið sína á Skagann ef eitthvað væri við Hvalfjarðargöngin sem myndi minna á Akranes. „Jafnvel ef bent yrði á mínútufjöldann sem tekur að keyra hingað, frekar en kílómetra- fjölda. Þá er mikilvægt að fólk viti að hér er venjulegur bær, gamalt sjáv- arþorp með áhugaverðum húsum. Hér höfum við áhugaverðan vita, hægt er að fara í sund, fjara í fjöru- ferð, ganga á fjöll og fleira sem gæti gert þetta að áhugaverðum degi. Það er nóg að sjá fyrir ferðamann- inn,“segir hann. Hann segir aukn- ingu ferðamanna á landsmeðaltali skila sér inn á Akranes og að augljóst sé að mörg tækifæri felist fyrir Akra- nes sem ferðamannabæ í því árferði sem nú er. „Eitt styður annað, fleiri fyrirtæki hjálpa hvert öðru og ég segi því meira, því betra. Maður má ekki horfa á þetta sem samkeppni. Eftir- spurnin er meiri en við getum ráð- ið við og við þurfum að fá fólk inn á Akranes. Bærinn okkar er fínn og að mörgu leyti skemmtilegur. Hér er hægt að gera út á ferðaþjónustu og við erum miðsvæðis. Það þarf ekki að dvelja í Reykjavík og gera allt þaðan. Ég tala nú ekki um þegar Reykjavík er uppseld líka.“ grþ Fjórða kvöldið í Spurningakeppni Snæfellsbæjar fór fram í Röstinni síðasta laugardagskvöld. Var það síðasta undanúrslitakvöldið og kepptu fjögur lið, GSNB Ólafsvík – stelpur kepptu á móti Leikskól- anum Kríubóli og Hraðfrystihús Hellissands keppti á móti Sjáv- ariðjunni. Það var mikið fjör og keppnin skemmtileg eins og fyrr. Það voru lið Hraðfrystihúss Hellissands og GSNB Ólafsvík – stelpur sem unnu og eru því kom- in í undanúrslit ásamt liðum frá Átthagastofu, Valafelli, Sauma- klúbbnum Preggý og GSNB Hellissandi. Undanúrslitin hefj- ast svo eftir páska og munu fara þannig fram að þau lið sem komin eru áfram munu keppa tvö og tvö í einu. Að því loknu standa uppi þrjú lið í úrslitum. Það lið sem er með lægsta stigaskorið af þeim þremur lendir sjálfkrafa í 3. sæti en hin tvö munu svo keppa um titilinn. „Gáfaðasta fólk Snæfells- bæjar“. Áætlað er að fyrri keppn- in fari fram 16. apríl og sú seinni 7. maí. Spennan verður svo í há- marki á seinna kvöldinu þar sem ekki ræðst fyrr en í hléi hvaða lið keppa um titilinn. Þessi kvöld hafa verið frábær skemmtun og þeir sem hafa kom- ið verið ánægðir með framtakið. Vildu Lionskonur í Lionsklúbbn- um Þernunni koma á framfæri þakklæti fyrir góðar móttökur. Það er nefnilega með svona við- burði eins og annað að það er ekki nóg að halda þá, það þurfa ein- hverjir að mæta og njóta og ekki er nú verra að styrkja gótt málefni í leiðinni. þa Undankeppni spurninga- keppni Snæfellsbæjar lokið Ætlar að reka tvö gistiheimili á Akranesi Eggert Herbertsson hefur fjárfest í tveimur ferðaþjónustufyrirtækjum á Akranesi. Hér er hann fyrir framan annað þeirra, Kirkjuhvol. Kirkjuhvoll er nátengdur fjölskyldusögunni. Eggert keypti farfuglaheimilið við Suðurgötu 32, betur þekkt sem Gamla apótekið. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.