Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 23 Átta hurða farsi! Útspekúleruð gildra! Illskiljanlegur leigumorðingi, góðgjarn borgarstjóri, tregar en ákaflega viljugar löggur, kynsveltur endurskoðandi, dauðhræddur yfirmaður öryggismála, gæðaleg borgarstjórafrú. Þegar þannig hópur kemur saman þá er ekki víst að neitt klikki! Næstu sýningar: 3. sýning Fimmtudag............10. mars kl. 20.00 4. sýning Föstudag ...............11. mars kl. 20.00 5. sýning Sunnudag .............13. mars kl. 20.00 6. sýning Föstudag ...............18. mars kl. 20.00 7. sýning Laugardag .............19. mars kl. 20.00 Miðapantanir í síma 435 1182 / 691 1182. Fosshótel Reykholt býður þriggja rétta leikhúsmatseðil og sértilboð á gistingu. Nánari upplýsingar í síma 435 1260 og á netfangið addi@fosshotel.is Ungmennafélag Reykdæla ÓÞARFA OFFARSI Sýnt er í Logalandi í Reykholtsdal eftir Paul Slade Smith í leikstjórn Ármanns Guðmundssonar SK ES SU H O R N 2 01 6 Við hitum upp fyrir Írska daga með Írskum vetrardögum 17. til 20. mars. Markmiðið er að tengjast Írlandi enn frekar og verður m.a. eftirfarandi í boði: Örnefnaganga í umsjá Landmælinga Íslands• Tónleikar í Akranesvita með írskum brag• Upplestur og fræðsla um írskar bókmenntir í Bókasafni Akraness• Írskt bakkelsi á Skökkinni• Fimmtudaginn 17. mars, á degi heilags Patreks, eru bæjarbúar, stofnanir og fyrirtæki á Akranesi sérstaklega hvött til að skarta grænum lit. Fylgist nánar með á www.akranes.is og www.facebook.com/IrskirdagaraAkranesi/ Írskir vetrardagar SK ES SU H O R N 2 01 6 Víðs vegar um landið héldu Rótarý- félagar upp á Rótarýdaginn laugar- daginn 27. febrúar síðastliðinn. Þema dagsins að þessu sinni var „fjölmenn- ing“ í víðum skilningi þess orðs. Deginum er ætlað að vekja athygli á starfi klúbbsins og styrkja ímynd hans. Þá var, í ljósi þemans, vakin at- hygli á fjölmenningu í nærumhverfi starfandi klúbba, á alþjóðaverkefnum Rótarý og þeirri fjölmenningu sem innan hreyfingarinnar er. Í tilefni þess blésu meðlim- ir í Rótarýklúbbi Akraness til opins fundar. Bar hann yfirskriftina „Út- lendir Skagamenn“ og var haldinn í Garðakaffi á Akranesi. Framsögu höfðu nokkrir íbúar á Akranesi sem eru af erlendu bergi brotnir. Fræddu þeir gesti stuttlega um heimaland sitt en röktu einnig ástæður þess að þeir fluttust til Íslands og sögðu frá upp- lifun sinni af landi og þjóð. Hönnuður hjá Skaganum Fyrstur tók til máls Johannes Sim- onsen frá Færeyjum. Hann flutt- ist á Akranes árið 1985, tvítugur að aldri. „Ég kynntist íslenskri stúlku og við hófum okkar búskap á Bakkatúni 14 hér á Akranesi. Við eigum fjögur uppkomin börn og tvö barnabörn,“ segir hann ánægður. Fyrst eftir komuna á Skagann kvaðst Johannes hafa starfað sem dyravörður á hótelinu. Launin hafi verið léleg og hann hafi því leitað að öðru starfi. Úr varð að hann fór á sjó- inn ári eftir að hann fluttist til lands- ins. „Ég fékk vinnu á Skipaskaga, sem nú liggur á hafsbotni og var á honum í tvö ár áður en mér bauðst pláss á frystitogaranum Örvari sem gerði út frá Skagaströnd,“ segir hann. Johannes var á sjó til ársins 1997 þegar hann fór að langa í nám. „Ég lærði vélaverkfræði í Árósum og vinn núna sem hönnuður hjá Skaganum hf. við hönnun á vinnslubúnaði fyrir verksmiðjur sem vinna uppsjávarfisk og einnig hef ég teiknað verksmiðju- skip,“ segir Johannes. „Ég hef kom- ið víða erlendis í tengslum við störf mín en alltaf haft það mjög gott hér á Íslandi,“ sagði Johannes í lok erind- is síns. Ánægð með kennara dætra sinna Næst tók til máls Tuyet Anhthi Ngu- yen frá borginni Hai Phong í Víet- nam. Hún fræddi gesti lítillega um lífið og tilveruna í Víetnam og bauð auk þess upp á myndasýningu frá heimalandinu. Þótti gestum mikið til landslagsins koma. Hún flutti á Akranes árið 2011 og starfaði í Bón- us um þriggja ára skeið en vinnur nú hjá HB Granda. „Ég heimsótti Akra- nes þegar ég kom til Íslands og fann strax að mig langaði að búa hér. Ég fékk fljótlega húsnæði og vinnu og kynntist fólki. Nú er ég orðinn Ak- urnesingur,“ segir hún glöð í bragði. Tuyet kom ásamt dætrum sínum tveimur sem þá voru níu og tólf ára. „Ég er mjög ánægð með skólalífið og kennara dætra minna í Brekkubæjar- skóla,“ segir Tuyet. Í frístundum tek- ur hún þátt í starfi ljósmyndaklúbbs og sinnir sjálfboðastarfi hjá Rauða krossinum. „Ég hitti sæta stelpu“ Uchechukwu Michael Eze, kallaður Uche, kom fyrst til Akraness frá Níg- eríu fyrir 18 árum síðan, árið 1998. „Ég settist að á klakanum, eins og þið kallið það,“ segir Uche og slær á létta strengi. Ástæðuna fyrir komu sinni hingað til lands segir hann einfalda. „Ég hitti sæta stelpu. Ástin er sterk og hingað kom ég. Í dag eigum við þrjú börn,“ segir Uche og brosir sínu breiðasta. Hann vinnur í kerskála ál- vers Norðuráls á Grundartanga en hefur áhuga á íþróttum. Síðan hann flutti til Íslands hefur hann náð sér í dómararéttindi Knattspyrnusam- bandsins og tekið að sér að þjálfa krakka í frjálsum íþróttum. Hann kveðst ekki hafa vitað mik- ið um Ísland þegar hann flutti hingað annað en að hér væri kalt. „Í Nígeríu eru bara tvær árstíðir, regntímabil og þurrkatímabil. Hér eiga að vera fjór- ar en veðrið breytist svo oft að mað- ur veit aldrei hvaða árstíð er,“ seg- ir hann en vakti máls á því að Ísland og heimaland sitt væru ekki bara ólík að veðrinu til. Nígería er fjölmenn- asta land Afríku og það sjöunda fjöl- mennasta í heimi. Þar búi 200 millj- ónir manna, fátækt sé mikil og við- brigðin hafi verið töluverð. „Þrátt fyrir ýmis vandamál í Nígeríu þykir mér ofboðslega vænt um landið mitt. En ég er á sama tíma ánægður með hvað íslenska þjóðin hefur tekið vel á móti mér og er stoltur af því að vera Íslendingur,“ segir Uche. Róin og kyrrðin stendur upp úr Shyamali Ghosh kemur frá Kalkútta, 12 milljóna borg í Vestur-Bengal hér- aði á Indlandi. Hún fræddi gesti um indversku þjóðina og lagði áherslu á hve fjölbreytt hún er. Vart við öðru að búast þegar málið er ígrund- að. Indverjar eru fjölmennasta þjóð heims, telja 1,3 milljarða eða nær fimmtung jarðarbúa. Engu að síður setji utanaðkomandi Indverja alltaf undir einn og sama hattinn. Á Ind- landi búi hins vega fjölmörg þjóðar- brot, sem tali hátt í 80 ólík tungu- mál og mállýskur og eigi sér sérstaka sögu og menningu. Maðurinn hennar, Dipu Gosh, hafði þá komið til Íslands, fyrst árið 1983 og þjálfað badminton bæði á Akranesi og í Borgarnesi, en hann er fyrrum Indlandsmeistari í íþrótt- inni. „Ísland togaði af einhverjum ástæðum í hann og hann fór aftur,“ segir hún. Eftir heimsókn hennar og sonar þeirra til landsins árið 1998 ákváðu þau að setjast hér að. Shya- mali er doktor í lífefnafræði og fékk vinnu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Vinnuna missti hún í hruninu en fékk strax vinnu hjá Rauða Krossin- um á Akranesi þegar tekið var á móti flóttamönnum frá Palestínu. „Það gaf mér tækifæri til að kynnast íslensku samfélagi í raun og ég er heppin að hafa fengið það starf,“ segir Shya- mali. Hún skveðst una hag sínum vel á Akranesi. „Róin og kyrrðin er það sem heldur mér hérna,“ seg- ir hún en viðurkennir að auðvitað sakni hún heimalandsins. „Ég sakna þess að upplifa litríka útimarkaði og í skammdeginu sakna ég sólskinsins,“ segir Shyamali. Fögnum fjölbreytileika mannlífsins Síðust tók til máls Ruth Jörgensdótt- ir Rauterberg frá Münster í Vestfalíu- héraði í Þýskalandi. Hún býr á Akra- nesi ásamt manni sínum og þremur börnum og kveðst ekki vita hvort til- viljanir eða örlögin hafi ráðið því að þau settust að í bænum. Hún læt- ur vel af Akranesi og er sérstaklega Útlendir Skagamenn deildu reynslu sinni á Rótarýdeginum á Akranesi ánægð með leikskóla barna sinna og Brekkubæjarskóla. „Á Akranesi er okkar heimili,“ segir Ruth. Hún vinnur í dag sem þroskaþjálfi í félagsmiðstöðinni Þorpinu, þró- ar tómstundastarf fyrir ungmenni og hefur síðan í haust kennt þroska- þjálfun við Háskóla Íslands. „Mark- miðið í mínu starfi passar vel við efni dagsins. Það er að fagna margbreyti- leikanum og virkja hann, leiða sam- an ólíka hópa og veita öllum börn- um tækifæri til að upplifa fjölbreyti- leika mannlífsins sem eðlilegan hlut. Þá upplifir hver og einn sig sem þátt- takanda,“ segir Ruth. Hún víkur stuttlega að sögu Müns- ter, sem var sprengd í heimsstyrjöld- inni síðari. Ruth varpar fram spurn- ingunni; „af hverju stríð?“ og svar- ið er einfalt og á góða samleið með þema dagsins: „Ef við virðum ekki margbreytileikann. Ef við látum svæði, eignir, hugmyndafræði eða eitthvað slíkt ganga ofar manneskj- unni.“ kgk Framsögumenn á fundinum. F.v. Shyamali Ghosh, Tuyet Anhthi Nguyen, Johannes Simonsen, Uchechukwu Michael Eze og Ruth Jörgensdóttir Rauterberg ásamt Guðmundi Páli Jónssyni, forseta Rótarýklúbbs Akraness. Gestir á fundinum hlýða á framsögu. Fremst fyrir miðri mynd er Magnús B Jónsson núverandi umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.