Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 201612 Aðalfundur Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu verður haldinn þann 17. mars 2016 kl. 20:00 í sal á 4. hæð Skipagötu 14, Akureyri Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins 2. Önnur mál Veitingar og happdrætti. Akureyri 25. febrúar 2016 Stjórn Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu Sjá nánar á www.kjolur.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Skagamaðurinn Hilmar Sigvalda- son fagnaði fimmtíu ára afmæli 4. mars síðastliðinn. Hilmar hef- ur vakið verðskuldaða athygli fyr- ir markaðssetningu á vitunum á Breið, þar sem hann hefur tekið á móti þúsundum gesta á síðastliðn- um fjórum árum. Í tilefni afmæl- isins bauð Hilmar til kaffisamsæt- is í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi síðastliðinn laugardag þar sem fjöldi fólks mætti til að fagna með afmælisbarninu. grþ/ Ljósm. Björn Lúðvíksson. Vitavörðurinn fimmtugur Fyrr í þessum mánuði skrifaði Ra- rik undir 25 milljóna evra lánasamn- ing við Norræna fjárfestingarbank- ann. Hér er um að ræða fjármögn- un á hluta af framkvæmdum við end- urnýjun loftlínudreifikerfisins með jarðstrengjum. Með láninu var fjár- mögnun tryggð fyrir lagningu á fyrsta áfanga endurnýjunar dreifi- kerfisins sem ljúka á árið 2020. Unn- ið hefur verið að verkefninu á undan- förnum árum og er ætlunin að draga með því úr truflunum og rafmagns- leysi vegna veðurs. Geta má þess að í óveðri í byrjun desember varð skaði á raflínum Rarik fyrir 80 milljónir í flestum landshlutum, þar á meðal á Vesturlandi. Með þessum aðgerð- um stefnir Rarik einnig að því að draga úr viðhaldsþörf og fyrirbyggja straumleysi vegna tjóna af völdum veðurs. Rarik hefur þegar lagt 55% af dreifikerfi sínu í jörð og að lokn- um fyrsta áfanga verða um 2.800 km í loftlínukerfi Rarik, en fyrirtækið hef- ur ákveðið að endurnýja allt dreifi- kerfi sitt með jarðstrengjum og ljúka því um 2035. Björn Sverrisson er deildarstjóri netreksturs Rarik á Vesturlandi. Hann hefur fyrir Skessuhorn tekið saman upplýsingar um helstu verkefni við endurnýjun á háspennu- eða dreifi- línum hjá fyrirtækinu á Vesturlandi í fyrra og í ár. „Á síðasta ári voru lagð- ir um 40 km af háspennustreng vegna endurnýjunar og nýframkvæmda og voru um 29 km af háspennulínum teknar niður. Það er liður í markmið- um fyrirtækisins að endurnýja dreif- kerfið með jarðstrengum og draga þannig úr truflunum vegna veðurs og draga úr viðhaldþörf,“ segir Björn. Helstu verkefni liðins árs Í Kjósarhreppi var um sjö km dreifi- lína frá Sogni að Hvassnesi endurnýj- uð og sex spennistöðvar endurnýjað- ar. Þá var sett upp rofastöð fjarstýr- anlegum aflrofum við Eyjatjörn, sem bætir afhendingaröryggi á svæðinu í bilana-, og viðhaldstilvikum. Í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæ- fellsnesi voru lagðir um 23 km af há- spennustreng vegna endurnýjunar á Laugagerðislínu frá aðveitustöð við Vegamót að Rauðkollsstöðum í Eyja- hreppi og voru 14 spennistöðvar end- urnýjaðar. Í Dalabyggð voru lagðir átta km af háspennustreng að endurvarps- stöð Neyðarlínunnar á Brekkumúla á Bröttubrekku. Einnig voru lagðir um þrír km af háspennustreng vegna fyrirhugaðrar dælingar á heitu vatni í Reykjadal. Lagðir voru um 1,5 km af há- spennustreng vegna tengingar Mos- vallavirkjunar í Svelgsá við dreifikerfi Rarik og fellur þessi áfangi að fyrir- hugaðri endurnýjun dreifilínu um Skógarströnd þegar þar að kemur. Þrír jarðvinnuverktakar komu að þessum strengnlagningarverkefnum í sumar, en Rarik hefur leitað tilboða í einingaverð í jarðvinnu undanfarin misseri til þess að lágmarka kostnað við þennan verkþátt. Mikil endurnýjun í Borgarfirði Að sögn Björns Sverrissonar koma flest verkefni Rarik á þessu ári vegna endurnýjunar dreifikerfisins til fram- kvæmda í Borgarfirði. „Er þá fyrst til að nefna að lagðir verða um þrír km af háspennustreng frá Stóra-Kroppi að Kleppjárnsreykjum og áfram að rofastöð við dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur við Deildartunguhver. Þá verða spennistöðvar sem tengjast þessu verkefni einnig endurnýjaðar og er áætlaður kostnaður um 34 mkr. Frá rofastöð við Deildartunguhver verður lagður um sex km háspennu- strengur að Reykholti, og þá einn- ig um fjögurra km háspennustrengs- lögn að endurvarpsstöð á Skáneyj- arbungu, ásamt endurnýjun spenni- stöðva sem tengjast þessu verkefni. Frá rofastöð við Deildartunguhver verður lagður um einn km háspennu- strengur að Deildartungu 1, ásamt endurnýjun á spennistöð. Áætlaður kostnaður vegna þessara verkefna er um 78 mkr. Lagðir verða um 8 km af há- spennustreng frá Eskiholti að Gröf, ný rofastöð sett upp við Gröf, og spennistöðvar endurnýjaðar. Áætlað- ur kostnaður við þetta verkefni er um 80 mkr. Í Dalabyggð er ráðgert að endur- nýja dreifilínu frá Svínhóli að Fells- enda með um sex km háspennu- strengslögn og skipta um sex spenni- stöðvar. Áætlaður kostnaður þetta verkefni er um 55 mkr.“ Björn segir að Rarik leiti tilboða í einingaverð í jarðvinnu til þess að lágmarka kostnað við strenglagnir og er sú vinna komin í gang í ár, þar sem auglýst hefur verið eftir jarðvinnu- verktökum til að taka þátt í tilboð- um í einingaverð í jarðvinnu. „Unnið er að leyfisöflun vegna þessara verk- efna sem ráðgert er að vinna í ár, en öflun leyfa vegna lagnaleiða er mik- ilvægur þáttur í undirbúningi fram- kvæmdar og varðar miklu gott sam- starf við landeigendur og opinberar stofnanir vegna þessa,“ segir Björn Sverrisson. mm Rarik fjölgar jarðstrengjum og fækkar loftlínum Rafstrengur plægður í jörð fyrir neðan bæina Hvamm og Haukagil í Hvítársíðu. Hér er verið að þvera Hvítá. Ljósm. Rarik. Árlega standa félagar í Reykhóla- deild Lionsklúbbs Búðardals fyrir saltkjötsveislu og ljóðakvöldi. Er það einn fjögurra sameiginlegra funda Lionsklúbbs Búðardals og Reykhóladeildar klúbbsins. Lions- félagar verja þá saman kvöldstund, snæða saltkjöt og hlýða á skemmti- atriði. Veislan var að þessu sinni haldin í matsal Reykhólaskóla síð- astliðið föstudagskvöld. Veislu- stjóri var Viðar Guðmundsson, bóndi á Miðhúsum á Ströndum. Eiginkona hans Barbara Guð- bjartsdóttir og Snorri Hjálmars- son á Syðstu-Fossum í Borgarfirði skemmtu gestum með söng við undirleik Viðars. Á hverju ári er til umfjöllunar skáld eða hagyrðingur sem á ræt- ur sínar á starfssvæði klúbbsins. „Þetta er hefð sem hefur komist á, að borða saman saltkjöt og baun- ir og hlýða á kynningu á skáldi eða hagyrðingi sem á rætur í héruðun- um,“ segir Karl Kristjánsson sem sá um skáldakynninguna ásamt Þráni Hjálmarssyni. Að þessu sinni var til umfjöllunar skáld- skapur Lárus Þórðarsonar, kenn- ara frá Börmum í Reykhólasveit, en ljóðasafn hans var gefið út árið 1976. Rúsínan í pylsuendanum var svo að sögn Karls stutt umfjöllun um föður Lárusar, Þórð Ólafsson á Börmum og Ingimund Magnússon frá Bæ, sem um 1920 ortu kerskni- og skammarvísur um hvorn ann- an. Karl flutti vísur Ingimundar og kallaðist þannig á við Þráinn sem kvað vísur Þórðar. Áhugasömum er bent á að frásögn af yrkingum þessum má nálgast í bók Játvarðs Jökuls Júlíussonar frá Miðjanesi, Hefur liðugt tungutak. Að sögn Karls var salurinn þétt setinn, um 80 manns sóttu veisl- una og þar af um góðir 20 gestir, félagar úr Lionsklúbbum á Snæ- fellsnesi. „Fólk lét vel af kvöld- inu og ég held að það hafi verið vel heppnað,“ segir Karl að lokum. kgk/ Ljósm. Svanborg Guðbjörns- dóttir. Saltkjötsveisla og ljóðakvöld á Reykhólum Þráinn Hjálmarsson á Hríshóli og Karl Kristjánsson á Kambi (t.h.), félagar í Reykhóla- deild Lionsklúbbs Búðardals, sáu um skáldakynninguna. Matsalur Reykhólaskóla var þétt setinn, en um 80 gestir sóttu veisluna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.