Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 201626 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessu- horni. 52 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Málsháttur.“ Vinningshafi er: Gígja Garðarsdóttir, Grenigrund 48, 300 Akranesi. mm Annir Sérhlj. Veiði- tæki Starf Fjötur Æst Stagl Lappast Félag- ar Hring- fari Ofbeldi Tví- stíga Klifur Spilda Roggin Púki Táknar Í Kirkju Hlóðir Nurlaði saman 4 Ölvun Sk.st. Tútta Ýfa Ötul Ýktur 7 Afrás Vand- ræði Meiðsli Nísk Síu Klampi Óhóf Safi Þræta Ugga Fuglar Rými Skrýt- inn 9 Lirfa Tvíhlj. Ívera Próf Rófa Ásaka Fljót 2 Fram- hlið Þrek Átt Ikt Usli Ofur- ölvun Fugl Rák Sérhlj. Segl Sér- hljóðar Svif Stríðni Tveir Mergð Sterk Húsdýr Átelja 5 Reglur Brak Herma 8 Metið Blíkúla Nafn spjald Útvegar Reiði- hljóð Hvað Lyfti Sið- semi Spott Mistök Bjálki Dinglar Upphr. Depill Árviss Hávaða 6 Mak- indi Sam- hljóðar 3 Asi Kunni 1 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Tilefni greina þeirra Halldórs og Þorgeirs í Skessu- horni 2. mars síð- astliðinn er undir- skriftasöfnun sú sem fram fer á vefn- um betraakranes.org. Þeir reyna báð- ir að gera þessa undirskriftarsöfnun tortryggilega vegna þess að á vefnum komi ekki fram hverjir það eru sem standa að henni. Degi áður en grein- ar þeirra Halldórs og Þorgeirs voru birtar í Skessuhorni var búið að bæta eftirfarandi á vefinn: „Að Betra Akranesi, vefnum betra- akranes.org og undirskriftasöfn- un gegn nýju deiliskipulagi á Breið, stendur áhugahópur um betri byggð á Akranesi. Þeirra á meðal teljast þessir:...“ Á eftir þessari klausu eru talin 10 nöfn, þeirra á meðal nafn undirrit- aðs. Það var auðvitað aldrei ætlun okkar að hafa það leyndarmál hverjir stæðu að þessum vef, enda höfum við sem barist höfum gegn fisk-þurrkun við íbúabyggð komið víða fram opin- berlega og aldrei leynt nöfnum okkar, enda engin ástæða til. Í grein sinni reynir Halldór Jóns- son að sannfæra lesendur um það að hausaþurrkun á Breiðinni hafi aldrei haft og muni ekki hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á Akranesi. Ég vil benda Halldóri á að við sem stöndum að Betra Akranesi höfum ekki talað mikið um þessi hugsanlegu neikvæðu áhrif, það er annað sem er okkur ofar í huga. Ég er þó nokkuð viss um það að margir þeirra sem vinna við, eða hafa áhuga á, ferðaþjónustu á Akranesi hafa af því áhyggjur að lyktarmengun muni hafa neikvæð áhrif á ferðaþjón- ustuna. Mér finnst eðlilegt að fólk hafi þessa skoðun og ég er sammála henni. Við sem stöndum að Betra Akranesi leggjum þó aðaláherslu á að fiskþurrkun og lyktarmengun sem henni fylgir mun rýra lífsgæði þeirra sem búa í nágrenni við hana. Við höf- um einnig áhyggjur af öðrum nei- kvæðum áhrifum, svo sem neikvæð- um áhrifum á útivistarsvæðið á Breið- inni, uppbyggingu gamla bæjarins og uppbyggingu Sementsreitsins. Þorgeir Jósefsson fullyrðir í grein sinni að við sem stöndum að betra- akranes.org förum með rangt mál í eftirfarandi málsgrein sem er á vefn- um okkar: „Akranes – 250 metrar frá fyrirhugaðri nýrri fiskþurrkun í næsta íbúðarhús – framleiðslugeta 600 tonn á viku.“ Um þetta vil ég segja eftir- farandi: Í „Umhverfisskýrslu fyrir deili- skipulag Breiðarsvæðis á Akranesi“ sem HB Grandi gaf út þ. 19. janú- ar s.l. segir m.a. á bls. 10: „Áfangi 1: .... Við þessar framkvæmdir aukast af- köst þurrkunar úr 170 tonna vinnslu á viku í um 250 – 300 tonn...“ „Áfangi 2: .... Við þessa framkvæmd mun af- kastagetan aukast um 300 – 350 tonn á viku...“ Þorgeir bendir réttilega á eftir- farandi fyrirvara sem gerður er við þessi áform HB Granda í auglýs- ingu um breytingu á deiliskipulag- inu: „Óheimilt er að veita bygging- arleyfi fyrir áfanga 2 nema tekist hafi að tryggja viðunandi grenndaráhrif áfanga 1 í samræmi við umfjöllun þar um í meðfylgjandi umhverfisskýrslu og sýnt verði fram á með fullnægj- andi hætti að grenndaráhrif, einkum vegna lyktar, versni ekki við byggingu áfanga 2.“ Hver á að meta „viðunandi grennd- aráhrif áfanga 1“? Að mínu mati væri eðlilegast að íbúarnir í nágrenni við fiskþurrkunina hefðu eitthvað um það mat að segja. Nei, svo er ekki. Þetta mat verður unnið með svokölluðu „óháðu lyktarskynmati“ (Umhverfis- skýrsla HB Granda bls. 17). Hvern- ig verður staðið að því? „Valdir verða 3 – 5 einstaklingar til að framkvæma lyktarskynmatið 1 – 2 sinnum í viku.“ (Umhverfisskýrsla HB Granda bls. 17). Þetta þykir mér ekki mjög traust- vekjandi. Sú staða gæti hæglega komið upp að lyktarskynmatshópurinn kæm- ist að þeirri niðurstöðu að grenndar- áhrif áfanga 1 væru viðunandi, en íbú- ar í nágrenni við fiskþurrkunina væru alls ekki sammála því. Hvernig væri staðan þá? Samkvæmt fyrirvaranum væri ekkert því til fyrirstöðu að veita byggingarleyfi fyrir áfanga 2. Það má setja upp örlítið skárra dæmi. Gefum okkur það að lyktarskynmatið leiddi í ljós að ekki hefði tekist að tryggja við- unandi grenndaráhrif áfanga 1. Þá yrði ekki gefið út byggingarleyfi fyr- ir áfanga 2. Við sætum samt uppi með lyktarmengandi fiskþurrkun með 250 – 300 tonna afköstum á viku, nálægt því helmingi afkastameiri fiskþurrkun en nú starfar. Mér litist betur á að HB Grandi gæfi út yfirlýsingu um að ef viðun- andi grenndaráhrif áfanga 1 næðust ekki þá myndi fiskþurrkuninni verða lokað. Best litist mér þó á að bæjar- yfirvöld hafni fyrirliggjandi skipu- lagstillögu og myndu hefja viðræður við HB Granda um aðra staðsetningu fyrir nýja fiskþurrkun, í sátt við alla íbúa Akraness. Hörður Ó. Helgason, uppfræðari, kennari, fyrrverandi skólameistari og knattspyrnuþjálfari m.m. Nokkrar athugasemdir við greinar Halldórs Jónssonar og Þorgeirs Jósefssonar Pennagrein Fyrsti undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent var sýndur í beinni út- sendingu á Stöð 2 á sunnudags- kvöldið. Alls voru sýnd sjö atriði af þeim 22 sem komust í undanúr- slit. Meðal þeirra sem stigu á stokk var Skagamaðurinn Símon Orri Jó- hannsson sem söng við undirleik Höllu Margrétar Jónsdóttur. Sím- on söng óperulagið Ó sole mio og stóðu þau uppi sem sigurvegarar í símakosningunni. Knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Guðmund- ur Reynir Gunnarsson, sem meðal annars hefur verið leikmaður Vík- ings Ólafsvík, kom einnig fram í þættinum, varð í þriðja sæti og laut í lægra haldi fyrir hljómsveitinni Kyrrð sem hafnaði í öðru sæti og komst því einnig í úrslit. Undanúrslitaþættirnir verða þrír talsins og verða hinir tveir sýnd- ir í beinni útsendingu sunnudag- ana 13. mars og 20. mars þar sem úrslit í símakosningu skera úr um hverjir komast áfram í úrslitaþátt- inn. Meðal þátttakenda í þættinum 20. mars eru Vestlendingarnir Eva Margrét Eiríksdóttir frá Víðigerði í Borgarfirði og Gylfi Noah Ga- briel Fleckinger Örvarsson, 14 ára söngvari úr Ólafsvík. grþ Símon og Halla komin í úrslit Ísland Got Talent Símon Orri og Halla Margrét. Kattafló hef- ur nú greinst á fleiri kött- um á höfuð- borgarsvæð- inu, segir í frétt frá Matvælastofnun. „Hætt er við að flóin sé útbreiddari en talið hefur verið. Matvælastofnun telur þó mögulegt að uppræta flóna en til þess þarf samstillt átak hunda- og katta- eigenda. Sérstaka smitgát skal við- hafa á dýrasýningum.“ Kattarfló greindist á ketti á höf- uðborgarsvæðinu í byrjun febrúar en sú tegund flóa hefur örsjaldan fund- ist hér á landi og hefur ekki verið tal- in landlæg. Í kjölfar greiningarinn- ar lét Matvælastofnun leita að flóm á köttum, sem sá sem flóin greindist á, hafði verið í tengslum við. Merki um flær fundust á einum þeirra en ekki flærnar sjálfar. Jafnframt beindi stofnunin tilmælum til dýralækna um að vera vakandi fyrir flóm á köttum og hundum sem komið væri með til þeirra. Sú skoðun leiddi í ljós fleiri dýr sem báru flóna. „Hugsanlega er kattaflóin orð- in útbreidd meðal katta, og ef til vill hunda, sem eru í einhverjum tengslum við aðra ketti eða hunda. Til að kanna útbreiðsluna hefur Matvælastofnun nú beint þeim til- mælum til dýralækna að þeir taki sýni af öllum köttum og hundum á tíma- bilinu frá 14. – 28. mars, sem kom- ið er með til þeirra og eru með ein- kenni í húð. Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum mun taka við sýn- unum og kanna hvort í þeim leynast kattaflær.“ Matvælastofnun telur mögulegt að útrýma kattaflónni en til þess þarf samstillt átak katta- og hundaeig- enda, en þessi tegund flóa lifir jafnt á hundum sem köttum. Mikilvægt er að eigendur séu vel á verði fyrir ein- kennum. Þau eru m.a. að dýrin klóra sér, sleikja eða bíta meira í húðina en venjulega. Flærnar eru sýnileg- ar með berum augum en eru fljót- ar að skjótast í skjól og því stundum erfitt að finna þær. Oft er auðveld- ara að sjá flóaskítinn. Ráð er að setja hvítt klæði undir dýrið og kemba því með flóakambi og fylgjast með hvort svört korn falla úr felldinum eða jafn- vel flærnar sjálfar. mm Fleiri kattaflær finnast Búnaðarþingi lauk síðastliðinn mið- vikudag. Sindri Sigurgeirsson var endurkjörinn formaður Bændasam- taka Íslands til tveggja ára. Þá var einnig kosið í stjórn og varastjórn samtakanna. Nú er í fyrsta sinn fimm manna stjórn en áður var hún skip- uð sjö stjórnarmönnum. Í formanns- kjörinu hlaut Sindri 40 atkvæði, Ei- ríkur Blöndal þrjú atkvæði og þrír seðlar voru auðir. Kosningarétt hafa 49 búnaðarþingsfulltrúar. Auk Sindra formanns voru Gunnar K. Eiríksson í Túnsbergi, Eiríkur Blöndal frá Jaðri í Borgarfirði, Einar Ófeigur Björnsson í Lóni II og Guðný Helga Björns- dóttir á Bessastöðum kosin í stjórn. Í varastjórn voru kosin Guðrún Lárus- dóttir í Keldudal, Oddný Steina Vals- dóttir frá Butru, Jón Magnús Jóns- son á Reykjum, Hrafnhildur Bald- ursdóttir frá Litla-Ármóti og Guð- mundur Davíðsson í Miðdal. Þór- hallur Bjarnason, Fanney Lárusdótt- ir, Guðrún Stefánsdóttir og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, sem öll sátu í síðustu stjórn Bændasamtakanna, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Fjölmörg mál komu til afgreiðslu Búnaðarþings. Hægt er að lesa um þá að vefnum bondi.is. mm Nýir í stjórn en Sindri áfram formaður Bændasamtakanna Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson bóndi í Bakkakoti var endurkjörinn formaður BÍ til tveggja ára.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.