Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 11 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Framkvæmdir við byggingar og önnur mannvirki Krauma við Deildartunguhver í Borgarfirði eru á áætlun og stefnt að því að nátt- úrulaugarnar, þessi nýjasta viðbót í ferðaflóru Vesturlands, verði opn- aðar um miðjan júní næstkomandi. Að framkvæmdinni standa tvenn hjón, þau Bára og Dagur í Gróf og Jóna Ester og Sveinn í Víðigerði. Í Krauma verða fimm heitar laugar og ein köld, tvö gufuböð með mis- munandi hitastigi og lykt, auk slök- unarrýmis með þægilegum bekkj- um og eldstæði. Þá verður veit- ingastaður, minjagripaverslun og bar í Krauma. Hönnun bygginga, baðsvæðis og mótun landslags er í höndum Bryn- hildar Sólveigardóttur arkitekts hjá Dark studio. Leifur Welding sér um innanhússhönnun ásamt Brynhildi. Eigendur Krauma segjast hafa verið mjög heppnir með hversu gott fólk þau hafa fengið í lið með sér bæði við hönnin og byggingu húsanna. Farið er að huga að ráðningu starfs- fólks og eru þau einmitt þessa dag- ana á höttunum eftir matreiðslu- manni og verður fljótlega auglýst eftir örðu starfsfólki. mm Körfuknattleiksfélag Akraness Íþróttahúsið við Vesturgötu 1. deild Fimmtudaginn 10. mars kl. 19.15 ÍA - Ármann Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs! Krauma opnuð um miðjan júní Eins og sjá má á meðfylgjandi teikningu þá verður foss sem fellur fram af einum pottinum niður í síki og þaðan áfram í læk sem liggur meðfram göngustígnum. Stígurinn liggur niður að sjálfum hvernum. Fimm heitir pottar, slökunarrými með notalegum bekkjum, gufuböð og fleira verður í Náttúrlaugunum í Krauma. Hafðu okkur með í ráðum 569 6900 08:00–16:00www.ils.is Okkar hlutverk hefur frá upphafi verið að stuðla að jafnvægi og að allir hafi jafna möguleika á að eignast húsnæði, hvar sem er á landinu. Hjá okkur færðu óháða og trausta ráðgjöf, hvort sem þú ætlar að kaupa eða leigja, þannig að þú vitir örugglega hvað þú ert að fara út í.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.