Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 25 Keppt var í tölti T3 og T7 á KB mótaröðinni í Faxaborg síðastliðinn laugardag. Alls voru 77 skráningar og gekk mótið afar vel og skemmti- lega fyrir sig, að sögn mótshald- ara. Sáust margar glæsilegar sýn- ingar. Lauk mótinu á skeiði í gegn- um höllina þar sem Guðmundur M Skúlason á Fannari bar síður úr bít- um á tímanum 5,55 sekúndur. Ann- ar varð Ólafur Guðmundsson á Nið á 5,9 sek og þriðji Lárus Ást- mar Hannesson á Skyggni á 6,16. Önnur úrslit urðu þessi: Tölt T7 - A úrslit Barnaflokkur 1. Anita Björk Björgvinsdóttir / Klöpp frá Skjólbrekku; 5,67 2. Kolbrún Katla Halldórsdóttir/ Sindri frá Keldudal; 5,58 3. Andrea Ína Jökulsdóttir / Andvari frá Borgarnesi; 5,17 4. Elín Björk Sigurþórsdóttir / Ábót frá Ytri-Löngumýri; 5,00 5. Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir / Hylling frá Minni-Borg; 4,75 6. Fjóla Rún Sölvadóttir / Dagur frá Ólafsvík; 4,58 7. Kristófer Daði Davíðsson / Tvistur frá Þingnesi; 3,67 Tölt T7 - A úrslit Unglingaflokkur 1. Annabella R Sigurðardóttir / Ormur frá Sigmundarstöðum; 7,08 2. Berghildur Björk Reynisdóttir / Óliver frá Ánabrekku; 6,08 3. Gyða Helgadóttir / Freyðir frá Mið-Fossum; 5,75 4. Húni Hilmarsson / Bubbi frá Þingholti; 5,67 5. Fanney O. Gunnarsdóttir / Skuggi frá Brimilsvöllum; 5,58 Tölt T3 - A úrslit Ungmenna- flokkur 1. Guðný Margrét Siguroddsdóttir/ Reykur frá Brennistöðum; 6,72 2. Máni Hilmarsson / Hringur frá Reykjavík ; 6,67 3. Berglind Ýr Ingvarsdóttir / Elísa frá Bakkakoti; 5,56 4. Louise Maria Adrianzon / Vordís frá Hrísdal; 5,28 5. Ólafur Axel Björnsson / Þula frá Borgarnesi; 4,00 Tölt T7 - B úrslit Opinn flokkur - 2. flokkur 1.-2. Hrafn Einarsson / Lækur frá Bjarkarhöfða; 6,00. 1.-2. Veronika Osterhammer / Kári frá Brimilsvöllum; 6,00 3. Reynir Már Sigmundsson / Embla frá Akranesi; 5,92 4. Halldóra Jónasdóttir / Stöðlun frá Nýjabæ; 5,83 5. Guðrún Sigurðardóttir / Urður frá Leirulæk; 5,58 Tölt T7 - A úrslit Opinn flokkur - 2. flokkur 1. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir / Atlas frá Tjörn; 6,67 2. Inga Vildís Bjarnadóttir / Gola frá Þingnesi; 6,42 3. Hrafn Einarsson / Lækur frá Bjarkarhöfða; 6,25 4. Helgi Baldursson / Neisti frá Grindavík; 5,83 H 5. Belinda Ottósdóttir / Skutla frá Akranesi: 5,83 6. Rósa Emilsdóttir / Toppur frá Svínafelli II; 5,75 7. Veronika Osterhammer / Kári frá Brimilsvöllum; 5,67 Tölt T3 - A úrslit Opinn flokkur - 1. flokkur 1. Ámundi Sigurðsson / Hrafn frá Smáratúni; 6,61 D 2. Gunnar Tryggvason / Ómur frá Brimilsvöllum; 6,61 3. Hrefna Rós Lárusdóttir / Hnokki frá Reykhólum; 6,17 4. Einar Gunnarsson / Illingur frá Akranesi; 5,56 5. Sif Ólafsdóttir / Eldur frá Einhamri 2; 5,50 Tölt T3 -A úrslit Opinn 1. Siguroddur Pétursson / Steggur frá Hrísdal; 7,39 2. Iðunn Svansdóttir / Fjöður frá Ólafsvík; 7,22 3. Bjarki Þór Gunnarsson / Bráinn frá Oddsstöðum I; 6,44 4. Benedikt Þór Kristjánsson / Kolur frá Kirkjuskógi; 6,33 5. Guðmundur Margeir Skúlason/ Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð; 6,11. Keppt í tölti á KB mótaröðinni Verðlaunahafar í A flokki. Ljósm. kg. Verðlaunahafar í unglingaflokki. Ljósm. kg. Annabella Sigurðardóttir og Ormur frá Sigmundarstöðum sigruðu í unglinga- flokki. Ljósm. iss. Guðný Margrét og Reykur sigruðu í ungmennaflokki. Ljósm. iss. munum, völdum, peningum og áhrifum. Og sannarlega eru bæj- arfulltrúar ekki öfundsverðir að sitja í þessari súpu. Íslenskt samfé- lag er smátt, vina- og ættartengsl út um um allt. Það krefst gífurlegs styrks að taka ákvarðanir sem eru e.t.v. í andstöðu við góða félaga eða valdamikla aðila sem þú þarft jafnvel velvild frá í öðrum málum. Sennilega er þetta sá þáttur sem hefur haft hvað mest áhrif á van- traust almennings á Íslandi á kerf- inu og kemur svo skýrt fram í sið- ferðishluta rannsóknarskýrslu Al- þingis. Fjöldi fólks veigrar sér við að segja skoðun sína eða blanda sér í mál af ótta við að það bitni á þeim með einum eða öðrum hætti. Það er auðvitað ekki til marks um lýð- ræði eða traust. Innviðir Því miður er það svo að næg at- vinna er ekki nægjanleg forsenda fyrir búsetu fólks, þá væri nú margt einfaldara hér á landi. Ein- sleit atvinnutækifæri kalla á ein- sleitari innviði. Vill bærinn fjöl- breyttari flóru fólks? Í mínum huga er það nauðsynlegt ef takast á að byggja upp gamla bæinn með sómasamlegum hætti og hvað þá að laða að fólk til að flytja á Sem- entverksmiðjureitinn. Það er nú svo, að það er önnur gerð af fólki sem velur að endurgera gömul hús til búsetu heldur en þeir sem velja að byggja nýtt. Hvorki verra eða betra fólk og báðir hóparnir mik- ilvægir. Pabbi var húsgagnasmiður og myndlistarmaður. Um árabil sleppti hann að vinna yfirvinnu í Slippn- um til að keyra fyrir Hvalfjörð í myndlistarnám í Reykjavík. Maður fékk nú að heyra hversu mikill let- ingi hann væri að sleppa yfirvinnu fyrir föndurtíma. Sjálf hef ég átt útilistaverk við Langasand sem var hent á haugana án þess svo mikið að láta mig vita af því bæjarstjór- anum fannst það ljótt. Hvorugt þessa ber vott um umburðarlyndi eða virðingu fyrir mismunandi störfum. Enda sýndi áratugastarf pabba á Byggðasafninu að þar fór ekki letingi um. Málið snýst ekki um duglega hægrimenn eða lata vinstrimenn. Það snýst um fram- tíðarsýn sem getur falið í sér aukna hagsæld sem byggir á virðingu fyr- ir fjölbreytileikanum. Gleymum ekki að frumkvöðlastarfsemi og möguleikar hugbúnaðargeirans eru nánast ótæmandi og oft ekki háðir sérstöku húsnæði eða stað heldur sameiginlegri ástríðu, hug- myndum og viðhorfi. Að lokum Ég hef hér að framan minnst á nokkur atriði sem ég tel að skipti máli fyrir framtíð bæjarins hvað varðar innri gæði og samkeppn- isstöðu. Munum að þeir sem börðust fyrir verndun húsanna á Bernhöfðstorfu við Lækjargötu í Reykjavík, voru á sínum tíma tald- ir fífl og fávitar, af mörgum. Eng- inn efast um mikilvægi húsanna í dag sem hluta af staðaranda mið- bæjarins. Á sama hátt er það fólk mikilvægt samfélaginu á Akranesi sem hefur áhuga á að vinna að endurgerð húsa í gamla bænum og nóg er af fallegum húsum í niður- níðslu. Ef sá hópur missir tiltrú á bænum er miklu tapað. Sjálf hef ég í gegnum nemenda- vinnu í háskólanum komið að vinnu fjölda verkefna sem tengjast Akranesi, s.s. skólalóð FVA, mið- bænum og nýsköpunarverkefninu Ströndin og skógurinn. Að stærst- um hluta vegna þess að ég hef haft áhuga á að leggja mitt af mörkum við að opna sýn. Sennilega á ég nú hátt í 2000 ljósmyndir af bæj- arlífi, húsum, hafi og göturýmum. Í þeim sé ég ekkert nema tæki- færi sem eru staðfest í húsakönnun sem unnin var fyrir bæinn af Guð- mundi L. Hafsteinssyni arkitekt árið 2009 og ber það fallega nafn Perla Faxaflóa. Enginn af þeim brottfluttu Skagamönnum sem ég hef rætt við skilur að þetta sé að gerast á Akra- nesi árið 2016. Allir þeir fræði- menn sem ég hef rætt við telja þetta vera að setja bæinn í sama far í stað þess að sækja fram og í engu samtali við þá góðu vinnu sem unnin hefur verið í sambandi við nýtt Akratorg og Sementverk- smiðjureit. Ágætu bæjarfulltrúar! Ábyrgð ykkar er mikil, ég hvet ykkur til að taka þyrluflug með málið, lyfta ykkur upp úr músarholuhugsunar- hætti og skoða málið í víðara sam- hengi heldur en hingað til hefur verið gert svo Akranes megi verða perla Faxaflóa. Með vinsemd og virðingu, Helena Guttormsdóttir Höf. er myndlistarmaður og lektor við umhverfisskipulagsbraut Land- búnaðarháskóla Íslands, fædd og upp- alin á Akranesi. Framtíðarsýn – hjólabærinn Akranes úr hugmynd Önnu Margrétar Sigurðar- dóttur – Hjólað á sléttunni. Að upplifa brim - hönnunarhugmynd við Reykjavíkurhöfn. Ljósm. Edda Ívarsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.