Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Síða 2

Skessuhorn - 27.04.2016, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 20162 Bið knattspyrnuáhugamanna eftir sumr- inu er senn á enda. Boltinn rúllar af stað á sunnudaginn þegar keppni hefst í Pepsí deild karla. Miðvikudaginn 11. maí hefst síð- an keppni í Pepsí deild kvenna. Áhugamenn um íslenska boltann geta því aldeilis skellt sér á völlinn innan tíðar. Norðan- og norðvestan 5-13 m/s og létt- skýjað verður á morgun, fimmtudag. Snjó- koma, einkum norðaustanlands. Vægt frost og þurrt að mestu á Suður- og Vesturlandi. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn. Hæg norðlæg átt á föstudag og stöku él fyrir norðan og aust- an. Víða bjart annars staðar. Hlýnandi veð- ur. Á sunnudag er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt og snjókomu eða slyddu um landið norðan- og austanvert, en annars skýjað með köflum. Hiti 1 til 9 stig, svalast norðaustan til. Norðaustlæg eða breytileg átt á sunnudag og mánudag. Væta í flestum landshlutum. Hiti 2 til 8 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Ætlar þú að kjósa í forsetakosningunum 25. júní?“ Yfirgnæfandi meirihluti, 68,48% sögðu „Já, alveg örugglega“ en næstflest- ir, 14,95% sögðu „Já, líklega“. „Nei, sennilega ekki“ sögðu 8,28% og 7,07% sögðu „nei, örugglega ekki“. „Hef ekki kosningarétt“ sögðu 1,21%. Í næstu viku er spurt: Ætlar þú til útlanda í sumar? Verktakafyrirtækið Þróttur verður 70 ára á sunnudaginn. Fyrirtækið hefur alla tíð ver- ið í eigu fjölskyldunnar á Ósi, sem rekið hef- ur það í blíðu og stríðu frá 1946 og alltaf á sömu kennitölunni. Fjölskyldan fær sæmd- arheitið Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Hlaut alvarlega höfuðáverka MÝRAR: Alls urðu sjö umferð- aróhöpp í umdæmi Lögreglunn- ar á Vesturlandi í liðinni viku. Aðfararnótt sumardagsins fyrsta fór pallbíll út af Snæfellsnesvegi og valt við Tungulæk skammt vestan Borgarness. Ökumaður- inn hlaut alvarlega höfuðáverka og var fluttur af vettvagni í sjúkrabíl til móts við þyrlu Land- helgisgæslunnar sem flutti hann á bráðamóttöku Landspítalans. Bíllinn gjöreyðilagðist við velt- urnar og var fjarlægður af vett- vangi með kranabíl. -mm Sex voru fluttir til skoðunar BORGARFJ: Fólksbíll sem var á leið suður fór yfir á rangan vegarhelming á þjóðveginum við Hafnarfjall síðdegis sl. sunnu- dag. Að sögn lögreglu hafnaði bíllinn á öðrum bíl sem kom úr gagnstæðri átt, þrátt fyrir að ökumaður þess bíls reyndi að aka út fyrir veg til að bjarga mál- unum. Ökumaður bíls sem kom næstur á eftir þeim sem ekið var á náði að beygja út af veginum og koma þannig í veg fyrir harða aftanákeyrslu. Ekki er ljóst hvers vegna bílnum var ekið yfir á öf- ugan vegarhelming. Alls voru sex aðilar fluttir á heilsugæslu- stöðina í Borgarnesi til frek- ari skoðunar en fólkið slapp lít- ið meitt enda allt í öryggisbelt- um og þá blésu líknarbelgirnir einnig út og tóku af þeim mesta höggið. Bílarnir voru báðir mik- ið skemmdir og óökufærir og voru þeir fjarlægðir af vettvangi með kranabíl. -mm Lýst eftir vitnum BORGARNES: Upp úr hádegi síðastliðinn laugardag var kom- ið að konu um nírætt þar sem hún lá fyrir utan dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi. Talið er líklegt að ekið hafi verið utan í göngugrind konunnar og hún þá fallið í götuna og slasast. Var konan flutt á sjúkrahús til skoð- unar. Þeir sem kynnu að geta veitt upplýsingar um þetta mál eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Vesturlandi í síma 444-0300. -mm SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm. Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. KOMDU ROTÞRÓNNI Í LAG MEÐ SEPT-O-AID UMHVER FISVÆN VARA F RÁ KEM I Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun; sett í klósett skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður. Aðalfundur Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila, fór fram 16. apríl síðastliðinn að Hraunsnefi í Norðurárdal. Í upphafi fundar flutti Elfa Björk Sævarsdóttir frá Rauða- bergi á Mýrum stutt erindi um hug- mynd sem gengur út á að veita faglega að- stoð við uppsetningu á gæðakerfi í heima- vinnslum. Elfa er matvælafræðingur að mennt og hefur unn- ið hjá Actavis síðustu 18 ár við gæðastjór- nun. Guðmundur Jón Guðmundsson, fráfar- andi formaður stjórnar Beint frá býli stiklaði á stóru um starfsemi félagsins síðasta árið. Þá tilkynnti hann að hann myndi láta af störfum í stjórn á þessum fundi, þar sem lög félags- ins heimila aðeins sex ára stanslausa setu í stjórn. Afkoma félagsins var lítið eitt verri en undanfarin ár, en það skýr- ist einkum af lækkun á styrkjum til félagsins. Félagið hefur kostað miklum fjármunum á síðustu tveim- ur árum í rekstur erinda vegna sam- skipta við MAST. Kosið var í stjórn og þar sem Guðmundur Jón Guð- mundsson hefur lokið sínum tveim- ur kjörtímabilum var kosinn nýr í stjórn til þriggja ára og hlaut Þor- grímur Einar Guðbjartsson ein- róma kosningu. Tvær bókanir voru samþykktar á fundinum upp bornar af Matthíasi Lýðssyni frá Húsavík á Ströndum: „Aðalfundur Beint frá býli þakk- ar íslenskum neytendum frábær- ar móttökur á vörum félagsmanna Beint frá býli á undanförnum árum. Með ykkar stuðningi getum við fé- lagar í BFB haldið áfram að fram- leiða hágæða vörur úr íslensku hrá- efni.“ Í annarri ályktun félagsins er skorað á Alþingi að margfalda fram- lög til byggðamála m.a. til að bæta samgöngur hvort heldur er á vegum eða á netinu. „Með því virkjum við kraft, kjark og hugmyndaauðgi íbúa landsbyggðarinnar til virðisauka fyrir alla Íslendinga.“ Voru báðar þssar tillögur einróma samþykktar. Í fundarlok voru Guðmundi Jóni Guðmundssyni færðar þakkir fyr- ir óeigingjarnt starf fyrir félagið allt frá stofnun þess og óskaði fundurinn honum velfarnaðar í þeim störfum sem hann nú tekur sér fyrir hendur. Á stjórnarfundi Beint frá býli sem haldinn var strax að afloknum að- alfundi, skipti stjórn með sér verk- um. Formaður er Þorgrímur Einar, ritari Jóhanna Bergmann Þorvalds- dóttir og gjaldkeri Hanna Kjartans- dóttir. mm/þeg Beint frá býli hélt aðalfund sinn á Hraunsnefi Fundurinn fór fram á Hraunsnefi. Ljósm. Hraunsnef á Facebook. Líkt og fram hefur komið í Skessu- horni hafa ýmsar framkvæmdir ver- ið í húsnæði Arion banka við Digra- nesgötu í Borgarnesi að undan- förnu. Arion banki opnaði nýverið afgreiðslu sína á annarri hæð húss- ins og hætti starfsemi á jarðhæð og þriðju hæð. Til stendur að opna veit- ingastað á efstu hæð hússins og á neðstu hæðinni er nú verið að inn- rétta fyrir verslunina Nordic Store. Bjarni Jónsson eigandi verslunarinn- ar segir framkvæmdir nú vera í full- um gangi og að til standi að opna í byrjun júní. Verslunin Nordic Store var upp- haflega stofnuð sem vefverslun árið 2002. Fyrsta verslunin opn- aði á Skólavörðustíg 2009 og önn- Nordic Store í húsnæði Arion banka ur við Lækjargötu tveimur árum síð- ar. Verslunin sem nú verður opnuð í Borgarnesi er sú fyrsta sem ekki er í höfuðborginni. „Við erum svolítið að veðja á aukinn ferðamannastraum til Vesturlands og teljum að Borgar- nes sé vaxandi staður. Við höfum gert greiningar á svæðinu og umferðinni þar og okkur sýnist að þarna verði mikil gróska. Borgarnes hentar vel sem áningarstaður fyrir ferðamenn um Vesturland og við lítum svo á að þetta geti orðið góð viðbót við þjón- ustuna þar,“ segir Bjarni í samtali við Skessuhorn. Hann segir verslunina verða með svipuðu sniði og Nor- dic Store í Lækjargötu. „Við verðum mest með fatnað, svo sem ullarvörur, Canada Goose úlpur og fleira. Við verðum líka með ýmsa fylgihluti, svo sem vettlinga og trefla,“ segir Bjarni. Hann segir verslunina mest vera stíl- aða inn á ferðamenn þó Íslending- ar séu einnig meðal viðskiptavina. „Þetta er samt sem áður ekki hefð- bundin túristaverslun, við erum ekki með lyklakippur og lunda. Við eig- um eftir að fínpússa vöruúrvalið en þetta verður væntanlega ekki ósvip- að og í verslun okkar við Lækjargötu í Reykjavík. Húsnæðið er stórt og býður upp á marga möguleika. Þetta hefur alla burði til að verða mjög glæsilegt og við leggjum upp úr því að gera þarna flotta verslun. Ef aðilar af svæðinu vilja selja eitthvað í versl- uninni erum við alveg opnir fyrir því. Það er bara kostur ef einhver á svæð- inu vill vera með.“ grþ Úr verslun Nordic Store við Lækjargötu í Reykjavík. Verslunin í Borgarnesi verður með svipuðu sniði og sú sem er við Lækjargötu. Það vakti athygli mastrið sem gnæfði upp úr Grundarfjarðarhöfn í síðustu viku. Þegar betur var að gáð reyndist þetta vera skútan Shimshal 2 frá Bret- landi, sem hafði leitað skjóls und- an veðrinu. Þarna voru bresk hjón á hringferð um Ísland og voru á leið til Ísafjarðar. Vegna veðurs þótti þeim ráðlegt að sigla inn Breiðafjörðinn og inn í Grundarfjarðarhöfn og bíða eft- ir að veðrið batnaði. Skútan hélt svo af stað áleiðis til Ísafjarðar eldsnemma að morgni sumardagsins fyrsta. tfk Skúta átti viðkomu

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.