Skessuhorn - 27.04.2016, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 201610
Eitt af vandamálum íslensks heil-
brigðiskerfis er löng bið eftir lið-
skiptiaðgerðum, svo sem mjaðma-
og hnéaðgerðum. Tæplega fimm-
tán hundruð manns eru nú á biðl-
ista og hafa 80% þeirra beðið í leng-
ur en þrjá mánuði. Meðalbiðtím-
inn er rúmt ár og skilar sér í mikl-
um kostnaði fyrir íslenskt samfélag.
Hópur sex MBA nema í viðskipta-
fræði og stjórnun við Háskólann í
Reykjavík gerði nýverið lokaverk-
efni þar sem hópurinn greindi þenn-
an vanda á þeim þremur sjúkrahús-
um á landinu þar sem slíkar aðgerð-
ir eru framkvæmdar; Landspítalan-
um, Heilbrigðisstofnun Vesturlands
á Akranesi og Sjúkrahúsi Akureyrar.
Í greiningunni rannsökuðu þau hvað
veldur þessum vanda og reyndu að
koma með lausnir sem miða að því
að draga úr þessum langa biðtíma
og ná honum niður fyrir þrjá mán-
uði. Hópurinn komst að þeirri nið-
urstöðu að hagkvæmast væri að opna
sérhæfða liðskiptadeild á E-deild-
inni á HVE á Akranesi en sú deild
hefur staðið lokuð um árabil. Gunn-
ar Mýrdal hjartaskurðlæknir er einn
þeirra mastersnema sem vann að
verkefninu. Skessuhorn ræddi við
Gunnar um málið.
Mun fara aftur úr
böndunum
Heilbrigðisráðherra undirritaði ný-
verið samninga við þrjár heilbrigðis-
stofnanir um þátttöku þeirra í skipu-
lögðu átaki til að stytta bið sjúklinga
eftir liðskiptiaðgerðum. Gunnar seg-
ir meðalbiðtíma í liðskiptiaðgerðum
á Íslandi vera eitt til tvö ár en seg-
ir tímann þó hafa styst aðeins með
þessum samningum. En betur má ef
duga skal. „Við gerðum heildræna
úttekt á þessu máli og skoðuðum alla
þrjá spítalana sem framkvæma þess-
ar aðgerðir. Biðlistinn hefur rok-
ið upp á síðastliðnum árum en að-
gerðafjöldi hefur farið minnkandi af
ýmsum ástæðum. Með skipulagða
átakinu er verið að fara inn á sömu
línu og var árið 2012, þetta verður
sami aðgerðafjöldi og var þá,“ segir
Gunnar. Hann segir verkefnið ekki
hafa verið unnið í samstarfi við neina
stofnun, heldur hafi verið leitað til
þessara þriggja sjúkrahúsa. „Við vor-
um að vinna þetta fyrir sjúklingana
sem eru að bíða. Í verkefninu er
vandamálinu lýst, svo köfuðum við
ofan í málið og fundum lausn,“ seg-
ir hann. Hópurinn notaði flókin
reiknimódel til að skoða málið og
til að meta þörfina eftir aðgerðum.
Þau komust að þeirri niðurstöðu að
átak heilbrigðisráðherra muni ekki
skila miklum árangri til lengri tíma
litið. „Það er til dæmis ekki gert ráð
fyrir auknu innflæði í hnéaðgerðum
og þetta mun því fara aftur úr bönd-
unum. Það þarf að auka aðgerða-
fjöldann meira og byrja á því helst í
gær. Það er ekkert hægt að bíða eft-
ir nýjum Landspítala eða slíkt,“ seg-
ir hann.
E-deildin vel nothæf
Í rannsókn sinni gerði hópurinn ít-
arlega greiningu á öllum þremur
sjúkrahúsunum og skoðaði ýmis úr-
ræði. Ein af þeim tillögum sem hóp-
urinn kemur fram með er að opna
E-deild HVE fyrir liðskiptiaðgerð-
ir, sem væri hentug og ódýr lausn.
„Þar væri hægt að fjölga aðgerðum
um 350 á næsta ári. Þetta er minnsta
fjárfestingin sem hægt er að fara í,
það þarf bara að bæta við mannskap.
Kostnaðurinn myndi hlaupa á um 25
milljónum við að opna deildina, það
þarf bara að mála og kaupa ný rúm.
Deildin er vel nothæf og það er hægt
að gera þetta með litlum tilkostn-
aði,“ útskýrir Gunnar. Hann segir
þessa úrlausn leysa aðkallandi vanda.
„Með skipulagða átakinu er verið að
setja inn peninga til að kaupa ákveð-
ið margar aðgerðir í viðbót, svo og
svo margar á hverjum stað. Við setj-
um dæmið upp þannig að þarna
væri hægt að opna fimm daga deild.
Þannig næst hagkvæmni í rekstri.
Mönnunarmál ættu ekki að verða
vandamál, þarna væri hægt að ná inn
starfsfólki sem er orðið þreytt á brá-
ðaati og vaktavinnu.“ Hann segir að
ef það tækist að koma þessu í gang
myndi verða til deild sem sérhæfir
sig í mjaðma- og hnjáliðaskiptum.
„Það sýnir sig úti í heimi að svona
sérhæfðar deildir sem sinna þröngu
sviði og ákveðnum málaflokki skila
sér í því að starfsfólkið nær góðum
fókus. Það nær að gera hlutina bet-
ur og á hagkvæmari hátt enda ekkert
annað sem truflar.“
Boltinn hjá ráðuneytinu
og HVE
Gunnar bætir því við að byrja mætti
á að gera verkefnið til þriggja ára
og sjá svo til. Ef ekki væri enn þörf
á slíkri deild að þremur árum liðn-
um, væri einfalt að loka henni aft-
ur. „En mín kenning er sú að að-
gerðum myndi bara fjölga á þessum
þremur árum. Þarna væri þá komin
sérhæfing, þekking og deildin búin
að skapa sér nafn. Þarna væri kom-
inn grundvöllur fyrir framtíðarlífi.“
Gunnar segir þó ekkert hafa ver-
ið ákveðið í þessum efnum eftir að
nemendurnir skiluðu verkefninu af
sér og getur ekki svarað því hvort
líklegt sé að af því verði að E-deild-
in verði opnuð á nýjan leik. „Þetta er
bara skólaverkefni og flest slík verk-
efni fara bara ofan í skúffu eftir kynn-
ingu. En við kynntum verkefnið vel,
bæði hjá Landlækni og ráðuneytinu.
Þar stendur verkefnið núna og það
þarf að vinna þetta áfram.“ Hann
segir málið vera undir ráðuneytinu
og Heilbrigðisstofnun Vesturlands
komið. „Við sjáum líka fyrir okkur
að þetta gæti verið samstarf hjá spít-
ölunum. Er kerfið ekki fyrir sjúk-
lingana? Við spyrjum okkur að því,“
segir hann að endingu. grþ
Vilja opna E-deildina fyrir liðskiptiaðgerðir
Húsnæði fyrrum E-deildar Sjúkrahússins á Akranesi var nýlega uppgert þegar
starfseminni var hætt. Lítið er talið kosta að opna húsnæðið á nýjan leik fyrir
þessa starfsemi. Hér til hægri má sjá umrætt húsnæði fyrrum E-deildar.
Ein af þeim skýringarmyndum sem birt er í skýrslu hópsins. Graf þetta sýnir að
fólki á biðlistum fjölgar umtalsvert á hverju ári.
Hópur meistaranemenda við Háskólann í Reykjavík stingur upp á því að opna
E - deildina á nýjan leik og nýta hana sem fimm daga deild fyrir liðskiptiaðgerðir.
Reiknistofnun Háskóla Íslands fók í
síðustu viku í notkun nýja ofurtölvu
sem mun stórefla rannsóknir á fjöl-
mörgum vísindasviðum. Ofurtölvan
opnar möguleika til rannsókna sem
byggjast á þungum tölvureikningum
við Háskóla Íslands og Háskólann í
Reykjavík. „Reiknifræði (computatio-
nal science) er ört vaxandi svið innan
vísindarannsókna, stundum sett fram
sem þriðja rannsóknaaðferðin auk
tilrauna og kennilegra rannsókna. Ís-
land hefur verið eftirbátur nágranna-
landanna á þessu sviði en nú er stig-
ið stórt skref í þá átt að jafna stöðu
íslenskra vísindamanna. Allir starfs-
menn og nemendur við Háskóla Ís-
lands og Háskólann í Reykjavík, sem
vinna í rannsóknum þar sem þungir
tölvureikningar koma við sögu, munu
geta hagnýtt sér nýja tölvubúnaðinn,“
segir í tilkynningu frá HÍ.
Sem dæmi um hagnýta notkun of-
urtölvunnar má nefna reikninga á
afoxun koltvíoxíðs með rafefnafræði
sem gæti leitt til þess að unnt verði
að nýta það til að framleiða eldsneyti,
reikninga á eiginleikum og ferlum í
sólhlöðum til að finna betri efni til
að hanna og þróa ódýrari og skilvirk-
ari sólhlöður, reikninga á nýstárleg-
um rafeindakerfum og segulkerfum
sem opna möguleika á að hanna nýjar
gerðir íhluta (devices) og úrvinnslu á
fjarkönnunarmyndum frá gervihnött-
um sem varða fjölmarga hluti á jörðu
niðri, þ.m.t. breytingar á jöklum, haf-
ís og hegðun eldfjalla, t.d. í aðdrag-
anda eldgosa. Reiknistofnun Háskóla
Íslands mun sjá um viðhald og rekst-
ur nýju ofurtölvunnar.
mm
Reiknistofa HÍ tekur í
gagnið nýja ofurtölvu
Sæþór L. Jónsson, forstöðumaður Reiknistofnunar Háskóla Íslands við nýju ofur-
tölvuna. Ljósm. ki.
Bætt hefur verið nýrri skráningu
í WorldFeng, upprunaættbók ís-
lenska hestsins, en það er skráning
á umráðamanni hvers hests. „Sam-
kvæmt nýlegum reglum Evrópu-
sambandsins um hestahald og vegna
þess að WorldFengur virkar sem raf-
rænt hestavegabréf hér að landi, er
nauðsynlegt að taka upp skráningu á
umráðamanni hrossa. Umráðamað-
ur hestsins er alltaf einn aðili og er í
raun umsjónarmaður hestsins,“ seg-
ir í tilkynningu frá Matvælastofnun.
Umráðamaður er í flestum til-
vikum sami aðili og skráður eig-
andi en vegna eftirfarandi þátta
þarf að skerpa á nokkrum atrið-
um:
Ef margir eru skráðir eigend-•
ur þá þurfa eigendur að senda
inn tilkynningu um skrán-
ingu á einum umráðamanni
(Enginn er skráður umráða-
maður hrossa í eigu fleiri
en eins aðila fyrr en eigend-
ur hafa sent inn tilkynningu,
eða skráð í heimarétt, hver
sé umráðamaður hrossins).
Ef skráður eigandi er und-•
ir lögaldri – Þá þarf einnig
að senda inn tilkynningu um
skráningu á umráðamanni.
Ef eigandi er ekki staðsettur •
í sama landi og hrossið – t.d.
útlendingar sem eiga hross
hér á landi.
•
Þá tekur Matvælastofnun fram
að ef um eigendaskipti er að ræða á
hestinum, verður hinn nýi eigandi
sjálfkrafa skráður umráðamaður ef
atriðin að ofan eiga ekki við.
Þá verður það á ábyrgð umráða-
manns að skila inn skýrsluhalds-
upplýsingum á hverju hausti. Í
því felst að skrá eða bera ábyrgð á
skráningu um afdrif hrossa, fyljun
og folaldaskráningu þeirra hrossa
sem umráðamaður hefur umráð
yfir. Jafnframt verður gert auð-
veldara að skila inn haustskýrslu
til Matvælastofnunar í gegnum
heimarétt WorldFengs og verður
það á ábyrgð umráðamanns. Með
þessu móti er reynt að tryggja
að gerð sé rétt grein fyrir öllum
hrossum í landinu við búfjáreftirlit
í samræmi við lög um búfjárhald.
mm
Hertar reglur um skráningu
umráðamanns hrossa
Nokkrir glaðbeittir hestamenn í ferð við Hreðavatn. Ljósm. úr safni Skessuhorns
sem tengist fréttinni ekki með beinum hætti.