Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2016 13 Þjónusta fyrir græna fingur Garðapokinn.is Fyllið út beiðni á www.gardapokinn .is eða hringið í síma 535 2520 og pokinn verður sóttur. Þjónustan gildir á höfuðborgarsvæð inu. Í pokann má eingöngu fara garðaúrgangur! Gardapokinn.is Þjónusta fyrir garðeigendur! Þegar þú pantar hirðingu á pokunum ferðu inn á www.gardapokinn.is og fyllir út beiðni. Einnig er hægt að hringja í síma 435 0000 og panta hirðingu. Í báðum tilfellum verða pokarnir sóttir samkvæmt áætlun sem hægt er að sjá á heimasíðunni. 77 .0 46 m ag gi te ik na ri@ si m ne t.i s Gámaþjónusta Vesturlands býður garðeigendum á Akranesi upp á þjónustu varðandi söfnun garðaúrgangs með tveimur mismunandi leiðum, Garðatunnu og Garðapoka. Höfðasel 15 • 300 Akranesi • www.gvest.is • vesturland@gamar.is • Sími: 435 0000 Garðatunnan er 240 lítra tunna sem íbúar gerast áskrifendur að. Þú pantar Garðatunnuna á www.gardatunnan.is, fyllir út beiðni og tunnan verður send til þín. Hún er losuð á tveggja vikna fresti yfir sumar- mánuðina og er hægt að sjá losunardaga á www.gardatunnan.is. Garðapokinn er veglegur og traustur plastpoki fyrir garðaúrgang. Þeir eru seldir 5 stk. í pakka og er hirðing pokanna ásamt innihaldi innifalin í verði. Þú pantar Garðapokann á www.gardapokinn.is, færð staðfestingu á pöntun og við sendum þér síðan pokana heim. Gardatunnan.is Gardatunnan.is Garðaúrgangur Eins og greint var frá í Skessu- horni í síðustu viku hefur Fjar- skiptasjóður nú samið við nokkur sveitarfélög um fyrstu greiðslur til ljósleiðaravæðingar vegna verkefn- isins Ísland ljóstengt. Þannig mun Fjarskiptasjóður koma að tengingu umm 1100 heimila á landinu fyr- ir þær 450 milljónir sem ætlað er að sjóðurinn hafi til ráðstöfunar á þessu ári. Þar af er áætlað að 188 milljónum verði varið á Norðvest- ursvæði. Aðeins tvö sveitarfélög á Vesturlandi fengu styrk úr Fjar- skiptasjóði vegna verkefnisins í ár; Eyja- og Miklaholtshreppur og Borgarbyggð. Dalamenn hafa mótmælt fram- kvæmd styrkúthlutunar úr Fjar- skiptasjóði. Þar sem aðeins þeim sveitarfélögum sem sendu inn hagstæðustu tilboðin er boðið að ganga til samninga við Fjarskipta- sjóð fær Dalabyggð ekki styrk. Þykir þeim óeðlilegt að sveitarfé- lög séu látin keppa sín á milli um úthlutun fjármuna úr ríkissjóði í tengslum við verkefnið Ísland ljós- tengt. Eins þykir þeim að dreif- býl sveitarfélög, sem hafa átt und- ir högg að sækja, eigi að njóta for- gangs við styrkveitingarnar. Sveitarstjórn tekur undir með íbúum Sveitarstjórn samþykkti í einu hljóði á fundi 19. apríl síðastliðinn að taka undir ályktun íbúafundar sem hald- inn var um málið: „Íbúafundur, haldinn í Dalabúð í Dalabyggð 12. apríl 2016 mótmælir harðlega því ranglæti sem felst í að láta sveitarfé- lög landsins keppa sín á milli um út- hlutun fjármuna ríkissjóðs til verk- efnisins Ísland ljósvætt. Í skýrslu starfshóps innanríkis- ráðuneytisins um ljósleiðaravæð- ingu Íslands, sem gefin var út síð- astliðið haust voru fyrirheit um að í þessu verkefni verði dreifbýl sveitarfélög, sem hafa átt undir högg að sækja látin njóta forgangs. Þess í stað voru settar saman út- hlutunarreglur sem sjálfkrafa seta Dalabyggð og önnur sambærileg sveitarfélög aftast í röðina. Íbúa- fundurinn hvetur innanríkisráð- herra að taka nú þegar upp áform starfshópsins og láta dreifbýl og viðkvæm svæði njóta forgangs við úthlutun fjármuna til þessa verk- efnis,“ segir í ályktun íbúafundar- ins sem sveitarstjórn tekur undir. Hefðu þurft að leggja til 46 milljónir Í fundargerð sama fundar kem- ur fram að 22 umsóknir að heild- arupphæð 570 milljónir króna hafi borist Fjarskiptasjóði á Norðvest- ursvæði, en þar voru til ráðstöfun- ar 188 milljónir, eins og áður segir. Upphæðir styrkja á tengingu nema frá 268-470 þús. krónum en með- alupphæð á tengingu nemur 420 þús. krónum. „Dalabyggð sendi inn fjórar umsóknir til að tengja 172 styrkhæfa staði. Meðaltalstyrk- ur sem sótt var um til Fjarskipta- sjóðs var um 720 þús. kr. pr. styrk- hæfa tenginu. Miðað við niðurstöð- ur umsókna hefði Dalabyggð þurft að leggja verkefninu til um 46 millj- ónir króna eða um 270 þús. kr. pr. styrkhæfa tengingu,“ segir í fundar- gerðinni. kgk/ Ljósm. sm. Dalamenn mótmæla framkvæmd úthlutana úr Fjarskiptasjóði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.