Skessuhorn - 27.04.2016, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 201618
Verktakafyrirtækið Þróttur ehf.
fagnar 70 ára afmæli sínu mánu-
daginn 2. maí næstkomandi. Fyr-
irtækið var stofnað þann dag árið
1946 af Þorsteini Stefánssyni,
Steina á Ósi, og hefur alla tíð ver-
ið fjölskyldufyrirtæki. Oddur Sig-
urðsson mágur Þorsteins var með-
eigandi á þriðjungs hlut frá 1954 til
1978. Nú eiga og reka Þrótt hjón-
in Olga Magnúsdóttir og Helgi
Þorsteinsson, sonur Steina á Ósi.
Helgi er framkvæmdastjóri Þrótt-
ar en Olga sér um fjármálahliðina.
Synirnir Magnús Þórður, Fannar
Freyr, Ómar Örn og Þorsteinn eru
allir hluthafar og Fannar og Þor-
steinn starfa báðir hjá fyrirtækinu
í dag. Ómar vinnur hjá Íslands-
banka og Magnús hjá hinum virta
fjárfestingabanka Goldman Sachs
í New York. Blaðamaður Skessu-
horns heimsótti Þrótt að morgni
síðasta miðvikudags og ræddi við
Helga, Olgu og Fannar um fyrir-
tækið og sögu þess.
Frumkvöðullinn
Steini á Ósi
Steini á Ósi var ýtumaður hjá Véla-
sjóði en fór í eigin rekstur þeg-
ar hann stofnaði Þrótt árið 1946.
Upphafið að vélaútgerð hans má
þó rekja til þess þegar hann keypti
bilaða dráttarvél suður í Kjós
nokkrum árum fyrr. „Það var Ford-
son með frostsprungnum mót-
or sem hann hófst handa við að
gera við og koma í gagnið. Hann
ók dráttavélinni fyrir Hvalfjörð
og vann á henni á leiðinni. Þegar
hann kom á leiðarenda var hann
búinn að borga upp dráttavélina.
Þannig byrjaði þetta allt saman,“
segir Helgi og brosir. „Árið 1946
keypti fyrirtækið síðan fyrstu jarð-
ýtuna. Það var International TD
14. Árið 1954 kaupir hann Ca-
terpillar jarðýtu sem Vegagerðin
hafði pantað en hætt við því ýtan
þótti of stór. Pabbi ákvað að kaupa
ýtuna og hún var aldrei of stór fyr-
ir hann,“ segir Helgi og brosir.
Þetta var tími mikillar uppbygg-
ingar á samgöngukerfi landsins og
eitt fyrstu verka Steina á Ósi fólst
í lagningu akstursfærs vegar við
Hafnarfjall. Á næstu árum og ára-
tugum átti Þróttur eftir að taka
þátt í vegagerð um allt Vesturland,
frá Hvalfirði í suðri til Gilsfjarðar
í norðri. Einnig kom Steini að því
að ýta fyrir grunni Hvalstöðvar-
innar í Hvalfirði og Sementsverk-
smiðjunnar á Akranesi og ýtti fyrir
stöllunum í grasbalanum við Akra-
nesvöll. Verkefnin voru því margs-
konar.
Þegar moka þurfti efni á vöru-
bíl smíðaði Steini skóflu sem fest
var framan á ýtutönnina. Hann dó
aldrei ráðalaus. „Þorsteinn gamli
var að mörgu leyti frumkvöðull.
Hannaði meðal annars kýlplóg
sem enn er til og enn er notaður,“
segir Olga og þegar blaðamað-
ur opinberar fávisku sýna útskýrir
Helgi hvað kýlplógur er. „Þetta er
plógur með kúlu á endanum, not-
aður til að plægja land sem er mjög
blautt. Kúlan gerir það að verkum
að sárið lokast aldrei og þannig má
ræsa fram úr jarðvegi sem er mjög
blautur,“ segir hann. „Kýlplógur-
inn olli miklum framförum í land-
búnaði á sínum tíma og þessi tækni
er enn í notkun,“ bætir hann við.
Helgi kaupir af
föður sínum
Meðan Steini átti og rak Þrótt var
fyrirtækið staðsett á Ósi þar sem
Steini sinnti alla tíð búskap með-
fram vélaútgerðinni. Hann hafði
því í nógu að snúast. Árið 1984
keypti Helgi síðan fyrirtækið af
föður sínum. Smám saman urðu
verkefnin fjölbreyttari og Þróttur
varð að alhliða verktakafyrirtæki
þó jarðvinna hafi alltaf verið fyr-
irferðamesti hluti starfseminnar.
„Þegar fyrirtækið var stofnað var
bara ein jarðýta og það var þann-
ig nánast til 1984 þegar ég kaupi
af pabba. Síðan hef ég verið að
prjóna utan á fyrirtækið, bæta við
vélaflotann og fleira, eiginlega all-
ar götur síðan,“ segir Helgi.
Fyrirtækið flutti starfsemi sína
á Akranes þar sem keypt var hús-
næði af bænum. Á Akranesi sér-
staklega og í nálægum sveitarfé-
lögum má telja fjölmargar fram-
kvæmdir sem Þróttur hefur kom-
ið að. „Við vorum með Þjóðbraut-
ina 2008 sem dæmi, þegar endur-
gerð var gamla tengingin inn í bæ-
inn. Við vorum með gatnagerð í 1.
áfanga í Skógarhverfinu, Skógar-
flötina og á Smiðjuvöllum,“ seg-
ir Helgi og nefnir einnig golfvöll-
inn sem var stækkaður úr níu hol-
um í 18. „Þar sá ég um alla jarð-
vinnu og landmótun. Jafnframt sá
ég um allar framkvæmdir við gerð
9 holu vallar fyrir Golfklúbbinn
Glanna hjá Bifröst. Einnig hef-
ur Þróttur unnið mikið fyrir Faxa-
flóahafnir við gatna- og lóðagerð
á Grundartangasvæðinu. „Við luk-
um í janúar við talsvert krefjandi
verk við útrásalagnir. Þar þurfti
að koma fyrir rörum sem voru 7,5
tonn og brunnar allt að 25 tonn á
þyngd. Það verk þurfti að vinna á
stórstraumsfjöru,“ segir Helgi.
Eitt af þeim verkum sem fyr-
irtækið hefur á sinni könnu um
þessar mundir er endurnýjun hita-
veitu í landi Mið-Fossa í Borgar-
firði. „Þorsteinn sonur okkar er
Verktakafyrirtækið Þróttur ehf. á Akranesi er 70 ára um þessar mundir:
„Lykillinn að farsælum rekstri er góður mannskapur,
tækjabúnaður, stjórnun og skipulag“
Skessuhorn ræddi við hjónin Helga Þorsteinsson og Olgu Magnúsdóttur og son þeirra Fannar Frey Helgason um fjölskyldufyrirtækið. Þorsteinn, yngsti sonur þeirra
hjóna sem einnig starfar hjá Þrótti, var staddur uppi í Borgarfirði þegar blaðamann bar að garði.
Fyrsta jarðýta Þróttar, International TD 14, sem Þorsteinn Stefánsson á Ósi keypti
árið 1946.
Þróttur kom að byggingu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem reist var á
árunum 1956-1958. Hér er Steini á Ósi að ýta fyrir grunni verksmiðjunnar.
Unnið við útrásarlagnir á Grundartanga. „Þurfti að koma fyrir rörum sem voru 7,5 tonn og brunnar allt að 25 tonn á þyngd.
Það verk þurfti að vinna á stórstraumsfjöru,“ segir Helgi.