Skessuhorn - 27.04.2016, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2016 19
einmitt uppi í Borgarfirði núna
ásamt fleirum að vinna að þessu
verki fyrir Orkuveituna. Það hef-
ur gengið mjög vel og var áætluð
tenging nýju lagnarinnar í ágúst
en mun vera fyrri hluta maímán-
aðar. Verkinu á svo ekki að skila
endanlega fyrr en vorið 2017. Við
eru jafnframt að endurbyggja sjö
kílómetra á Kjósarskarðvegi sem á
að skila í haust með bundnu slit-
lagi,“ segir Helgi. „Okkur hefur
alltaf gengið vel að skila verkum á
réttum tíma,“ bætir hann ánægð-
ur við.
Reksturinn alltaf
gengið í bylgjum
Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi vaxið
smám saman frá 1984 segir Olga
að það hafi verið um 2003 sem
það fór að stækka verulega. Þá var
nokkur uppgangur í þjóðfélaginu
og hann átti eftir að halda áfram til
nokkurra ára, eins og allir þekkja.
Þegar mest var störfuðu 20 manns
hjá Þrótti. Í dag eru starfsmenn-
irnir tíu talsins en mun fjölga lít-
illega í sumar. Þau segja að rekst-
urinn hafi alltaf gengið í bylgjum.
Langlífi fyrirtækisins þakka þau
ekki síst það að þau hafi aldrei far-
ið fram úr sér. „Við höfum allt-
af reynt að vera undirbúin und-
ir kreppur og alltaf reynt að eiga
góðan varasjóð,“ segir Olga. „Fyr-
ir hrunið pössuðum við okkur á því
að skuldsetja fyrirtækið ekki um
of. Margir hristu hausinn því það
var mjög auðvelt að fá lán,“ bæt-
ir hún við. Það átti eftir að reyn-
ast mikið gæfuspor. „Síðan eftir
að kreppan skall á fækkaði auðvit-
að verkefnunum en við komumst
ágætlega frá þeim tíma, af því við
skulduðum ekki meira en við réð-
um við. Árið 2010 seldum við ný-
lega beltagröfu til Noregs og fest-
um kaup á malarnámu við Stóru-
Fellsöxl af Hvalfjarðasveit. Það má
því eiginlega segja að við höfum
vaxið í kreppunni. Náman hafði
farið í umhverfismat og hafði öll
tilskilin leyfi og námusvæðið er
skilgreint athafnasvæði á skipulagi.
„En auðvitað höfum við lent í alls
konar hremmingum í gegnum tíð-
ina,“ segir Olga. „Ég man til dæm-
is að árið 1988 keyptum við nýja
jarðýtu og skömmu síðar var geng-
inu breytt. Það kom illa við okk-
ur en þá voru sultarólarnar bara
hertar. Við settum fyrirtækið í al-
gjöran forgang og vorum staðráð-
in í að láta þetta ganga,“ bætir hún
við. „Lykillinn að farsælum rekstri
er góður mannskapur, tækjabún-
aður, stjórnun og skipulag. Allt
þarf þetta að fara saman ef rekst-
urinn á að ganga til lengdar,“ seg-
ir Helgi.
Á fyrstu kennitölunni
Líkt og önnur fyriræki fékk Þrótt-
ur sína kennitölu þegar þær voru
teknar í notkun á Íslandi árið
1969. Kennitala fyrirtækisins er
enn sú sama. Telja eigendurn-
ir þetta algjört einsdæmi með-
al íslenskra verktakafyrirtækja.
„Ég man ekki eftir neinum öðr-
um verktökum sem eru búnir að
starfa samfleytt í 70 ár og eru enn
á sömu kennitölunni,“ segja hjón-
in og bæta því við að oft sé erfitt
að keppa við fyrirtæki sem reglu-
lega skipta um kennitölur á rekstr-
inum. Einnig sé alþekkt að bók-
haldsbrögðum sé beitt þegar fyrir-
tæki sækist eftir verkum sem boðin
eru út. „Við höfum oft horft upp
á það að fyrirtæki fái að skila inn
nýjum ársreikningum ef þau stan-
dast ekki skoðun við útboð af ein-
hverjum ástæðum. Þá er bókhaldið
bara lagað til og fyrirtækin kom-
ast upp með að undirbjóða í verk
og eru oft komin í þrot áður en
langt um líður. Síðan sér maður
sömu mennina komna með fyr-
irtæki á nýrri kennitölu skömmu
síðar. Þetta hafa menn komist upp
með alla tíð en sem betur fer segj-
ast stjórnvöld ætla að fara að taka
á þessum málum,“ segja Olga og
Helgi.
Togaði alltaf í Fannar
Eins og áður sagði eru allir bræð-
urnir hluthafar í fyrirtækinu og
starfa Fannar og Þorsteinn þar
í dag. Fannar hefur undanfar-
in misseri komið í auknum mæli
að stjórnun fyrirtækisins og fað-
ir hans stefnir á að minnka við sig.
Hann kveðst ánægður með þá þró-
un mála. „Ég vann hér öll sumur
þegar ég var yngri og líkaði vel,“
segir Fannar. „Ég prófaði ýmislegt
annað, flutti til Reykjavíkur og fór í
háskólanám. En það togaði alltaf í
mig að koma aftur, mér finnst þetta
skemmtilegt,“ bætir hann við.
Foreldrarnir segjast ánægðir að
tveir bræðranna starfi hjá fyrirtæk-
inu í dag. „Þeir hafa allir unnið hér
á einhverjum tímapunkti en það
hefur aldrei verið nein kvöð á strák-
ana að vera hér, alls ekki. Við höf-
um hvatt þá til að prófa annað og
það hafa þeir gert. Dyrnar standa
þeim aftur á móti alltaf opnar vilji
þeir snúa aftur. Við erum ánægð að
hafa Fannar og Þorstein með okk-
ur í dag en þykir alveg jafn gott að
vita til þess að Magnús og Ómar
séu ánægðir í starfi annars staðar,“
segja hjónin.
Fjölskyldufyrirtæki um
ókomna tíð
Í tilefni afmælisins bauð Þróttur
starfsfólki sínu á Bauma vélasýn-
inguna sem haldin var í München
í Þýskalandi snemma í apríl. „Við
erum lítið partífólk og ákváðum
því að halda ekki til veislu,“ segir
Olga. „Þess í stað ákváðum við að
gera eitthvað fyrir starfsfólkið og
bjóða því út á þessa sýningu,“ bætir
Helgi við og segir ferðina hafa ver-
ið ánægjulega.
Í framtíðinni telja þau að rekst-
ur Þróttar muni halda áfram með
svipuðu sniði og verið hefur. „Verk-
efnastaðan er góð og það er allt að
lifna við aftur,“ segja þau og horfa
björtum augum til framtíðar. Kveð-
ast þau meðal annars, með tíð og
tíma, ætla að kanna möguleika á
efnisvinnslu úr námunni við Stóru-
Fellsöxl. „Náman er svolítið óskrif-
að blað hjá okkur og var hugsuð sem
einskonar lífeyrir fyrir okkur hjón-
in. Þar eru miklir möguleikar sem
hafa ekki verið kannaðir í þaula.“
Segjast þau standa vel að vígi í efn-
issölu á Grundartangasvæðinu en
velta jafnframt upp möguleikanum
á efnissölu til steypustöðva á höfuð-
borgarsvæðinu og víðar, auk ann-
arrar efnistöku.
En eitt er víst, Þróttur verður í
eigu fjölskyldunnar um ókomna
tíð. „Svo lengi sem við stöndum í
þessu þá verður þetta fjölskyldufyr-
irtæki,“ segir Olga. kgk
Gatnagerð á Grundartanga.
Fjölskyldan öll saman komin þegar Magnús gifti sig á Indlandi. Hjónin Helgi og Olga sitja en standandi eru f.v. Sigurbjörg
Gyða Guðmundsdóttir næst manni sínum Ómari. Þá bræður hans Þorsteinn, Magnús og Fannar ásamt konu sinni Sigríði Rún
Steinarsdóttur.
Í tilefni sjötugsafmælis Þróttar var starfsfólki boðið til Þýskalands á Bauma
vélasýninguna í München fyrr í þessum mánuði.
Starfsfólk Þróttar við kvöldverðarborðið á Bauma sýningunni í München.
Ein af nýrri vélunum í flota Þróttar. Caterpillar 336E, 36 tonna beltagrafa, hér
útbúin ripper.