Skessuhorn - 27.04.2016, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2016 25
Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum
óskar eftir að ráða í eftirfarandi störf:
Sumarafleysingar í verksmiðju og við löndun.
Störf á verkstæði við viðhald og viðgerðir.
Viðhaldsformann á verkstæði félagsins.
Æskileg reynsla og hæfni:
Frumkvæði
Samviskusemi og vandvirkni
Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
Vinnuvélaréttindi
Öryggisvitund og þátttaka og virðing fyrir
öryggiskröfum er skilyrði.
Þörungaverksmiðjan byggir á sjálfbærri nýtingu á
þangi og þara í Breiðafirði og framleiðir mjöl af háum
gæðum til fjölbreyttra nota.
Afurðir eru lífrænt vottaðar og seldar um allan heim.
Verkamiðjan gerir strangar kröfur um umhverfismál
og setur öryggi starfsmanna í öndvegi.
Áhugasamir hafi samband við Bjarna Þór Bjarnason
í síma 849-7080 eða Birnu Björnsdóttur í síma
864-9283 eða birna@thorverk.is.
Atvinna
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI
Eiríkur J. Ingólfsson ehf.
S
ke
ss
uh
or
n
20
13
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Búðardalur 2016
Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf.
Vesturbraut 20
Mánudaginn 2. maí
Þriðjudaginn 3. maí
Miðvikudaginn 4. maí
Allar stærðir ökutækja skoðaðar
Tímapantanir í síma 570 – 9090
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Það var margt um manninn og mik-
il dagskrá í Safnahúsi Borgarfjarð-
ar á sumardaginn fyrsta. Um nónbil
var boðið upp á tónleika sem nefn-
ast Sumarbragur. Á þeim fluttu nem-
endur í Tónlistarskóla Borgarfjarðar
eigin lög við ljóð Snorra Hjartarson-
ar skálds, sem fæddist á Hvanneyri en
ólst upp í Arnarholti í Stafholtstung-
um. Nemendurnir fluttu þarna, þrátt
fyrir ungan aldur, skemmtileg lög og
tónlist með aðstoð kennara sinna í
Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Theo-
dóra Þorsteinsdóttir tónlistarskóla-
stjóri stýrði þeim hluta samkomunn-
ar en Guðrún Jónsdóttir forstöðu-
maður Safnahússins stýrði samkom-
unni að öðru leyti. Sagði hún frá til-
urð þessa samstarfs Safnahússins og
Tónlistarskólans sem orðinn er fast-
ur liður í starfseminni þar sem lögð er
áhersla á listsköpun og miðlun henn-
ar. Þá bauð Guðrún velkominn Phi-
lippe O’Quin, franska sendiherrann á
Íslandi, og ávarpaði hann einnig sam-
komuna. Ástæða heimsóknar hans er
að búið er að setja upp í Safnahús-
inu sýningu til að minnast sjóslyssins
mikla þegar fanska skipið Pourquoi
pas? fórst út af Mýrum fyrir 80 árum.
Sýningin er á spjöldum í stigagangi,
en hönnuður hennar er Heiður Hörn
Hjartardóttir.
Síðari hluti dagskrárinnar var opn-
un á ljósmyndasýningu Sigurjóns Ein-
arssonar í Hallsteinssal, en sýninguna
nefnir hann Refi og menn. Sigurjón
hefur fylgst með fimm refaskyttum
að störfum í héraðinu. Valdar ljós-
myndir úr veiðiferðum prýða veggi
og störfum refaveiðimanna gerð
skemmtileg skil. Skytturnar fimm eru
þeir Snorri Jóhannsson, Snorri Jó-
hannesson, Páll Jensson, Þórir Indr-
iðason og Birgir Hauksson.
Guðrún Jónsdóttir sagði jafnframt
frá því að nú hefur safninu áskotnast
haförn í fuglasafnið, en það er ung
uppstoppuð assa. Þá hefur verið opn-
uð ný heimasíða Safnahúss Borgar-
fjarðar á safnahus.is og ljósmynda-
samkeppni hefur verið hrundið af
stað. mm
Sýning opnuð og tónleikar í sumarbyrjun
Hluti af yngstu nemendunum flytja tónverk sitt við ljóð
Snorra Hjartarsonar.
Lisbeth Inga Kristófersdóttir og Ingibjörg Þórðardóttir flytja
Þjóðlag við undirleik Ólafs Flosasonar.
Sigurjón Einarsson ljósmyndari ásamt syni sínum Herði Smára.
Guðrún Jónsdóttir og Philippe O’Quin að skoða sýninguna um Pourquoi pas?
slysið fyrir 80 árum.
Nýr sveitarstjóri Borgarbyggðar var meðal gesta, en Gunnlaugur A Júlíusson er
mættur til starfa. Ljósm. safnahus.is
Á ljósmyndasýningunni er refaveiðimönnum og lágfótu gerð skil. Hér er Snorri
Jóhannsson.
Rita og Páll í Grenigerð skoða sýningu Sigurjóns, þar sem refaveiðum Páls eru
meðal annars gerð skil.
Þessi ungi maður flutti sitt lag á fiðlu
en einnig á píanó.