Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Qupperneq 26

Skessuhorn - 27.04.2016, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 201626 Knattspyrnusumarið 2016 er í þann mund að hefjast. Sunnudaginn 1. maí rúllar boltinn af stað þegar fjór- ir leikir verða leiknir í Pepsí deild karla. Vestlendingar eiga tvo fulltrúa í efstu deild karla þetta sumarið; ÍA og Víking Ólafsvík. Bæði hefja leik á útivelli á sunnudagskvöld. Víking- ar fara í Kópavoginn og heimsækja Breiðablik en Skagamenn halda út til Eyja þar sem þeir mæta ÍBV. Víkingar áttu frábært tímabil í 1. deildinni í fyrra, hrifsuðu efsta sæt- ið þegar þrjár umferðir voru eftir og tryggðu sér þar með öruggt sæti í deild þeirra bestu. Nú leika Ólafs- víkingar í efstu deild öðru sinni á fjórum árum og jafnframt í annað sinn í sögu félagsins. Skagamenn eru á sínu öðru tíma- bili í Pepsí deildinni. Þeir höfnuðu í 7. sæti síðasta sumar og höfðu tryggt áframhaldandi veru sína í deild þeirra bestu þegar tveir leikir voru eftir af mótinu. Það voru hins veg- ar FH-ingar sem hömpuðu Íslands- meistaratitlinum. Getspakir gera sér það gjarnan að leik að reyna að skyggnast inn í fram- tíðina. Víða hafa birst spár um gengi liða á komandi Íslandsmóti. Alla jafnan sjá spámennirnir Vesturlands- liðin nær botninum en fjær; nýlið- um Víkings er víðast hvar spáð falli en ÍA fallbaráttu. En enginn þess- ara spámanna er Nostradamus sjálf- ur og því geta Vestlendingar leyft sér að vona að bæði Víkingur og ÍA geri betur en spámenn þykjast sjá. Þjálf- arar liðanna eru í það minnsta stað- ráðnir í að gera vel í sumar og bíða komandi tímabils með eftirvænt- ingu. Skessuhorn ræddi við þá Ejub Purisevic, þjálfara Víkings og Gunn- laug Jónsson, þjálfara ÍA. kgk Boltinn rúllar af stað um næstu helgi Knattspyrnusumarið 2016 hefst formlega sunnudaginn 1. maí næst- komandi þegar leiknir verða fjórir leikir í Pepsí deild karla. ÍA er á sínu öðru tímabili í deild þeirra bestu, en liðið hafnaði í 7. sæti í fyrra og þyk- ir það góður árangur hjá nýliðum. Skagamenn mæta ÍBV á Hásteins- velli í Vestmannaeyjum í fyrsta leik sumarsins. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, var bjartsýnn þegar blaðamaður Skessuhorns heyrði í honum hljóðið á mánu- dag. „Mér líst bara vel á þetta. Það er alltaf gaman þegar stutt er í mót og við hlökkum til að taka slag- inn,“ segir Gunnlaugur og mark- mið sumarsins er skýrt. „Markmið- ið er að festa okkur enn betur í sessi í þessari deild. Við náðum 7. sætinu síðast og vonandi getum við byggt ofan á það og lagt grunn að frek- ari velgengni Skagaliðsins á næstu árum,“ segir Gunnlaugur. Sáttur með undirbúningstímabilið Þjálfarinn kveðst heilt yfir sáttur við gengi liðsins á undirbúningstíma- bilinu, liðið vann til að mynda þrjá af fimm leikjum Lengjubikarsins, gerði eitt jafntefli og tapaði einum. „Ég er nokkuð sáttur við Lengju- bikarinn en auðvitað ósáttur að við skyldum glutra niður frábæru tæki- færi til að vinna Hauka. Þar vorum við 3-0 yfir og það var klaufaskap- ur að missa þann leik í jafntefli. Það gerði vonir okkar um að komast í átta liða úrslit heldur veikari. Við snerum þó við taflinu, unnum Vík- ing R. í síðasta leiknum og það var aðeins á betri markatölu sem KR fór áfram en ekki við,“ segir Gunn- laugur. „En heilt yfir er ég ánægð- ur með spilamennsku liðsins á und- irbúningstímabilinu. Þó við höfum tapað síðasta æfingaleiknum á móti Selfossi þá voru hlutir í þeim leik sem voru í fínu lagi. Við sköpuð- um okkur mikið af færum og sigur- markið þeirra var mjög ódýrt,“ seg- ir hann. Nokkur meiðsli hafa hrjáð hóp ÍA á undirbúningstímabilinu. Gunnlaugur á hins vegar ekki von á að menn verði lengi frá til viðbót- ar og mæti klárir í fyrsta leik eða snemma móts. „Eins og hjá fleiri liðum hafa leikmenn okkar átt í nokkrum meiðslum undanfarið. Garðar Gunnlaugs spilaði reyndar 90 mínútur í síðasta leik og það er mikilvægt að fá hann inn fyrir mót. Hann hafði verið dálítið frá þar á undan. Ásgeir Marteins var óhepp- inn að handarbrotna um daginn en hann ætti að vera kominn á fulla ferð í næstu viku. Svo styttist óðum í Hall Flosa en að öðru leyti eru lítil meiðsli í hópnum,“ segir hann. Leita að miðjumanni Kjarni ÍA liðsins er sá hinn sami og síðasta sumar. Liðið heldur lykil- mönnum sínum frá því í fyrra en hefur ekki bætt við mörgum leik- mönnum utan frá. Áfram verð- ur því lögð áhersla á að sækja leik- menn í yngri flokka starfið. „Við höfum fengið öfluga stráka upp í vetur sem hafa staðið sig feyki- lega vel. Þannig höfum við styrkt hópinn og það er okkar trú að þeir muni fá sénsinn í sumar og geti sett pressu á þá sem fyrir eru,“ seg- ir Gunnlaugur. Einu leikmenn- irnir sem koma frá öðrum liðum eru miðvörðurinn Andri Geir Al- exandersson, sem gengur aftur til liðs við uppeldisfélagið frá HK, og norski sóknarmaðurinn Mart- in Hummervoll sem kemur á láni frá Viking í Stafangri. „Þeir munu að sjálfsögðu styrkja liðið,“ segir Gunnlaugur, „en við höfum gefið það út að við erum að leita að ein- um miðjumanni,“ bætir hann við en segir ekkert benda til þess að sá leikmaður bætist við hópinn fyrir mót, eins og staðan er í dag. „Það er alveg skýrt að við viljum ekki taka inn mann bara til að taka inn mann. Hann þarf að styrkja liðið og koma með eitthvað nýtt. Við höf- um skoðað marga leikmenn en ekki fundið þann rétta. Félagaskipta- glugginn lokar ekki fyrr en 15. maí og við verðum bara að sjá til hvort við finnum rétta leikmanninn fyrir þann tíma,“ segir Gunnlaugur. Uppleggið svipað og síðast Skagamenn lögðu upp með það síðasta sumar að liggja til baka og beita löngum spyrnum fram völl- inn. Liðið býr vel að eiga mark- vörðinn Árna Snæ Ólafsson, sem er að öðrum ólöstuðum einn af betri spyrnumönnum deildarinnar. Gaf leikstíll liðsins góða raun heilt yfir, 7. sætið var staðreynd sem er betri árangur en bjartsýnustu menn þorðu að spá þáverandi ný- liðum. Gunnlaugur segir að á kom- andi sumri verði uppleggið af svip- uðum toga. „Við höfum auðvitað reynt að þróa leik liðsins en vissu- lega erum við með mjög öflugan markmann sem er dálítið öðruvísi en gengur og gerist í þessari deild. Hans styrkleika munum við klár- lega nýta áfram. Hinum megin á vellinum erum við með Garðar, sem er að mínu mati besti „target“ maðurinn í þessari deild. Þegar vel tekst til skapar það mikinn usla að hann fái boltann framarlega á vell- inum. Síðan erum við með öfluga leikmenn í kringum hann sem geta brotið leikinn upp,“ segir Gunn- laugur. „Við munum því byggja áfram á öflugum varnarleik og reyna að stríða andstæðingum okk- ar með skyndisóknum. Það reynd- ist vel í fyrra og hefur gefið góða raun á undirbúningstímabilinu, lið- ið hefur skorað mikið í vetur. Þann- ig að við erum bara brattir og von- andi getum við að auki komið and- stæðingum okkar á óvart með nýj- um hlutum,“ bætir hann við. Gunnlaugur vill að lokum hvetja Skagamenn til að fylkja sér á bak- við liðið í sumar. „Ég vona að það skapist stemning í kringum lið- ið, að fólk mæti á völlinn og styðji strákana áfram í blíðu og stríðu. Við gerum okkur grein fyrir að það getur komið bakslag. Þess vegna þurfum við að eiga gott bak- land í fólkinu í bænum og stuðn- ingsmönnum liðsins,“ segir Gunn- laugur Jónsson, þjálfari Skaga- manna. kgk/ Ljósm. Guðmundur Bjarki. Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA: „Markmiðið er að festa okkur enn betur í sessi í þessari deild“ Gunnlaugur Jónsson. Garðar Gunnlaugsson er einn af lykilmönnum ÍA. Hann hefur glímt við meiðsli á undirbúningstímabilinu en útlit er fyrir að hann verði klár í slaginn þegar deildin hefst á sunnudaginn. Ármann Smári Björnsson fyrirliði átti frábært tímabil í fyrra í hjarta varnarinnar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.