Skessuhorn - 27.04.2016, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2016 27
Knattspyrnusumarið 2016 hefst
formlega sunnudaginn 1. maí næst-
komandi. Þá verður leikin fyrsta
umferðin í Pepsí deild karla. Vík-
ingur Ólafsvík mætir Breiðabliki
á útivelli í fyrstu umferðinni. Lið-
ið tryggði sér sem kunnugt er sæti
í efstu deild á nýjan leik með eft-
irminnilegum sigri í 1. deildinni í
fyrra. Þegar þrjár umferðir voru eft-
ir af tímabilinu var ljóst að Víkingar
væru á leiðinni upp og nú tekur við
næsta verkefni í deild þeirra bestu.
Skessuhorn ræddi við Ejub Pur-
isevic, þjálfara Víkings, og spurði
hann hvernig honum litist á kom-
andi keppnistímabil. „Mér líst bara
vel á sumarið. Ég er spenntur, vona
að við getum barist og gert góða
hluti,“ segir hann. Markmið liðs-
ins fyrir komandi sumar er skýrt og
þarf ekki að koma neinum á óvart.
„Það hlýtur að vera markmið okk-
ar að halda okkur í deildinni,“ seg-
ir Ejub.
Lið Víkings hefur gengið í gegn-
um nokkrar breytingar frá því á síð-
asta keppnistímabili. Þar munar lík-
lega mest um að tveir af lykilmönn-
um liðsins í öftustu línu verða ekki
með með í ár. Guðmundur Reyn-
ir Gunnarsson, sem var valinn besti
leikmaður 1. deildar síðasta sumar,
var á láni hjá Víkingi og mun ekki
leika með liðinu í sumar. Víkingar
munu í hans stað tefla Pontus Nor-
denberg fram í stöðu vinstri bak-
varðar. „Pontus er tvítugur strákur
og það á eftir að koma í ljós hvern-
ig honum gengur. Hann þarf tíma
til að aðlagast nýju liði og breyttu
umhverfi en við vonum auðvitað að
hann standi sig og geri vel,“ seg-
ir Ejub. Enn fremur urðu Víking-
ar fyrir áfalli í vor þegar miðvörð-
urinn Admir Kubat sleit krossband.
„Það gefur augað leið að mjög vont
er að missa leikmann sem var valin
besti maður liðsins af þjálfurum og
leikmönnum. Við erum að leita að
varnarmanni í hans stað. Hvort það
tekst áður en tímabilið hefst verð-
ur að koma í ljós en við vonum það
auðvitað,“ segir Ejub. „Það er ekki
skemmtilegt að missa góða leik-
menn, sérstaklega ekki í vörninni.
Þar vill maður helst hafa allt í föst-
um skorðum.“
Víkingar hafa þó bætt sig á öðr-
um stöðum framar. Miðjumaðurinn
Þorsteinn Már Ragnarsson gekk
til liðs við liðið frá KR og munar
um minna. Framherjinn Pape Ma-
madou Faye hefur samið við liðið
sem og miðjumaðurinn Egill Jóns-
son, sem spilaði með Víkingi á láni
frá KR í fyrra, svo dæmi séu tekin.
Kallar eftir
bættri aðstöðu
Liðið fór taplaust í gegnum Lengju-
bikarinn og kveðst Ejub ánægð-
ur með spilamennsku liðsins á
undirbúningstímabilinu. „Mið-
að við mannskap og breytingar þá
eru þetta góð úrslit og við horfum
björtum augum til sumarsins,“ segir
Ejub en bætir því við að enn sé ekki
allt liðið komið vestur til Ólafsvíkur.
Liðið muni að líkindum ekki æfa allt
saman fyrr en eftir að mótið er haf-
ið. „Þessu þurfum við að breyta ef
við viljum halda liðinu okkar með-
Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur:
„Við munum fá bestu lið landsins í
heimsókn og eigum að njóta þess“
al þeirra bestu til frambúðar. Það er
vandi að ætla að vera hér með æf-
ingar. Íþróttahúsið er of lítið og við
þurfum betri aðstöðu,“ segir Ejub
og kallar eftir því að knattspyrnuhús
verði reist í Ólafsvík. Hann segir
aðstandendur knattspyrnufélagsins
hafa unnið kraftaverk til að skapa þá
umgjörð sem fyrir er en það sé því
miður ekki nóg. Til að stíga næsta
skref verði bæjaryfirvöld að koma að
málum og reisa þurfi knattspyrnu-
hús. „Við erum í nákvæmlega sömu
stöðu og fyrir fjórum árum síðan og
það er í raun ótrúlegt að við höfum
tvisvar komist í úrvalsdeild á þeim
tíma. Lið í svipaðri stöðu og við og
með svipaða aðstöðu eru flest í 2.
deild og neðar,“ segir Ejub. „Ef við
ætlum að eiga lið í annarri af tveim-
ur efstu deildunum um ókomna tíð
þá verðum við að bæta umgjörðina.
Við þurfum að veita yngri flokkun-
um okkar almennilega aðstöðu til
að þeir geti þróast í að verða meist-
araflokksleikmenn.“ Hann segir
leikmenn þurfa að öðlast reynslu í
að spila í ákveðinni taktík og það sé
ekki hægt ef æft sé stóran hluta árs-
ins í íþróttahúsi sem er mun minna
en knattspyrnuvöllur. Bætt aðstaða
í formi knattspyrnuhúss sé því for-
senda framfara hjá félaginu. „Það
er erfitt að veiða fisk ef þú ert ekki
með bát,“ segir Ejub.
Saman reynum við að
gera okkar besta
Undir stjórn Ejubs hafa Víkingar
oftar en ekki lagt áherslu á sterk-
an varnarleik. Hann reiknar með
að þannig verði uppleggið í sum-
ar. „Í fyrra vorum við stundum með
boltann 60-70% leiksins og gátum
spilað vel saman. Núna erum við í
sterkari deild og getum eflaust ekki
verið jafn mikið með boltann en við
munum reyna að vera eins skipu-
lagðir og við getum í hverjum ein-
asta leik,“ segir Ejub. „Við verðum
að halda skipulagi, vera klárir í að
berjast en umfram allt að reyna að
hafa gaman af þessu,“ segir hann og
vonast til að það skili Ólafsvíking-
um ánægjulegu knattspyrnusumri.
„Eins og ég sagði áðan eiga mörg
lið sem eru svipuð að stærð og um-
gjörð og Víkingur Ólafsvík í erfið-
leikum með að halda sér í 2. deild.
Hvort sem við verðum í ár eða
lengur í úrvalsdeildinni eigum við
að hafa gaman af því. Við munum
fá bestu lið landsins í heimsókn og
eigum njóta þess á meðan það var-
ir,“ bætir Ejub við og segir það eiga
við um bæði leikmenn og þjálfara
en ekki síður áhorfendur og bæjar-
félagið allt. „Það sem mér fannst
skemmtilegast síðast þegar við vor-
um í úrvalsdeild voru stuðnings-
mennirnir. Okkur gekk stundum
erfiðlega þá en frábær stuðningur
var það sem hjálpaði okkur mest á
þeim tímum,“ segir Ejub sem þyk-
ir ánægjulegt að geta á nýjan leik
boðið Ólafsvíkingum upp á úrvals-
deildarfótbolta. „Ég vona að stuðn-
ingsmennirnir njóti sumarsins og
hafi gaman af því. Ég er spenntur
að fá þetta fólk með okkur og sam-
an reynum við að gera okkar besta,“
segir Ejub Purisevic að lokum.
kgk/ Ljósm. af.
Ejub Purisevic.
Emir Dokara lék vel í hægri bakvarðarstöðunni síðasta sumar.
Pontus Nordenberg gekk til liðs við Ólafsvíkinga á dögunum. Hann fékk létta
flugferð í um helgina þegar Víkingar tóku á móti nöfnum sínum úr Reykjavík í
æfingaleik. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Vatnsdælur,
háþrýstidælur
og rafstöðvar
Hjá Dynjanda færðu öflugar rafstöðvar, vatns-
og háþrýstidælur í mismunandi stærðum og gerðum.
Við veitum þér faglega aðstoð.
Hafðu samband.