Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 201628 Skeifudagurinn, keppni nemenda í hrossarækt III við Landbúnað- arháskóla Íslands á Hvanneyri, fór fram á Mið-Fossum í blíðskapa- veðri fyrsta dag sumars. Að hátíð- inni stendur Hestamannafélag- ið Grani á Hvanneyri og var þetta í sextugasta skipti sem keppnin fer fram. Í tilefni afmælisins var fyrrum sigurvegurum keppninnar boðið að koma og þeir heiðraðir. Ánægjulegt að um rétt tæpur helmingur þeirra gat mætt. Metfjöldi gesta var því á hátíðinnni og voru áhorfendabekk- ir reiðhallarinnar þétt setnir. Nemendur í Hrossarækt III kepptu um Gunnarsbikarinn, sem gefinn er til minningar um Gunn- ar Bjarnason fyrrum hrossarækt- arráðunaut, en nemendur keppa í fjórgangi. Úrslit urðu þau að í fyrsta sæti varð Halldóra Halldórsdóttir á Hróbjarti frá Höfðabrekku. Í næstu sætum urðu Þorbjörg Helga Sig- urðardóttir, Gabríela María Reg- insdóttir, Karen Björg Steinsdóttir og Jón Kristján Sæmundsson. Félag tamningamanna gefur verðlaun þeim nemanda sem þyk- ir sitja hest sinn best og þau verð- laun hlaut Þorbjörg Helga Sigurð- ardóttir. Eiðfaxabikarinn hlaut Kar- en Helga Steinsdóttir en hann er veittur þeim nemanda sem hlýtur hæstu einkunn í bóklegum áfanga (hrossarækt II). Framfaraverðlaun Reynis eru veitt þeim nemanda sem sýnt hef- ur hvað mestan áhuga, ástundun og tekið hvað mestum framförum í Hrossarækt III. Þau verðlaun hlaut Gabríela María Reginsdóttir. Hina margrómuðu Morgun- blaðsskeifu hlaut Þorbjörg Helga Sigurðardóttir en næstu sæti skip- uðu Gabríela María Reginsdótt- ir, Halldóra Halldórsdóttir, Karen Helga Steinsdóttir og Elísabet Ýr Kristjánsdóttir. Skeifudagurinn er einnig út- skriftardagur nemenda í námskeið- inu Reiðmaðurinn, sem er tveggja ára starfsmenntanám ætlað þeim sem vilja bæta reiðmennsku sína. Alls brautskráðust 23 nemendur úr tveimur Reiðmanns-námshópum, annar frá Selfossi og hinn úr Kópa- vogi. Reiðmannsnemendur keppa um Reynisbikarinn sem gefinn er ef fjölskyldu Reynis Aðalsteinsson- ar, upphafsmann Reiðmannsnám- skeiðsins. Efstur eftir forkeppni var Bragi Viðar Gunnarsson á Brag frá Túnsbergi. Úrslitin fóru þannig að í fyrsta sæti varð Guðríður Eva Þór- arinsdóttir á Framsókn frá Litlu- Gröf. Í næstu sætum urðu þau Bára Másdóttir, Gunnar Jónsson, Esther Ósk Ármannsdóttir og Bragi Viðar Gunnarsson. Að lokinni keppni var kaffihlað- boð í Ásgarði á Hvanneyri þar sem hið vinsæla folatollahappdrætti fór fram þar sem vinningar eru gjafa- bréf fyrir handhafa að leiða hryssu sína undir hina ýmsu stóðhesta og búa til framtíðargæðinga. Dagur- inn var vel heppnaður og skemmti- legur. bss/mm/ Ljósm. Gunnhildur Birna Björnsdóttir. Skeifudagurinn í sextugasta skipti Vel á þriðja dug eldri skeifuhafa mætti á hátíðina. Fánareið. Gunnar Reynisson afhenti Reynisbikarinn. Gabríela María Reginsdóttir hlaut hann. Halldóra Halldórsdóttir á Hróbjarti frá Höfðabrekku er hér með Gunnarsbikarinn. Morgunblaðsskeifu hlaut Þorbjörg Helga Sigurðardóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.