Skessuhorn - 27.04.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 201630
Vísnahorn
Stundum verða Íslend-
ingar þreyttir á veðrinu
og tekur þá að langa suð-
ur á við. Sumir láta það
eftir sér en aðrir verða að láta sér draumana
duga. Ólafur Stefánsson orti:
Er voðfeldsþokan vefst um land
og veðrið ekkert skánar,
þá dreymir mig um sjó og sand
og sólarstrendur Spánar.
Oft var talað um ótæpilega drykkju Íslend-
inga og reyndar fleiri Norðurlandaþjóða á
sólarströndum. Eitt sinn er hópur Íslend-
inga var að búast til heimferðar til skersins í
norðri var hópurinn allur áberandi drukkinn
og þó einn sérstaklega. Gekk hörmulega að
koma honum um borð í flugvélina því mað-
urinn reyndist ósamvinnuþýður og ófánleg-
ur til að tala annað en sænsku. Við heimkom-
una var hann enn algjörlega ,,út úr kortinu“
og gripið til þess ráðs að láta manninn sofa úr
sér svo hægt væri að ræða við hann á vitræn-
um nótum. Ekki dugði það þó því daginn eft-
ir talaði maðurinn enn eintóma sænsku enda
reyndist hann vera Svíi sem óvart hafði lent í
rangri flugvél. En um áfengið orti Björn Frið-
riksson:
Vínið glaða gerir menn,
girnda- skaðlegt vinum,
stjórna maður á því, - en
ekki það manninum.
Það er alltaf nokkur áfangi þegar farfugl-
arnir koma á vorin og margir sem bíða þeirra
með óþreyju. Höfundur eftirfarandi vísu
nefnir sig Breiðfirðing en ekki kann ég á hon-
um nánari skil:
Upp um móa oft eg fer,
yfir flóa og keldur.
En eigi lóu augað sér
og ekki spóa heldur.
Það er nú reyndar sama sagan með næstu
vísu að ég hef ekki hugmynd um höfund eða
tildrög að öðru leyti en að þar mun átt við
Syðri-Bakka við Eyjafjörð:
Láttu vakka að landi Bakka,
lundur stakka, siglurakka
leið óskakka. Þá skal þakka
þér nær flakka ég heim til sprakka.
Oft verða það einhverjir neikvæðir viðburð-
ir sem kveikja í umræðunni sem síðan yfirtek-
ur allan raunveruleika og lifir sjálfstæðu lífi
eftir það. Á bæ í Borgarfirði andaðist aldrað-
ur maður og einhverra hluta vegna komst sá
kvittur upp að ekki hefði hann verið ofhald-
inn í matarvistinni. Var sagt að matur hefði
verið látinn hjá honum eftir að hann var skil-
inn við svo allir gætu séð að hann hefði geng-
ið frá leyfðu. Um þá atburði orti Eyjólfur Jó-
hannesson:
Illa fór hann Gvendur grey,
þó gamalt hefði´ann ketið.
Þeir eru til, sem þrífast ei,
þó þeir geti étið.
Að hann dáið hafi úr hor
held ég rengja megi
en grunar mig hann væri í vor
vel framgenginn eigi.
Á dögunum orti Guðmundur Þorsteinsson
þessa kvöldbæn fyrir stuðningsmenn stjórnar-
innar og taldi víst að ekki mundi af veita:
Við biðjum þess að stjórnin dýra dafni
og detti niður á betur hulda klæki
svo við í lotning hné og hálsa beygjum,
en ráðherrarnir digrum sjóðum safni
og setji þá í skúffufyrirtæki,
ef ekki heima, þá á öðrum eyjum.
Það var lengi vel siður að yrkja formanna-
vísur í flestum verstöðvum landsins. Bæja- og
bændarímur, rímur eða upptalningarvísur á
skipshöfnum, fjallmönnum og yfirleitt hverj-
um þeim hópum manna sem einhvern veginn
var hægt að skilgreina. Gísli Konráðsson orti
eftirfarandi formannavísur úr Letingjavogum
í Ómennskuveri:
Þrátt án tafar ókyrrð af
oft þó skafi sjóinn,
síákafur sést í haf
Selness Davíð róinn.
Fjærri sút með fullan kút
færishnúta viður.
stýrir skútu á æginn út
ær Jón hrútasmiður.
Margir hafa ort vorvísur í gegnum árin og
þessar eru úr lengri brag eftir Guðmund Stef-
ánsson á Minni Brekku í Fljótum:
Fjötrum losast lindirnar,
leitin, kvosir, hólar.
alt, sem frosið áður var,
yljar brosið sólar.
Hoppar bláa bunan tær
bergið háa niður,
leika þráir léttur blær
liljur smáar viður.
Satt að segja efast ég verulega um að ungt
fólk (og þarf jafnvel ekki ungt fólk til) geri sér
grein fyrir því hvernig ferðalögum var háttað
áður en vatnsföll almennt voru brúuð. Eftir-
farandi vísur munu ortar í Blöndudal en ekki
veit ég um höfund:
Nú er áin Blanda blá
bregður þráum vana,
reiðar knáum rakka á
ríða má vel hana.
Það er ekkert gaman að eiga við vatnsföll
sem ryðja sig svo jakaburðurinn stendur langt
á land upp. Fyrir margt löngu hljóp maður
yfir Blöndu á jakastíflu. Sá hafði viðurnefn-
ið Jón pissíbux og þótti vaskleikamaður en
fljóthuga og mismælagjarn og sagði svo frá að
hann hefði hlaupið á randajökum yfir. Varð úr
þessu mikil uppspretta af randajakavísum og
kemur sú fyrsta eftir Guðmund sem kallað-
ur var Vídalín:
Er sá dugs í æði gikks,
- ekki grand nam saka, -
Pissíbux var fljótur, fix,
flaut á randajaka.
Næstu vísur eru af þessari randajakafram-
leiðslu en ósamstæðar og enga hugmynd hef
ég um höfunda þeirra því margir voru þar til-
kvaddir:
Fram þá Blanda bera vann
bæði sand og klaka.
milli landa hana hann
hljóp á randajaka.
Þegar Blanda bar á grund
bæði sand og klaka,
hlynur branda Ýmis und
óð á randajaka.
Mæddi Blanda málmastaf.
millum andartaka,
hann mígandi hræðslu af
hljóp á randajaka.
Áin Blanda, ströng og stór,
streymdi um landið klaka;
hana branda horskur þór
hljóp á randajaka.
Sigfús faðir séra Eggerts í Vogsósum var
góður smiður og reisti meðal annars margar
kirkjur. Við sköpun einnar þeirrar varð þessi
vísa til:
Mikið er ég minni en Guð
máske það geri syndin.
Á átta dögum alsköpuð
er nú kirkjugrindin.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Við biðjum þess að stjórnin dýra dafni - og detti niður á betur hulda klæki!
Snorrastofa býður börnum Vestur-
lands til menningarhátíðar þriðju-
daginn 3. maí næstkomandi. Í
Reykholt koma um 150 börn af
miðstigi grunnskóla nágrennisins,
sem hafa haft Snorra Sturluson og
miðaldir að viðfangsefni og skipt-
ist hátíðin í tvo meginþætti. Í fyrsta
lagi sýna börnin afrakstur skapandi
vinnu vetrarins í formlegri dagskrá
og verður að henni lokinni boðið
að upplifa miðaldalíf á eigin skinni.
Þá fara hópar á milli verkstæða,
sem komið verður upp á staðnum
þar sem andi miðalda ræður ríkjum
og þau fá tækifæri til að taka þátt í
margvíslegum viðfangsefnum.
Hátíðin hefst kl. 10 í hátíðarsal
Snorrastofu í gamla Héraðsskól-
anum en jafnframt verður nítjándu
aldar kirkjan nýtt til dagskrárinn-
ar. Að lokinni þeirri formlegu dag-
skrá verður hópnum boðin hádeg-
ishressing, sem Fosshótel Reyk-
holt sér um, og því næst liggur leið
barnanna að smiðjum þeim, sem
boðið verður til. Á svæðinu verð-
ur eldsmiðja, matarsmiðja, rat-
leikur og ritstofa. Eldsmiðir koma
af Akranesi undir forystu Guð-
mundar Sigurðssonar, Búdrýg-
indi í Árdal sjá um matarsmiðjuna
og munu jafnframt nýta sér tæki-
færið og mynda vinnu barnanna
til þáttargerðar um Hið blómlega
bú. Um ritstofuna sér Svanhild-
ur María Gunnarsdóttir safnkenn-
ari við Árnastofnum og þá býður
Ása Helga Ragnarsdóttir til ratleiks
um söguslóðir Snorra Sturlusonar.
Öllum Vestlendingum er boðið að
koma og njóta dagsins með börn-
unum og kennurum þeirra í lengri
eða styttri tíma. Heimferð er áætl-
uð um kl. 16.
Markmið slíkrar hátíðar felst í því
að hvetja börn til þess að takast á við
menningararfinn á margvíslegan og
skapandi hátt í sínu námsumhverfi
og koma afrakstrinum á framfæri í
verðugu og viðeigandi umhverfi, á
sögustaðnum sjálfum, Reykholti,
þar sem sagan varð til. Óhætt er að
segja að Reykholt búi yfir kjörn-
um aðstæðum til slíkrar hátíðar þar
sem sagan varð til og umhverfið allt
býður uppá hvers konar listviðburði
og upplifun. Þeir skólar sem þiggja
boðið að þessu sinni eru Grunn-
skóli Borgarfjarðar, Grunnskólinn
í Borgarnesi, Laugargerðisskóli og
Reykhólaskóli.
Vonir eru til þess að hátíðin gangi
það vel að hún verði upphaf að ár-
vissum viðburði í Reykholti. Lagt
verður kapp á að upphafið verði við-
ráðanlegt og reist á góðum grunni.
Með því móti aukast möguleikar á
að hún vaxi og dafni í framtíðinni og
verði sem eðlilegastur hluti af starf-
inu í skólunum og á stað Snorra
Sturlusonar. Samfélag þar sem sam-
stilling af þessu tagi öðlast farveg
verður ríkara af auði mannlegra
gilda og lífsgleði og heimamenn í
Reykholti hlakka til að taka á móti
ungu kynslóðinni og gestum henn-
ar. fréttatilkynning
Miðaldalíf á barnamenningar-
hátíð í Reykholti
Pennagrein
Mánudaginn 18. apríl síðast-
liðinn var haldinn samráðs-
fundur um þjónustu við ein-
staklinga með fötlun í Borg-
arbyggð. Þetta er þriðji fund-
urinn af þessu tagi, haldnir
árlega. Fundarmenn ræddu
í hópum um hvað í þjónust-
unni nýtist vel og hvað má
betur fara. Rædd voru ýmis
atriði, til dæmis akstur, búseta
og ný verkefni fyrir Ölduna.
Farið var yfir hvað hefur
þokast til betri vegar frá síð-
asta fundi. Þar má nefna nýtt
húsnæði fyrir vinnustaðinn
Fjöliðjuna, sem fékk einn-
ig nýtt nafn og heitir núna
Aldan. Búsetuþjónustan hef-
ur fengið nýjan bíl til afnota,
stofnaður hefur verið rýni-
hópur til að fara yfir útboðs- og
úttektargögn sveitarfélagsins, er
varða aðgengi og nýframkvæmd-
ir, og stofnunum sem ráða inn ein-
staklinga með skerta starfsgetur
hefur fjölgað. Það er ánægjulegt
hve margt hefur áunnist og mik-
ilvægt að haldið sé áfram á sömu
braut.
Í ár verður meðal annars haldið
áfram með endurbætur á Öldunni,
gerð úrbótaáætlun varðandi að-
gengi sem byggð er á athugun sem
nemendur í LBHÍ unnu og við-
urkenninginn Ljósberinn verður
veitt aftur í haust. Viðurkenning
sem veitt er fyrirtækjum og stofn-
unum sem veita fólki með skerta
starfsgetu atvinnu.
Það er ánægjulegt hve mikið
hefur áunnist á þessu ári. Velferð-
arnefnd mun halda áfram að vinna
samkvæmd framkvæmdaáætlun
sem vinnuhópur um stefnumót-
un í málaflokknum vann haustið
2014. Markviss framkvæmdaáætl-
un, skipulögð vinnubrögð og gott
starfsfólk hafa skilað okkur fram
veginn í málaflokknum.
Hulda Hrönn Sigurðardóttir
huldahronn@borgarbyggd.is
Þjónusta við einstaklinga með
fötlun í Borgarbyggð