Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2016, Page 35

Skessuhorn - 27.04.2016, Page 35
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2016 35 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Til sölu er Víking-fellihýsi 1706 EPIC. árgerð 2000. Öðru megin er fortjald frá Seglagerðinni, markísa hinu megin. Jarðdúkur einnig er sólarsella á fellihýsinu og ný dekk. Einnig fylgir nýr gaskútur. Svefntjöld eru beggja vegna. Mjög auðvelt er að koma fellihýsinu fyrir á tjaldstæðum því vagninn er 601 kg. Myndir af fellihýsinu að innan má nálgast hjá bílasölunni Bílás. Ásett verð er 600.000 þús. Góður afsláttur gegn staðgreiðslu. Upplýsingar í síma 431-5646 (Steinn) til 1. maí, frá 1. maí bílasalan Bílás í síma 431-2622. Fellihýsi til sölu! SK ES SU H O R N 2 01 6 Um helgina var haldið Íslandsmeist- aramót í sundi í 50m laug. Mótið fór fram í Laugardalslaug í Reykjavík. Tíu sundmenn frá Sundfélagi Akra- ness höfðu tryggt sér lágmörk og tóku þátt í mótinu. Sundfélagið eign- aðist einn Íslandsmeistara. Íþrótta- maður Akraness frá því í fyrra, Ágúst Júlíusson, sigraði í æsispennandi við- ureign í 50m flugsundi þar sem hann varð 6/100 úr sekúndu á undan næsta manni. Ekki var spennan minni í úr- slitum í 100m flugsundi þar sem hann varð í öðru sæti en 1/100 hluti úr sekúndu skildi að Ágúst og þann sem varð í fyrsta sæti. Þá varð Sævar Berg Sigurðsson annar í 200m bringusundi auk þess sem hann hafnaði í þriðja sæti í 50m bringusundi og í fjórða sæti í 100m bringusundi. Aðrir sem syntu til úrslita voru Atli Vikar Ingimundarson sem varð fjórði í 100m flugsundi auk þess sem hann varð fimmti í 50m flugsundi. Una Lára Lárusdóttir keppti í til úrslita í 200m baksundi þar sem hún varð í fimmta sæti. Una Lára keppti jafn- framt í 50m skriðsundi þar sem hún hafnaði í áttunda sæti. Aðrir sem tóku þátt í Íslandsmeist- aramótinu í ár af hálfu Sundfélags Akraness voru: Ásgerður Jing Lauf- eyjardóttir, Brynhildur Traustadótt- ir, Erlend Magnússon, Eyrún Sig- þórsdóttir, Sindri Andreas Bjarnason og Sólrún Sigþórsdóttir. Öll voru þau félagi sínu til sóma; alls setti sund- fólkið frá Akranesi þrjátíu persónuleg met. tg Ágúst Júlíusson Íslandsmeistari í 50m flugsundi Ágúst Júlíusson Íslandsmeistari í 50m flugsundi fyrir miðju á palli. Sævar Berg til hægri, silfurverðlaunahafi í 200m bringusundi. Holtaskóli í Reykjanesbæ er sigur- vegari Skólahreysti, hreystikeppni grunnskólanna, árið 2016. Úrslita- keppnin var á miðvikudaginn í síð- ustu viku og sýnd í beinni útsend- ingu í Ríkissjónvarpinu. Þetta er fimmti sigur Holtaskóla í Skóla- hreysti á síðustu sex árum en skól- ar af Suðurnesjum hafa nú unn- ið sjö keppnir í röð. Grundaskóli á Akranesi var fulltrúi Vesturlands í keppninni og hafnaði í níunda sæti af tólf skólum í úrslitum. Síðuskóli á Akureyri varð í öðru sæti en Stóru- Vogaskóli úr Vogum í þriðja. mm Holtaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti Síðastliðinn sunnudag tók Snæfell á móti Haukum í fjórða leik úrslita- viðureignarinnar um Íslandsmeist- aratitil kvenna í körfuknattleik. Fyr- ir þann leik höfðu Haukar tvo sigra gegn einum og hefðu með sigri í Hólminum getað tryggt sér titilinn. Heimavöllurinn reyndist Snæfells- konum hins vegar vel. Þær sigruðu örugglega, 75-55 og ljóst að grípa verður til oddaleiks um Íslands- meistaratitilinn. Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur Snæfellskvenna af- burðagóður frá fyrstu mínútu. Þær byrjuðu betur og gestirnir úr Hafn- arfirði komust lítt áleiðis. Hauk- ar náðu þó að jafna metin snemma annars leikhluta en eftir það tóku Snæfellskonur góðan sprett og náðu forystunni á nýjan leik. Þær leiddu í hálfleik með 30 stigum gegn 24. Eftir hléið fór fljótlega að bera á smá þreytu meðal leikmönnum beggja liða, enda spilað þétt í úr- slitakeppninni. Snæfellskonur voru þó sterkari, juku forskot sitt í ell- efu stig fyrir lokafjórðunginn og róðurinn orðinn þungur fyrir gest- ina. Haukar mættu með svæðisvörn í fjórða leikhluta og slógu Snæfells- konur lítillega út af laginu. Þær voru þó ekki lengi að finna fjölina sína á ný og forskotið var aldrei í hættu. Áður en lokaflautan gall höfðu þær aukið muninn í 20 stig og tryggðu sér öruggan sigur, 75-55. Haiden Palmer átti stórleik fyr- ir Snæfell, skoraði 35 af 75 stigum liðsins. Auk þess gaf hún sjö stoð- sendingar og tók sex fráköst. Bryn- dís Guðmundsdóttir kom henni næst með tólf stig og ellefu fráköst og Berglind Gunnarsdóttir skoraði ellefu stig. Með sigrinum náðu tvöfaldir Ís- landsmeistarar Snæfells sem fyrr segir að knýja fram oddaleik í viður- eigninni um Íslandsmeistaratitilinn. Hann fór fram í Hafnarfirði í gær- kvöldi, þriðjudaginn 26. apríl. Leik- urinn var ekki hafinn þegar Skessu- horn fór í prentun og því ekki hægt að greina frá úrslitum hans hér. Les- endum er hins vegar bent á heima- síðu Skessuhorns, www.skessuhorn. is. kgk/ Ljósm. sá. Snæfellskonur tryggðu sér oddaleik Það var stemning í liði Snæfells eftir öruggan sigur á Haukum síðastliðinn sunnudag. Með sigrinum náðu Snæfellskonur að knýja fram oddaleik um Íslands- meistaratitilinn. Haiden Palmer fór með himinskautum í leiknum. Hún skoraði 35 af 75 stigum Snæfells. ÍA átti tvo keppendur í flokki ung- lingsstúlkna á Bikarmeistarmóti í klifri sem haldið var um helgina í Klifurhúsinu í Reykjavík. Fyrir- komulag mótsins var þannig að fjór- ar keppnisleiðir voru klifraðar og fór einn keppandi í einu. Sú hafði fjórar mínútur til að klára leiðina. Sá keppandi sem náði flestum leið- um í sem fæstum tilraunum hlaut flest stig og þar með bikarmeistara- titilinn. Brimrún Eir frá ÍA hafnaði í fjórða sæti en einungis ein tilraun skildi hana frá þriðja sætinu. Ástrós Elísabet hafnaði í fimmta sæti. Þetta var fyrsta Bikarmót stúlknanna og prýðilegur árangur í ljósi þess. Sumardaginn fyrsta stóð svo ÍA fyrir svokölluðum grjótglímuhitt- ingi í Akrafjalli þar sem klifrurum landsins var boðið að koma og klifra fyrirfram ákveðnar leiðir í fjallinu. Um 30 klifrarar á öllum aldri mættu og nutu veðurblíðunnar á meðan þeir glímdu við grjótið og líklegt þykir að þessi hefð sé komin til að vera á sumardaginn fyrsta. mm/þs ÍA í fjórða og fimmta sæti í klifri S u n d k o n a n knáa frá Akra- nesi, Inga Elín Cryer, keppti á Íslandsmótinu í 50m laug um síðustu helgi. Þar var hún að reyna að ná lágmörkum inná EM 50 sem verð- ur haldið í London um miðjan maí. Því markmiði náði hún hins veg- ar ekki í þetta sinn. Hun keppti í 100m flugsundi og varð í þriðja sæti þar, í 200m flugsundi varð hún í fyrsta sæti og Íslandsmeistari. Í 200m skriðsundi varð hún í þriðja sæti en einungis munaði 5/100 á að hún næði öðru sætinu. Loks keppti hún í boðsundssveitum með Ægi og unnu stúlkurnar þrjú gull í þeim greinum. Sem sagt tvö brons og fjögur gull varð uppkera helgar- innar. Inga Elín hefur verið að færa sig í styttri vegalengdir en hér áður fyrr var hún að synda 400m/800m skriðsund. Hún ákvað að leggja meiri áheyrslu á 200m skrið og100m/200m flugsund. Árang- ur Ingu Elínar er góður miðað við að hún er nú að stíga upp úr erf- iðum ökklameiðslum en hún togn- aði illa á þrekæfingu í febrúar. Nú verða æfingarnar settar á annað stig en hún hefur tíma til 4. júlí nk. til að ná lágmörkum inn á Ólympí- leikana. Mun hún verða að sækja sundmót erlendis til freista þess að ná þeim. Foreldrar Ingu Elínar leita eft- ir styrktaraðilum sem vilja styrkja hana í þessari baráttu. „Ef einhver hefur áhuga þá endilega hafið sam- band við okkur á e-maili: jgi@sim- net.is og silkar@simnet.is,“ segir í tilkynningu. mm Reynir enn við lágmörk fyrir stórmót ársins

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.