Skessuhorn - 11.05.2016, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 20164
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Maðurinn með ljáinn
Einhverra hluta vegna rifjaðist það upp fyrir mér að í hinum spaugsama
útvarpsþætti; Útvarpi Matthildi, sem var í spilun á ríkisrásinni í upp-
hafi áttunda áratugarins, hafi fréttaritarinn Þórður Breiðfjörð m.a. rætt
við Elliða Karlsson formann íslensku ungmennahreyfingarinnar. Þórður
spurði Elliða hver helsti vandi ungmennahreyfingarinnar væri? „Nú, það
er maðurinn með ljáinn,“ svaraði Elliði hrumri og hálf brostinni röddu.
Skemmtileg tilviljun að útvarpsmaðurinn sem þarna átti í hlut og brá sér
í gervi Þórðar Breiðfjörð hét Davíð Oddsson.
Ungmennafélagshreyfingin á sér meira en aldarlanga sögu hér á landi.
Í uppvexti afa okkar og og ömmu og þeirrar kynslóðar sem ólst upp í
torfbæjum, en kynntist síðar fyrstu steinsteyptu húsunum, voru ung-
mennafélögin allt í öllu. Þau gegndu hlutverki íþrótta- og æskulýðsfé-
laga, byggðu félagsheimili og þá voru ekki einu sinni sjálfvirkir símar,
tölvur og hvað þá samskiptamiðlar. Þeir sem fæddust og ólust upp á önd-
verðri síðustu öld muna gjörla hvað ungmennafélögin voru mikilvæg-
ir hlekkir í mannlífinu. Þrátt fyrir það voru spaugarar, strax í upphafi
áttunda áratugarins, farnir að gera grín að þessum félagsskap og töldu
hann fremur sveitalegt fyrirbrigði. Að helsta ógnin við framtíð þeirra
væri einmitt maðurinn með ljáinn og að í sveitunum væri engin nýliðun.
Það eina sem breyttist milli ára í stjórnum ungmennafélaganna væri að
stjórnarmenn yrðu árinu eldri.
Það er því dálítið broslegt í ljósi þessa gríns, tæpum fimmtíu árum
síðar, að engu líkara er en spaugarinn Þórður og viðmælandinn Elliði
hafi haft hlutverkaskipti. Síðan þetta var hefur Þórður Breiðfjörð náð að
verða borgarstjóri, forsætisráðherra, seðlabankastjóri og ritstjóri og á nú
einungis einu hlutverki ólokið til að fullkomna starfsævi sína; að verða
forseti lýðveldisins. Ekki laust við að þetta kapphlaup snúist um að gera
eins mikið og hægt er áður en mannfjandinn með ljáinn rennir í hlað. Sá
hinn sami og ógnaði tilvist ungmennafélaganna forðum.
En hvað hefði gerst í sveitinni hjá Elliða Karlssyni forkólfi í ungmenna-
hreyfingunni ef allt í einu hefði orðið nýliðun í sveitinni? Ef ungt fólk
hefði tekið að fylla bæina lífi og jafnvel viljað taka þátt í félagsstörfum í
ungmennahreyfingunni. Hefði þá Elliði setið sem fastast í stjórninni og
aftrað því með ráðum og dáð að unga fólkið tæki við? Mætti ekki einmitt
gera því skóna að Elliði Karlsson hefði tekið því fagnandi og stigið til
hliðar og leyft unga fólkinu að skipuleggja sjálft sín íþróttamót, skemmt-
anir og aðra viðburði? Vel gæti ég trúað því að Elliði, Þura á Þangbakka
og Rútur á Réttarhóli hafi einmitt orðið hæstánægt með þær breytingar
og farið áhyggjulaus að spila félagsvist eða sauma klukkustrengi.
Enginn er eilífur jafnvel þótt mörgum finnist þeir vera það. Kirkju-
garðarnir eru fullir af þessu ómissandi fólki eins og einhver benti svo
réttilega á. Sjálfur ber ég mikla virðingu fyrir ungu fólki og getu þess til
að takast á við hin fjölbreyttu verkefni. Get nefnt sem dæmi að hjá mér
starfa nú sex einstaklingar um og yfir þrítugt. Eru af þeirri kynslóð sem
verður á vinnumarkaðinum næstu fjörutíu árin eða svo og leikur sér að
flestu því sem eldri telja sig gera best í krafti reynslunnar. Vissulega geri
ég ekki lítið úr reynslu og lífsins skóla, en ég fullyrði að þetta unga fólk er
að minnsta kosti hæfara en ég og jafnaldrar mínir voru fyrir þrjátíu árum
í mörgu sem snertir fjölmiðlun. Þekking hefur nefnilega aukist á þessum
tíma og sveigjanleiki til að takast á við ólík viðfangsefni er miklu meiri.
Þess vegna er það trú mín að happasælt sé að leyfa unga fólkinu að tak-
ast á við fjölbreytt störf snemma á lífsleiðinni, hvort sem það er á þingi
eða við þjónustu, nú eða hvort sem þessir vinnustaðir eru á Breiðdalsvík
eða Bessastöðum!
Magnús Magnússon.
Leiðari
Bílaumboðið BL og bílasalan Bílás
á Akranesi buðu gestum og gang-
andi að kíkja við á laugardaginn
og skoða það helsta sem í boði er
í nýjum bílum. Auk þess var pyls-
um skellt á grillið í tilefni dagsins
og boðið upp á veitingar í blíðskap-
arveðri. Um 500 manns mættu og
nokkrir skrifuðu undir kaup á bíl-
um, þannig að sölumennirnir voru
hæstánægðir með daginn. Á með-
fylgjandi mynd eru f.v. Sigurður
Sigurðarson sölumaður hjá BL og
tengiliður við umboðsaðilana og
bræðurnir Ólafur og Magnús Ósk-
arssynir á Bílás.
mm
Fengu hálft þúsund á bílasýningu
Í sumar munu bleikar heyrúll-
ur prýða tún bænda um allt land í
fyrsta sinn. Þetta uppátæki teng-
ist átaki bænda, dreifingaraðila og
framleiðenda heyrúlluplasts um að
minna á árvekni um brjóstakrabba-
mein og styrkja Krabbameinsfé-
lagið á sama tíma. Framleiðand-
inn Trioplast, innlendir dreifing-
araðilar og bændur, leggja hver
fram andvirði einnar evru hver eða
samtals 425 krónur af hverri seldri
bleikri plastrúllu sem hver dugar á
26 bleikar heyrúllur á túni ef vaf-
ið er sexfalt. Andvirði söfnunarfjár
átaksins mun ganga til endurnýj-
unar tækja til brjóstamyndatöku í
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.
Upprunalega hugmyndin er frá
viðskiptavini framleiðanda hey-
rúlluplastsins, Trioplast, á Nýja-
Sjálandi sem bað um bleikt rúllu-
plast til að minna á árvekni vegna
brjóstakrabbameins. Í framhaldinu
voru gerðar tilraunir með bleika lit-
inn og tryggt að hann standist ítr-
ustu kröfur bænda. Nú þegar hafa
bleikar heyrúllur hafið innreið
sína í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi,
Nýja-Sjálandi, Sviss, Bretlandi og
Írlandi og fjölda annarra landa og
vakið mikla athygli.
Umboðsaðili Trioplast á Ís-
landi, Plastco hf., hefur umsjón
með verkefninu. Dreifingaraðil-
ar eru Kaupfélag Skagfirðinga, Bú-
stólpi, Sláturfélag Suðurlands og
Kaupfélag Vestur Húnvetninga,
Kaupfélag Borgfirðinga, Kaupfélag
Steingrímsfjarðar og KM þjónust-
an Búðardal.
mm/ Ljósm. sm.
Bleikar heyrúllur til stuðnings
Krabbameinsfélaginu
Hljómur, kór Félags eldri borgara
á Akranesi, verður gestgjafi á kóra-
móti sem fram fer í Grundaskóla á
Akranesi laugardaginn 21. maí nk.
Gestir verða Vorboðar í Mosfellsbæ,
Hörpukórinn á Selfossi, Gaflarakór-
inn í Hafnarfirði og Eldey af Suður-
nesjum. Að sögn Ólafs Guðmunds-
sonar formanns Hljóms, hefst sam-
vera kórfélaga á æfingum sem hefjast
eftir hádegið. Klukkan 16:00 verða
síðan tónleikar á sal Grundaskóla
þangað sem íbúum og gestum verð-
ur boðið að mæta þeim að kostnað-
arlausu. Röð kóranna verður þessi:
Eldey, Vorboðar, Gaflarar, Hörpu-
kórinn og Hljómur. Allir kórarnir
syngja í lokin saman nokkur lög, alls
um 250 manna kór. mm
Hljómur er gestgjafi á kóramóti eldri borgara
Hljómur syngur á tónleikum á Selfossi á síðasta ári.
Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu
Reykjavíkur, eru að hefja vinnu við
lagningu fráveitulagna og bygg-
ingu dælubrunns við Krókalón á
Akranesi í þeim tilgangi að veita
frárennslinu áleiðis í nýja hreinsi-
stöð við Ægisbraut sem gang-
sett verður fyrir árslok. Fram-
kvæmdasvæðið er frá Krókatúni
20 að Vesturgötu 105, meðfram
grjótgarðinum í fjörunni. Byggður
verður staðsteyptur, niðurgrafinn
dælubrunnur neðan við Vestur-
götu 69 og ný yfirfallsútrás verð-
ur lögð frá honum um 100 m út í
sjó. Gamla útrásin verður fjarlægð
eftir að hreinsistöðin verður kom-
in í gang.
„Framkvæmdir eru að hefjast
og áætlað er að þær standi fram á
haust. Óhjákvæmilega fylgir henni
rask og biðjum við ykkur íbúa að
sýna því skilning,“ segir í tilkynn-
ingu frá Veitum. mm
Fráveituframkvæmdir að
hefjast við Krókalón
Á þessari loftmynd sést lega nýrra fráveitulagna við Krókalón en þar verður þungi
framkvæmdanna mestur.