Skessuhorn - 11.05.2016, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 20166
Landmælingar
Íslands sextíu ára
AKRANES: Í tilefni þess að
Landmælinga Íslands eiga 60
ára afmæli á þessu ári býður
stofnunin til afmælisráðstefnu
föstudaginn 20. maí næstkom-
andi. Hún verður haldin í Tón-
bergi á Akranesi frá klukkan 9
til 12. Þar verður lögð áherslu
á notendur gagna og þjónustu
Landmælinga Íslands og fjöl-
breytt dagskrá í boði (sjá aug-
lýsingu í Skessuhorni í dag).
Frá klukkan 14 til 17 verður
svo opið hús á Landmæling-
um Íslands að Stillholti 16 – 18.
Því má við þetta bæta að með
Skessuhorni í næstu viku fylgir
sérblað sem tileinkað er afmæli
LMÍ. -mm
Fjögur skráð
óhöpp í
umferðinni
VESTURLAND: Alls urðu
fjögur umferðaróhöpp í vik-
unni sem leið í umdæmi Lög-
reglunnar á Vesturlandi. Ekið
var aftan á kyrrstæðan bíl sem
ökumaður hugðist beygja af
Vesturlandvegi inn afleggjara
að Ölveri. Ökumennirnir voru
báðir fluttir á heilsugæslustöð-
ina í Borgarnesi til nánari skoð-
unar en meiðsli þeirra voru tal-
in minniháttar. Húsbíll fauk
útaf Snæfellsnesvegi við Böðv-
arsholt og hafnaði ofan í veg-
skurði. Um erlenda ferðamenn
var að ræða sem sluppu án telj-
andi meiðsla. Tveir ökumenn
voru teknir grunaðir um akst-
ur undir áhrifum fíkniefna og
einn talinn vera undir áhrif-
um lyfja. Lögreglumenn tóku
um 60 ökumenn fyrir of hrað-
an akstur í vikunni og um 500
myndir voru teknar af sjálfvirku
hraðamyndavélunum og um 90
af þeim voru teknar við Fiskilæk
sunnan Hafnarfjalls. Loks festu
erlendir ökumenn bílaleigubíl
sinn í snjó á Kaldadal og voru
þjónustuaðilar fengnir til að að-
stoða ferðafólkið.
-mm
Vilja lækka
komugjöld til
geðlækna
LANDIÐ: Stjórn Geðhjálpar
hefur sent frá sér yfirlýsingu
þar sem skorað er á heilbrigð-
isráðherra að lækka komu-
gjöld til geðlækna í fyrirliggj-
andi frumvarpi um sjúktra-
tryggingar. „Ef frumvarpið
verður að lögum hækkar með-
alkostnaður öryrkja við geð-
læknisþjónustu úr um 20.000
kr. í 63.500 kr. eða um 43.000
kr. á ári. Stjórnin lítur svo á að
stefna beri að því að íslensk
heilbrigðisþjónusta verði
gjaldfrjáls og því eigi ekki að
þyngja byrðar öryrkja og al-
mennings eins og gert er með
frumvarpinu. Öryrki með geð-
fötlun leitar að meðaltali sex
sinnum til sjálfstætt starfandi
geðæknis og nokkrum sinn-
um til lækna á heilsugæslu og
sjúkrahúsum á hverju ári.“
-mm
Árni Páll hætti
við formanns-
framboð
LANDIÐ: Árni Páll Árna-
son, formaður Samfylkingar-
innar, tilkynnti í síðustu viku
að hann væri hættur við að
gefa kost á sér til endurkjörs
í stöðu formanns. Í bréfi til
flokksfélaga sinna sagði for-
maðurinn efnislega að ekki
væri nægjanlega góð ein-
ing um persónu hans á sama
tíma og flokkurinn mælist
með lítið fylgi í könnunum.
Árni Páll segir stöðu Sam-
fylkingarinnar óásættanlega
og varar flokksmenn við að
halda að einföld lausn sé til
á henni. „En hugsjónir jafn-
aðarmanna þurfa samhentan
og skynsaman flokk sem ber
þær fram og persónur geta
ekki staðið þeim framar. Ég
hef því ákveðið að bjóða mig
ekki fram til endurkjörs sem
formaður flokksins.“ Í frétt
á öðrum stað í blaðinu í dag
er sagt frá þeim fjórum sem
bjóða sig fram til formanns í
flokknum.
-mm
Norðan strekkingsvind gerði um
vestanvert landið að morgni upp-
stigningardags. Allhvasst varð á
nokkrum stöðum, svo sem í Staðar-
sveit og Kollafirði. Þrátt fyrir sterkar
hviður á Kjalarnesi og Kollafirði fór
ökumaður húsbíls akandi um svæðið
þennan morgun, en fyrr um morg-
uninn hafði vindur í hviðum mælst
45 metrar á sekúndu. Sesselja Anna
Óskarsdóttir var farþegi í þarnæsta
bíl á eftir húsbílnum. Þar sem hún
gerði sér grein fyrir að þetta væri
glæfraför tók tók hún upp á mynd-
band í símanum hinstu för húsbíls-
ins. Náði mynd þegar bíllinn lagðist
á hliðina á vegriðið og valt þaðan nið-
ur í fjöru og splundraðist. Meðfylgj-
andi er skjáskot úr þeirri upptöku.
Þótt ótrúlegt megi virðast slapp öku-
maður húsbílsins lítið meiddur.
Ástæða er til að benda eigend-
um húsbíla, hjólhýsa, aftanívagna og
annarra tækja, sem taka á sig mikinn
vind miðað við þyngt, að tækin eru
ótryggð sé hægt að sýna fram á að
vindur um viðkomandi veg hafi ver-
ið yfir hættumörkum skömmu áður.
Líklega fær því eigandi húsbílsins
tjón sitt ekki bætt. mm
Húsbíll fauk í Kollafirði
Húsbíllinn að fjúka og er hér lagstur á vegriðið sunnan við veginn í Kollafirði.
Ljósm. saó.
Yfirbygging húsbílsins splundraðist. Ljósm. hb.Brakið í fjörunni í Kollafirði og stýrishúsið úti í sjó. Ljósm. áþ.
Kirkjuskólar Dala-, Reyk-
hóla- og Hólmavíkur-
prestakalls sameinuðust
með lokahátíð í félags-
heimilinu Tjarnarlundi
í Dölum sunnudaginn 8.
maí. Leiksýningin Haf-
dís og Klemmi var sýnd
við mikla ánægju unga
fólksins og að því loknu
var haldið út í grillveislu
í sumri og sól. Á með-
fylgjandi mynd má sjá
þau Hafdísi og Klemma
í sólskinsskapi með börn-
unum.
sm
Hafdís og Klemmi í sólskinsskapi